Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 4
Hér er mtakr Mnw - tilgerðarlm og ákgaveréur Spjallað við heímsfrægan hornaleikara og konu hans sem hér voru á ferð í sumar Ánægjulegir endurfundir góðra vina. Talið frá vinstri: Sieglinde Kahmann, Lárus Sveinsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Hermann Baumann og kona hans og loks Siguröur Björnsson. Útsendari Lesbókar lagði leið sína eitt sunnudagssíðdegi fyrir skömmu suöur í Garðabæ — nánar tiltekið aö Smáraflöt 17, heim til þeirra Siguröar Björnssonar framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar íslands og Sieglinde Kamann söngkonu. Þangað var von á heimsfrægum þýskum hornleikara, Hermann Baumann, og konu hans ásamt þeim hjónum Lárusi Sveinssyni tónlistarmanni og Sigríöi Þorvaldsdóttur leikara. Þessi vinahóþur ætlaði að eiga saman kvöldstund áður en Baumannshjón- in héldu áfram för sinni til heimalandsins, en þau voru að koma frá Bandaríkjunum þar sem hann hafði haldið tónleika. Þau höfðu í leiðinni tekið sér nokkurra daga frí hér á íslandi. Þennan dag voru þau aö koma frá Akureyri en þar höfðu þau leigt sér bíl og ekiö um Mývatnssveit til Húsavíkur og víöar. Bæöi eru þau miklír íslandsvinir, hafa komið hér áður og ferðast þá nokkuö um Suðurland. Hermann Baumann hefur kom- iö tvisvar til að leika einleik á horn með Sinfóníuhljómsveit íslands auk þess sem hann kom hingað fyrir nokkrum árum með útvarpshljómsveitinni í Stokkhólmi í hljóm- leikaferð. Gestirnir eru ekki komnir þegar Lesbók ber aö garði en Sigurður Björnsson veitir góðfúslega upplýsingar um þennan heims- ins besta hornleikara Hermann Baumann. „Hann er fæddur í Hamborg árið 1934 og lagði stund á alhliða tónlistarnám þar ungur maður. Síðan komst hann í mikið álit fyrir tónlistarstörf í Dortmund, Hannover og Stuttgart. Árið 1964 hlaut hann verð- laun fyrir einleik á horn í samkeppni sem útvarpsstöðvar í Þýskalandi efndu til. En einkum hefur hann getið sér orð fyrir að endurvekja hornið sem einleikshljóðfæri og hefur fengið fræg tónskáld til að semja verk fyrir horn. Sjálfur leikur hann allt frá barokk til nútímatónlistar og hefur vakið sérstaka athygli fyrir að leika gömul verk á svokallaö „náttúruhorn", en þaö er hin upprunalega gerð hornsins — ekki með tökkum eins og nú tíðkast heldur fást mismunandi tónar úr því eingöngu með blæstri í munnstykkið og meö því að bregða hendinni inn í bjölluna. Hann hefur sérstaklega lagt fyrir sig flutning á frjálsum „kadensum'* m.a. í Mozartkonsertunum en þær hefur hann samið sjálfur. Núna er hann starfandi prófessor viö Tónlistarháskólann í Stutt- gart.“ Sigurður dregur fram úr skáp stafla af plötum sem gefnar hafa verið út víða um heim með hornleikaranum fræga Hermanni Baumann. „Hann ferðast um víöa veröld og heldur tónleika yiö mikla hrifningu hljómlistarunn- enda, en hann hefur sérstakar mætur á ísalandi," segir Sigurður, „og sama má segja um konuna hans.