Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 11
ALBANIA ein í heiminum eftir Mehmet Biber Stöðugt er hvatt til vinnu og fórnfýsi fyrir ættlandið með áróðri. Hér er fólk að hefja störf að morgni við eplauppskeru og fær fyrst sinn skammt af áróðri... Þotan flaug í suöur frá Júgóslavíu yfir dökkblátt Adríahafiö, beygöi síöan 90 gráður og stefndi að landi — til Albaníu. Til forna héldu rómverskar hersveitir eftir Via Appia til Brindisi á hael ítaiíu og héldu þaöan yfir Otranto-sund, fóru á land hér og héldu austur á bóginn eftir þjóöveginum til Þessaloníku og Konstant- ínópel. Albanía varö fyrir innrás Gota og fleiri þjóöflokka og laut síöan yfirráöum Býsanz, Búlgaríu, Serbíu og Feneyja. Síöan komu Tyrkir og réöu yfir landinu í nær fimm aldir og geröu Albaníu aö eina landinu í Evrópu, þar sem flestir íbúanna eru múhameöstrúar. Og svo komu herir Mússóiínis og Hitlers. En nú liggja engar alþjóöaieiöir um Albaníu. Járnbrautarlínur landsins eru 300 km langar, en liggja ekki yfir nein landa- mæri. Engum erlendum flugvélum er leyft aö fljúga um lofthelgi landsins. Farþegavél- ar eins og okkar, sem er hálftóm og flýgur hálfsmánaöarlega frá Belgraö, veröa aö koma af hafi og aðeins í dagsbirtu. Ég leit í kringum mig í flugvélinni og virti fyrir mér samferöamenn mína, roskna konu, sendiráösmann, austurrískan próf- essor í albönsku (sem er fjarskyld öörum Evrópumálum) og kaupsýslumenn, sem voru að fara til aö kaupa málma eöa selja vélar. Hvar átti ég heima í reglugerö þeirri um gesti til landsins, sem einvaldur Albaníu, formaöur Kommúnistaflokksins, Enver Hoxha, haföi sett? Samkvæmt henni var landiö „lokað óvinum, njósnurum, hippum og óaldarlýð, en opiö vinum, hvort sem þeir eru marxistar eða ekki, byltingar- sinnum og róttækum lýöræðissinnum, heiöarlegum feröamönnum ... sem ekki hlutast til um innanríkismál okkar“. Hann fór víst nær því starfsmaöurinn á feröaskrifstofunni, sem sagöi: „Aöeins vit- firringur, diplómatar og blaöamenn fara til Albaníu." Ég var tyrkneskur blaðamaöur og var búinn aö bíöa í nær ár eftir vegabréfsáritun. Við flugum inn yfir strönd lands arnarins. Þaö er nú oröið aö einu allsherjar sam- yrkjubúi. Þaö er síðasta virki Stalínismans, kreddubundnasta kommúnistaland Evrópu undir stjórn ósveigjanlegs leiötoga. Þar fer fram óvenjuleg, þjóöfélagsleg tilraun: heil kynslóö er alin upp frá barnæsku í lokuðu landi, eins konar tilraunastöö hreinræktaös sósíalisma, sem storkar umheiminum, ein- angrar sig og varast spillingu úr austri eöa vestri. Ósjálfrátt strauk ég um hökuskeggiö á mér — og datt þá allt í einu í hug, hvort ég myndi kannske missa þaö! Mönnum meö sítt hár eöa alskegg er meinað aö koma inn í Albaníu, sem og konum í stuttpilsum og áberandi síöbuxum eöa ööru því, sem er táknrænt fyrir borgaralega hnignun. Heyrzt hefur um ólánsama gesti, sem hafa veriö reknir til rakara á flugvellinum til klipp- ingar. En hermaöurinn, sem tók á móti mér viö dyr flugvélarinnar, haföi meiri áhuga á vegabréfi mínu en skeggi, svo aö ég gekk í hádegissól þessa septemberdags niöur á einn af minnstu og dauflegustu flugvöllum Evrópu. Kopi Kycyku heilsaði mér og bauö mig velkominn á tyrknesku. Hann var frá móttökunefnd utanrískisráöuneytisins og átti eftir aö afhenda leiösögumanni mínum og túlki áætlun dagsins á hverjum morgni. Eftir aö hafa gengið frá formsatriöum bauö hann mér sæti í pólskum Fiat og viö ókum hálfrar stundar leiö til höfuðborgarinnar, Tirana. Á leiöinni litu hópar bænda upp frá vinnu sinni á ökrunum, en umferð á veginum var lítil. Hjarta Tirana er Skanderbeg-torg meö styttu af þjóöhetjunni, sem baröist gegn veldi Tyrkja, en Skanderbeg var uppi á 15. öld. Gegnt styttunni er hin nýja Menningar- höll, en umhverfis torgiö eru einnig ýmsar byggingar frá tímum Zogs, konungs, sem var