Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 12
M Staðgengillinn Rudolf Hess - síöasti fanginn í Spandau Rudolf Hess, síö- var alltaf gagn- hlutverki sínu aö ■ \ vera „Staögeng- valdatímum naz- r. i ■ uppfylla' leynd- ' ustu óskir Hitl- ers. Viö stríðs- glæparéttarhöldin í Munchen kostaði hann kapps um aö taka málstað foringja síns. Nú líta Rússar á þennan gamla mann sem refsifanga, sem eigi að bæta fyrir glæpi Hitlers, og halda honum jafnframt sem gísl fyrir Berlín. Enn verður Rudolf Hess aö líta á sig sem staðgengil — án þess í rauninni að vera þaö. Oröiö „staögengiir táknar hlutverk — einhver kemur í staö annars. „Staðgengill Foringjans" átti aö merkja meira: heilagt embætti, sem minnti á hiö háleita, allt aö því guölega markmið hugmyndafræöi þjóöernissamhyggjunnar. Hitler leit á sig sem „frelsara" þýzku þjóðarinnar, útvalinn son forsjónarinnar. Honum bar aö fela hollasta, auösveiþnasta og áreiöanlegasta þostula sínum þaö hlutverk aö byggja uþp flokk um sig, reisa sér „kirkju". En þýzka þjóöin með allt sitt titlatog sá of seint, aö ekki var allt sem sýndist. Var Hess staðgengill manns, sem var af guði send- ur? Eöa af djöflinum? — o — I Hess er upphafsmaöur Hitlersdýrkunar- innar — hann leiddi Þjóöverja til trúar á Foringjann. Fjöldinn trúöi honum, af því aö hann trúöi sjálfur af öllu hjarta á foringja „sinn“. Þegar árið 1921 lýsti Hess því í ritgerðasamkeppni, þegar hann var stúd- ent, hvernig sá maöur þyrfti aö vera geröur, sem myndi reisa Þýzkaland viö aö nýju og gera veg þess mikinn: „Þegar nauðsyn krefst, skirrist hann ekki viö aö úthella blóöi... Hann hefur aöeins og einvöröungu fyrir augum aö ná marki sínu, þó aö hann veröi á vegi sínum aö troöa á sínum nánustu vinum ..." Þá haföi Hess þegar fundiö átrúnaöar- goö sitt. En hvað kom honum til, syni góöborgara, aö gefa sig með húö og hári á vald póstkortamálara og misheppnuöum manni, sem veriö naföi undirforingi í stríðinu, en hann sjálfur liösforingi, og veröa „eldheitur aödáandi hans og einlæg- asti og fórnfúsasti fylgismaöur hans“? Þessi ungi maður, sem leitaöi frelsunar í gróörarstíu byltingarinnar í Munchen, var reiðubúinn að taka hverju því, sem aö höndum bæri, af því aö hann naut hinnar dýpstu hamingju í undirgefni og sjálfsfórn. Sálfræöingar hafa komizt aö raun um, aö faöir Hess hafi veriö þeirrar gerðar, sem meö ofurvaldi sínu réöi örlögum sonar síns, eins og títt var á keisaratímunum á heimilum betri borgara, þar sem ríkti strangur agi og rík þjóðerniskennd. Hvert barnaherbergi varö aö herskóla. Hinn ráöríki faöir Hess neitaði syni sínum, sem var mjög hneigöur fyrir náttúruvísindi, um aö veröa verkfræðingur eöa eðlisfræðing- ur. Pilturinn flúöi úr ófrelsi hins borgara- lega lífs í blóðugt stríöiö 1914, særöist hættulega, geröist flugmaöur í hernum og tók ósigri fööurlandsins eins og persónu- legri óhamingju á svipaöan hátt og Hitler og mikill fjöldi annarra hermanna á vígvöll- unum. Eftir stríöiö eignaöist hann andlegan föður, þar sem var Karl Haushofer, hers- höföingi og landfræðingur, sem mat þó meira hjartalag og lyndiseinkunn Hess en gáfur hans og greind. í Thule-félaginu lærði hann aö þekkja höfuöóvini þá, sem hann ætti aö berjast gegn, Gyöinga og bolsév- ika. Nú þyrfti aöeins einhver aö koma til, sem léti sér ekki kenninguna nægja eins og Haushofer, heldur héti því aö láta hendur standa fram úr ermum og uppræta óvinina. Hess lét ekki á sér standa; hann geröist skuggi Hitlers. Fyrir hann þoldi hann misþyrmingar í blóöugum slagsmálum á fundum, viö hlið hans tók hann þátt í bjórkjallarauppreisninni í Munchen 1923 og meö honum sat hann í fangelsi fyrir vikiö, dæmdur fyrir landráö, í Landsberg- kastalanum. Þar var hann ritari Hitlers og aóstoöarmaöur viö samningu „Mein Kampf“. Þaö fór nærri, aö breyta mætti máltæki hans og vígoröi: „Adolf Hitler er Þýzkaland, og Þýzkaland er Adolf Hitler" í „Hitler er Hess, og Hess er Hitler“. Hann líkti eftir foringja sínum í framkomu og lifnaöarháttum: Hann reykti ekki, drakk ekki, boröaöi eingöngu jurtafæöi og dáöi Richard Wagner. Hinn fámálugi, innhverfi, einlægi og hlýöni fylgdarmaöur var hinn ákjósanlegasti ritari foringja nazista. Því aö hann sóttist ekki eftir persónulegum völd- um eöa auöæfum — honum nægöi aö hafast viö í forsal valdanna. Tryggö hans er óeigingjörn; hann neitar sér um aö gagn- rýna og gremju bælir hann niður í sér. Hann var eins og í leiöslu. Þegar fyrir valdatöku Hitlers 1933 sagöi sonur hins fööurlega vinar Hess, Albrecht Haushofer, hinn glöggskyggni blaöamaöur: „Rudolf Hess og hans líkum verður ekki bjargaö.