Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 9
hóls rgs Undarlegt er að eiga engar bernskustöövar. — Þetta er nú kannske full- mikið sagt. Og þó. Þær eru a.m.k. svo mikið breyttar, að maður þekkir þær ekki fyrir sama land, sem það var þegar maður var að vaxa þar úr grasi. — Þannig er þessu varið meö þá, sem voru að alast upp á því merka býli Skildinganesi við Skerjafjörð á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Nes? Hvar er þetta nes, sem bærinn er kenndur við? Satt best að segja er það ekki til. Þó þú gangir eftir fjörunni landamerkja milli frá Lambhóli austur fyrir Lyngberg finnurðu ekkert nes, sem það nafn gæti borið með rentu. Réttara væri að nefna það „svolítinn fláa út í Skerjafjörðinn“ eins og segir í bókinni „Sigurður í Göröum“ eftir V.S.V. En hvað um það: nes eða nes ekki: Allt er orðiö breytt og ólíkt því sem var í fyrri daga.“ Asfalt flugvallarins breiöir sig út yfir melana og móana, olíubryggja og affallsrör skaga út í sjóinn, túnin eru lögð undir götur og húsaraðir, trjárækt og blómsturgarða. Og húsin, þessi tvö hús, sem enn standa, frá gömlum tím- um, eru viðbyggð og breytt og naumast þekkj- anleg með öllum sínum breytingum. — Já, þann- ig er Skildinganes eins og það er nú — hluti af höfuðstaðnum, hverfi í Reykjavík eins og flestir þekkja. — Höfuðborgin hefur um- lukt þetta gamla 36 hundraða höfuðból, þar sem bændum búnaöist svo vel, að þeir voru fleiri en einn og fleiri en tveir kallaðir „hinn ríki“ eða „hinn auðgi“. Vesturbærinn. „Bakkarnir“. Ljósm.: Jóhanna Björnsd. 'jafirði jarhústóftir og vallargarður í Vesturbænum. Hér hafði sem sé verið meiningin að byggja höfn fyrir Reykjavík. En það fór á annan veg. Mannvirkin urðu aldrei önnur en þessi: Húsið og bryggjustúfurinn. Og löngu síðar voru landið og fjaran, þar sem þau stóðu, lögð undir flugvöllinn og hann lengdur drjúgan spöl út í Skerja- fjörö. Þannig þjónar þessi blettur úr landi Skildinganess sínu stóra hlutverki í samgöngumálum þjóðarinnar þótt ekki yröi þar Reykjavíkurhöfn. Innan viö voginn, sem flugvallartang- inn myndar, rís Kýrhamar, þverhníptur móbergsklettur, sem sjórinn fellur upp að og hefur sorfið í hann hella og skúta. Þar var flæöihætta og fórust þar stund- um kindur meðan stunduö var fjörubeit á þessum slóðum. Við Kýrhamar tekur viö sá hluti Skerjafjarðar, sem Reykvík- ingar eiga hvað greiðastan gang aö enn í dag — Nauthólsvíkin. Henni þarf vart aö lýsa svo fjölsótt, sem hún er til útivistar og baða í hitaveitulæknum. Og nú er skammt á leiðarenda. Til hliðar viö lækinn rís klettaborgin Lyngberg. Rétt austan við þaö eru sléttar klappir, sem ná fram á sjávarbakkann. Eftir þeim lá giröing ofan úr Öskjuhlíöartaglinu alveg niður í fjöru. Hún var í landamerkjum Skildinganess. Sterklegir járnstaurar hennar voru múraðir ofan í klöppina. Sáust þeirra merki til skamms tíma. Nú eru þeir horfnir eins og flest af því, sem heyröi til þessum breyttu bernskustööv- um. G.Br. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.