“ Og gestina ber aö garði. Fólk heilsast með gleöibrag. Útsendari Lesbókar var satt að segja farin að finna til smæöar sinnar, ófróð og lítilsigld í hinum stóra músíkheimi. En það reyndist sama sagan um þennan tónlistarmann eins og svo marga aðra sem hafa náö langt á listabrautinni, hvergi hittir maður fyrir fólk sem er iítillátara og viðmótsþýðara. Kring um þennan mann birtist sú sama heiöríkja og umlykur oft eldhuga og skapandi listamenn í heimi tónlistarinnar. Menn fá sér sæti og Sigurður og frú Sieglinde bera fram veitingar. Hermann Baumann og kona hans segja frá ánægju- legri ferð til Noröurlands í góðu veðri — lýsa náttúrufegurðinni við Mývatn og Ás- byrgi eins og hún kom þeim fyrir sjónir. Þau höföu lent í sandbyl á Mývatnsöræfum sem þeim fannst mikilfenglegur — lýstu þessu eins og þau hefðu verið stödd úti í miöri Sahara-eyöimörkinni og kannske voru þau það. Þar óku þau fram á bíl sem hafði stansaö, vélarhúsið fullt af sandi og komst ekki í gang hvernig sem reynt var. Þangað til allt í einu. Og bilaði bfllinn ók í humátt á eftir þeim alla leiö til byggöa. Þetta var einn þáttur þess að upplifa íslenska náttúru og veitti gleöi í hjarta, aö vel tókst til. „Og hvers vegna þessar mætur á íslandi," spyr Lesbók. Kona Hermanns Baumann verður fyrir svörum: „Við komum hingað fyrst 1971 í tón- leikaferö og vorum á leið frá New York til Florens. Ég varð strax svo heilluð af landinu að ég kaus aö dveljast hér ein í fríi í viku í stað þess aö fara til Florens. Það fannst mörgum skrítið. Ég veit varla hvernig maöur á aö lýsa þessum áhrifum sem maöur verður fyrir hér — hér er allt öðruvísi en annars staðar — eins og landiö sé enn í byggingu, ef nota má þaö orð — það er ekki fullbúið. Hér stendur maöur nær náttúrulögmálunum, jöröin kraumar undir fótum manns. Hvaö gerist næst? Þetta veldur alveg sérstakri tilfinningu sem erfitt er aö skilgreina.“ Og Hermann Baumann tekur í sama streng: „Hér veröur maður ekki var viö streitu eins og víða í stórborgum, þar sem fólk hittist en nær aldrei nema yfirborðslegu sambandi — keppast við að telja upp hvaö þeir hafi séð og heyrt á listasviöinu — hrá upptalning. Menn borða feikidýran mat og renna honum niöur meö „small-talk“. Hér höfum við eignast einlæga vini sem gaman er að eiga samskipti viö. Sonur okkar hefur dvalist hér um sumartíma hjá Lárusi og Sigríði og þeim Sieglinde og Sigurði og varö alveg eins hrifinn og við af íslandi. Hér er alveg sérstakur heimur sem á hvergi sinn líka — tilgeröarlaus og áhugaverður." Hann er beöinn að segja svolítiö frá hljóðfærinu sínu — horninu. „Það eru ekki meira en 150—200 ár síöan fariö var að leika á hornið eins og það tíðkast núna, ventilhornið. Það kom til sögunnar á dögum Beethovens, en mig langaði til að leika á það upprunalega, eins og það tíökaðist á dögum Mozarts, hið svokallaöa „náttúruhorn“. Fyrst eignaöist ég svissneskt Alpa-horn sem ég haföi mjög gaman af. Síðan hef ég lagt mig eftir að safna ýmsum gerðum horna og á núna einar 30 tegundir frá ýmsum löndum og úr ýmsum efniviöi, kýrhorn og horn úr skel sem ættaö er úr japönsku klaustri svo nokkuð sé nefnt...“ Og konan hans bætir viö: „Nýlega vorum við stödd í borginni Angers í Frakklandi og þar lék Hermann á eldgamalt hórn úr fílabeini og í Kaupmannahöfn gekkst Ingi- ríöur ekkjudrottning fyrir því að hann fékk að leika á 3000 ára gömul horn sem þar eru á safni...“ „Það er elsta hornið sem ég hef komist í tæri við,“ segir Hermann Baumann. „Hljómurinn í því er fínn og harmónískur. Menn hittast, en ná aldrei nema yfirborðs legu sambandi... Af mörgum góðum stendur Mozart fremstur... Einu sinni ætlaði óg að veröa söngvari.....en ákvaö að láta hornið mitt syngja í staðinn... 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.