Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 3
Bragi Asgeirsson sérstöku lakki á léréft og rúllaöi mynd- unum svo upp og setti í sérhönnuö hylki. Aö öörum kosti heföi hann oröiö aö rjúfa gat á þakið og fá kranabíl til aö lóðsa þær niöur. Ég vil nú giska á, aö erfitt veröi aö flytja andrúmiö og stemninguna frá gömlu vinnustofunni í þá nýju en umhverfisbreyting er jafnan til góös. För okkar Tryggva á fund Erró reyndist fyrir klaufaskap hin flóknasta og var þaö í eina skiptiö, sem viö villtumst í neðanjaröarlestunum (Metró) og jafnframt í eina skiptiö sem viö spuröum til vegar í Metró og fórum eftir því. Við vorum því í nær þrjú korter á leiðinni en áttum í raun róttu einungis að vera í 10—15 mínútur. En fátt er svo illt, að ekki fylgi því eitthvaö gott. Er viö Tryggvi kófsveittir vorum æöandi á milli stööva og biðum á einni skiptistöð eftir lest, veröur mór litið á mann, er sat á bekk í námunda viö okkur, og segi svo við Tryggva. Enn eitt dæmiö um þaö hve margir eiga tvífara í Parísarborg, því að þessi þarna er svo sannarlega líkur Einari Þorsteini Ásgeirssyni, arki- tekt, og um leiö lítur maðurinn til okkar og í Ijós kom, aö sá var nú einmitt maöurinn. Var hann himinlifandi aö sjá okkur og slóst í för með okkur fullur áhuga og var meö okkur fram á kvöld. Náunginn, sem er aö stjórna leik- brúöu meö fiðlu, sýndi ótrúlega leikni í fingrafimi, lét hann fiölusnillinginn leika klassísk lög á fiölu sína og vakti enda óskipta athygli og hrifningu áhorfenda á einni skiptistöðinni. Mér tókst að taka nokkrar myndir á vinnustofu Erró og ég held, aö skýr- ingartextar séu óþarfir, því aö myndirn- ar tala sínu máli. En til nánari glöggvun- ar þá eru þeir Erró, Einar Þorsteinn og Tryggvi á neöstu mynd í fremri röö. 9 HUF DES onaié rue B«r! wn mm Ný árás á „menningar helgina“ Einn af sjálfskipudum menning- arpostulum vorum ku nýlega hafa fundiö upp oröiö „vídjót“. Það skýrir sig væntanlega sjálft sem og afstaöa hins haga oröasmiös til þeirra sem hagnýta sér sjón- varpsefni á myndböndum. Til aö koma í veg fyrir misskilning vil ég taka þaö fram, aö ég á ekki myndsegulband sjálf og sjón- varpstækið mitt er ekki tengt neinu vídeo-kerfi. Oft geri ég góðlátlegt grín að þeim, sem sjá hvorki daginn né veginn fyrir sjónvarpsglápi og mér finnst þaö ábyrgðarhluti að láta börn og unglinga horfa á hvað sem er í sjónvarpi. En þaö er líka ábyrgð- arhluti, að loka augunum fyrir tækninýjungum eða skella fávita- stimpli á þá sem vilja tileinka sér þær. Eða jafnvel að taka svo djúpt i árinni að ætla að banna þær með lögum eins og vinkona mín ein vill láta gera. Við vorum nýlega að spjalla saman um sjónvarp, myndbönd og Nordsat og hún kvaðst vera þess fullviss að öll þessi fjölmiðl- un myndi innan tíðar ganga að tungunni dauðri. Fólk væri hætt að lesa bækur, hætt að velta fyrir sér leyndardómum lífs og tilveru, en léti mata sig gagnrýnislaust á ómerkilegustu afurðum auðvalds- heimsins. Henni var svo heitt í hamsi að mér stóð ekki á sama. Þó kannaðist ég við eitt og annað af því sem hún sagði, og minntist þess, aö sumu afþví hafði ég sjálf brugðið fyrir mig í eina tíð. Þá var ég ung og reiö og sannfærð um aö ráðamenn þjóðarinnar ætluðu vís- vitandi að eyðileggja tunguna og selja landiö. Þá var Víetnam- stríðið í fullum gangi, bandaríski herinn sá einn um miðlun sjón- varpsefnis hér á landi og fjöldi manna stóð í þeirri bjargföstu trú, aö það væri lokaskrefið i þeirri viðleitni að gera íslendinga að andlegum undirlægjum árásar- veldisins mikla. Framhaldinu lýsti svo Ingimar Erlendur Sigurösson í islandsvísu sinni, og mér fannst það næsta raunsönn framtíðarlýs- ing — íslenzkan yröi innan tíðar bönnuð og þjóðhollum íslending- um dreift út um hvippinn og hvappinn í hinum stóra heimi. Þetta var vitaskuld löngu áður en við Ingimar Erlendur fórum að skrifa fyrir Moggann. Af þessu leiðir að ég get mæta vel skilið áhyggjur manna af því að íslendingar hafa nú aðstöðu til að fá andlegt eöa andlaust fóður hvaðanæva úr heimi. Hins vegar hefur reynslan sýnt að móðursýki og áköll eftir boðum og bönnum eru ekki rétt viðbrögð. Keflavík- ursjónvarpinu var að vísu lokað góðu heilli, en þá hafði líka þorri manna misst á því áhugann vegna tilkomu íslenzka sjónvarpsins. Ýmsir höfðu þó einnig lýst sig andvíga íslenzku sjónvarpi, því að það myndi á skömmum tíma gera þjóðina ólæsa og vitlausa. Þar höfðu sjálfskipaðir menningar- frömuðir sitthvað til málanna að leggja. Eigi aö síður jukust útlán bókasafna eftir að sjónvarpið tók til starfa, leiklist í landinu hefur sjaldan verið með meiri blóma en undanfarin ár og sama má segja um flestar greinar skapandi listar. 8 ára gömul grannkona mín var svo hrifin af sjónvarpskvikmynd- inni Paradísarheimt að hún hefur lesið Laxness þindarlaust eftir að hún var sýnd. Til allarar hamingju hafa þær reynzt marklausar kenn- ingarnar um að íslenzk menning væri svo viðkvæmur gróður, að hún þyldi ekki erlenda framhalds- þætti um harðjaxla, glaumgosa og enskan aðal. Eigum við þá að láta þessa vídeo-bylgju ríða yfir án þess að aðhafast nokkuð til mótvægis? Ég er sammála menningarvitunum að því leyti að margt sem flýtur með henni er hreinasta rusl, eins og var í Kanasjónvarpinu forðum. Hins vegar hef ég orðið þá trú á dómgreind fólks, að það láti ekki endalaust ofan í sig ómeti, ef því býðst betra fóður. A sama hátt og áhuginn á Kanasjónvarpinu dvín- aði og þvarr eftir að íslenzka sjónvarpið kom til skjalanna, má álykta að lengd og bætt dagskrá þess dragi stórlega úr ásókn í ómerkilegt efni af myndböndum. Stóraukið framboð af íslenzku efni til fróðleiks og skemmtunar er án efa bezti mótleikurinn, sem við eigum gegn „þessari árás í íslenzka menningarhelgi“, svo að notuð séu vígorð úr baráttunni gegn Kanasjónvarpinu. Þar er nefnilega ekki eins auðvelt að stunda löggæzlu og í venjulegri landhelgi. — Guðrún Egilson 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.