Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1981, Blaðsíða 14
mönnum vegna alvariegra þurrka og tekin var upp skömmtun á mörgum vörum. Því fer fjarri, aö Albanía búi viö góö kjör núna, en ekki er um neinn alvarlegan skort að ræða né neina skömmtun. Fólkiö er þokkalega klætt, en fatnaöur er tiltölulega dýr. Karlmannaföt kosta mánaðarlaun. Þaö auöveldar Albaníu einangrunina frá umheiminum, hve landiö er auðugt aö málmum og orkulindum. Næst á eftir Suöur-Afríku og Sovétríkjunum framleiöir Albanía mest af krómi í heiminum. Landiö er sjálfu sér nógt, hvað orku varðar; þar er aö finna bæöi olíu og kol, og vatnsaflið er yfriö nóg. Ég sá rafmagnslínur liggja til allra landshluta. Fjallaþorp hafa veriö rafvædd, og Albanía selur meira aö segja afgangs- rafmagn bæöi til Grikklands og Júgóslavíu. Svo umhugað er þeim í Albaníu aö vera sjálfum sér nógir, að þeir afþökkuöu aöstoð Alþjóöa Rauöa krossins, þegar hinn hrikalegi jaröskjálfti átti sér staö í Shkod- ér-héraöi í Norður-Albaníu 1979. Hvar sem ég fór um landið, sá ég stúdenta, pilta og stúlkur, aö störfum viö vegagerð, húsbyggingar, jaröyrkju og í verksmiöjum. „Með þessum líkamlegu störfum kynnist skólafólkið betur landi og þjóö, eykur viö hagnýta þekkingu okkar, tekur þátt í hugmyndalegri fræöslu okkar og stuölar aö uppbyggingu sósíalisma, var mér tjáö. Háskólakennarar sögöu, aö 80 af hundr- aöi íbúanna heföu veriö ólæsir 1938, en nú heföi þessu verið snúiö viö, þannig aö 80 af hundraði kynnu bæði að lesa og skrifa. Háskólinn tók til starfa 1957 meö 3600 stúdentum, en nú eru 16000 stúdentar innritaðir í sjö deildir, sem þeir töldu upp. En af hverju engin lögfræöideild? „Okkar kerfi hefur enga þörf fyrir lögfræöinga," var svariö. „Borgarar okkar þurfa enga þriöju persónu til aö verja þá. Dómarar alþýöudómstólanna, sem eru valdir af fólkinu, gæta réttar þeirra.“ Þegar Enver Hoxha framdi stjórnarbæt- ur eitt sinn sem oftar, þá hvarf illu heilli dómsmálaráðuneytið. Marx-Leninisminn er aöalfagiö í öllum deildunum, enda varöar aö „hugmynda- fræöilega mótun“ stúdentanna. ítarleg námskeiö eru haldin í sögu Albanska verkamannaflokksins, um efnahagsstefnu auðhyggju og samhyggju, rökræna efnis- hyggju og heimspeki endurskoðunarsinna og aö sjálfsögöu verk Envers Hoxha. Fimm ára áætlunin kveður á um fjölda þeirra, sem fá inngöngu í háskólann, og þar gildir kvóti með hliðsjón af búsetu og störfum fjölskyldunnar — einn þriöji frá verka- mönnum, bændum og menntamönnum hverjum um sig. Þaö er erfiðara um vik fyrir þá, sem komnir eru af fjölskyldum, þar sem í fyrri tíö voru landeigendur eöa verzlun- armenn. En hvaö ef stúdentar falla á prófi? „Æska okkar er til fyrirmyndar. í lok skólaárs ná 96% prófi. Hinir fara til starfa í verksmiöjum eða landbúnaöi. Þess ber að gæta, aö áætlunin segir til um, hve marga lækna, verkfræðinga, jaröfræöinga eöa kennara þurfi á hverju ári. Viö veröum aö finna efnilegasta unga fólkiö, svo aö hægt sé aö ná þeim markmiðum, sem áætlunin setur.