Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 6
Strax og sr. Þormóður vaknaði, fann hann, að í nótt hafði veturinn komið, þrátt fyrir hlýju hjónarúmsins var kæla í loftinu, sem ekki hafði veriö í gær — haföi ekki verið fyrr á þessu hausti. Hann lyfti blæjuhorninu frá glugganum. Jú, ekki bar á ööru. Rúðurnar voru hrímaðar. Fínlegar, gegnsæjar rósir hrísluðust upp eftir glerinu og vöföust saman eins og í faliegu málverki. Þaö gæti bara verið gaman aö skoða þær, virða þetta listaverk nætur- kuldans dálítið fyrir sér. En honum varð fljótt kalt vegna svalans frá glugganum. Best aö breiða ofan á sig aftur og lúra dálítiö lengur. Senn mundi Soffía koma upp með kaffið handa honum þegar hún væri búin aö gefa Magga og Stínu gömiu þeirra venjulegu morgunhressingu. Mikil gersemis kona var hún Soffía. Það var sannarlega ekki ónýtt fyrir hann aö fá slíkan kvenkost — kaupstaðarpiltinn öllum búskap óvanur, öllu sveitalífi í rauninni ókunnur. Og svo dugnaðurinn og ósérhlífn- in, viljug, vinnugefin. — Þaö var aö vísu ekki hægt aö hafa viö hana mikið andlegt samfélag. Þótt hann langaði til aö lesa fyrir hana kafla og kafla úr ræðum sínum var það eins og tilgangslaust. Hún horfði bara á hann þessum stóru augum sínum, skínandi af aödáun. En það var eins og hún skildi aldrei neitt hvað hann var að fara. En sagði bara — alltaf í sama tón: „Mikiö er þetta fallegt hjá þér, elskan mín.“ Hann var hættur að lesa fyrir hana ræðurnar sínar. Þetta var nú fjórða hjóna- bandsár þeirra og hrifning hennar var æ hin sama. Þótt ekki væri beinlínis hægt að segja, að sr. Þormóður hafi tekiö niöur fyrir sig — langt í frá — þá kom samt öllum saman um, að hún Soffía í Heiöarbóli heföi sannarlega dottið í lukkupottinn er hún giftist honum sr. Þormóöi, unga Ijóshæröa prestinum, sem haföi verið settur í Brúna- vallaprestakall strax og sr. Hannes gamli dó. — Það þótti ekki forsvaranlegt aö láta söfnuðina vera án allrar sálusorgar yfir veturinn, nema einhverrar ófullkominnar þjónustu nágrannapresta. Svo vorið eftir, þegar brauðinu var slegiö upp, kom enginn til greina annar en sr. Þormóður. Hann var búinn aö kynna sig svo mæta vel, ekki sízt vegna þess hvað hann var góöur barnafræðari — hafði alveg snilldarlag á unglingum. Þeir hænd- ust að honum, ekki aðeins í þessum venjulegu barnaspurningum heldur tók hann líka efnilega unglinga til undirvísunar. — Það var vel þegið, því að nú voru þeir tímar að fara í hönd að úrelt þótti hið gamla orðatiltæki: Bókvitið verður ekki látiö í askana. Já, sr. Þormóður varð strax vinsæll í sóknum sínum svo að kosningin var nánast til málamynda. Tveir aðrir buðu sig að vísu fram: Roskinn prestur, sem lengi hafði veriö í erfiðu brauði úti á Hjallanesi. Hann langaöi til aö skipta um verksvið, vera í einhverju hægara kalli svona síöustu 10— 15 ár sín í embætti. En þaö þekktu hann allir í Brúnavallaprestakalli og þar meö vissu allir hvaö þeir mundu hreppa meö honum. Þessvegna var hann fyrirfram úr leik. Hann fékk bara 6 atkvæði. Þaö voru atkvæði mágafólks hans í Hvammi. Svo kom einhver ungur kandídat aö