Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Blaðsíða 4
tyorömenn Islendingar og gamlar bœkur eftir Hermann Pálsson Þaö munu ekki vera neinar ýkjur, aö islendingar kunna hvergi betur við sig erlendis en í Noregi, og er þaö í sjálfu sér ekkí undarlegt, þar sem Noregur er svo fallegt land og Norömenn einhver elsku- legasta þjóð, sem prýðir þenna heim. Um þetta mál get ég talað af nokkurri reynslu, þar sem ég hef verið útlendingur með framandi þjóðum meira en hálfa aevi, og. hefur mér ekki annars staðar þótt öllu notalegra en á Hörðalandi vestan fjalls, þar sem ég hef dvalizt undanfarna tvo mánuði. En ég hef líka verið einstaklega lánsamur að því leyti, að þennan tíma hef ég veriö gestur við Nordisk institutt háskólans í Björgvin að fást við rannsóknir á gömlum bókum, en þessi göfuga stofnun er einhver hin fremsta í sinni röð, enda á hún gott safn af gömlum bókum og er skipuð miklu úrvalsliöi, með prófessor Ludvig Holm- Olsen í broddi fylkingar. Ein aðalástæðan fyrir því, hve vel Norðmönnum og íslendingum kemur yfir- leitt saman, þótt vitaskuld greini þá á um margt, er einfaldlega sú, að þessar tvær norðlægu þjóöir eru svo náskyldar. Enginn efast um, að ísland byggðist einkum úr Noregi, þótt hitt sé nokkurt deiluefni, hvers vegna landnámsmenn fóru að yfirgefa þetta fallega land og þessa elskulegu þjóð. Var það kannski af því, að íslendingar voru að einhverju leyti frábrugðnir Norðmönn- um, jafnvel áður en þeir sigldu vestur um haf? Eöa er hin skýringin réttari, að Norðmenn hafi notað þetta einstaka tæki- færi til að lossa sig við þann hluta þjóöarinnar, sem þeir vildu heizt án vera? Hvað sem slíkum bollaleggingum líður, þá töluðu þessar tvær frændþjóðir sömu tungu um margar aldir, þótt nú sé orðið svo langt um liðið, að elztu menn muna nú ekki lengur hvort það var heldur norska eða íslenzka sem töluð var. Og þjóðirnar höfðu ýmis samskipti meö sér. Norðmenn seldu íslendingum timbur og kornvöru og fengu í staðinn tólg og lofkvæði um norska konunga, sem fáir Norömenn kærðu sig um að gera ódauðlega með kveðskap. A þrettándu öld áttu sér stað merkíleg bókaskipti milli Noregs og íslands: Norð- menn hresstu upp á íslenzka menningu með þýðingum á fögrum bókmenntum úr frönsku, og á hinn bóginn fluttu íslendingar út til Noregs ýmsar skinnbækur, þar sem sagt var frá afrekum og ævintýrum norskra konunga. Aldrei munu íslendingar hafa gert jafn góð bókakaup og þegar þeir fengu Tristrams sögu og ísondar fyrir Hákonar sögu gamla og þurftu ekkert aö gefa í milli. Eins og sjá má af þessu, þá var norsk-íslenzk samvinna glettilega góð í þá daga, þótt stundum vildi slettast upp á vinskapinn. íslendingar hafa til aö mynda aldrei getað sætt sig við utanríkispólitík Hákonar gamla, og hins vegar þykir Norðmönnum það sýna furðu mikla heimsku íslendinga aö vilja ekki lúta svo myndarlegum konungi og verða með því hluti af norska helmsveldinu. En hvað sem öllum skyldleika og norrænni samvinnu líöur, þá eru Norðmenn og íslendingar býsna sundurleitir að mörgu leyti, enda hefur hvor þjóðin um sig fylgt sínum forlögum um meira en þúsund ár og skapað sér sínar eigin hugmyndir um sjálfa sig og tilveruna. Þótt örlög þessara frænd- þjóða væru