“ „Áætlunin.“ Orðið viröist vekja lotningu, hvenær sem þaö er nefnt. Og í jafn kreddubundnu miöstýringar þjóöfélagi og hinu albanska þá er áætlunin heilög. Áætlunin er byggð á algjörri ríkiseign. Ríkiö á allt, og allir vinna fyrir ríkið. Og bændur vinna annaö hvort á ríkisbúum eöa á samyrkjubúum á vegum ríkisins. Þar sem ég kom frá Tyrklandi með allri sinni dýrtíö, þá get ég ekki neitað því, aö vissar hliöar á efnahagsmálum Albaníu litu vel út. Engir tekjuskattar. Engin dýrtíö. Engin áhrif af orkukreppu umheimsins. Og þar sem allt er undir öruggu eftirliti ríkisins, eru þar engar verðsveiflur — né heldur launahækkanir. 14 lan Paisley Þingmaður, prestur og leiðtogi mótmœlenda á Norður-Irlandi Eins og Albanía er í dag, er hún sköpuö í mynd Envers Hoxha, sem nú er kominn yfir sjötugt. En hvaö veröur aö honum látnum? Eg bryddaði á þessu viö ritstjóra nokkurn í Albaníu og minnti á það, að breytingar heföu orðið í Sovétríkjunum eftir Stalín og í Kína aö Maó latnum. Væri hugsanlegt, aö Albanía myndi einnig linast eftir daga Hoxha? „Beröu okkur saman viö þessi ríki endurskoöunarsinna?" spuröi hann hvasst og gremjulega. „Nei, ekkert mun breytast eftir daga félaga Envers. Flokkurinn og þjóöin standa fast saman. Kenningar hans vísa okkur leiöina. Viö munum ekki víkja af þeirri braut." Mér var sýnt Guðleysissafnið í Shkodér. Undir slagoröi Marx: „Trúin er ópíum handa fólkinu," sagöi forstöðumaðurinn mér, að trúarbrögö heföu staðið í vegi fyrir sjálfstæöi Albaníu. Þar sem Tyrkir litu á þjóöerni og trú sem eitt og hiö sama, voru 70% þjóöarinnar skoöaöir sem Tyrkir, því aö þeir voru múhameöstrúar, 20% hennar voru grísk- kaþólskir og því sagðir Grikkir, en hinir 10 af hundraöi, sem voru rómversk-kaþólskir, voru taldir ítalir. Messur voru engar sungnar á albönsku, sem var bönnuö, heldur á þremur erlendum tungum: arab- ísku, grísku og latínu. Albanska fékk ekki sitt latneska stafróf fyrr en 1908. Hin nýja kynslóð Albaníu þekkir ekki annað en guðleysi. Marx-Lenin-trú kemur í staðinn fyrir guöstrú. Bækur Envers Hoxha, sem stööugt eru birtir kaflar úr í blööum og vitnaö til í útvarpi og sjónvarpi og eru uppspretta vígoröa, gegna svipuðu hlutverki og Nýja testamentiö. Og Hoxha er Messias — óendanlega vitur, framsýnn og góöviljaður, en einnig ósveigjanlegur gagn- vart óvinum sínum. Sjálfur lifir Hoxha einangraður frá þjóð sinni í rammlega varinni byggingu viö Breiðstræti fallinna hetja og ekur í Mer- cedes meö byrgöum gluggum. En þó er hann alls staöar nálægur. Af myndum horfir hann á menn hvarvetna, af veggjum, af vörubílum og dráttarvélum. Nafn hans hefur veriö meitlað í hamraveggi risastór- um stöfum. Og fæðingarstaður hans — tveggja hæöa hús í Gjirokastér — er helgidómur þjóöarinnar. Enginn kimi þjóölífsins kemst hjá eftirliti Hoxha. Fólk, sem heitir nöfnum, sem eru „óviðeigandi eða hneykslanleg“ frá póli- tísku, hugmyndafræöilegu eöa siðferöilegu