Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 13
■ , i'r Séð yíir áhorfenda- svæðið. Stúkurnar á veggnum voru lengi vel í einka- eign eða allt til 1921. En „Austurríkismaöurinn" Mozart haföi þó legiö 23 ár í gröf sinni, áöur en hægt væri aö flytja svo mikiö sem hinar „ítölsku" óperur hans í Scala, „Cosi fan tutte“, „Le Nozze di Figaro" og „Don Giovanni”. Og „Fidelio" eftir Beethoven var meira aö segja ekki sett á sviö Scala-óperunnar fyrr en 1927. Hin ítaiska tónlistarsaga Scala-óper- unnar hófst ekki meö Verdi, heldur ári áöur en þessi mesti óperuhöfundur ítala var í heiminn borinn. Áriö 1812 stóö Scala-óperan verulega aö baki helztu óperum í Evrópu, í Vín, París og Pétursborg, en á því ári bauö tónskáld, sem var meö öllu óþekkt utan Ítalíu, Scala-óperunni söngleik sinn, „La pietra del paragone“. Höfundurinn hét Giácch- ino Rossini og var uppi 1792—1868. Af þeim 52 óperum, sem teknar voru til flutnings á vissu tímabili í Scala-óper- unni, komu eigi færri en 32 frá hendi Rossinis. Þaö var lán fyrir La Scala, aö áhugi ítalskra tónskálda beindist meira en nokkru sinni fyrr og síöar aö leikrænum verkum um miöja 19. öld, á þeim tíma sem sköpum skipti í sjálfstæöisbaráttu þjóðarinnar. Annars var Scala-óperan engan veg- inn alltaf í miðdepli ítalskra tónlistarviö- buröa á þessum tíma og því síöur hinna helztu í Evrópu. Tímabil Rossinis, sem Donizetti og Bellini tilheyrðu einnig, staönaöi fljótt aftur í föstum reglum án áhættu — allt var gert aftur, eins og áöur haföi verið — „si e sempre fatto cosi“. Hin nýju verk Rossinis („Rakarinn frá Sevilla"), Donizettis („Don Pasquale“) og Bellinis („La Somnambula") voru ekki frumflutt í Scala-óperunni, heldur í Róm, París eöa í Mílanó í öörum leikhúsum, sem háöu samkeppni viö La Scala. En brátt voru þessi verk flutt þar líka. Áriö 1839 markaöi síöan ný tímamót, því aö þá kom Verdi og hreif alla meö sér. Og fyrsta hrifningin var mikil. Scala-óperan frumflutti fimm óperur eftir Verdi, hverja á fætur annarri. Svo var því lokiö. Listamenn eru erfiöir viöfangs og La Scala var ekki trygg. Verdi gaf umboðsmanni sínum heimild til aö veita frumflutningsrétt hvaöa aöila Tveir miklir listamenn sem héldu vel á lofti frægðarljómanum um Scala-óperuna. María Callas og Arturo Toskanini. Toskanini sýndi einnig mikið hug- rekki í starfi á tímum Mussolinis á Ítalíu. sem væri öörum en Scala-óperunni í Mílanó. En þá hafði hann og Scala-óperan meö honum fyrir löngu tengzt sjálfstæö- isbaráttu ítalíu, og samband þeirra varö á sinn hátt órjúfanlegt, frá því er La Scala frumflutti „Nabucco", þriöju óperu Verdis, 9. marz 1842. Fyrir ítölsku frelsisbaráttuna gegnir hún svipuöu hlut- verki og „Hinir þöglu frá Portici" fyrir belgísku byltinguna. Fangakórinn í „Nabucco" varö baráttusöngur hinna ítölsku fööurlandsvina og þrátt fyrir bann yfirvalda var hann sunginn tvisvar á hverri sýningu og síðan á torginu. Samband Verdis og La Scala fékk einnig farsælan endi, þar sem hann fól Scala-óperunni aö frumflytja 24. og 25. óperur sínar, en hann samdi þær í hárri elli, aö margra dómi fegurstu verk hans. Þaö voru „Othello" (1887) og „Falstaff" (1893). Mestri frægö og viðurkenningu náöi Scala-óperan á því tímabili sínu, sem kennt er viö Verdi. En segja má, að hún hafi átt fimm meiriháttar tímabil, sem öll megi auökenna meö mannanöfnum. Hiö fyrsta meö nöfnum tónskáldanna Ross- inis, Donizettis og Bellinis. Annaö meö nafni Verdis einu. Hiö þriöja er tengt nafni mikilhæfs stjórnanda, Toscaninis. Og hiö fjóröa og fimmta, sem voru stutt, en skera sig úr, má kenna viö söngkonu, Maríu Callas, og forstjóra, Paolo Grassi, sem var ekki neinn tónlistarmaður, heldur atorkusamur maður meö alhliöa gáfur og víötæka menntun. Árið 1897 geröist óskiljanlegur hlutur, sem enn hvílir eins og mara á La Scala. Borgarráöið í Mílanó neitaöi blátt áfram aö greiða hinn árlega styrk til óperunnar, en hann var oröinn kær og sjálfsögö venja. í heilt ár var La Scala iokuö. En svo greiddist úr málum, og 26. desem- ber 1898 hófst nýtt starfsár aö venju, en reyndar meö nýjum stjórnanda, Arturo Toscanini. Hiö óvenjulegasta og merki- legasta var þó, aö hann skyldi velja til flutnings á frumsýningu „Meistarasöngv- arana“ eftir Wagner, hinn mikla keppi- naut Verdis. Toscanini var alltof mikill unnandi hljómlistarinnar sem slíkrar og sann- færöur um eigiö gildi hennar til aö láta þjóöernisleg sjónarmiö koma þar nærri. Meö honum var þaö fyrst, sem Scala- óperan í raun og veru varö alls heimsins, hvaö listræna túlkun varöaöi, og náöi alþjóölegri viðurkenningu. Með nákvæmni sinni og trúnaöi gagn- vart þeim verkum, sem hann stjórnaöi flutningi á, og höfundum þeirra skapaöi hann nýtt tímabil í túlkun tónverka, sem hefur haft áhrif um heim allan. Og hann hvikaöi ekki frá sannfæringu sinni, hvað hljómlistina snerti, þótt jörðin skylfi undir fótum hans. Og það geröi hún oft og ákaflega, á árum fyrri heimsstyrjald- ar, 1914 til 1918, á valdatíma Mússólínis og fasista, 1922 til 1945, í síöari heimsstyrjöldinni, 1939—1945, og á tímabili Maríu Callas, 1950 til 1962. Eftir fyrri heimsstyrjöldina varö fyrst aö fá úr því skorið, aö hve miklu leyti hiö opinbera væri reiöubúiö aö standa undir hinum síaukna kostnaöi viö rekstur Scala-óperunnar. Og svo fór aö lokum, aö eigendur stúknanna og þar meö hluthafar í óperunni, féllust á aö gefa eftir hluti sína. La Scala var síöan gerö aö óháðri sjálfseignarstofnun. Eftir síðari heimsstyrjöldina varð svo aö endurbyggja óperuna, og þótt hún ætti oft erfiða daga af stjórnmálaástæö- um, reyndist alltaf einhver Toscanini nálægur til aö gæta virðingar hennar og sóma. — Svá — úr „Zeit-magazin“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.