Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 12
La Scala primadonna meðal óperuhúsa Frœgðarljómi La Scala-óperunnar í Mílanó byggðist upprunalega á verkum tónskálda á borð við Rossini og Verdi. Fram til þessa hefur þetta söngleikahús verið fremst meðal helztu óperuhúsa heimsins. En LaScala er enn meira: Hún er helgidómur í sögu Ítalíu. Nöfn hinna elztu og frægustu leikhúsa í Evrópu gefa sitthvaö í skyn, sem ekki er raunin á. Þannig mætti ætla aö áherzla væri lögö á kómíkina í Come- die-francaise, aö Burgtheater væri hluti af borgarvirki, aö þaö hljóti aö vera garöur nálægt Covent Garden og aö Scala sé í tengslum viö einhvern stiga. En ekkert af þessu er tilfelliö. Eiginlega átti La Scala aö heita „Nuovo Regio Teatro Ducale", því aö henni var ætlaö aö taka viö af gömlu leikhúsi sem þaö nafn segir til um, en hafði orðið eldi aö bráö. En lóöin, þar sem nýja leikhúsiö átti aö rísa, tilheyröi kirkju, sem haföi heitiö Santa Maria alla Scala, og hún var reyndar horfin, en áður en hið opinbera nafn næöi aö festast viö nýja leikhúsið, voru Mílanó- búar búnir aö skíra þaö „Teatro alla Scala“. Ef þeir í Mílanó heföu sama hátt á og í London og Vín og reiknuöu fyrirrennar- ana meö, þá væri La Scala ekki 203 ára, heldur 264 ára gömul. Þannig virðast þeir hógværari í Mílanó, nema skýringin sé sú, aö þeir vilji ógjarnan vera minntir á þaö, aö frægasta ópera ítalíu sé austurrísk stofnun. Og svo þurftu aö líða hundrað ár erlendra yfirráða, áður en La Scala gat raunverulega oröið ítalskt þjóöleikhús. En byggingin stendur í dag nákvæm- lega þar sem hún var upprunalega reist og þar sem óperan hóf starfsemi sína meö sýningu á „Europa riconosciuta" eftir Salieri og tveimur ballettum 3. ágúst 1778. Húsiö stóö fyrst viö mjóa götu skammt frá dómkirkjunni, en síðan voru húsin á móti rifin burt og þá myndaðist litla torgið, sem nú heitir Piazza della Scala. Meöal þeirra halla, sem nú eru umhverfis torgið, lætur La Scala einna minnst yfir sér. Miöaö viö hina miklu frægö sína virðist La Scala fremur lítil og lítt merkileg bygging. Hún er byggö í nýklassískum stíl, sem brátt mátti sjá á stjórnarbyggingum, verzlunarhúsum og bönkum. Aftur á móti er hvolfsalurinn í óper- unni mjög glæsilegur meö rauöu flaueli og gylltum handriöum og súlum. Hann er líka mjög rúmgóöur meö sex stúkusvöl- um í hring út frá sviöinu til beggja handa. En svo er fremur þröngt um leikhúsgesti annars staöar í byggingunni, í göngum, viö fatageymslur, á börum og víöar, enda gengu menn um forgólf og miögólf sér til skemmtunar, hittust þar og spjölluöu, áöur en þar var fyrst komiö fyrir lausum stólum og síöan föstum bekkjum fyrir hin ódýrari sæti. Og fólk sá sér sjálft fyrir mat og drykk í stúkunum, sem voru einkasalir, sem vel efnaðir Mílanóbúar tóku ekki aöeins á leigu heldur keyptu. Þetta uröu litlar einkaíbúöir, þar sem menn höföu sín eigin húsgögn og komu sér fyrir hver eftir sínum smekk. Þannig var það fram til ársins 1921. Á sviðinu og á bak viö þa„ ^r mjög rúmgott. Sjálft sviöið er 40 metra langt og sex metra breitt. Hægt er aö hækka og lækka leiksviöiö og einnig aö stilla því á ská, en þaö er ekki hægt að snúa því. Sviðsbreytingar og þar meö hléin taka því stundum drjúgan tíma, og óþeru- kvöldin í Mílanó veröa tíðum löng. Söngvari, sem hefur klæözt búningi sínum í Covent