sjónarmiði, veröur aö breyta um nafn. Og jafnvel hinír dauðu sleppa ekki viö umbæt- ur Hoxha, því aö jaröarfarar fara eftir ríkisins reglum, og þær taka ekki sérstakt tillit til neins. Þaö hljómar vel, aö nú kunna flestir aö lesa, en sérstök stofnun annast þaö, hvaö Albanir fái að lesa, á sama hátt og ríkiö ákveöur, hver eigi aö vinna hvar, hver sé verður verðlauna og hver refsingar. Á ferðum mínum um heiminn hef ég aldrei kynnzt jafn lokuöu samfélagi, öðru eins eylandi. Eftir þriggja vikna dvöl í landinu fann ég glöggt, hve lítið mér haföi tekizt aö skyggnast bak viö tjöldin, þar sem þessi óheillavænlega þjóöfélagstilraun er gerö. Ég var stööugt í fylgd og undir eftirliti, og mér fannst hinn áberandi guli bíll, sem mér var ekið í, vera eins og kólfurinn, sem notaöur var á miðöldum til aö vara fólk viö því, aö holdsveikir menn væru á leiðinni. Leiðsögumaður minn gætti þess, af hverju ég tæki myndir og ég fékk óskiljan- lega takmörkuð leyfi í þeim efnum einnig. Hann var alltaf á verði, en var háttvís og alúölegur. Ég sagöi honum frá fjölskyldu minni og lífi okkar í Istanbul í von um að heyra eitthvað hliöstætt frá honum í staðinn, en það var árangurslaust, enda fékk ég aldrei aö heimsækja neina fjöl- skyldu eöa neitt fieimili, þó aö ég færi fram á þaö. Bashkim Babani dró aldrei tjöidin frá frekar en Enver Hoxha í sínum Mercedes, og ég fékk ekkert aö vita um einkalíf hans eða persónulegar skoöanir. Hann var sjálfur tákn um afstööu og viðhorf þjóöar sinnar og bar þá grímu, sem hún sannarlega klæöist. — SVÁ — úr „National Geographic". „Fyrir ykkur er ég herra Ulster. Ég segi aöeins þaö, sem þiö viljið, aö ég segi.“ Margir fundarmanna tóku undir orö ræöu- manns meö áköfu „ameni“, eins og þeir höföu gert undir öllum hinum langa oröaflaumi, sem æddi um biblíuna, sögu Írlands og áviröingar kaþólsku kirkjunnar og var ætlað aö sannfæra menn um, að séra lan Páisley væri hinn eini, sem hægt væri aö treysta til aö standa vörð — þó að þaö kostaöi hann lífiö — um mótmælendur á Noröur-írlandi. Fundarsalurinn, sem aö vísu var ekki stór, í þorpinu Omagh var troöfullur, en þessi samkoma var ein af mörgum, sem boðað var til í því skyni aö brýna mótmælendur á Noröur-írlandi til andstöðu við þær viðræður, sem fram hafa fariö milli brezku og írsku ríkisstjórnanna. Eins og flestir opinberir fundir, þar sem allt snýst um Paisley, virtist þessi samkunda líkari vakningarsamkomu en stjórnmálafundi. Þarna var bænagjörö og sálmasöngur og tilvitnanir í hina „Helgu bók“, slitna og snjáöa biblíu, sem séra Paisley er vanur að bregöa á loft, eins og hann hafi einkavitn- eskju um merkingu Guös orða, sem þar er aö finna. Þaö hefur lengi tíökazt annars staöar á Bretlandi aö líta á Paisley sem nokkurs konar loddara eöa trúö. Brezkir fjölmiölar, sem margir hverjir ættu aö vita betur, tala um „skrípalæti“ hans og hæðast aö þeirri kröfu hans og kalla hana stórmennsku- brjálæöi, aö vera tekinn sem réttur arftaki