Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Page 10
Hús á Skipa- skaga Akraneskirkja er nokkuð sérstæð eins og myndin ber með sér. Arkitekt hennar er Rögnvaldur Ólafsson, sá ágæti brautryðjandi, sem teiknaði m.a. kirkjurnar á Húsavík, í Hafnarfirði, Keflavík og á Stóra Núpi. Akraneskirkja hefur verið með þeim fyrstu frá hans hendi, byggð 1896, en viðbyggð og breytt 1967. Vesturgata 19, hönnuður Einar Helgason húsasmiður; húsið byggt 1932. Hér er dæmi um myndarlega kreppuárabyggingu með fallegum hlutföllum og reisn. Sérstaklega er kvisturinn fallega unninn. Merkigerði 12, sem heitir raunar Grafarholt og er kreppuhús; byggt 1930. Líkt og því miður hefur oft átt sér stað, hafa verið „stungin úr því augun“ — hinum upprunalegu gluggum fargað fyrir stærri rúður. Anna María Þórisdóttir Þaö er rökkur í stofunni — kl. V2 11 aö morgni. Ég hef aöeins kveikt á skrifboröslampanum, minnug oröa Alla Guöjohnsens, aö nú skuli allir spara rafmagniö vegna yfirvofandi orkuskorts rafveitna sökum vatnsleys- is. Nú er stund milli élja og hiö fegursta veöur. Föl dagskíma þokast upp austurhimininn og varpar birtu á mjallhvíta fönnina. Grenitrén eru púör- uo iétiíi SnjQdrífu. Ætli hún hafi ekki veriö eitthvaö þessu iik uúrdfíisn, SSITI húsmæöur í torfbæjum fyrri alda trúöu aö komin væri frá huldufólki og reyndu aö ná inn um Ijóra í potta sína sér til búheilla. Núorðiö er þaö aöeins ísvona veöri, sem ég sé eitthvaö fallegt út úr móaleifunum hér fyrir utan gluggana. Snjórinn hylur allt mannarask og gulbleik sinustrá standa upp úr honum til skrauts. Vænn burstarsteinn stend- ur enn óhaggaöur hér skammt frá, en nú sé ég ekki lengur fallega burstar- steininn hinumegin viö fífusundið fyrrverandi lengra í burtu, enda er veriö aö byggja stórhýsi þarna í mýrinni og steinninn annaöhvort horf- inn á bak viö þaö eöa honum hefur verið rutt í burtu. Vonandi hefur þaö engum orðið aö meini. Og enn sækir á mig þessi hugsun: Hvers vegna þurfa voldug mannaverk langoftast aö vera miklu Ijótari en ósnortin náttúran, þótt tignarlítil sé í margra augum eins og var í þessu tilfelli, gróðurlítill mór og mýrarflói? Samt gat ég margoft glatt augu mín viö þessi lítilfjörlegheit, en núna meiöa sjón mína þau mannaverk, sem þarna hafa risiö. Og þó. „Fátt er svo meö öllu illt..." Mikil sjónargleöi er sá angi af „Grænu byltingunni" þeirra Bigga og Dadda hér rétt framan viö raöhúsagaröana: Fjöldinn allur af litlum hríslum, greni, birki, ösp og víöi, sem plantaö hefur veriö í hæöarhrygg, sem myndar hljóömúr á milli húsanna og mikillar umferöargötu. Mikill hluti liöinna jóla leiö hjá mér í eldhúsi eins og raunin mun vera hjá flestum húsmæörum. Fyrir okkur, sem erum heimavinnandi, er þetta ekkert tiltökumál, okkar vaktir hafa allar falliö a háífsísdsgsna en viö fáum frí og næöi oft, þegar aörir eru í vinnu utan heimilisins. Aftur á móti skyldi maður vona, aö vel gangi á þeim heimilum, þar sem allir vinna úti aö skipta með sér störfum íþessu saméiginlsgs frfi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.