Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 15
Ian Paisley einn í kröfugöngu til að efla stuðning við verkfall árið 1977. ýkja erfitt að leysa vandamál Norður- írlands. Þá hefur þaö og aukið á þessa bjartsýni þeirra, að viö ýmis tækifæri á liönum áratug hefur Paisley virzt tilbúinn að íhuga ýmsar pólitískar lausnir á Vandamál- unum. En Paisley hefur alltaf vitað, að hann yrði að draga í land á því augnabliki, sem hætta væri á því, að hann yrði viöskila við sína uþþrunalegu fylgismenn. Saga Noröur- írlands undanfarinn áratug er ötuð þólitísk- um leifum manna og hreyfinga, sem Paisley hefur afgreitt með ákveðnum hætti með þumalputtann niður. Menn voru í sjöunda himni á Evrópu- þinginu um tíma eigi alls fyrir löngu. Blaðamönnum var endalaust skýrt frá því, aö þar sætu hinir tveir sterku menn í stjórnmálum Norður-írlands, Paisley og John Hume, hinn bráögáfaöi leiðtogi kaþ- ólska sósíal-demókratíska verkamanna- flokksins, staðráðnir í því aö finna lausn á vandamálunum og ynnu að því ósleitilega. En það varð ekki neitt úr því. Paisley kann að hafa verið reiðubúinn að standa með Hume gegnum þykkt og þunnt til að gæta hagsmuna svínakjötsframleiðenda í Ulster innan Efnahagsbandalagsins, en hann var ekki til viðtals um það, sem mestu máli skipti, hvort kaþólikkar á Norður-írlandi ættu að hafa einhver áhrif í stjórn landsins. Þaö hefur alltaf verið augljóst, hvað Paisley hefur ekki viljað. En það hefur verið mönnum torleyst gáta, hvað hann í raun- inni vilji eða gæti sætt sig við, þó að brezka stjórnin hljóti mikið að hafa velt því fyrir sér. Við ýmis tækifæri á undanförnum mánuöum hefur þó virzt svo, sem hann væri að biðja Breta um að slíta samband- inu við Norður-írland. Það skyldi þó ekki vera, að hann vildi sjálfstætt Ulster, þar sem hann sem leiðtogi meirihlutans gæti orðiö forsætisráðherra? Og hugmyndin um sjálfstætt Norður-írland er ekki eins fjar- stæðukennd og hún kann að viröast í fljótu bragði. Og í rauninni hefur hún oft skotið upp kollinum á undanförnum árum. Mikils- vert atriði í því sambandi væri vinsamleg samskipti bæði við Bretland og írska lýðveldið. Ef það er það, sem Paisley vill, aö veröa herra Ulster í öllu sínu veldi, þá kynni að vera, að stjórnirnar í Westminster og Dublin væru furðu fúsar að gefa honum tækifæri til þess aö reyna það. En hann verður að sýna lit. Hann verður að rétta fram hönd. Aöferðir hans nú, þar sem hann beitir mælsku sinni til að ala á ofstæki, hatri og tortryggni, gætu leitt ógæfu yfir það fólk, sem hann berst fyrir, mótmæl- endur á Norður-írlandi. — SvÁ — byggt á „Now“. Ian Paisley meðalveg, sem geri þeim kleift að búa í friði meö kaþólskum samlöndum sínum, og Paisley þylur gjarnan upp nöfn slíkra manna sem hér hafa komið við sögu, nöfn þekktra stjórnmálamanna á Norður-írlandi. Hann hefur varað við þeim sem hættu- legum tilslökunarmönnum, sem gætu villt um fyrir þeim, sem hneigðust til aö treysta þeim, afvegaleitt hans fólk, mótmælendur á Norður-írlandi. Sennilega finnst fólki í Bretlandi það ótrúlegt, að seint á 20. öld skuli annað eins trúarofstæki vera skýringin á verulegu fylgi Paisleys. En í landi, sem orðið hefur aö þola ofbeldi og hermdarverk í 12 ár, þar sem ekkert virðist öruggt, þar sem hófsam- ari og sanngjarnari stjórnmálamönnum hefur mistekizt að leysa málin, er vissan um trúarsannfæringu Paisleys eins og klettur. Paisley fæddist í Armagh fyrir 54 árum. Móðir hans var frá Skotiandi, en faðir hans var babtistaprestur, sem undirritaði hinn upprunalega Ulster-sáttmála Carsons. Paisley minnist gjarnan foreldra sinna á fundum sínum. Frásögnum ber saman um, að hann hafi verið einrænn drengur og frekur og ekki borið af öðrum í skóla. Fjölskyldan hafði ekki efni á að senda hann í háskóla, og hann fór að menntaskólanámi loknu í kristilegan skóla, fyrst í Wales og síðan í Beifast. Hann tók prestsvígslu 1946 og