Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Page 3
ll ■ 1 Islendingar studdu sig vió skóflurn- ar, Bretar sátu á þeim, eöa var þaö svo, aö íslendingar sætu á skóflunum en Bretar svæfu á þeim? Ég man ekki fyrir víst á hvorn veginn Bandaríkja- menn oröuöu lýsingu sína á vinnu- brögöum þessara sóma eyþjóöa, þeg- ar þeir komu hingaö fyrst í stríöinu. Hvernig skyldu þeir oröa þetta nú? (Engar eru lengur skóflurnar.) Báðar eiga þessar þjóöir viö sama vandamál aö stríða, léleg afköst í flestum greinum, ef undan er skilin sjó- mennskan hjá okkur. Nú væri þessu réttar lýst svo, aö íslendingar svæfu viö skrifborðin en Bretar undir þeim. Allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi, segir Prédikarinn, og vissulega hefur maður tilhneigingu til aö trúa oröum hans, þegar allt, sem haldiö var til framfara og mannbóta, anýst á hinn verri veg í höndum okkar. Frelsi þjóða undan ánauö leiöir til enn meiri ánauðar og styrjalda innanlands, velmegun til spillingar, og aukin þekk- ing vekur upp fleiri vandamál en hún leysir. En heimspekilegar vangaveltur duga okkur ekki til lífs í þessu landi, viö verðum að láta þá um þaö þarna í austrinu, aö horfa á naflann á sér og spekúlera um hégómann meö Prédik- aranum. Við veröum að byggja hlý hús og sterk, því hér er kalt og hér eru jarðskjálftar, viö þurfum hlý og góö klæöi, því hér er næöingssamt, viö þurfum mikinn og staögóöan mat, því aö viö erum skrokkstórir og brennum miklu í kuldanum, og hvort sem þaö er nú nauðsynlegt eða ekki, þá höfum viö vanið okkur á ýmsar þarfir tyrir sálarlífiö og sumar dýrar, eins og leikhús, hljómsveitir og skara af lista- mönnum og við þurfum aö mennta fólk, svo aö þaö kunni á vélarnar, og sjá fyrir sjúkum og öldruöum. Allt þetta kostar okkur þaö, aö viö verðum að vinna og skapa verömæti og vera dugleg. Sú var tíðin aö íslendingar dýrkuöu dugnaö. Meöal aíþýöumanna var sá maðurinn mestur, sem duglegastur var til verka, ef hann var ekki hroð- virkur. Þaö þótti hinn mesti Ijóöur á gjarnan síöastir og fara fyrstir og oft lítið af þeim aö frétta, nema „hann er á fundiÞeir gæta þess aö komast útaf viö fólkið, því ef yfirmaöur rekur óduglegan mann, stendur öll hjörðin upp og forstjórinn veröur aö taka manninn aftur og biðja afsökunar, ef ekki rekinn sjálfur fyrir ódæðið. For- stjórar eru ekki flæmdir úr sínum stólum fyrir annað en aö skamma ónytjung eða stela sjóöum fyrirtækj- anna. Þaö gildir einu hvernig fyrirtæk- ið eða stofnunin lufsast, jafnt hjá því opinbera sem hjá stórum fyrirtækjum á ríkisstyrk, hann er veittur útá sama forstjórann árum saman. íslenzkasta orðið... afkastamanni. Þetta var á þeirri öld aö dugnaöur manna var mælanlegur og blasti við, einn batt fleiri sátur en annar eöa flatti fleiri fiska, öll verk voru keppnisverk og árangurinn sýndi sig. Nú vinnur mikill hluti þjóöarinnar störf, sem ekki gefa kost á aö mæla afköst einstaklingsins viö næsta mann. Og menn sjá ekki árangur verka sinna, hafa reyndar oft ekki neina hugmynd hvort þeirra sér staö, lendi ekki í skúffum þjóöfélagsins. Þaö er enginn metingur í vinnunni viö skrifboröiö og gildir einu, hvort einn liggur meö lappirnar uppá boröinu lengur en annar eöa ein afgreiöslu- stúlkan talar lengur í símann viö kærastann sinn en önnur. Síöan ríkir samtrygging um vinnubrögðin, sem ekki þekktist áður. Yfirmenn koma Kröfupólitík er alfa og ómega í allri starfsemi launþegasamtaka, hárra sem lágra, og atvinnurekendum hefur gengiö illa aö fá þessi samtök til samvinnu um aukin afköst. Þeir hafa heldur ekki haft mannskap í sér til aö þrýsta á í þessu