Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 7
— Þaö var eitthvað fullorðinslegt í hægu göngulagi hennar, talsvert eldra heldur en hún sjálf, að maöur segi ekki virðulegt. — Svo var líka um vöxt hennar. Hún var nokkuð mikil um mjaðmir en hafði granna fótleggi og netta fætur — hendurnar voru fínlegar og drifhvítar. — Hann sá þetta allt í einni svipan út undan sér — eða öllu heldur fann þaö þegar þau gengu hliö viö hlið heim veginn. — Það sem festist þó í huga hans framar öðru var andlit hennar — bjart á hörund, þó veikur roöi í kinnum — skipti vel litum, nefið lítið og vel lagað, munnurinn fríður, varir hennar rjóöar, ólitaðar, mátulega þykkar... Þau gengu hægt og ræddu saman um daginn og veginn, feröalagiö, veöriö — landslagiö og það sem fyrir augun bar. — Húsfreyjan — læknisfrúin— stóö úti á hlaði þegar þau komu heim til aö fagna gesti sínum, bauð henni inn í stofu en Þormóður fór upp í herbergi sitt og tók til við lesturinn. En hann þurfti að einbeita sér við hann fyrst í stað. Lítill, rjóður munnur í umgerð fríðleika andlitsins komst einhvern veginn á milli hans og bókarinnar, sem lá opin fyrir framan hann. Þessi munnur var líka opinn, mátulega opinn til aö gefa koss á heppilegum tíma í mildu húmi einhvers síösumardagsins. — Já hver veit... Hann sá hana ekki við kvöldmatinn. Hún var þreytt eftir feröalagið — hafði lagt sig og læknisfrúnni fannst ekki rétt aö vekja hana. — En þau hittust strax morguninn eftir þegar hann var staddur úti á hlaöi skömmu fyrir hádegiö. Þá var hún að koma af morgungöngu og þau uröu samferöa inn í matinn. Svo fór kynning þeirra vaxandi með degi hverjum. Þaö var eins og þau væru alltaf aö hittast, þó aö hvorugt þeirra ætti neitt erindi þar sem hitt var. — Svo var það eitt kvöld. Það var víst hálfum mánuöi eftir aö hún kom — komiö fram yfir miðjan ágúst — það var farið aö veröa milt húm þegar á leiö kvöld, milt og mjúkt eins og flos. — Hann haföi verið að vinna við ritgerð um kvöldið og svo þegar hann var búinn með 3ja kaflann — í lauslegu uppkasti að vísu, fékk hann sér frískt loft. Þaö var hressandi veöur, hafði rignt um daginn en nú var stytt upp, loftið var hreint og tært en hvítir þokubakkar niöur um miöjar hlíðar. Honum varö reikað um túniö, sem nú var búið aö hiröa, farið að beita kúnum á hána. — Þær lágu allar jórtrandi væröarlega út undir giröingunni fjærst bænum. Hann staðnæmdist um stund og naut blíðu og kyrröar náttúrunn- ar. Svo gekk hann í hægðum sínum heim- leiöis. Það voru víst allir háttaðir, nema læknirinn frændi hans var eitthvað aö starfa í aþótekinu við hliöina á sjúkrastof- unni í austur-enda hússins. Þar var Ijós í glugga. Hann fór gætilega til aö vekja ekki neinn. — Það marraöi í gömlum stiganum. Þetta var áður en farið var að steypa allt í hólf og gólf. Svo þegar hann ætlaði inn til sín, kom hún út úr baðherberginu þar sem hún haföi verið að snyrta sig undir nóttina. Þau nálguöust og það var máske vegna þess aö þau sáu ekki hvort annað nógu vel í rökkruðum, gluggalausum ganginum aö þau snertust eiginlega alveg ósjálfrátt. Svo komu þau hvort til annars. Hann tók varlega utan um mitti hennar, og hún lagði hendur sínar mjúklega upp á axlir hans. — Svo kysstust þau. Hann fann opnar varir hennar, heitar og votar, læsast utan um munn sinn. — Áhrifin af kossi hennar hrísluðust út um hann allan. — Þaö varð langur og heitur, yndislegur koss. Þau þurftu ekki aö segja neitt, þaö var eins og varir þeirra hefðu nóg að segja án allra oröa. Hann lokaöi augunum og þaö mynduðust gráir blettir í myrkrið, sem stækkuðu unz þeir fylltu allt sjónsviöiö unz hún kom fram í þaö eins og hún væri leikkona, sem léki á móti honum, en hann fann samt aö þaö var bara leikur — það mundi aldrei vera alvara lífsins — heldur eitthvað óraunverulegt, það átti og mátti ekki blandast saman viö hiö raunverulega líf hversdagsins. Svo skildust þau, án þess aö segja nokkurt orð, ekki einu sinni góöa nótt og hvort fór inn til sín. Þáu voru mikið saman það sem eftir var sumarsins, þó þannig að ekki urðu aðrir varir viö samdrátt þeirra, a.m.k. aö því er þau sjálf héldu. Þau fengu sér göngu þegar gott var veður, fóru sitt í hvora áttina, hittust síöan í hvarfi viö fólk og forvitin augu þess. Lögðust í grösuga laut þar sem vel fór um þau og lítið bar á þeim. Þetta voru yndislegir dagar. Hún fór grönnum fingrum sínum 'gegnum þykkt hár hans, strauk sterklegan hnakka hans, hjúfraöi sig barnslega í faðmi hans. Þetta voru dásam- legar stundir sem liðu í orðlausum munaði. Það var aldrei minnst á trúlofun eöa heitorö eða hjónaband eöa neitt um framtíðina. — Það var líklega vegna þess, aö þau fundu ósjálfrátt aö þau áttu ekki sameiginlega framtíð. Það var af tilviljun að þau höfðu hitzt hér og sú tilviljun mundi ekki ráöa framtíö þeirra eða örlögum. Þar mundi annað koma til — almennari, að maöur ekki segi skynsamlegri aöstæöur, sem hann vildi ekki aö legöi neinn vott af inn í þessa snöggu og óvæntu samveru þeirra. — Þessvegna var framtíöin aldrei rædd. „Er á meðan er“ var innihaldið í sambandi þeirra. Það var eitthvaö notalega áhyggjulaust og óþraktist við það — af því aö þaö var ekkert verið að huga aö því sem framundan var, ekki lagðar neinar áætlan- ir, núið, augnablikiö var þeim nóg. Þetta var eins og áhyggjulaus leikur ungra barna. Svo kom síöasti samverudagur þeirra á læknissetrinu. Hann haföi fyrir löngu ákveðiö að fara í september. Hann ætlaði að heimsækja foreldra sína sem bjuggu nú hjá dóttur sinni og tengdasyni austur á fjörðum. Hann aetlaði að fara nokkra róöra með mági sínum eins og hann hafði oft gert milli sumarvinnunnar og skólans. Vildi heldur ekki sleppa því nú. Þetta yrði sjálfsagt í síðasta sinn. Næsta haust yrði hann vonandi orðinn prestur, máske á öðru landshorni, óvíst að þá yrði tækifæri til að heimsækja gömlu hjónin. Þau kvöddust innilega kvöldið áður en hann fór. Þau ræddu ekkert um framtíöina, minntust ekki einu sinni á hvort þau mundu nokkurntíma hittast aftur. Hann vissi raun- ar að hún átti heima í Reykjavík, að hún bjó meö móður sinni vestur á Hrannarstíg. Þaö var ekki langt frá þar sem hann haföi herbergi. Þau hugsuðu sjálfsagt bæði til þess að hittast þó að þau orðuðu þaö ekki, — kannske — en eitt var víst — þau fundu það einhvern veginn ósjálfrátt undir niðri að framtíðin mundi ekki veröa þeirra saman eöa sameiginleg. Þau voru frekar eins og tveir einstaklingar, sem mætast og eru að halda sitt í hvora áttina, en verða ekki samferða inn í framtíðina. Svo var þaö einn dag í nóvember; Útsynningur, gekk á meö éljum og fyrsti snjórinn hafði gert borgina og umhverfi hennar haustlegt og grátt, — þá mættust þau — óvænt — uppi á Túngötu við Landakotskirkjuna. Þau tókust í hendur án þess aö segja neitt strax og horföu hvort á annaö í fyrsta fögnuöi endurfundanna. Hann sneri viö með henni. Hún var á sínum venjulega daglega göngutúr. Hvernig heilsan væri? Jú, ekki sem verst. — Hún fann aö vísu til eins og venjulega þegar kólna tók í veðri. Samt fannst henni, að hún hefði fundið minna til veðrabrigðanna þetta haust heldur en oftast áöur. Þetta var í áttina. Hún haföi haft svo gott af veru sinni í sveitinni í sumar. Þaö var bæöi líkamleg og andleg hressing, sagði hún og hló til hans meö glettnislegu augnaráöi. Það kom él og útsynningskrapinn breytt- ist í hörð korn, sem skoppuðu eftir gangstéttinni og buldu svo hátt á þökunum að það var eins og þruma. Þau foröuðu sér undir austurgaflinn á Stýrimannaskólanum og stóöu þar af sér éliö. Síðan fylgdi hann henni heim. „Ætlarðu ekki að heimsækja mig ein- hvern tíma?