Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 5
„Éfl er eindregiö á móti því að sögupersónur hugsi... Það kentur ekki til mála hjá mér eins og ég sá hjá góðum höfundi, aö maður var að hugsa uppá tvær blaðsíður á meðan hann var að detta útúr árabáti.“ „Elskan mín góöa. Það var bæði miklu meira og betra. Með þá hlið togaralífsins er kurteislega fariö í Gríms sögu; varla hægt að gera þaö herkell- íngarlegra. Það var stríð, mannekla í Bretlandi og útivistin á togurunum löng. Annars skiptist mannskapurinn í tvö horn hvaö þetta snerti; þeir kvæntu létu vændiskonurnar eiga sig. Ég man ekki eftir einni einustu undantekningu í því sambandi. Það var auðvitaö misjafnt hvað þeir einhleypu geröu. Sumir voru drjúgir í sókninni á þau mið, — ég var þó aldrei þar á meöal, þó ég væri þá ókvæntur. Einhverra hluta vegna gat ég aldrei fellt mig viö gleðikonur." „Þær hafa komið illa við Ljós- víkinginn?“ „Ætli það ekki. Mér þótti þær sóða- legar og þetta var allt svo nöturlegt eins og þaö er sjálfsagt í þeim bransa enn í dag. En menn báru saman bækur sínar og þá komst maður aö raun um ýmislegt, sem kannski þykir ótrúlegt. Hún er til dæmis dagsönn sagan af ekkjunni, móður barnanna, sem drýgði tekjur sínar á þennan hátt. Ég, hef haldgóðar heimildir fyrir henni. Það var eins og segir í bókinni; strákurinn var lamaður og börnin vissu alveg hvaö fram fór, þegar móðir þeirra fór með sjómenn uppá loft. En þaö var mesta furöa hvað menn sluppu viö kynsjúkdóma á stríðsárun- um, enda voru þeir vel fjáðir og höfðu vit á aö láta lægsta klassann eiga sig.“ „Eiginlega kemst maður aldrei á snoðir um þaö viö lestur bókarinnar, hvaö fram fer í kollinum á trollaraskáldinu; hvað hann hugsar og þar af leiðandi fær maður kannski litla hugmynd um skoðanir hans.“ „Já, má ég skýra þetta dálítiö. Ég er eindregið á móti því aö sögupersónur hugsi. Þær gera eitthvað og segja eitthvað, en ég á erfitt meö aö láta þær hugsa. Það kemur ekki til mála hjá mér eins og ég sá hjá góðum höfundi, aö maöur var aö hugsa uppá tvær blaösíöur á meðan hann var aö detta útúr árabáti. Ég kannast ekkert við hugleiðíngar hjá sjómönnum eins og þeim, sem hér segir frá. Þeirra viöbrögö liggja í undirmeðvitundinni, — og þar höfum viö muninn á góðum og vondum sjómönnum, aö þeir góöu bregöast viö ósjálfrátt og hafa rétt viðbrögð í sér.“ „Þú ert ekki smeykur við að rjúfa það hefðbundna skáld- söguform meö upptalningí á staðreyndum um togarasjó- mennsku á stríðsárunum. Ertu viss um að þessi aðferö sé góð?“ „Nei, en ég valdi hana samt vegna þess að ég vildi vera öruggur um, aö sjósóknarsagan væri brúkleg heimild og ekki bara skáldsaga. Segja má aö með þessu hafi ég fórnað hluta af skáldsög- unni, vitandi vits. í þessu sambandi dugar aö minna á aðferö þeirra, sem rituöu íslendingasögur; þær eru mín fyrirmynd. Og ég mun aldrei hvika frá aö blanda saman heimildum og skáld- skap.“ „Voru þessir togarajaskar for- lagatrúar?“ „Já, ég held þeir hafi orðið að vera þaö kallagreyin. Þótt skip væru að fara niöur á næstu öldu í fárviörum, man ég ekki til þess að neinn teldi sér hætt, eða menn létu í Ijósi ótta við aðsteðjandi hættu. Þessir stríðstogarar voru oft ryðkláfar, um 300 lestir og helmingi minni en nýsköpunartogararnir sem komu eftir stríðið. Og aðbúðin á þessum gömlu kláfum var miklu verri og ósam- bærileg viö það sem síöar hefur orðið. Ég man eftir togurum á stríðsárunum, sem voru svo sundur ryðgaðir, að ekki var heilt band stjórnborösmegin frá forgálga og framí stafn, — og auk þess farin mörg bönd bakbo'-ðsmegin. Þegar svo var komið dúaði öll hliöin inn, þegar skipiö hjó í öldu. Súöin hékk þó saman af gömlum vana og stundum var veriö að lappa uppá þetta. Sjómenn sýndu samt engin merki þess, aö þeir væru óttaslegnir við þetta, utan einn eöa tveir, sem ég man eftir og sýndu þaö alveg. Hinsvegar fóru margir í land; þó kannski oftar fyrir þreytu sakir." Voru svona skip dauðagildr- ur?