Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Page 5
Smásaga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur Ég er stærst — ég er stærst, hrópa blokkirnar, þessar byggingar, sem eru fullar af fólki — fólki meö stórar sálir og litlar — góöar sálir og vondar. í hvaöa blokk býröu Júlía? En Júlía heyrir ekki. Á hverjum morgni er sál hennar uppnumin — Júlía á sér leyndarmál. Hún heldur fast um stýriö á hjólinu sínu og horfir dreymnum augum út í veröldina, sem á þessu augnabliki tilheyrir henni ekki. Innra með sér heyrir hún tóna, fegurri en nokkuö sem gæti tilheyrt þessari veröld. Þess vegna heldur hún fast um stýriö og hjólar í hringi. Ekkert má út af bera, ekkert má hindra hana í aö skynja þessa tónlist. „Hvers vegna svararðu mér ekki barn, ég er búin að æpa úr mér röddina," er hrópaö í eyra hennar, og hún finnur tekiö fast í handlegg sinn. Tónarnir þagna á svipstundu. Hún stendur þarna viöut- an og horfir sljóum augum á mömmu sína. „Hérna eru lyklarnir elskan, ég er aö veröa of sein í vinnuna. Þú spjarar þig sjálf. Vertu ekki svona sár á svipin, margar 9 ára stelpur verða aö vera einar á daginn. Ó Júlía, Júlía, hvers vegna ertu svona viöutan?" Mamma kyssir hana og hlær. „Einu sinni átti ég frænku. Hún var eins og gamall forngripur. Hún var svona viðutan eins og þú. Hún borðaði fiskinn af súpudiski og súpuna af grunnum diski. Hún átti eldgamlan fresskött, sem hún kallaði bóndann sinn og batt á hann hatt. Hún þráði aö geta spilaö á píanó, og safnaöi sér fyrir því, meö ærinni fyrirhöfn. Píanóið var flutt inn til hennar, þegar hún átti sextugsafmæli. Þá settist frænka gamla viö píanóiö og vildi spila, en hvernig sem hún reyndi, komu engin falleg lög úr gripnum. Þá fauk í þá gömlu. Hún lokaði píanóinu fyrir fullt og allt, og einhver hvíslaöi því aö mér, aö hún gengi aldrei framhjá því, án þess aö sparka í þaö, og hún hefði kennt kettinum aö hvæsa á þaö. Já, hún var svolítið öðruvísi en fólk er flestr blessuð gamla konan. Heyrðu annars, ég minnist þess ekki, aö hafa heyrt um það, aö hún sé dauö. Kannski er gamla frænka ennþá lifandi. Hún gæti þá veriö orðin áttræö. Einkennilegt, aö hafa aldrei hugsaö til hennar fyrr. Ég ætti aö hafa upp á henni, og leyfa þér aö hitta hana. „Júlía þó. Þaö var aldrei ætlunin, aö þú héngir hjá þessari gömlu frænku alla daga, þótt viö fyndum hana. Þú verður að hjálpa mér í dag, þaö er laugardagur, og ég er boðin út. Hvers vegna ertu ekki glöð, eins og venju- lega, þegar mamma fer út að skemmta sér. Ef þér þykir vænt um mig, þá gleðstu, þegar ég er ham- ingjusöm. Einu sinni sastu alltaf viö símann á laugardögum og beiðst eftir því, aö hann hringdi. Svo hringdi hann, og þú roðnaðir svolítiö, þegar þú svaraðir. Augun þín tindruðu þegar þú heyrðir aö það var Ómar, og þú ruddist inn í baöherbergið, dróst mig upp úr baðinu og skipaöir mér aö fara í símann. Þú skúraðir og ryksugaðir fyrir mig, svo aö ég gæti dundað viö aö snyrta mig og veriö úthvíld og falleg, þegar Ómar kæmi aö sækja mig. Þú sast viö gluggann og fylgdist meö því þegar bíllinn hans renndi upp aö húsinu, þá stökkstu inn í stofu, settir fallega plötu á fóninn, kveiktir á kerti og fórst inn í herbergi, svo að han gæti setið í rólegheitum inni í stofu, á meöan ég lauk viö aö klæöa mig. Þú baöst mig hundrað sinnum um aö leyfa honum aö gista, og þá skyldir þú færa okkur kaffi og ristaö brauö í rúmið. Já, ég var í rauninni farin aö kvíöa því, að þú bæöir hann aö giftast mér. Júlía, ég veit aö þú þráir að eignast fööur, en hvers vegna ertu ekki lengur glöö, þegar Ómar hringir. Allt tekur sinn tíma. Fólk giftist ekki um leið og þaö kynnist. Nú viltu jafnvel frekar heimsækja Emmu frænku á laugardögum, en aö hjálpa mér. Júlía, litla Júlía, sjáðu hvaö krakk- arnir skemmta sér vel í boltaleiknum þarna úti. Af hverju leikuröu ekki meö þeim? Fyrir nokkrum vikum varstu óstöðvandi í leikjum, þú