nátengd, allt frá upphafi íslands byggðar á síðara hluta níundu aldar og fram yfir Svartadauða, þá eru viðhorf Norðmanna til þessa söguríka tímabils öll önnur en þau, sem tíökast með oss íslendingum. Vafalaust eiga þessi ólíku viðhorf rætur sínar að rekja til ýmissa atburða og árekstra, sem gerðust með þessum þjóðum að fornu, en þó virðast margar ríkjandi hugmyndir um norræna fortíð stafa frá þrem íslenzkum ritum frá tólftu og þrettándu öld: Landnámabók, íslendingabók og Heimskringlu. Hér gildir sama megin regla og um sögu annarra þjóða, að hugmyndir um fortíðina standa í óbeinu sambandi við atburðina sjálfa, en í beinu sambandi við viðurkenndar bækur um þá. Það er eitt af einkennum vestrænn- ar menningar, að atburðir taka gildi sitt af frásögnum fremur en aö lýsingar á atburð- um hljóti gildi sitt af því sem hefur gerzt. Herkonungur getur skapaö heil stórveldi og aglt önnur í rústir, en slík afrek koma hugmyndum okkar um fortíðina þvíeinung- is viö, aö einhver hafi skrifað um þau. Penninn er máttugri en sverðið; sagan er sköpuð af rithöfundum, sem lýsa atburð- um, en ekki af þeim leiðtogum, sem valda þeim. Um þetta má taka nærtækt dæmi. Þegar norskir víkingar fengu fyrst áhuga á gullsmíði og öðrum listaverkum og fóru vestur til Skotlands í söfnunarferðir um aldamótin 800, þá var þar hið merkasta konungsríki, sem kennt var við Pétta, þá þjóð sem gerði fegurri höggmyndir en nokkrir aðrir Evrópubúar um það leyti, og þeir ortu sín Ijóö í orðalausum myndum í haröan stein. Ein afleiðingin af listasöfnun víkinga á Skotlandi var sú, að péttneska ríkiö hrundi til grunna; síðasti konungur þeirra hafði geispað golunni í þann mund sem Ingólfur Arnarson reisir fyrsta nor- ræna húsið á íslandi. En af því að Péttar skildu ekki eftir sig stafkrók í rituðu máli, þá hefur þjóö þeirra aö mestu leyti gleymzt og flest afrek þeirra eru hulin öllum dauölegum mönnum. íslendingar hafa aldrei átt sér neina „stórveldisöld" og gengur raunar illa að átta sig á hugtakinu. í sinni þúsund ára sögu hafa þeir aldrei unnið nein afrek á hernaðarsviði, enda munu þeir sennilega vera lélegustu hermenn álfunnar. Þangað til friðarstefna komst í tízku fyrir nokkrum árum, var yfirleitt hlegið að íslendingum fyrir þá ósvinnu að kalla sig þjóð og nafa engan her. Þegar ísland var hertekið af Bretum í síðustu heimsstyrjöld höfðu 99% af þessum herleysingjum aldrei séð ein- kennisbúning hermanna og þekktu naum- ast muninn á dáta og generáli eða aðmíráli. Frá fornu fari hefur ríkt meö afkomendum landnámsmanna andúð á styrjöldum, og er þaö ekki undarlegt, þar sem hér er um aö ræða eina af ástæöunum fyrir því að íslendingar hættu einn góðan veöurdag að vera Norðmenn og kvöddu þetta fagra land og þessa góðu þjóð. Landnámsmenn voru flóttafólk, sem var aö flýja frá pólitískum átökum í Noregi og hernaði víkinga vestan hafs; fólk flýr af varúð eöa ótta, og landnámsmönnum þótti betra að lifa í friði úti á fjarlægri eyju en að búa við þá hræðslu, sem friösömu fólki stafar af konungum, hetjum og köppum. Síðar meir Hermann Pálsson próíessor auönaöist sumum íslendingum að nota þetta næði til aö skrifa um það sem þeir og frændur þeirra höfðu gert — eða látið sig dreyma