Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Page 11
„Það land sem tapast
gagnvart sögu og
minningu verður ekki
bætt,“ segir greinar-
höfundur og vissulega
er það fullgilt sjón-
armið. En sízt af öllu
er það ný plága á
íslandi, eða hvað um
það land, sem tapast
hefur fyrir ágang jök-
ulfljóta, hraunrennslis
og uppblásturs? Og
hvað um allt þaö land,
sem horfið hefur undir
byggingar og allskon-
ar mannvirki, götur og
vegi?
BARATTAN VIÐ EYÐINGARÖFLIN
rafmagnslínur þarna er nokkuö nýleg-
ar. Ég set hlutina saman og einfalda
þá. Ég vil ekki sýna hluti sem draga
ekki fram aðalatriðin. Ef ég væri í
skapi til þess, hefði ég jarnbrautartein-
ana með. Ég hef ekkert á móti þeim.
Mér finnst bara að stundum tímasetji
slíkt málverkið hræöilega.“
Hádegisveröar var neytt á Chadds
Ford-kránni, sem er skreytt með
eftirlíkingum af myndum eftir Wyeth og
full af endurminningum. Bretar
brenndu hana tii grunna eftir orrust-
una í Brandywine sem háð var um-
hverfis mylluna, mylluhúsiö og korn-
hlöðuna sem nú eru aðalbækistöðvar
Wyeths í Chadds Ford.
Það voru 75 myllur hérna í dalriúm;
þetta er sú síðasta sem enn er nothæf.
Ég þekkti þessa myllu þegar ég var
ungur drengur, faöir minn kom með
mig hingað og málaöi hana, og
Howard Pyle kenndi hérna.
Inni í myllunni, á gólfinu fyrir ofan
gamla myiluverkið, eru geymd mörg
fleiri málverk. Karl Kuerner með riffil-
inn sinn, í einkennisbúningnum sínum,
húsiö hans Kuerners aö nóttu til, og
Christina Olson (fyrirmyndin í „Heimur
Christinu") á efri árum í hnipri innan
dyra. Bestu verk Wyeths eru ekki bara
einhver æðri viðfangsefni.
„Ég held ég sé eiginlega ekki
„realisti". Margir segja: „Wyeth tekur
hvert grasstrá með“, en í rauninni
þekki ég 50 aöra sem gera þaö í miklu
ríkari mæli en ég.
En þaö eru til staöir sem búa yfir
tilfinningakrafti, og til þess aö ná þeim
krafti verður maður aö þekkja staðinn
náið og alla hans leyndardóma. Maður
getur dregið eitt pensilstrik og ef
maður þekkir allt þetta náið, gefur það
strikinu dýpt. Ég á viö aö Rembrandt
gat búið til mylluvæng með einu
pennastriki og gert hann eölilegan því
að hann gjörþekkti það.“
Wyeth notar aöallega temperaliti og
þurrpensil (þ.e.a.s. hann nuddar ör-
smáum ögnum af óútþynntum vatnslit-
um á pappírinn) og þaö er erfiö og
seinleg aðferð viö aö mála.
„Það fær mig til að kafa djúpt.
Temperalitir eru mjög erfiöir viðureign-
ar. Eg hef mætur á því efni. Ég kann
vel viö seinaganginn og hina algeru
andstæðu við hraöann og ákafann
samfara því aö mála með vatnslitum.
Þetta byggist hægt upp, en ef við-
fangsefnið er þess virði get ég veriö í
marga mánuöi að mála t.d. eina
brekku. Þaö er ekki gott að mála hratt
og laust meö eggja-tempera því að
það flagnar, eggið festist ekki við. Þaö
verður að byggja áferðina upp alit að
því eins og í vefnaði. Maöur situr í
herberginu sínu í ró og næöi, mann
dreymir um þaö og maður hugsar um
það meðan maður vinnur.“
í verkum Wyeths speglast innileg
hrifning á því hvernig sólargeisli fellur
á tré, hvernig náttúran er og hvernig
fólk hegöar sér. Oft þvælist nafniö eöa
aöalviðfangsefniö fyrir. Hann gerir sér
grein fyrir þessu, en er klemmdur á
milli hins augljósa og hins einfalda.
„Sérhvert viöfangsefni er væmið —
það veltur á því hvernig það er gert.
Geti maður bara náð töfrunum í því!
Þess vegna segi ég aö því minna sem
þarf að skilja, því betur tekur almenn-
ingur því.
Því minna sem er á myndinni, því
betra. Ég held ekki aö „Heimur
Christinu“ sé svo stórkostleg. Þaö
hefur veriö mikið um hana talað, en
fjandinn hafi þaö, um góða mynd á
ekki að þurfa að segja neitt. Ef ég
hefði getaö fengiö tilfinningu fyrir
Christinu með hæðinni einni saman,
hefði myndin oröiö betri í mínum
augum.“
Við könnun hnattanna í sólkerfi
okkar hefur það komlð í Ijós, aó
hvergi finnst vottur af lífi nema á
jörðinni einni. Það er því jafnvel
hugsanlegt, að líf sé eitt af sjaldgæf-
ustu fyrirbærum tilverunnar, þó ekk-
ert veröi fullyrt um það til né frá á
þessu stigi. Svo erfitt á lífiö upp-
dráttar hér á jörðinni, aö svo má
heita að dauðinn sé alltaf förunautur
þess, tilbúinn að beita sigð sinni í
tíma og ótíma, ef nokkuð ber út af.