efni. Þrátt fyrir stanzlausar kaupkröfur er ísland lág- launaland, verkafólk lepur dauöann úr krákuskel og reyndar obbinn af laun- þegum þrátt fyrir langan vinnudag. Víöa í erfiðisvinnu, svo sem þeirri undirstöðugrein, fiskvinnslunni, falla afköstin fyrir of langan vinnudag. Fjárfestingarkostnaöur og fjár- magnskostnaður í heild er orðinn svo stórt atriöi, að þaö á ekki að láta vélar standa ónotaðar tvo þriðju sólar- hringsins. í þessum störfum eiga aö ríkja vaktaskipti. Þaö er staöreynd aö afköstin fara aö falla eftir sex tíma í erfiöustu störfunum, helgarfrí hjá fisk- veiöiþjóö ná engri átt. Þaö á ekki aö þekkjast annaö en vaktavinna. Meiri nýting véla og tækja og þá hærra kaup. Fiskurinn á miöunum tekur sér heldur ekki helgarfrí, það er aö minnsta kosti ekki á það aö stóla, hann gæti allt eins tekiö sér frí á mánudegi. í skrifstofu- og þjónustustörfum hefur enginn vinnumórall myndazt; aöhald slælegt. Ætli það megi ekki kallast hin almenna regla aö þar svíkist hver um sem betur getur, allt frá forstjóra niður í sendil. Við Islendingar lifum í heimskri mannúöarstefnu og enn heimskari jafnaðarstefnu, en hvorttveggja eyðir dug meö þjóðinni og bitnar að síöustu á þeim, sem meiningin er að bjarga. Afköst þjóöfélagsins minnka, þar til allir eru að drepast, aö vísu í sama báti, ef fólki er þaö einhver huggun. Duglegir menn eru þrúgaöir undir óduglega, velgefnir nemendur undir lakar gefna, verkfærir karlmenn víkja fyrir kunnáttulausum konum og van- færum. Þaö er hefndargjöf að efnast meir en annar, og reyndar ekki hægt nema vera meö annan fótinn utan viö lögin. Það er búiö að menn efnist á framtakssemi og dugnaði. Það gildir kunnátta og heldur billeg klókindi viö að spila á kerfiö. Skólarnir kenna börnum og ungl- ingum ekki að vinna heldur leika sér viö vinnu. Upp allt skólakerfið er foröazt aö láta börnin og unglingana taka á eins og þau geta. Á mótunarár- unum er unglingum ekki innprentaö aö dugnaöur er forsenda fyrir mannlífi á íslandi. Þetta hræöilega orð „dugn- aður“ er aldrei nefnt viö þau og það er efamál þau viti, hvaö þaö þýöir. Þó er þaö íslenzkast allra oröa. ísland þolir ekki þaö fólk, sem ekki skilur þetta orð; drepur þaö af sér fyrr eöa síöar. Ásgeir Jakobsson Bréf til sr. Bolla (frá Silju litlu) Sr. Bolli Gústavsson í Laufási gerir barnabókmenntasögu mína aö um- talsefni í rabbi sínu í Lesbók Morgun- blaösins 29. ágúst sl. og væri mér Ijúft aö mega rabba við hann á móti. Hann lætur aö vísu að þvíliggja aö ég skrifi þá bók af miklu sjálfsöryggi og „páfalegum óskeikulleik“ en því fer víös fjarri. Ef Bolli lætur mig njóta þess aö viö gengum einu sinni saman í sunnudagaskóla hjá sr. Pétri á Akureyri (og mig minnir meira að segja aö hann hafi einu sinni afhent mér verölaunaskjal fyrir fádæma stundvísi þar) þá rennir hann kannski afturyfir inngang bókarinnar þar sem segir m.a. (bls. 16): Lesendur verða ævinlega aö hafa í huga aö það er persónuleg afstaöa einnar manneskju sem kemur fram í þessu riti þótt hún byggist á miklum lestri og sam- anburði á bókum innbyröis. Les- endur veröa að athuga vandlega aö hve miklu leyti þeir geta veriö sammála því mati sem höfundur hefur. Síöan er bent á gott ráö til aö komast að því. íslensk barnabók- menntasaga var aldrei hugsuð sem endanlegur dómur yfir rithöfundum sem þar er rætt um heldur sem grundvöllur frekari umræöu og áframhaldandi skrifa. Frjáls umræöa er upphaf alls góös. Þaö er heldur ekki rétt athugaö hjá Bolla aö „alræöi Alþýöubandalags- ins“ sé algert í skrifum um barna- bækur og nægir aö nefna aö hinn ágæti klerkur sr. Siguröur Haukur