Sir Edward Carsons. En þaö var Sir Edward, sem áriö 1912 fékk mótmælendur á Noröur-írlandi til aö skera uþp herör gegn heimastjórn fyrir írland og tókst þaö meö þeim afleiöingum, aö brezka stjórnin lét undan hótunum hinna herskáu manna hans. Þaö er auðvelt aö benda á gjörbreyttar aöstæöur nú frá þeim tíma. Áriö 1912 var heimastjórn stórmál á innlendum stjórn- málavettvangi í Bretlandi. íhaldsflokkurinn og verulegur hluti embættismanna innan stjórnkerfisins sem og helztu blööin studdu Sambandsmenn vegna stefnu þeirra í efnahagsmálum og einnig af tilfinninga- ástæöum. Og þá var heldur ekki hægt aö treysta brezka hernum til aögeröa gegn mótmælendum í Ulster. En umfram allt var þaö Carson sjálfur, hinn frábæri málflutn- ingsmaöur og kæni foringi, sem kunni aö snúa öllum þessum atriöum málstaö sínum til framdráttar. Og hvílíkur munur á honum og Stóra-lan meö alla sína guöfræöi, trú sína á mátt hávaöa og óláta, ofsalegu og óhefluöu ræöumennsku og óviröingu í garö brezka þingsins, Móöur þjóðþinga! En á Noröur-írlandi er það samt svo, aö séra lan Paisley er þar ekki álitinn neinn loddari eöa á hann hlustaö eins og trúö. SVIPMYND Þvert á móti virðist hann vera eini stjórnmálamaöurinn meðal Sambands- manna, sem veit nákvæmlega, hvaö hann er að gera og sem er fær um að vekja traust meöal hins vaxandi hóps mótmæl- enda, sem daglega fylkja sér undir merki hans. Sá fjöldi fólks, sem sótti þá fundi, sem hann boðaði til fyrri hluta þessa árs víösvegar um Noröur-írland, var ekki þaö samsafn óróaseggja, sem menn ávallt tengdu viö Paisley í upphafi þess vand- ræðaástands, sem enn ríkir, þegar hann var aö vinna sér álit á hinu hávaðasama og róstuga þingi götunnar í Ulster. Fólkiö sem beið hans í Omagh, var snyrtilega klætt, eins og þaö væri aö sækja kirkju, og margt af því var miðaldra hjón, sem höföu ekið allt aö 100 km til fundarins. Þaö haföi komiö frá landamærahéruðunum Ferman- agh og Armagh, þar sem mótmælendur, sem búa í einangruðum bæjum, hafa oröiö að þola miklar hörmungar af völdum írska lýöveldishersins og finnst þeir hafa veriö sviknir, þar sem vernd öryggissveitanna hafi brugðizt. Hvaö marga þeirra snertir, virðist þaö hafa verið því sem næst örvilnun vegna öryggisleysis, sem rak þá á náöir Paisleys sem eina mannsins, sem var reiðubúinn aö láta í Ijós reiði þeirra og oft meö öfgafullum og ofsafengnum oröum. Þaö gerir hann hvaö eftir annað á fundum sínum og elur upp í mönnum þá trú, aö írski lýöveldisherinn stefni nú markvisst að því aö flæma mótmælendur frá landa- mærahéruöunum og aö enginn og hvorki frú Thatcher né herra Haughey, forsætis- ráöherra írlands, muni gera neitt til aö stööva þá. Gagnvart þessu fólki er þaö hið fyrsta, síöasta og mikilvægasta varöandi Paisley, að hann sé lútherskur prestur, sem aldrei muni bregöast hjörð sinni. Aörir stjórn- málamenn meðal Sambandsmanna geta komiö og farið, kunna aö reyna aö finna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.