Garden og á svo að fara í annan daginn eftir í La Scala, hlýtur aö hafa þaö á tilfinningunni, aö hann hafi flutzt úr veitingahúsi ofan úr sveit í dýrindishótel. í búningsherbergi númer eitt getur meira aö segja prímadonnu fundist hún vera eins og prímadonna. Hún gengur á rauöu teppi. Veggklæön- Óperuhúsið fræga, La Scala. ingin er úr dökku mahóní. Og þarna er aö sjálfsögöu allt, sem til þarf til snyrtingar og föröunar, en einnig hvílu- bekkur, sem getur komiö sér vel, þegar tónskáldiö lætur líða jafn langt á milli þess, aö aöalmanneskjan birtist, og Verdi lætur frú Ford gera í„Falstaff“. Á þessum tveim hundruöum ára hafa búningsherbergin auðvitaö verið endur- bætt sem og öll tækni. Ýmsar breytingar hafa einnig veriö gerðar í hvolfsalnum — og hin mesta var, þegar rafmagnsljósum var komiö fyrir. En í grundvallaratriöum stendur „il Teatro alla Scala“ nákvæm- lega eins og Piermarini, húsameistari, gekk frá því fyrir 200 árum, en hiö sama verður ekki sagt um Comedie-francaise, Burgtheater eöa Covent Garden. Og þaö breytir engu, þótt La Scala hafi oröiö fyrir miklum skemmdum í loftárás brezka flughersins á Mílanó 16. ágúst 1943, en sú borg varö verst úti allra ítalskra borga af sprengjuregni í seinni heimsstyrjöldinni. Hitt var öllu heldur, aö á þaö var ekki einungis lögö áherzla, að óperan yröi endurbyggð hiö bráöasta, heldur eins upprunalega og nokkur kostur var. Mílanóbúar og aðstandendur La Scala hafa vissulega ekki ýkja mikla ástæöu til aö bera hlýhug til nágranna sinna í Evrópu. Til Austurríkismanna, sem forðum höguöu sér eins og ný- lenduherrar, til Frakka, sem hertóku Mílanó og skirrðust ekki við aö leika Marsellaise-inn í hinum helga hvolfsal, til Englendinga, sem geröu heiftarlegar loftárásir á borgina og stórskemmdu helgidóm þeirra, eöa til Þjóöverja, sem geröu hinn nokkurn veginn borgaralega, ítalska fasisma að allt aö því hetjulegu brjálæði í anda Wagner-aðdáandans Hitlers. „Nokkurn veginn borgaralegan fasisma“, því aö á þaö má minna, aö Toscanini, sem var forstjóri La Scala- óperunnar, bannaöi, aö fasistasöngurinn „LA Giovinezza" yröi sunginn eöa leikinn í La Scala eða aö mynd yröi hengd þar upp af foringjanum, Mússólíni. Og bann- iö var í gildi til 1929! Þá fyrst sagöi Toscanini starfi sínu lausu í mótmæla- skyni viö stjórnarfar fasista. En þeim virtist ekki hafa komiö til hugar eöa þeir ekki vogaö sér aö gera honum neitt til miska. Hann hélt til New York. Frá upphafi var Scala-óperan sjálf á „leiksviöi“ pólitískra átaka margra þjóöa eöa meö öðrum orðum, þar sem stööugt voru útlendingar og óvinir. Hún gat því aöeins látiö aö sér kveöa, aö hún efldi ítalska þjóöernisvitund meö hljómlist sinni. En hvort Scala-óperan hafi bein- línis stuölaö aö sameiningu ítalíu, finnst mér ekki hægt aö sanna meö ævisögu Verdis, sem hlyti aö hafa átt veigamest- an þátt í þessu efni. En ekki fer á milli mála, að þessi ópera hafi haft ómetanleg áhrif á þá þjóöarvakningu sem geröi endurreisn ítalíu mögulega. Aö óverð- skulduöu var þaö ekki, aö á hana var smám saman litiö sem helgidóm þjóöar- innar. Af ásettu ráði hafa þjóðleg sjónarmiö oft á tíðum vegiö þungt viö verkefnaval hjá Scala-óperunni, enda þótt ýmsir stjórnendur og þá sérstaklega Toscanini hafa séö um, aö slíkt færi ekki út í öfgar. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.