“ — O — II Eftir aö Hitler haföi útnefnt Hess „staö- gengil foringjans“, var almennt litiö á hann sem valdamann. Þaö var ekki fyrr en stríðið brauzt út, aö þýzka þjóöin frétti sér til mikillar undrunar, aö Hitler heföi ekki valiö hinn litlausa Hess sem næsta eftir- mann sinn heldur hinn vinsæla Hermann Göring. Hess átti ekki aö veröa neitt annaö en flokksleiðtogi. Og þaö varð hann svo ekki einu sinni — því aö hann hélt ekki fast í taumana og missti þá brátt í hendur hins samvizkulausa starfsmannastjóra síns, Bormanns. Eigi aö síður geröi Hitler „staögengil“ sinn aö ráðherra í ríkisstjórninni, sem þó var fremur veigalítil stofnun í embættis- óskapnaöi Þriöja ríkisins. Þar sem Flokkur og Ríki uröu að vera sammála, varö aö bera öll lög undir Hess og embætti hans. Þannig varö hann ráðherra yfir öllu — og engu. Því aö honum kom aldrei til hugar að fara að neinu ööru en vilja einhvers, sem var æöri. Hann fylgdi svo nákvæmlega oröalagi stefnuyfirlýsinga og blaöatilkynn- inga, aö hann verkaöi á margan viömæl- anda eins og grammófónn. Hann hlustaði á, þegar hann heföi átt að tala. Hann var á sama máli og allir og annarrar skoöunar en aörir um leiö. Hann lét nota sig, fúslega misnota sig — og varö samsekur glæpa- mönnum. Hver gat ætlaö þessum glæsi- lega manni illt, honum, sem var svo háttvís í framkomu og liföi svo einföldu og óspilltu lífi? Nafn hans var bundiö viö margt: starfsemi öryggislögreglunnar, Núrnberg- lögin gegn Gyðingum, líknardauöa van- skapaöra og geðveikra og hvað eina — og þó var hann aöeins vinnumaður viö skrifborö, sem hann tolldi helzt ekki viö. Arkitektinn, sem ekki varö, Hitler, og verkfræöingurinn, sem ekki varö, Hess, áttu eitt sameiginlegt: hneigö til tóm- stundaiöju og óbeit á daglegum störfum. Hess skóp sér sinn eigin frístundaheim — hann var frábær heimilisfaðir, braut heil- ann um tæknilegar nýjungar, hafði áhuga á skottulækningum og stjörnuspeki, töfra- lyfjum og dulspeki. Hann ók hraðaksturs- bílum og reyndi nýjar flugvélar. Þaö var aðeins einu sinni á stjórnmála- ferli sínum, sem Hess fór aö eigin frum- kvæði, og þaö var 10. maí 1941, þegar stríðið geisaöi, er hann flaug eins og „friöarengill" til Englands. Staðgengillinn fór út fyrir verksviö sitt meö því aö ætla sér aö uppfylla leyndar óskir Hitlers. — O — III Sá leyndardómur, sem enn hvílir yfir þessari för, er í rauriinni ekki fyrir hendi, ef betur er aö gáó. Hess vissi betur en nokkur annar um þá meinloku Hitlers, aö Þýzka- land gæti treyst á bandalag viö „frændur" sína, Englendinga, er hann herjaöi í austurveg. Hitler botnaöi ekkert í brezkri þjóöarsál eöa eöli brezkrar utanríkisstefnu. I þeim efnum var hann jafnfáfróöur og staðgengill hans. Eftir hinn mikla sigur yfir Frakklandi gat hvorugur þeirra skiliö, af hverju England væri ekki til viðtals um aö skipta heiminum á milli sín og Hitlers. Og svo fékk Hess óvænta hugmynd: Hann skyldi fljúga sem samningamaöur og friöarboöi yfir land óvinanna og stökkva úr flugvélinni í fallhlíf yfir landareign Hamil- tons lávaröar í Skotlandi. Hann taldi Hamilton heppilegan milligöngumann, þar sem hann væri líka áhugaflugmaöur og í vinfengi viö Haushofer-fjölskylduna. Á ööru ári stríðsins haföi Albrecht Haushofer meö vitund Hitlers kannaö möguleika á friðar- umleitunum meö boöum til hins brezka vinar síns, en án árangurs. Móöir Albrecht Haushofers var Gyöingur í aöra ættina, en Hess haföi komiö í veg fyrir óþægindi af þeim sökum. Og nú bjóst Hess viö því, aö í hrifningu sinni yfir flugafreki hans og nafnspjaldi Haushofers myndi hann þegar ræöa við sig um friðartilboð Hitlers og koma því síöan áleiöis til réttra aöila. Þetta var fáránleg hugmynd einfeldn- ings. En jafnvel Churchill, ósveigjanlegasta andstæöingi Hitlers, fannst ekkert lítilmót- legt eöa Ijótt viö meiningu Hess meö þessu. En þessum „vélbúna Parsifal“ (eins og Albrecht Haushofer komst aö oröi) rann til rifja tilhugsunin um endalausar grafir fallinna Þjóöverja og Englendinga. En ekkl er vitaö til, aö þess háttar tilfinningar hafi 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.