Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 4
Stmtol cié ASGEIR JAKOm/t „Til hamingju Ásgeir minn, — þú ert orðinn skáldsagnahöf- undur eins og allir hinir. Og þótt þú trúir því kannski ekki, þá las ég Gríms sögu trollara- skálds um jólin. Er Grímur þitt eigið hugarfóstur, eöa var hann til; — þetta merkilega sambland af Ólafi Kárasyni Ljósvíking, garpinum Þorgeiri Hávarssyni og spéfuglinum Móra? „Jú, Grímur var til og reyndar allar persónur, sem fyrir koma í sögunni. Aftur á móti held ég aö Grímur hafi ekki veriö mjög kunnur maöur á flotanum á sinni tíð.“ „Er Grímur trollaraskáld kannski þú sjálfur?“ „Ætli þaö sé ekki óhætt að segja, aö ég hafi einkum haft sjálfan mig í huga. Ég var svona eins og Grímur; fínbyggö- ur unglingur, tággrannur, — enda berklaveikur framundir fermingu. Þess vegna varö Ljósvíkingurinn í mér alveg ofaná í æsku; þá var ég draumlyndur og frámunalega utan við mig, — mælti ekki orö fyrr en ég var 6 ára og fór aö ganga 7 ára. En seinna fann ég tunguna, þaö kom allt til skila, þótt síöar væri. Þaö er satt; ég lifði mikið í allskyns dagdraumum á bernsku- og unglingsár- um mínum í Bolungavík. Þaö voru berklar og draumar. En strax og ég komst uppúr berklunum um 12 ára aldur, fór ég aö hneigjast til áfloga og uppúr því fór Þorgeir Hávarsson aö gera vart viö sig, — og fyrir alvöru eftir aö ég byrjaöi á sjó 15 ára eins og ég átti ættir til. Ljósvíkingurinn geröi aftur á móti lítiö vart við sig á sjó, enda réöi hann fyrir öllum mínum aumingjaskap og átti ekkert erindi um borð. Sá raunverulegi Ljósvíkingur, Magnús Hjaltason, skáldið á Þröm, var um tíma í Bolungavík, en þó meir í Skálavík, og barst illa af. Hann haföi ekki í sér Þorgeirinn, það var nú meinið. Hann var ekki notandi til sjóróöra . ..“ „En Ásgeir Jakobsson, laus við berkla og orðinn maður með mönnum á sjó í Bolunga- vík og þar að auki uppfullur af Þorgeiri Hávarssyni, hlýtur að hafa verið hinn mesti garpur?“ „Nei, ekki beint. Ekki garpur, en sæmilega vel aö manni og kjarkaöur. Sjóhræösla vissi ég ekki hvaö var fyrr en síðast í stríöinu. Þaö var þó ef til vill meira togstreita — innri togstreita — ég fann það þegar ég kom út úr Stýrimannaskólanum, aö ég var ekki yfirmannsefni. Ég var ekki nógu ákveðinn og ekki nógu snarráöur. Heldur ekki nógu athugull. Þegar ég uppgötvaði þennan beizka sannleika, þá lá klárt fyrir, aö engin framtíö var fyrir mig á sjó. Raunar hafði ég alltaf veriö allra manna ólíklegastur til aö verða sjómaö- ur; ég hafði bara lent þar. Sumpart var þaö vegna þess að sjómennska var dáö á þessum árum og karlmennska var uppistaöan í lífinu. Viö unglingarnir í Bolungavík áttum naumast aðra hug- sjón en aö veröa karlmenni og sjósókn- arar.“ „En hvenær kemur Móri til sögunnar?" „Hann hefur alltaf verið til staöar; þaö hefur alltaf veriö í mér prakkaraskapur, — en frekar græskulaus. Ég man, aö eitt sinn braut ég rúðu og varö mikið um. En mesti glæpur ævi minnar var sá, þegar ég stal súkkulaöi frá prestinum í Bolungavík. Ég var nýstaðinn uppúr veikindum og séra Páll bauð okkur heim nokkrum krökkum. Mér varö á að stinga nokkrum súkkulaðimolum í vasann svo lítið bar á — og hver veit nema ég hafi mátt þaö. En af mínu náttúrlega verklagi, stakk ég súkkulaðimolunum í hægri vasann og hélt utanum þá. Svo lauk þessari heimsókn og þegar aö því kom aö kveöja prestinn, var hægri höndin öll löðrandi í súkkulaöi. Ég held aö séra Páll hafi kímt, en mér leið svo illa, að ég var hugsjúkur í margar vikur og átti varla eins bágt í óveðrunum vestur á Hala.“ „Hvernig var Móri til sjós?