um að gera. Sagnaritun íslendinga á tólftu og þrettándu öld var eins konar uppbót fyrir flótta þeirra frá hetjuöld Noregs áður fyrr. Sumar sögur íslendinga hafa náö því markmiði, sem hinir beztu sagnaritarar víða um heim hafa stefnt að: þær hafa oröiö veraldlegar biblíur heilla þjóöa. í Noregi er óþarfi að fara mörgum oröum um Heimskringlu, sem íslenzkur bóndi skrifaöi í hjáverkum sínum einhvern tíma um 1230, því að þetta rit mun nú skipa annað öndvegi í bókaskápum margra Norð- manna, andspænis heilagri ritningu sjálfri. Alkunn er einnig sú virðing, sem Færey- inga saga nýtur með frændum vorum í Færeyjum, þótt þar sé nú raunar um annars konar bók aö ræða, enda þurfti ekki jafn mikið við og þegar verið var að gera Norömönnum ritningu; Færeyingar eru fámennir og láta sér nægja minna. Öllu verr tókst meö biblíu handa Grænlending- um, en þó sýna Eiríks saga rauöa og Grænlendinga saga, aö íslenzkir ritninga- menn höfðu ekki gleymt þessum frændum sínum vestan jökla. Síðan Orkneyinga saga var þýdd á ensku á nítjándu öld, hefur ekkert þótt sjálfsagöara en hún hlyti heiöurssess í orkneyskum bókaskápum, rétt í námunda við þýðingu Jakobs kon- ungs á Biblíunni. Og í hvert sinn sem húsarúst frá víkingaöld finnst í Orkneyjum, þá segja fornleifafræðingar: Hér hafa atburðir gerzt og þeirra hlýtur að vera getiö í Orkneyinga sögu. Aö lokum má ekki gleyma því, að íslendingar skrifuðu verald- lega biblíu handa Dönum og kölluöu verkið Knytlinga sögu, eins og eðlilegt var, en Danir hafa aldrei treyst íslendingum og kunnu þvíekki að meta þessa veglegu bók, enda voru þeir svo lánsamir að eignast snillinginn Saxo Grammaticus, sem gerði þjóö sinni glæsilega ritningu á latínu, svo að Danir þurftu ekki að vera komnir upp á kotþjóð norður við Dumbshaf. Þegar við lesum þessar veraldlegu biblíur, sem islendingar settu saman á þrettándu öld handa Norðmönnum, Færey- ingum, Orkneyingum og Dönum, þá meg- um viö aldrei láta tortryggni eða gagnrýni varpa skugga yfir verkin sjálf, heldur eigum við að sýna hinum fornu höfundum þá kurteisi að njóta hvers þeirra í heild. Viö lesum ekki Heimskringlu í því einu skyni aö vita hvaö geröist í þessu fagra landi Noregi aö fornu, heldur einkum til aö kynnast bókinni sjálfri, því að af henni getum við ráðið hvers konar fortíð Snorri Sturluson taldi Norðmönnum sama bezt. Hér norður frá eru menn ekki vanir því að taka sögur af kraftaverkum í bókstaflegri merkingu, en þegar við lesum Ólafs sögu helga er bezt að leggja slíka vantrú á hilluna í bili. Lesendur, sem hunsa Yngl- inga sögu á þeim forsendum, að hún sé ekki nógu sagnfræöileg, eiga Heims- kringlu ekki skiliö og ættu að halda sig viö verk eftir nútíma sagnafræðinga, sem hlíta öörum reglum en Snorri Sturluson. Fegurð Heimskringlu verður ekki metin til hlítar nema hún sé lesin af alúð og samúö, hvað sem allri sagnfræöi líöur. Frásögnin af guðinum Óðni,- sem flýr með bræðrum sínum frá Tyrklandi og gerist pólitískur flóttamaður í Svíþjóð, svo að hann geti orðið ættfaðir norskra konunga í fyllingu tímans, er ekki síður merkileg en lýsingin á Haraldi harðráða, sem mörgum ættliðum síðar ferðast til Tyrklands og lýkur ævi sinni íheimsókn til Englands, þar sem