viö völd á þriöja og fjórða áratug þessarar aldar. Frá Skanderbeg-torgi til Háskólatorgs, um eins kílómetra leiö, liggur Breiöstræti fallinna hetja, en viö þaö eru risastórar styttur af Lenín og Stalín, aöalbygging kommúnistaflokksins, helztu ráöuneytin og knattspyrnuleikvangur. Torgiö virtist nær autt á þessum tíma dags: þar sást aöeins einn bíll, eitt bifhjól, strætisvagn og nokkur reiðhjól og dreifður hópur roskinna kvenna aö sópa götuna. En þó stóö lögreglumaður á miöju torginu og stjórnaöi umferöinni hátíölegur á svip. Albanía leyfir enga einkabíla, og í höfuöborginni eru aðeins fáir leigubílar, sem eru í eigu ríkisins. Flestir standa í röö við torgið, og Albanir nota þá sjaldan. Við námum staðar fyrir framan Hótel Dajti, sem ítalir byggöu upp úr 1940, þegar gatan hét Viale Savoia. Þaö er annað tveggja hótela í Tirana, sem ætluð eru fyrir útlendinga, en Albanir sjálfir mega ekki búa þar. Ég fékk herbergi meö svölum og fallegri gólfábreiðu. í gjafabúöinni niöri sá ég á eftir, aö slík gólfteppi voru til sölu á 20 dollara fermetrinn. Ég skoöaöi sjónvarps- herbergiö og komst aö raun um, að aðeins var hægt aö ná innlendri dagskrá. Ég leit á blaðatilkynningar, sem dreift haföi veriö á borö í anddyrinu, og blöðin, sem voru til sýnis. Þarna var tímaritið „Nýja Albanía" og blað flokksins, „Zéri i Popullit" (Rödd þjóöarinnar) og nokkur önnur albönsk dagblöö, sem öll voru svipaðs efnis. Pappírskilju útgáfur af bókum Envers Hoxha var hægt aö fá á ýmsum tungumál- um, en ekkert einasta útlent blaö, tímarit eöa bókarkorn. Þaö var eins og umheimur- inn væri ekki til. Þaö var farið að rökkva, þegar ég fór af hótelinu á göngu og kom aftur aö Skander- beg-torgi. En hvílík breyting! Þaö var eins og helmingurinn af hinum 200 þús. íbúum Tirana heföi safnazt þarna saman eftir vinnu. Sumir gengu í hægöum sínum eftir trjágöngunum meðfram Stalíns-breiögötu, en aörir spjölluöu saman í smáhópum eöa stóöu í rööum viö söluturna ti aö kaupa albanskar sígarettur, gosdrykki eöa blöö. Unga fólkiö var aö kankast á og daöra, en foreldrarnir streymdu í Menningarhöllina á hljómleika, leiksýningu eöa bókasafniö þar. Á torginu var ringulreiö almenningsvagna, reiöhjóla og fótgangenda, en lögreglu- þjónninn reyndi þó að stjórna umferöinni meö hvellu flautublístri. Miöbik Tirana iöaði af lífi í um þaö bil tvær stundir, og síöan varö allt þögult á ný. Jafnvel umferöar lögregluþjónninn fór heim til sín. Risaveldum vísað á bug vegna „endurskoðunarstefnu“ Morguninn eftir fór leiösögumaður minn og túlkur, Bashkim Babani, með mig um Menningarhöllina. Albanir eru stoltir af þessari byggingu, sem Rússar byrjuðu á, en skildu eftir ókláraöa, þegar þeir ruku burt úr Albaníu 1961 vegna hugmynda- fræöilegs ágreinings. Leiösögumaöur minn sagöi: „Sovézku endurskoöunarsinnarnir og heimsvaldasinnarnir tóku fyrir alla aöstoö viö okkur og settu okkur í efna- hagslega einangrun í þeirri trú, aö okkur væri brátt glötunin vís. En viö skárum upp herör og lukum viö þessa byggingu. Nú stendur hún sem tákn um sigur okkar." Hoxha sneri sér síöan til hins svarna óvinar Sovétríkjanna, Mao Tse-tung í Kína, eftir aö hafa sagt skiliö viö „svikarann Krústév og klíku hans." Albanía varö nánasta vinaþjóö Kínverja og talaði máli þeirra á vettvangi Samein- uöu þjoðanna og hlaut efnahags- og hernaðaraöstoö frá þeim, sem metin hefur veriö á eitt til tvö þúsund milljónir dollara. Þannig gekk það fram til ársins 1978, þegar vaxandi vinfengi Kína og hinna „heimsvaldasinnuöu" Bandaríkja og Júgó- slavíu „endurskoöunarsinna" batt enda á hina „eilífu vináttu“. Á bak viö hiö „hræsn- isfulla bros“ arftaka Maos þóttust Albanir greina „sviksemi þess, sem rekur rýting í bak manna á nóttu, en syrgir þá aö morgni“, og síðan varö Albanía eina virki hins „sanna Marx-Leninisma“, sem