hóf feril sinn í hafnarhverfunum í Belfast, í hinum óhrjálegu strætum þar, þar sem tilvitnanir í biblíuna eru innan um áfengisauglýsingar á veggspjöldunum. Belfast hefur verið kölluð „borg trúar- legra næturklúbba“, og það var á þeim líflegu samkomum, sem Paisley gat sér fyrst orð sem ósveigjanlegur og miskunn- arlaus óvinur kaþólsku kirkjunnar. Þegar nafn hans tók að birtast í blööunum í Belfast á sjötta áratugnum, var það yfirleitt í sambandi við einhver áberandi guðræki- leg uppátæki eöa sýningaratriði, hann hafi farið til Rómar til aö mótmæla kirkjuþingi Ian Paisley og eiginkona hans Eileen. Þau eiga 5 börn. Þessi mynd var tekin árið 1969. Vatíkansins eöa boðað til fundar til að mótmæla því, aö flaggað væri í hálfa stöng vegna andláts páfa. Eftir mikla sundurþykkju innan fremur fámenns safnaðar stofnaöi Paisley sinn eigin söfnuð, „The Free Presbytarian“, sem nú hefur aðalstöðvar sínar í stórri og fallegri byggingu í Austur-Belfast. Þar rekur hann meö aðstoð hinnar glaðlyndu konu sinnar, Eileen, þaö sem nálgast að vera evangelískt orkubú. Þar prédikar hann á hverjum sunnudegi, þar eru teknar L'bþ trúarlegar dagskrár fyrir bandarískar útvarpsstöðvar, skipulagðar prédikunar- feröir um önnur lönd, hljóðritaðar messur og bibl.ukennslustundir til sölu og dreif- ingar á segulböndum og svo gefur Paisley út sitt eigið tímarit. Allt þetta hefði kannski ekki oröiö annaö en óvenju þróttmikil trúarvakning, ef ekki hefði dregið til meiri háttar tíöinda á Norður-írlandi. Áður en götuóeirðirnar hófust 1968, var oröiö augljóst mál, aö breytingar væru óhjákvæmilegar í landinu af efnahagslegum ástæöum. Hinum hefö- bundna iönaöi á Norður-írlandi fór hnign- andi og nauðsynlegt var að laða erlent fjármagn til landsins til endurnýjunar á tækjabúnaði, sem myndi veröa mjög dýr. Það var því hyggilegt að bæta samskiptin við írska lýðveldið fyrir sunnan og reyna aö finna einhver ráð, sem myndu veröa til hagsbóta fyrir alla eyjuna. Norður-írski forsætisráöherrann, Terence O’Neill, bauö því starfsbróður sínum aö sunnan, Sean Lemass, til Belfast, en hann hafði þegar hafið aðgeröir í því skyni aö færa atvinnu- lífiö í sínu landi í nýrra og betra horf. Um leið hóf O’Neill að gera ráðstafanir til að rétta hlut kaþólska minnihlutans á Norö- ur-írlandi. Þessi fyrstu skref voru tekin í könnunar- og tilraunaskyni, eins og greinilegt mátti vera. En þó voru þau mjög ískyggileg í augum margra mótmælenda, sem höfðu verið aldir upp í þeirri trú, að sérhvert samband við írska lýðveldiö væri hættu- merki, og að allir kaþólikkar væru lýöveld- issinnar, sem á laun ynnu að því að koma Norður-írlandi undir írska lýðveldið. Þessir tímar óvissu og óreiðu skópu tækifæri fyrir Paisley í stjórnmálum, og hann var fljótur aö skynja það og grípa. Leiðtogar Sam- bandsflokksins fordæmdu kröfugöngur og ofbeldi, en í hita baráttunnar lét Paisley sér ekki segjast og hafnaöi í fangelsi. Eftir að Paisley var kosinn á brezka þingið, virtist svo um skeiö sem hann myndi spekjast af þingræöislegum háttum. Hann hefur reynzt hinn ágætasti þing- fulltrúi bæöi í London og á Evrópuþinginu, en þangaö var hann kjörinn 1979 meö 160 þúsund persónulegum atkvæðum. Þá gat hann með talsveröum rétti krafizt þess að vera álitinn helzti fulltrúi mótmælenda á Noröur-frlandi á Evrópuþinginu, og hann virtist staöráöinn í því að sjá svo um, að sú krafa yrði tekin alvarlega. En víst er, aö Paisley ávann sér viröingu embættismanna í Westminster og Brussel fyrir baráttu sína fyrir hagsmunum Noröur-írlands. Þetta er hinn mæti og ábyrgi Paisley, sá sem hefur haft þau áhrif á nokkra brezka ráöherra á Norður-írlandi, að þeir hafa farið að hugsa sem svo, að ef þessi maður, sem er greinilega skynsamur og sanngjarn, er sá leiðtogi mótmælenda, sem getur aflað stuönings þeirra, þá ætti ekki að vera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.