sunnan og bauö sig fram. En það var varla hægt aö segja hvort honum væri nokkur alvara. — Hann steig ekki einu sinni í stólinn — var bara eina nótt hjá útibús- stjóra Kaupfélagsins á Hjöllum, sem var víst gamall skólabróðir hans. Hann fékk bara tvö atkvæöi — þau hafa máske veriö greidd honum af einhverjum misskilningi. Svo aö sr. Þormóður hlaut svo að segja öll atkvæöin — og fékk svo veitingu fyrir brauðinu — giftist svo Soffíu árið eftir. Hann haföi veriö í nokkurskonar hús- mennsku á bænum, þar sem hún var í vist svo þetta kom eins og af sjálfu sér. Þau tóku strax prestssetriö til ábúöar. Byrjuðu bara meö aö ráða til sín einn vinnudreng og eldri konu, sem lengi hafði verið hjá foreldrum Soffíu. Þau höfðu fáar skepnur, en leigöu nágrannabónda nokkur afnot af jöröinni, sem var bæði landmikil og slægjurík. Þaö var lítið vit í aö fara aö hleypa sér í skuldir viö aö koma sér upp stóru búi. — Sígandi lukka er bezt. — Soffía átti nokkrar ær — svo voru átján aðrar. Þaö haföi sýnt sig aö þetta var rétta ráðið. Þeim haföi svo sem ekki búnast amalega þessi ár og þaö eiginlega alveg án þess aö sr. Þormóður þyrfti fyrir nokkru aö hafa. — Það var líka bezt — þaö hefði sjálfsagt ekki bætt neitt um, þótt hann heföi farið aö skipta sér af búskapnum, heyskap, ásetningi, skepnuhiröingu eöa ööru slíku .. . Það var mitt í þessum hugleiðingum sr. Þormóðs, sem dyrnar opnuðust hægt — hljótt eins og í sjúkrahúsi. — Þaö var Soffía að koma með morgunkaffiö — færa mannl sínum þaö í rúmið. — Hún opnaði hurðina mjúkt — allt að því móöurlega og kom inn — lágvaxin, þéttholda en þó vel vaxin, fríð t andliti meö björt, blá augu, Ijós yfirlitum og bauö af sér góöan þokka. „Jæja, ertu vaknaður góði. — Já, ég hélt þaö. — Þér veitir ekki af að fá eitthvað heitt og hressandi þegar þú vaknar í þessum kulda.“ Hún setti bakkann á náttborðið og sr. Þormóður reis upp á olnboga og fór aö drekka kaffið, kona hans hellti sér í bolla líka þótt hún væri vitanlega búin að fá sér sopa áöur. Hún vildi alltaf drekka manni sínum til samlætis. „Þér er svo óhætt að koma niður góði minn. Þaö er búiö aö kveikja upp á kontórnum og þaö er aö verða notalegt þar hvað líöur." Sr. Þormóöur þakkaöi henni fyrir kaffið meö léttum kossi á kinnina, eins og hann var vanur. Svo var þessari huggulegu samverustund morgunsins lokiö. Hún var eins og fleira, komin upp í vana, en þaö var gott aö eiga von á henni á hverjum morgni, eiga hana vissa — þessa notalegu, hlýju byrjun dagsins. Þaö var satt. Þaö var orðið hlýtt á kontórnum þegar sr. Þormóður kom niöur. — Þaö var svo aö segja alveg runniö af gluggunum. Haustsólin, þó lággeng væri, haföi líka hjálpaö til aö þíða þá. Sr. Þormóður settist viö skrifborö sitt, opnaöi Nýja Testamentið viö bókmerkiö og las þar sem hann haföi hætt í gærkvöldi. Hann var með Jóhannes núna. — Hann var vanur aö lesa einn kapítula á hverjum degi. Þaö styrkti hann — aö því er honum fannst — og ekki veitti af. Ekki var hann of sterkur í trúnni. Þaö var þessi sífelldi, eilífi efi, sem nagaði hann. — Til hvers var þetta allt? Öll þessi