Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Side 10
Sjóstígvél, temperamynd frá 1976. Wieth gaumgæfir oft slitna og úr sér gengna hluti, sem skilað hafa hlutverki sínu. Maidenhair heitir hún þessi mynd eftir Wieth og ber öll helztu einkenni hans; rósemina og mikla hófsemi í lit. tíma fyrst eftir aö ég gifti mig og botninn datt úr listaverkamarkaðnum. Svo að ég geröi dálítið af þessu þá — hræðilegt rusl. Sem betur fer er flest af því uppselt. Eftir lát föður míns lauk ég viö nokkrar myndskreytingar sem hann haföi lofaö Hornblaser — bækur eftir Forester — en það er allt og sumt. Það var uppi hugmynd um að ég myndskreytti bók um Robert Frost, en ég sagði: „Nei, þaö geri ég ekki. Ef þið viljið nota einhverjar af myndunum mínum til að skreyta bókina, er það ágætt. En þaö er ekki hægt aö myndskreyta Frost. Það er rangt.“ Frægasta málverk Wyeths, sem hóf hann upp frá því aö vera sonur Wyeths til þess aö vera Wyeth númer eitt og Sannur Bandarískur Listamaöur er „Heimur Christinu", sem e.t.v. er vinsælasta myndin í Museum of Mod- ern Art í New York (en ekki með á sýningunni í London). Myndin er ógleymanleg: bækluö stúlka neöst í langri brekku horfir 'á timburhjallinn sem hún á heima í, bera við himininn. „Þessi mynd var aldrei raunveruleg. Ég hefði aldrei getað sett upp trönur á þessum stað. Ég hafði heyrt að Christina hefði skriöiö þarna niöur eftir til aö líta á legsteinana. En ég hafði aldrei séð hana gera það. Ég svíf í loftinu og horfi á hana ofan frá.“ „Heimur Christinu“ var máluð árið 10 1948 og er orðin ein þeirra mynda sem oftast er vitnað í á þessari öld. Kvikmyndaframleiðendur færa sér sviðssetninguna í nyt (nýlega var Ofurmenniö sýnt í uppvexti sínum á einmitt slíkum stað) og Christina er kennd við hið ólíklegasta fólk. Museum of Modern Art á skopmynd af Christinu skríöandi í áttina að Hvíta húsinu. Höfuö Nixons var á herðum hennar horfandi í kringum sig. Tímarit- ið EBONY sýndi hana nakta. Og svo var mynd af Patty Hearst skríðandi meö vélbyssu í átt aö húsi. Fólk vill gjarnan tengja hlutina viö eitthvað. Ég fæ bréf frá konum á vesturströndinni sem segja: „Ég er hin raunverulega Christina, þetta er mitt eigiö líf.“ Það er dásamlegt aö þeim skuli finnast þaö. Fyrir hádegisverð fórum við að skoöa Brandywine-safniö, sem var áður mylla en er nú notað undir málverk eftir fyrri tíma málara frá Pennsylvaníu, nokkur eftir Pyle og flest eftir Wyethana; N.C. Wyeth, Andrew Wyeth og Jamie Wyeth (efnilegan son Andys). Á þriöju milljón gesta koma þangað árlega og þaö gefur af sér nægar tekjur til að kaupa eitt og eitt nýtt málverk eftir Wyeth. Viö héldum upp á aöra hæð. Þar var Ben Gunn liggjandi í leyni milli klettanna. „Gull- eyjan“, samstæða af olíumálverkum sem N.C. Wyeth málaöi fyrir „lllust- rated Classics" árið 1911, var hans mesta frægðarverk. Það er kraftur í þessum myndum. Sjáöu bara. Þetta er ekki bara myndskreyting; það er miklu meira en þaö. Við staðnæmdumst fyrir framan hina hrollvekjandi mynd af „Blindu stúlkunni haltrandi burt frá Benbow sjóliösforingja". „Þetta var heimili föð- ur míns í Needham, Massachusetts — stórkostleg rnynd." Aðeins lengra sjá- um við mynd af hestamanni frá miðöldum meö glæsileg reiðtygi í skógarjaðri: „Nýjasti fengur minn, úr „Svörtu örinni“. Er hún ekki dásamleg? Hún var notuð í „Hróa hetti", sem Errol Flynn lék í. Faðir minn skemmti sér mikiö yfir því.“ Næst komu nokkur málverk eftir Andrew Wyeth. Þar er mikill gaumur gefinn aö smáatriöum og jafnframt er einhver kvikmyndasvipur á þeim, bæöi í umgerð og vali viðfangsefnis. Log- andi Ijóst í tómum herbergjum. Fagur- lega gerð viöarklæðning og kjarrgróð- ur. „Osnortin mey", máluö 1969, er af 14 ára gamalli finnskri stúlku þar sem hún stendur nakin inni í hlöðu. Þetta hneykslaði fólk afskaplega. Kona nokkur kom til mín og sagöi: „Af hverju málaöirðu þessa hversdagslegu stúlku? Hún hefur ekki fullkominn líkama. Ég er betur vaxin, með miklu betri brjóst ...“ og ég sagði: „Þér hefur sést yfir aðalatriöið. Það er ekki ástæöan fyrir því að ég málaði hana. Ég vil ekki fullkomna fyrirmynd. Gömul kona, tré eöa bunga á hæö: á því er enginn munur í mínum augum.“ Bóndabær Kuerners hefur alltaf verið einn af uppáhaldsstöðum Wy- eths. Karl Kuerner lét honum staöinn eftir. Þaö er smáskiki, þakinn hlutum úr verkum Wyeths og mikiö notaöur. Við ókum þangað yfir járnbrautar- teina. „Hérna dó faðir minn. Þess vegna er þessi staöur mér svo mikils virði. Ég eyddi bersku minni hér við að mála. Svo kom þessi hryggilegi atburöur fyrir og dýpkaöi þær tilfinningar. Faöir minn var nánasti vinur minn.“ N.C. Wyeth dó þarna á járnbrautar- teinunum áriö 1945, þegar járnbraut- arlest ók á bílinn hans. Brautinni hefur nú veriö lokaö. Það var í innkeyrslunni að bónda- bænum sem hann fann eitt sinn þýskan hjálm, sem skilinn hafði veriö þar eftir fullur af grenikönglum. Þaö hafði frú Kuerner gert. Gamli maðurinn hafði verið í þýska hernum í fyrri heimsstyrjöldinni. Seinna hafði hann flust búferlum til Bandaríkjanna og laumast til aö halda einkennisbúningn- um. Wyeth taldi hann á að leyfa sér aö mála hann í búningnum, standandi í snjónum. „Ég færi hlutina til, skiluröu? Þessar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.