En lífið er ótrúlega seigt og því hefur
tekist að halda hlut sínum eftir að
það fyrst hóf göngu sína á jörö, sem
var upprunalega „eyðileg og tóm“.
Þótt leið þess hafi legiö gegnum
óendanlegar hættur og hamfarir til
þessa dags, hefur það þó sennilega
aldrei staðið tæpar en nú. Engin
dýrategund gat haft áhrifá viðburða-
rás náttúrunnar fyrr en maðurinn
kom til sögunnar, og þá sérstaklega
á síðustu eitt hundraö árum. Þessi
hætta er aðallega fólgin í eyðingu
lands og gróðurs og mengun sjávar,
lofts og vatna. Okkur hættir til að
skoða lífslindir vatns og lofts óend-
anlegar og óforgengilegar, en því fer
fjarri að svo sé. Þótt við höfum verið
blessunarlega laus við að þurfa að
hafa áhyggjur af þeim hættum hér á
landi til þessa, getur það breytzt fyrr
en varir. Eiturloft sunnan úr Evrópu-
löndum hefur borist yfir hafið og það
er þegar orðið minniháttar plága í
Skandinavíu þegar vindar blása
þannig. Súrefni loftsins getur einnig
rýrnað á margvíslegan hátt og veldur
því einkum spilling gróðurs og gífur-
leg eyðing skóga í Brazilíu, Síberíu
og Ameríku. Skógunum er einkum
eytt til iðnaöar, en til eru þó þau lönd
þar sem skylt er að gróðursetja tré
fyrir hvert það sem fellt er, en víðast
er þvíþó enginn gaumur gefinn.
Kynstur af eitri frá margvíslegum
iðnaöi berast sífellt í hafið með
fallvötnum eöa eru flutt þangað með
skipum sem úrgangsefni. Með þessu
móti eyðist gífurlegt magn af smá-
dýralífi og flotgróðri hafsins sem eru
önnur höfuð uppspretta lífgefandi
súrefnis, næst grænum jurtum. íbúar
jaröarinnar eru þó ekki í bráðri
hættu af súrefnisskorti, en þó er
farið að bera á honum í sumum
stórborgum eins og t.d. í Tókýó í
Japan, en þar eru súrefnissjálfsalar á
fjölförnustu götum sem menn geta
gripið til, ef þeim finnst þeir vera
aöþrengdir.
Gróður á íslandi á stöðugt í
baráttu við margskonar eyðingaröfl.
Illvígast þeirra er veðráttan, sem við
höfum eftirminnilega orðið fyrir
barðinu á þennan vetur, sem nú er
að líða, enda er hnattstaða landsins
slík, að við því má jafnan búast. Við
þurfum því að umgangast allan
gróður af mikilli gát og eyöa ekki
landi né gróóri, nema algera nauð-
syn beri til. Manni verður því hugsaö
með mikilli hryggð til heiðanna
norðan jökla, sem nú virðist næstum
óhjákvæmilegt að fórna í þágu orku
og iðnaðar. Það hefur verið talað um
greiðslu fyrir þetta land, en það er
raunar óvitahjal. Þaö er ekki hægt
að greiöa fyrir eyðingarrétt á gróð-
urlendi eins og söluvarning úr búð,
né heldur selja. Og hver ætti aö taka
gjald fyrir líkt? Eignarréttur á landi er
raunar aðeins varðveizlueign meðan
hann varir, en veitir ekki rétt til
eyðingar nema að fengnu samþykki
samfélagsins. Reynslan hefur sýnt
að nauðsynlegt er að hafa ákveðnari
lög um meðferð lands. Eyðing gróó-
urlendis undir miðlunarlón í byggö-
um þarf algjörlega að banna fari þau
yfir einn ferkílómetra að stærð, og
eyðing gróöurlendis á heiðum og
afréttum því aðeins að bætt sér fyrir
þau landspjöll með ræktun gróður-
lauss lands af sömu stærð. Þetta
þarf að gera l sambandi við hina
margumtöluðu Blönduvirkjun og þá
ætti ekki lengur aö vera um neitt að
deila. Ef samtíðin heimtar þessa fórn
sín vegna, veröur hún líka að greiða
bæturnar. Þær verða greiddar land-
inu í heild og kynslóðunum, sem á
eftir okkur koma, með því að skila
þeim í hendur jafn góóu landi því
sem við tókum frá þeim og eyddum.
Það land sem tapast gagnvart
sögu og minningu verður hinsvegar
ekki bætt. Það fer svo eftir smekk
manna, hvort þeim finnast staðir,
sem á liðinni tíð urðu aflvaki eða
uppspretta dýrðlegra Ijóða, einhvers
viröi eða ekki. Sama er að segja um
örnefni og fornar vegaleiðir. Þó
fyndist mér að helst þyrfti að bjarga
áningarstaðnum ! Galtarárdrögum
þar sem Jónas greiddi lokkana
forðum og orkti um þaó síðar eitt
fegursta ástarljóð íslenzkrar tungu.
Þórir Baldvinsson
11