hann vinnur sjö fet af enskri jörð einn varman haustdag árið 1066. Ferðalög eru mikil- vægur þáttur í Heimskringlu, og því var einkar vel til fundið aö hefja atburðarás með föður Óðins yfir þvera Evróþu. íslendingar fóru ekki að setja saman ritningar handa öörum þjóðum, fyrr en þeir höföu fengizt við fortíð sjálfra sín. Sú bók, sem einna næst kemst því að veröa tekin sem veraldleg biblía okkar, heitir Land- námabók, og er hún mikil feröabók á sína vísu, þótt ekki fari þar mikið fyrir Tyrk- landsförum. Hún segir frá fólki, sem fær sér einfaldan farmiða frá Noregi heim til íslands, þangað sem þaö hafði aldrei komið áður og þekkti ekki nema af afspurn einni saman. Samt var þetta heimaland þess, jafnvel áður en fæti var stigið á íslenzka grund. Eins og Óöni í Heims- kringlu, viröist þessu fólki ekki hafa komiö til hugar að hverfa aftur til uppruna síns, enda er ekki víst, aö þaö hafi átt þar afturkvæmt. Myndu Tyrkir hafa tekiö Óðni tveim höndum, eftir að hann haföi veriö landflótta í Svíþjóö nokkur ár? Og varla hefði Haraldur hárfagri farið að slátra feitasta kálfinum til aö fagna þessu flótta- fólki eins og glötuöum syni. En sá var þó reginmunur á ferðalögum Óðins og niöja hans í, Heimskringlu og förum þeirra manna, sem létu eftir sig fagrar þyggðir Noregs til að geta notið lífs og friðar í skjóli íslenzkra jökla, að landnámsmenn voru ekki goðumbornir herkonungar, heldur mislitur hópur bænda, kvenna og barna í leit að sjálfum sér og nýrri framtíð. Þó var það einstaka landnámsmaöur, sem fann ekki sjálfan sig á íslandi. Einn kom frá Suöureyjum, var á íslandi þrjú ár og fór svo aftur til eyjanna, af því aö hann nam ekki yndi ínýju landi. Miklu kunnari er þó Eiríkur rauði, sem drepur mann á Jaöri, fer til íslands með röngu hugarfari, fremur þar annaö víg, og flyzt að lokum til Grænlands. Þetta var maður á vesturleið, sem fann ekki sjálfan sig á íslandi og þóttist í staðinn hafa fundiö stærstu eyju þessa heims. Um Landnámu hefur verið sagt, að hún eigi sér engan líka í bókmenntum þessa heims og þótt víðar væri leitað. Hún lýsir ekki einungis upphafi heillar þjóöar og er hvorttveggja í senn fæöingarvottorö henn- ar og skírnarvottorð, hún greinir ekki einungis frá því hvernig meira en 400 landnámsmenn tóku sér bústaöi í óbyggðu landi, heldur skýrir hún hugtakið íslending- ur betur en nokkurn tíma hefur veriö gert, nema í íslendingabók Ara fróöa. Þessar tvær bækur eru skyldar að tilgangi og bæta hvor aðra upp. Ari fróöi var einn af höfundum Landnámabókar, en ekki veröur með vissu vitað, hvenær hún var sköpuð; aö öllum líkindum mun hafa veriö farið aö leggja drög að henni um þaö leyti sem íslendingar eignuöust tíundarlög árið 1097. Þegar Magnús konungur berfættur fer í sína frægu herför til Úlaztírs í Noröur- írlandi, þá eru íslendingar farnir aö linast á ferðalögum og fást ekki við meiri stórvirki en að gera uppkast aö sinni veraldlegu biblíu. Nú er hin forna Landnámabók þeirra Ara fróða og kumpána hans löngu glötuö, og sama máli gegnir um næstu útgáfu bókarinnar frá fyrra hluta þrettándu aldar, sem Styrmir prestur og vinur Snorra Sturlusonar geröi á sínum tíma. Elzta 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.