hljópst þind- arlaust allan daginn, og fékkst aldrei nóg. Þú varst svo þreytt og hamingju- söm, að nóttin nægði þér ekki til svefns, þú þurftir oft að fá þér lúr á daginn líka. En núna — nú eru engar rósir í kinnunum þínum lengur. Þú ert grá og guggin, einsog þaö væri hávetur. Þú hefur ekki gott af því aö hanga svona inni hjá Emmu frænku. Hlauptu út í sólina, njóttu þess aö vera barn, faröu út, faröu og hlæöu framan í sólina eins og þú varst vön aö gera. Já, vertu í stuttbuxum, svo að þú verðir brún á fótleggjunum. Hvers vegna ertu aö gráta? — Ekki gráta elsku litla Júlía mín, segðu mér allt. Vertu heima hjá mér í dag — geröu þaö elsku barn, ekki fara til Emmu frænku. Við skulum koma saman út í góöa veðrið. Nei Júlía, þú mátt ekki fara til Emmu frænku í dag, heyrirðu þaö, ég banna þér aö fara til þessarar kerlingarskrukku, sem er aö gera þig hálf-geggjaða. Hvers konar vald hefur hún yfir þér? Hvaöa hamingju finn- urðu inni hjá henni, í loftlausu gömlu fúahusi? Júlía, þú veröur aö segja mér þaö, þú verður, annars missi ég vitið. Veistu hvernig þaö er, aö horfa á fallegu litlu dóttur sína veröa aö skugga á nokkrum vikum? Þú hefur horast og augun þín eru aö slokkna, eins og í deyjandi gamalmenni. Hvað segir Emma frænka þér, hvaö gerir hún þér? Ef þú segir mér þaö ekki sjálf, þá fer ég til hennar og kreisti þaö upp úr henni. Segöu mér það krakka- ormur. — Fyrirgeföu Júlía, ég ætlaöi ekki aö slá þig, ég hef aldrei slegiö þig fyrr — komdu hingað, komdu og leyföu mér aö faðma þig. Leggstu hérna í grasið hjá mér litla Júlía. Finndu hvaö þaö ilmar dásam- lega. Sjáöu hvaö laufið á trjánum er farið aö fölna, horfðu á þessa liti, er ekki veröldin dásamleg? Finndu, hvað golan er orðin svöl. Þaö er aö koma haust. Ekkert jafnast á við haustið, ekki einu sinni vorið. Haustið er eins konar kveðjustund og fyllir mig alltaf söknuöi, en samt elska ég þaö. Þú veist, aö pabbi þinn dó um haust. Ég hef svo oft sagt þér þaö, en þú mannst varla eftir honum, þú varst svo lítil, bara 3ja ára. Hann kallaöi þig blómiö sitt, elsku litla blómiö sitt. Þú sast viö fætur hans klukkutímum saman, á meöan hann spilaöi á píanóið. Enginn spilaöi eins fallega og hann. stundum bjó hann til lítil lög fyrir þig og viö kölluöum lögin alltaf blómalögin. Við vorum hamingjusöm saman, viö þrjú. En hann varö svo veikur, — svo hræðilega veikur. Þess vegna grét ég ekki, þegar hann dó, og þess vegna elska ég haustið, þrátt fyrir allt. Sumir lifa og lifa lengi, ætla hreint aldrei aö geta dáiö, en pabbi þinn var ekki þannig. Hann liföi stutt, en hann nýtti hverja mínútu til þess aö færa okkur hamingju. Vakirðu ennþá Júlía? Viltu koma upp í mömmu rúm? Þá getum viö hjúfraö okkur saman, eins og þegar þú varst lítil. Líöur okkur ekki vel saman? Var ekki betra aö ganga úti í góöa veðrinu í dag, heldur en aö hanga inni hjá Emmu frænku? Já, ég veit aö hún á píanó, en hvaö irieð það? Varla hefur hún fariö aö læra á þaö í ellinni, svo aö ekki er hún aö spila á það fyrir þig, þegar þú ert þarna hjá henni. Hvaö er þaö þá meö þetta píanó? Ætlar hún aö arfleiöa þig aö því, þegar hún deyr? En hvað ætlar þú aö gera meö það? Ef þig langar svona í píanó, þá er miklu nær, að ég biðji Ómar aö lána okkur sitt píanó, því að þaö stendur ónotað heima hjá honum. Þaö er Ijótt aö láta börn hanga yfir gömlu fólki daginn út og daginn inn, upp á þaö, aö fá arf, þegar gamla fólkið deyr. Þaö gæti leitt til þess, aö þú færir aö óska henni dauða á hverjum degi. Drottinn minn dýri. Þaö var eins gott, aö þú sagöir mér þetta. Hvaö segirðu um þaö aö fá píanó á morgun og heimsækja Emmu frænku bara einstöku sinnum? Ekki gráta Júlía — horföu á mig — svona já. Þaö eru aö koma rósir í vangana þína og Ijómi í augun þín. Júlía, litla Júlía, — 9 ára stelpukjánar eiga ekki aö eiga sér leyndarmál. LEYNDARMÁL JÚLÍU 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.