Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 8
Milli Lamb og Lyngbei Sr. Gísli Brynjólfsson skrifar um æskustöövar sínar í Skí Sundskálavígslan 1909. Hér stóð Skildinganeskot — Klapparhjallurinn. Áöur en Þormóðsstöðum var skipt úr Skildinganeslandi voru landamerkin viö Lambhól. Það fyrsta, sem við athugum á göngu okkar austur eftir Skildinganes- fjörunni við Skerjafjörö, er lítil bogmynd- uö vík þar sem Ungmennafélag Reykja- víkur reisti Sundskála sinn áriö 1909. í samtíma heimildum (ísafold) segir, aö eigendur Skildinganess hafi látiö ÚR fá '/2 dagsláttu ókeypis land undir skálann, en félagar reistu hann og lögðu veg aö honum í þegnskylduvinnu. Þegar skálinn var vígöur, 1. ágúst 1909, hélt Hannes Hafstein hvatningarræöu þar sem hann lýsti mannvirkinu og fór lofsorðum um þá, sem þarna stóöu svo fagurlega aö fórnfúsu framtíðarverki. Þaö mundi vissulega verða mörgum til ánægju, hollustu og heilsubótar. Sundskálinn bæri ótvíræðan vott um hiö vaknandi „sportslíf" hjá hinni ungu, uppvaxandi kynslóö og væri sýnilegur vottur um framkvæmd og dáö, sem þessi nýja stefna vekur. — Tekiö er fram í blööum frá þessum tíma (Ingólfur), aö þótt UMFR hafi gengist fyrir skálageröinni, sé hann ekki eign þess heldur Sundfélagsins Grettis. Umsjónarmaöur skálans var Páll Erl- ingsson sundkennari. Aögangseyrir: 10 aurar fyrir fullorðna og 5 aurar fyrir börn. Viö skálavígsluna var sungiö kvæöi eftir G.M. (Jón Trausta); Nú er hæli vort byggt — nú er hreystinni tryggt ytir höfuð sér þak, gegnum æskunnar stríö. Það ber gullaldarbrag, sem vér gerum i dag og vér gefum þér ávöxtinn komandí tið. Þar sem fólkið er hraust — er það hugarvílslaust þar á heimurinn gnægð, þar er hvarvetna byr. Því er búð þessi reist, þetta bandalag treyst, að sú blessunaröld megi koma því fyr. Þegar ræöuhöldum var lokið og vígsluljóö sungiö var þreytt kapþsund í þrem flokkum og þótti góö skemmtun. Ungar konur í þverröndóttum sundbol- um, sem náöu niður undir hné stungu sér í „karlmennskukalt“ fang Skerja- fjaröar eins og segir í vígsluljóöinu. „Áöur var varla taliö sæmilegt, aö stúlkur syntu í augsýn karlmanna," segir í Minningarriti UMFÍ. Vissulega varö Hannesi Hafstein aö trú sinni. Um margra ára skeið var sundskálinn viö Skerjafjörö tíösóttur af ungmennafélagsæskunni, sem stundaði þar sjóböð og sund til þess aö heilbrigö sál ætti hraustan líkama til aö búa í. Og þaö voru fleiri, sem stunduðu sjóinn í sama tilgangi þarna suðurfrá. Danskur fatakaupmaöur í Austurstræti — Henn- ingsen mun hann hafa heitið — fékk aö setja niður pínulítinn skúr á kambinum ofan viö sundskálavíkina, sem hann notaöi til aö fara „úr og í“, þegar hann kom til aö fá sér hressingarsjóbað í Skerjafiröinum, sem hann gerði allt aö því daglega á sumrin. En nú er Sundskálavíkin næstum horfin eins og svo margt annaö frá því sem var í gamla daga. Miklu af stórgrýti hefur veriö ekiö í hana, efalaust til varnar landbroti — og úfin uröin hylur fínlegan sandinn þar sem fyrrum var baöströnd Reykvíkinga. Austan við víkina var vesturbæjarvör- in og sjóhús ofan viö hana. — A þeim slóöum standa nú húsin viö Gnitavog. Gunnsteinn í Vesturbænum haföi veriö skútuskipstjóri og sjósóknin var stunduö þaðan á vertíðum og vorin. — Vestur- bæjartúniö var allt vestan viö bæinn, slétt og grasgefið. Gegnum þaö lá sjávargatan. Viö hana stóðu peningshús, fjós og hlaöa, en noröur undir túngarðin- um var fjárhús og hlaða. Af þeim sjást tættur greinilega enn í dag og raunar leifar af túngaröinum líka. Munu þær nú einu sjáanlegu minjarnar, sem minna á búskapinn í Skildinganesi.