“ — „Viltu nokkuð vera að láta tefja þig meö heimsóknum. Ertu ekki aö keppast viö próflesturinn? En hvort sem þau ræddu þetta lengur eða skemur varð það úr, að hún kom til hans í Ijósaskiptunum nokkrum dögum síðar. Hann sat snöggklæddur við litla borðið í kamesinu sínu, — sem hafði svo takmarkað rúm, að það komst þar eigin- lega ekkert fyrir annaö en borðið og stóllinn og dívaninn hans. Eitt hornið var tjaldað af fyrir fötin hans. Þetta var fyrir daga innbyggðu skápanna og annarra híbýlaþæginda. í einu orði sagt; mjög frumstætt og fátæklegt, í góöu samræmi viö efnahag leigjandans. En honum fannst þaö allt birta og vermast af ylnum viö komu hennar. Hann bauð henni sæti á dívaninum — sat sjálfur á stólnum gegnt henni. Þau ræddu saman, fyrst um algenga hluti. Svo rifjuðu þau upp minningarnar frá liönu sumri og dvöldu við þær í huganum. En það var eins og þetta litla herbergi væri of þröngt fyrir samveru þeirra. Þau komu sér ekki að því aö nálgast hvort annað. Hún var þreytt og hana langaði til aö halla sér út af. En hún kunni ekki við það, henni fannst það of heimamannlegt, svona í fyrsta skipti, sem hún kom til hans, þau voru eitthvað svo undarlega ókunnug hvort öðru, henni fannst hann vera sér svo langtum fjarlægari heldur en í sumar þegar blíða og húm síösumarsins seiddi þau hvort aö öðru með þeirri kyrrð óg mildi, sem ríkti í náttúrunni. Þetta var allt svo ólíkt og öðruvísi hérna inni í þrengslum borgarinnar meö sínar mjóu götur milli litlu húsanna meö gluggum, sem minntu á leitandi augu forvitins fólks. Hann vissi það — eða öllu heldur fann þaö meö sjálfum sér — að hér mundu leiðir þeirra ekki liggja saman, þeirra var ekki framtíðin nema sitt í hvoru lagi. Og það fór líka svo. — Þau hittust að vísu öðru hvoru þennan vetur, en þaö var nánast af tilviljun og þau fjarlægðust hvort annað. Hann sökkti sér á kaf í próflestur- inn. Hann fann, að það var skylda hans — við sjálfan hann, við foreldra sína, sem af litlum efnum og veikum mætti höföu stutt hann á menntabrautinni meöan þau gátu. Já, það var skylda hans við Guð, ekki sízt Guð, sem hann ætlaði aö þjóna í kirkjunni þegar námi hans væri lokið. Hann varð aö taka tillit til skyldunnar. Þessu mátti hann ekki bregðast. Hann mátti ekki láta ástina verða skyldurækninni yfirsterkari. Ástina? Ef þaö var þá ást. Mundi hann þá ekki hafa skilið við hana af meiri söknuöi heima á Hóli og hlakkaö til að finna hana aftur hér fyrir sunnan. — Svona reikaöi hugur hans fram og aftur. — Og hann kom ekki til sjálfs sín fyrr en hann heyrði röddina í útvarpinu, sem sagöi: „Þessu lífi lokiö.“ En hvað þetta féll vel inn í hans eigin hugsanir. Hann var einmitt kominn í huganum þar sem samveru þeirra lauk. Hún hvarf honum í önnum prófsins og undirbúningi undir prestsskapinn og alvöru vígslunnar og .. . Hann tók ekki eftir því að útfararathöfn- inni í útvarpinu var lokið. Hann veitti því ekki heldur athygli aö það var kallað á hann að boröa. Hann kom ekki til sjálfs sín fyrr en Soffía kom inn. Hún stóö fyrir aftan hann, strauk blíðlega um höfuö hans og sagöi: „Elsku Þormóöur minn, ætlarðu að láta kjötsúpuna kólna?“ Tómas í Tröð Leiðrétting: Þjóðbjörg Þórðardóttir, íbúi í Selja- hverfi í Breiðholti, vildi koma á framfæri leiðréttingu um íbúafjölda í hverfinu. í spjalli við Björn Kristleifsson arkitekt segir, að íbúar í Seljahverfi séu líklega um 3000 manns. Samkvæmt Árbók Reykjavík- ur, sem út kom um síðustu áramót, eru íbúarnir 6299 í Seljahverfi og þeim hefur sjálfsagt fjölgað síðan. Hins vegar er það rétt, aö gæsluvöllur er hér aöeins einn og tveir illa hirtir sparkvellir, eins og fram kemur í greininni, sagði Þjóðbjörg. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.