eftir var í heiminum. Hvert átti Albanía nú aö snúa sér? Svariö er aö finna í vígoröum, sem blasa viö mönnum í Tirana og öllum bæjum og þorpum landsins, á götunum, á bygging- um, í verksmiðjum, skólum og samyrkju- búum. Á stórum boröa á Skanderbeg-torgi stendur: „Viö treystum algerlega á eigin mátt án nokkurrar erlendrar aðstoöar eöa neinna lána erlendis." Á ráöhúsinu stendur: „Við munum rjúfa einangrunina og umsátur heimsvaldasinna og endurskoöunarsinna." í kennslutímum í ensku læra nemendur vígorö Hoxha á því máli. Á töflunni stendur til dæmis: „Byggjum upp sósíalisma meö haka í annarri hönd, en riffil í hinni.“ Meö frýjunarorðum og full af þrjózku gagnvart umheiminum fer litla Albanía ein síns liös sína eigin braut. Hún telur kínverska risann vera á móti sér og sér stafi ógn af Sovétríkjunum og fylgiríkjum þeirra. Og hún er hrædd og tortryggin gagnvart nágrönnum sínum, Júgóslayíu og Grikklandi, og hinum vestrænu ríkjum. En hvernig getur Albanía þetta? Meö eins konar hervæðingu framleiösl- unnar. í verksmiðjum er oft unniö á þremur vöktum, svo að vélarnar nýtist allan sólarhringinn. Ég sá dráttarvélar aö verki meö Ijósum á ökrum, og síöan voru þær fluttar á nóttunni til annars bús, þar sem átti aö plægja morguninn eftir. Sumir verkfræöingar, tæknimenn og verkamenn bæta nokkrum vinnustundum viö sinn fasta vinnutíma og lengja þannig 48 stunda vinnuviku sína í þágu byltingarinar. „Færöu aukagreiöslur fyrir yfirvinnu?" Þessi spurning var lögö fyrir starfsmann í verksmiöju, sem, framleiddi varahluti í dráttarvélum og vörubíla. „Nei, og viö förum ekki fram á þaö. Viö vinnum sem sjálfboðaliöar, af því aö viö teljum, aö meö þessu séum viö að stuðla aö því, aö einangrunin veröi rofin. Þessi byltingarandi mun færa okkur sigur.“ Mark Toma hætti störfum sextugur fyrir þremur árum, en nú er hann aftur mættur til vinnu í sömu verksmiðju. „Viö stefnum sameinaöir aö þessu marki, aö veröa öörum óháöir efnahags- lega. Ég hef enn fulla starfskrafta. Ég get ekki setið meö hendur í skauti, meðan öll þjóöin heyir baráttu sína." Fengi hann laun? „Ég er þegar kominn á eftirlaun." Opinberir starfsmenn, námsmenn og jafnvel embættismenn flokksins og diplóm- atar leggja fram aö minnsta kosti eins mánaöar vinnu á ári í verksmiöju eöa á búgarði. Vinnusveitir keppa um afköst og geta hlotið aö launum heiðurspeninga, verö- launaskjöl og viöbótarorlof á sumardvalar- staö. Hvarvetna er haföur uppi áróöur til aö efla „hernaöarandann" og auka afköstin meö sjálfsgagnrýni. Enver Hoxha-verksmiöjurnar í Tirana eru fyrir nokkru farnar aö framleiöa albanskar dráttarvélar. Þegar Kínverjar hættu allri aöstoö, skildu þeir við þessa verksmiöju ófullgeröa sem og vatnsafls- stöð og létu lönd og leið fleiri meiri háttar verkefni, sem þeir höföu verið aö vinna aö. „Kínversku verkfræöingarnir fóru meira aö segja með allar teikningarnar," sagöi forstjóri verksmiðjunnar gremjulega. Síöan reyndu þeir aö skemma fyrir verksmiöjunni meö þvi aö neita aö afhenda nauösynlegar vélar. En viö lukum við bygginguna og fengum vélar og annaö frá öörum löndum. Ekki sem erlenda aöstoö og heldur ekki aö láni. Viö höfum fengið nóg af slíkri hjálp frá Rússum og Kínverjum. Ef viö þörfnumst einhvers, þá kaupum viö þaö frá hvaöa landi sem er — gegn staögreiöslu. Eöa meö vöruskiptum. Þannig varöveitum við sjálfstæði okkar.“ Reyndar bannar stjórnarskrá Albaníu frá 1976 lánsviðskipti og kemur þannig í veg fyrir bankalán úr austri eöa vestri. Fá önnur lönd gætu hafa valið þessa erfiðu leiö til framfara. En Albaníu er stjórnaö af stálhörku. Ög Albanir eru illu vanir, örbirgð og áþján. Jarðskjálftar og flóö hafa fylgt í kjölfar styrjalda. Þegar Rússar ruku burt, voföi hungur yfir lands- I Framhald á bls. 14. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.