ræðugerð, allar þessar prédikanir, allar þessar guðsþjónustur — já allt þetta prestsstarf... Gegn slíkum óróa og efasemdum var ekkert betra en aö leita sér styrks í Oröinu. — Og Bæninni. — Þessar morgunstundir hresstu hann og endurnæröu, hjálpuöu honum tii aö vinna bug á efanum og hinum eilífu spurningum. Hann stansaöi í miöri setningu viö aö farið var að leika lag í útvarpið. Það haföi víst gleymst að slökkva á tækinu þegar hlustaö var á veðurfregnirnar. Það er þá jarðarför í dag, hugsaði sr. Þormóður um leið og hann lagöi aftur Nýja Testamentið sitt. Já, það var jarðarför. Þaö var sungið: Á hendur fel þú honum. Svo fór presturinn að lesa ritningarkafla — leita huggunar og styrks í oröi Drottins og fyrirheitum — og söngflokkurinn söng: Vertu Guö faðir faöir minn, á milli. Svo kom ræöan. Það var strax auöheyrt, að það var ung kona sem verið var að jarða. Presturinn talaði um þessa eilífu spurn- ingu, sem leitar svo ákaft á mannshugann en hann fær þó aldrei svar við: Hversvegna var henni, þessari ungu og glæsilegu konu ekki auðiö að njóta lífsins, lifa og starfa — stofna heimili, annast börn, fórna þeim móðurást og umhyggju. Ekkert af þessu fékk hún, sem viö erum að kveöja hér í dag. — Hennar hlutskipti var aö heyja baráttuna — stríöa við erfiðan sjúkdóm, sem kostaði hana langa legu — hælisvist — hvaö eftir annað. — En öllu slíku tók hún af einstöku æöruleysi, já, hetjuskap. — Þaö þarf mikið þrek, andlegt þrek, til aö heyja slíka baráttu, sem aldrei var hægt aö sjá fyrir neinn enda á — hvað þá heldur eygja nokkurn sigur. — En einmitt slíku þreki hygg ég aö hún hafi veriö gædd, unga konan, sem viö erum aö kveðja hér í dag. Þrúöur Þorgeirsdóttir var fædd á . .. Þrúður Þorgeirsdóttir! Sr. Þormóður kipptist viö í stólnum. Þaö fór um hann einhver kynlegur titringur, síöan fór hjartað á stað og tók aö slá örar og hann fann einhverskonar sviöa fara um sig. Allt þetta hafði skeð áður en hann vissi hvað haföi raunverulega komið fyrir hann. — Jú, nú rann þaö upp fyrir honum. — Þetta nafn rifjaði upp fyrir honum löngu liðna tíma — myndin fór aö skýrast. Hann vissi ekki hvort tíminn kom til baka til hans eöa hann hvarf aftur í tímann — en hann gat ekki annað en gefiö sig á vald hinu liöna. Þaö hreif hann með sér meö einhverju óviöráöanlegu afli. Áöur en hann vissi af, var hann kominn á annað landshorn, mörg ár aftur í ævi sína þegar hann var stúdent. Kominn nálægt embætt- isprófi — las um sumariö og fékk aö vera hjá móöurbróöur sínum, lækni í góösveit vestanlands. — Þaö var indælt sumar. þurrt og hlýtt og sól á heiðum himni dögum saman. En hann naut þess ekki sem skyldi — sat lon og don við lesturinn. Það var í mesta lagi að hann skrapp í þurrhey ef mikiö lá við. Svo var þaö einu sinni við hádegisverð- inn, aö iæknisfrúin sagöi: „Við eigum von á gesti með rútunni í dag. Mig langar til að biðja þig, Þormóður minn, að ganga upp á veg og taka á móti honum úr því hann Hallur er ekki heima.