“ „Þótt merkilegt megi viröast, vitum við ekki til þess að skip hafi dottiö í sundur af þessum sökum og farizt vegna þess. Þau fórust af vondri hleðslu." „Hvort voru menn hræddari við kafbátana eða tundurdufl- in?“ „Ég held aö menn hafi veriö öllu smeykari við tundurduflin; það stóö flestum stuggur af þeim. Annars bland- aðist þetta allt saman: Duflin, kafbát- arnir, flugvélar og veður.“ „Og við þesskonar hroðalegar og lífshættulegar aðstæður fórst þú að stinga niður penna.“ „Ekki bar á ööru. Upphaf þess var grein um sjósókn í Bolungavík, sem birtist í Skutli, líklega 1943; Hannibal var ritstjóri þá. Á togaraárunum skrifaöi ég sjó- mannasögu og fór meö hana ófullgerða til Sigurðar Guðmundssonar ritstjóra á Þjóöviljanum, sem var ágætur maöur. Hann sagði, að ég yrði Jack London þessa lands og ekki líkaöi mér þaö allskostar; hafði alltaf þótt Jack London hroövirkur þótt snjall væri. En ég man ekki lengur hvaö varö um söguna; hvort hún kom undir dulnefni í Þjóðviljanum." „Þú varst hallur undir komma á þessum árum.“ „Já, og þó voru farnar að renna á mig tvær grímur. Efinn hófst meö Finn- landsstyrjöldinni haustið '39. En grein í Readers Digest eftir einhvern Reeves haföi líka áhrif á mig. Þar var sýnt framá með rökum, sem mér uröu hugstæð, að rússneski kommúnisminn væri orðinn þjóðernisstefna. Það olli mér áhyggjum. Þjóðernis- stefna fannst manni aö væri frekar í ætt við nasisma og við sem höfðum verið að hugsa um einn heim, — okkur'hugnað- ist ekki að þessu. Ætli minni vinstri sannfæringu hafi svo ekki lokiö til fulls viö lestur bókarinnar The God That Failed — Guðinn sem brást — og hefur verið þýdd. Aö þeim lestri loknum, var ég fyllilega búinn að átta mig á því, hvað hafði gerzt." „Og allt í einu er hinn skrif- andi togarasjómaður orðinn bóksali á Akureyri. Undarleg eru örlögin11. „Ekki er frítt við þaö. Sú saga gekk þannig til, aö ég var búinn með Stýrimannaskólann voriö 1945 og feng- inn til aö fara stýrimaöur á skip norður til Akureyrar. í þeirri ferð komst ég næst því að drepa mig á sjó; við fengum aftakaveður, en þaö er önnur saga. Ég var búinn að ráöa mig á síld um sumariö. En nú var ég sem sagt kominn til Akureyrar meö skipið og mál að gera sér glaöan dag eftir volkið. Þá var þar einhversstaðar ofan við bæinn skemmtistaður, kallaður Naustaborgir, og er ekki að orðlengja, aö þangað fór ég á ball. Allt í kring um þennan staö var kargaþýfi og aö ballinu loknu lenti ég í slagsmálum. Þá gerðist það í helvítis þúfunum, að undan mér snerust bæði hnén — enda höfðu þau áður látið sig í slíkum stórræðum. Vegna þess arna varð ég innlyksa á Akureyri; lá þar bakk um tíma og missti af síldarplássinu. En þess í stað fann ég mér konu, sem ári fyrr hafði stofnað bókabúö, og þaö varö til þess aö ég rak Bókabúð Rikku í 16 ár. Þessa konu missti ég eftir nokkurra ára sambúð, en fann mér þá aöra, sem vonandi endist mér, hún er það mikið yngri en ég. Norðlenzkar konur eru bæði fallegar og skemmtilegar, eins og reyndar allar konur. Kona reynist eins og maðurinn býr að henni. Ég var svo nærri því aö verða menningarviti á Akureyri, aö ég var kominn í nefnd, sem átti aö sjá um að kaupa listaverk handa bænum. Til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.