— Austurbæjartúnið var talsvert stærra en túniö í Vesturbænum en það var, held ég, hvorki eins greiöfært né grasgefiö. Samt átti aö heita vagnfært um þaö allt, svo að ekki þurfti aö flytja heyiö heim á klökkum. — Túniö sunnan viö bæinn niöur aö sjónum var kallaö Kinnin. Þaö var skemmtilegasti hluti túnsins, sléttur og mátulega hallandi móti suöri. — Fjaran framan viö hana var meö sléttum klöppum og stórum lábörðum hnullung- um á milli. — Þar var „Skeriö", sem við kölluöum, en Vesturbæjarfólkið nefndi Klapparhjallinn. Mun það réttnefni eins og greinilega kemur fram í sögu Sigurö- ar í Göröum. Hann fæddist í Skildinga- nesi 1965 og var þar fram undir þrítugt. Á hans uppvaxtarárum var á Skerinu kofi eöa hjallur og haföi svo verið frá ómunatíö. Austast í túnfætinum viö sjóinn var Skildinganeskot. Sjást þess enn merki þótt llitil séu og ógreinileg. Þaö var síðasta Skildinganeshjáleigan, sem raunar mátti kalla tómthús — því henni mun ekki hafa fylgt nein grasnyt. Síöast bjuggu í Kotinu Eyjólfur Símonar- son og Helga Jónsdóttir frá Nauthól, meö börnum sínum. Þau fluttust þaöan vestur á Grímsstaöaholt. Meöal barna þeirra var Jón, faöir Eyjólfs lögreglu- manns og sundkappa. Fram af kotinu var Austurbæjarvörin, góö lending og vinaleg viö sléttar klappir og aölíöandi sjávarkamb — þaöan var stunduö hrognkelsaveiöi á vorin. Til hennar hlökkuöu allir — aö fá Ijúffengt nýmetið beint úr Skerjafirðinum — og kýrnar græddast, því að handa þeim var soöinn allur úrgangur. Góöir vinir okkar í Austurbænum voru hjónin Jóhann Jónasson og Vilborg Jónsdóttir á Laufásvegi 4 í Reykjavík. Hann var ákaflega heyrnardaufur, heyröi ekki nema talaö væri viö hann í hlustarpípu, sem hann bar ætíö á sér. Jóhann var sá einlægasti dýravinur sem ég hef þekkt á ævi minni. Dæmi: Jóhann átti margar feröir suöur aö Skildinganesi og kom ávallt gangandi eftir akbrautinni. Þá geröi hann sér fyrir reglu aö tína steina úr hjólförunum og kasta þeim út fyrir brautina. Hann sagðist gera það til að létta hestunum dráttinn. Hann vissi sem var, aö sumum ökumanninum var lausari höndin til aö slá í klárinn heldur en ryöja steini úr götu hans. — Jóhann var iöulega viö ýmsa vinnu, aöallega smíöar, í austurbænum, eink- um vor og sumar. Hann átti bát, byggöi sér hjall í Kotinu og stundaöi hrogn- kelsaveiöi. Þaö var bæöi gaman og göfgandi aö vera með þessum góða, gamla manni í önnum vorsins til sjós og lands. — Blessuð sé minning hans. Spölkorn innan við Kotiö var kallaö „inn á Bökkum". Þeir báru ekkert sérstakt heiti enda ekki þaö háir eöa rismiklir aö þeir stæöu undir sérstakri nafngift. Þó fannst manni alveg nógu hátt af þeim niöur í fjöruna og vissast aö fara varlega ef ieiðin lá þar um í dimmu. Plássiö, þar sem Shell-stöðin stendur og þar fyrir innan, var kallaö Grófir. Það voru gamlar, löngu uppgrónar mógrafir. Mótekja var fyrrum mikil í Skildinganes- landi og höföu sumir hana fyrir lifibrauö, þótt ekki væri þaö arðmikil atvinna. í manntali 1850 er húsbóndinn í Nauthól, Höröur Jónsson, 53 ára, sagöur lifa af „móupptekt". í Grófunum var skýlt land og sæmilega grasgefiö og því góður kúhagi, sem var mikils virði, því að þá var hvorki um að ræða fóöurbætisgjöf né beit á ræktaö land á sumrin. Fjaran viö Grófirnar var mjúkur sand- ur. Þar var gott að vaöa — jafnvel „fara úr öllu“ ef veðrið var blítt og gott. Austan viö sandinn hækkaöi landið og gekk smáklapparani fram í sjóinn. Þegar upp á hann kom gaf á aö líta! í slakka vestan viö Kýrhamar blasti viö „Húsið“ . Hvaöa hús? Af okkur í Skildinganesi var þaö aldrei nefnt ann- að. Bara Húsið. Fram af því lá sterkviöuö timburbryggja nokkra metra út í sjóinn en sjálft var húsið læst og fullt af bryggjuefni. í barnshuganum hvíldi alltaf einhver dul yfir þessum þöglu, einmana mannvirkjum. Þar var aldrei hafst neitt aö. Þangaö kom enginn maöur. Hver var eigandi þeirra? Það eru útlendingar. — Nánara svar er aö finna í gjörðabók fasteignamats- nefndar Kjósarsýslu áriö 1918. Þar er 11. póstur á þessa leið: — Höfn viö Reykjavík: Port Reykjavík — (hluti úr Skildinganesi) viö innanveröan Skerja- fjörð norðanverðan. Eigandi talinn enskt félag: The Harbours & Piers Association Ldt. London. Síöan er mannvirkjum lýst all nákvæmlega og virt á kr. 2.800.- og landið sem fylgir á kr. 12.000.-. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.