“ „Hann var einstaklega vel liöinn fyrir léttlyndi sitt. Alltaf lá vel á Móra og hann var til í tuskið og tók sig ekki eins hátíðlega og garpurinn Þorgeir. En ég var auðvitað engin hetja; þjáðist bara af hetjuhugsjón. í þá daga var Skarphéö- inn minn maður og er reyndar enn í dag. Meinið var samt, aö ég var enginn Skarphéðinn í mér; heföi aldrei getað stokkiö milli höfuöísa og þaðan af síöur klofiö mann í herðar niöur.“ „En hvergi deigur samt og kominn á togara áður en langt um leið?“ „Nei, það var ekki fyrr en 1939, þá orðinn alvanur bátasjómaöur. En þaö var meö mig eins og marga bátasjó- menn, að viö áttum aldrei alveg heima á togurunum. En svona fór þetta nú samt, að maður var kominn á togara í stríðsbyrjun og þar var svamlað öll stríösárin." „Þeir hafa verið til þessir togarar, sem þú nefnir í Gríms sögu: Tunnu-Jarpur, Kynbomban og Dauðinn á hnjánum?“ „Þeir voru ekki kallaðir þessum nöfnum; þau eru tilbúin í sögunni, en ég hef fyrirmyndir af þeim öllum eins og persónum sögunnar.“ „Einn atburöur sögunnar er sérlega nöturlegur og mis- kunnarlaus: Stúdentinn, auga- steinninn hennar ömmu sinn- ar, sem sendur var til að lesa af logginu og fór fyrir borð. Átti það sér stað með þessum hætti?“ „Þarna er málum nokkuö blandaö. Upphaflega átti þessi frásögn aö verða uppistaða bókarinnar og átti sú saga aö heita Réttlætishandleggurinn. Hug- myndin byggir á þeirri alkunnu staö- reynd úr mannlífinu, aö það sem gert er af hjálpsemi, snýst í höndum okkar og veldur ógæfu. Þegar ég hóf aö rita þessa bók fyrir mörgum árum, átti þessi atburöur aö vera burðarásinn og sagan aö snúast um hann. En í stað þess aö snúast um hann, snerist mín eigin skoðun og mér varö ofar í huga aö koma til skila sókninni á stríðsárunum. Raunar gat þessi sögupartur passað inní þá lýsingu og þannig nota ég hann.“ „Varstu eins góður hausari og Grímur trollaraskáld?" „Mjög ámóta. Ég gafst aldrei upp, en var samt enginn fyrirmyndarhausari; frekar seigur þó. Þegar ég var búinn aö koma mér fyrir í hausingakassanum, þá gat ég látiö hendurnar ganga án þess aö hreyfa mig aö ööru leyti — og án þess aö hugsa.“ „Var þaö þýöingarmikið aö þurfa ekki aö hugsa?“ „Já, fyrir mig — því ég réöi aldrei viö þá hugsun, sem þarf aö viöhafa um borö í togara. Mín heilastarfsemi hefur alltaf gengiö hægt: Langsomt men sikkert. Ennþá er ég svo tvíráður, aö göngulagiö er tæpast sjálfrátt og varla aö ég gangi eins frá degi til dags. Stundum er ég smástígur; stundum finnst mér ég of innskeifur, — og aldrei get ég skrifað nafnið mitt í tvö skipti svo eins veröi. Líklega er ég ómótaður maöur enn í dag, þótt kominn sé yfir sextugt. nema hvaö ég hef náö einhverri festu í hafragrautargerð. Þar er ég nokkuö öruggur og geng aö verkinu meö myndugleik: Læt tvær könnur af vatni í pott, eina teskeið af salti, þrjár sleifar af grjónum og það passar viö pottinn, sem ég hef; þaö sýöur aldrei uppúr honum. En þetta er líka mín einasta matseld." „Þú ert nú samt heímavinnandi húsmóðir og ættir auðvitaö að hafa kvöldmatinn standandi á borðinu, þegar konan þín kemur heim úr vinnunni?“ „Jú, ég er heima, rétt er þaö, en öllu fremur óvinnandi en aö hægt sé aö kalla mig húsmóöur. Samt kemur fyrir að ég skoli af diski og ævinlega af grautar- disknum. Og skrifaöu það sem heimild um Ásgeir Jakobsson, aö ég boröa aðeins af grænum diski, — get þó borðaö af bláum ef í hart fer.“ „Var svona mikið kvennafar á ykkur í hafnarbæjunum í Eng- landi á stríösárunum eins og fram kemur í Gríms sögu; þetta snýst allt um uppáferðir í bókinni, þegar komiö er í erlenda höfn?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.