Guöjónsson (sem gaf okkur hjónin saman) hefur skrifaö um þær lengur en ég og í víölesnara blaö. Flest ummæli sr. Bolla um efni bókarinnmar finnast mér bæði skilj- anleg og réttmæt út frá þeim skoðun- um sem hann aöhyllist, þótt sumt sé missagt í grein hans eins og fram kemur hér á eftir. Ég þurfti ekki aö setja upp „bláu gleraugun “ mín þegar ég las hana eins og hann setti upp sín rauöu við lestur bókar minnar — til þess aö honum yröi ekki óglatt, eins og hann oröar þaö. Auövitaö veröur manni stundum illt af aö lesa skrif sem koma illa viö manns eigin fordóma, en í lýðræðisríki veröur maður aö sætta sig viö að fleiri hafi ritfrelsi en skoðanasystkini manns. Þetta á líka viö um skólakerfið. Þaö veröur aö gefa nemendum tækifæri til aö kynnast fleiri en einni skoöun svo að þeir geti lært aö taka sjálfstæða afstööu til hugmynda og málefna. Þaö er drengilegt af sr. Bolla að taka upp hanskann fyrir Hannes J. Magnússon og Eirík Sigurösson, þá merku skólamenn, sem verða illa úti í bók minni. En mér hefði fundist betur viö hæfi að hann heföi mótmælt með rökum því sem ég segi um ritverk þeirra í stað þess aö hneykslast bara á því og slíta tilvitnanir úr réttu samhengi. Maöur verður ekki góöur rithöfundur á því aö sýna einstæöa elju íuppeldisstarfi, þvímiöur. Sömu- leiöis haföi Bolli átt aö finna dæmi þess að ég færi meö rangt mál um bækur sr. Friðriks Friörikssonar í staö þess aö væna mig um dylgjur í hans garö. Setningin um sr. Friörik sem sr. Bolli tilfærir í grein sinni er niðurstaöa athugunar á bókum Friö- riks þar sem karlar viröast lengst af búa einir í höröum, „karlmannlegum“ heimi. Ég finn persónulega ekkert „óbragö“ af því þótt karlar láti vel hver aö öörum — og raunar eru tilfinningar svo harkalega bældar í bókum sr. Friöriks aö hver sýnilegur kærleiksvottur manna á meöal er velkominn þar. Eina leiðréttingu þarf aö gera áöur en skilist er við einstaka höfunda. Bolli segir aö höfundur Ijóösins „Ryksugan á fullu" njóti óskertrar hylli í riti mínu. Höfundur þess er Olafur Haukur Símonarson og hans er varla getiö aö nokkru þar, enda hefur hann ekki gefiö út barnabók. Þaö sem sr. Bolla gremst eölilega mest í barnabókmenntasögunni er hvaö honum finnst hún andkristileg. Við þvíget ég fátt sagt, íþeim efnum erum við Bolli endanlega á öndverö- um meiði eins og vera ber meö kirkjunnar þjón annars vegar og „andkirkjulegan kommúnista“ hins vegar. Mér er illa viö trú sem skipar og refsar, en ég hlýt aö játa aö ég er afar veik fyrir bókum þar sem kærleiksboðskapur og umburöar- lyndi sitja í öndvegi — líka þegar þau sitja þar í guös nafni, eins og í Bernsku Sigurbjarnar Sveinssonar sem er eftirlæti mitt meðal íslenskra barnabóka. Þetta má sjá í ritinu ef rétt er lesiö. Sr. Bolli er ósáttur viö aö ég skuli kalla kristna trú „gervilausn" (vel að merkja ekki meö upphafsstöfum, maöur á aö taka tilvitnanir upp rétt, sr. Bolli), þegar guð er notaöur til að taka vítaspyrnuna og redda málum á síöustu stundu. En ég spyr þá eins og sá sem ekki veit: er ekki veriö aö leggja nafn guös við hégóma aö nota það á þennan hátt? Víöa í barnabók- um verður guö eins og andi úr flösku í 1001 nótt, og mér finnst eiginlega aö slík notkun á honum ætti að fara meira fyrir brjóstið á kristnu fólki en heiðnu. Eöa hvaö? Aö lokum vil ég taka undir ósk Bolla um aö fleiri taki sig til og skrifi um barnabókmenntir, með og á móti riti mínu, yfir þaö og allt um kring, ég get borið um að það er gaman aö skrifa um barnabækur. Meö þökk fyrir birtinguna Silja Aöalsteinsdóttir 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.