“ Það upplýstist fljótt hver gesturinn var — stúlka, sem var nýútskrifuð af Vífilsstöðum. Haföi fengið snert af berklum en var nú á góðum batavegi. Venslafólk hennar var í einhverj- um kunningsskap við lækninn og hafði beöið hann að lofa henní að vera meðan hún væri að ná sér og veröa aftur ferðbúin út á vettvang starfsins. Og nú var hún aö koma. Þaö var símaö áöan aö hún heföi lagt af staö með rútunni um morguninn. Ekki var annaö viöeigandi en einhver yröi til aö taka á móti henni og bera töskuna hennar heim. — Og þaö samdist svo, að Þormóöur færi upp á vegamót þegar von væri á rútunni og tæki á móti þessum nýja dvalargesti. Það var heitt í veðri þennan dag — sólarlaust en molla, stafalogn svo aö ekki blakti hár á höfði. — Þormóður gekk í hægöum sínum og naut veöurblíðunnar þótt lærdómsbækurnar — námiö og við- fangsefni þess væru ofarlega í huga hans. Hann var aö hugsa um ritgerö, sem hann var aö skrifa í siðfræöinni. Hjónabandið út frá kristilegu sjónarmiöi í Ijósi ummæla, sem eftir Jesú eru höfö um samband konu og manns. — Hann var langt kominn meö uppkastiö og honum fannst það, sem komiö var bara nokkuð gott. — Hann gat ekki annað en verið ánægöur meö þaö, hann haföi rakið efnið eftir tilvitnunum í guöspjöllin, dregið af þeim sínar ályktanir og komist aö vissum niöurstööum. — Það var bara eftir aö draga þær saman til þess aö gera yfirlit í lokin yfir efnið til hægðar- auka fyrir lesandann. Hann hélt þetta yrði góð ritgerö, honum fannst honum hefði tekist svo einstaklega vel með flesta kafla hennar. — Um þetta var hann að hugsa þegar hann gekk upp afleggjarann. Hann vissi ekki fyrr en hann var kominn alla leið upp á veg. Hann lagði sig í brekku sunnan við veginn og beið eftir bílnum. Honum haföi víst runnið í brjóst. Hann vissi ekki af fyrr en rútan var stönsuö með ískri í hemlunum. Bílstjórinn kom út til að opna skottið. — Og um leið stóð ung stúlka, í hvítum regnfrakka utan yfir brúnni dragt, á vegkantinum. Hann furöaði sig á því hvað hún var mikið klædd í svona góðu veöri og í þeim steikingarhita, sem hlaut aö vera í rútunni. Hann sá inn um bílrúðurnar aö farþegarnir voru flestir á skyrtunni. Bílstjórinn fann tösku í skottinu og rétti hana Þormóði. „Farangur gestsins, — geröu svo vel séra minn,“ sagöi hann í gamni um leið og hann stökk upp í bílstjórasætið. — Og á næsta augnabliki var ekki annað eftir af þessum stóra langferöabíl en þykkur, gulgrár rykmökkur, sem stóð í loftinu yfir veginum þar sem hann ók. — Þá höföu þau loks tóm til aö heilsast og kynna sig: Þormóöur Skaftason! Þrúöur Þorgeirsdóttir! „Velkomin." „Þakka þér fyrir.“ „Þaö er ánægjulegt aö fá dvalargest. — Þaö lífgar upp á heimilislífiö." „Ég er afar þakklát frænda þínum aö lofa mér aö koma og vera hér. — Maður er eins og hálf-ókunnugur í veröldinni þegar maöur kemst út af þessum hælum, sem eru eins og heimur út af fyrir sig, — fyrir nú utan það aö maöur er enginn maöur til aö fara í neina vinnu." — Þau gengu hægt heim afleggjarann. Þaö var ekki vegna þess aö taskan hennar, sem hann bar, væri þung. Miklu fremur vegna þess aö hann fann aö hún vildi fara í hægöum sínum — þurfti þess víst beinlínis. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.