Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 8
Ekki er ótrúlegt, aö fólk sem nú er komið á miöjan aldur eöa meira minnist erlendrar útvarpsstöövar einnar, sem truflaöi mjög íslenska útvarpið. Ríkisútvarpiö var þá enn á barnsaldri og vanviða, ef svo má segja. Afl íslensku stöövarinnar var þá mjög lítið, og var langt í frá að alls staöar heyrðist nægilega vel. Úr þessu var fyrst bætt, að mig minnir 1938, er afl stöðvarinnar var aukið stórlega. Þá var haldin ráðstefna evrópskra útvarpsstöðva, og voru þá þar til samninga fyrir okkar hönd útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergsson, og verkfræðingur út- varpsins, Gunnlaugur Briem. Útvarpið fékk þarna hagstæöari langbylgju en það haföi áður, og truflunum að utan, sér í lagi frá einni stöö, gætti stórum minna. Þetta var góð lausn, enda fögnuðu henni margir, ekki síst Austfirðingar, sem einna verst voru leiknir hvað þetta snerti. En hver var þá þessi leiða útvarþsstöð, er truflaöi svo mjög útsendingar okkar ágætu, en veikbyggðu útvarþsstöðvar? Þetta var Kalundborg. En hvar er þá þessi borg? Ég geri ráð fyrir að allir, sem komnir eru í barnaskóla viti það nokkurn veginn. Nánar tiltekiö er Kalundborg á vestur- strönd Sjálands, nokkurn veginn þar mið- svæðis. Næstum beint í vestur frá Kaup- mannahöfn. Liggja tvö nes þar út í Stórabelti. Inni á milli þessara nesja liggur bærinn, sem ég ætla að gera tilraun til að lýsa fyrir lesendum þessa rits. Nyrðri skaginn eöa nesiö heitir Rosnæs, og nær Sjáland þar lengst í vestur, en hinn syðri nefnist Asnæs. Hann er langtum stýttri en sá fyrrnefndi. Viö gerum ráð fyrir, að þú, lesandi góður, sért kominn til Kaupmannahafnar. Þú ert búinn að dveljast þar í nokkra daga og skoða það sem hugurinn girnist og skemmta þér á ýmsan hátt. En nú kemur þér allt í einu í hug, aö líklega sé Kaupmannahöfn ekki öll Danmörk. Gerum einnig ráö fyrir, að sumar sé og sólskin. Þá langar mann upp í sveit, ^eöa aö minnsta kosti þangaö sem meira er um opin svæði en gengur og gerist í stórborgum. Menn vilja hrista af sér borgarrykið og allt sem því fylgir. Sagt hefur veriö að allar stórborgir séu eins. Þjóðverjar segja: „Alle grossen Stádte sind gleich." Þú hefur nú gert alvöru úr því að bregöa þér út úr stórborginni meö öllum sínum strætum, stórbyggingum og turnum. Þeir eru að vísu ekki víða fegurri en í Khöfn, enda er hún oft nefnd „borgin með fögru turnana". Þægilegast er fyrir þig aö bregða þér þetta í járnbrautarlest. Þú ferö inn á Hovedbanegárden og heldur síðan niður á brautarpall, þar sem sþor 3 og 4 eru hvoru megin. Þú leggur t.d. af stað kl. 8,04 og ert kominn til Kalundborgar kl. 9.43. Farið er um Valby, Tástrup, Roskilde, Lejre, Hvalse, Holbæk og fleiri bæi. Þetta er fagurt landslag, smá sveitaþorp og stærri bæir á víð og dreif. Skógarlundir hér og þar. Sveitabæirnir hvíla eins og í skjóli þessara trjálunda. Allt er landið ræktað, og víðast hvar einhvers konar korntegundir. Akrarnir bera því ýmsa liti, allt eftir því hvaö á þeim vex. En nú ert þú kominn til Kalundborgar, lesandi minn. Þú hefur ekki fundið mikið fyrir ferðinni. Það er nefnilega afar rólegt og áhyggjulaust að ferðast með lest. Þú verður bara aö gæta þess að vera kominn inn í lestina áöur en flautað er til brottfarar. Dyrunum er þar næst harölæst með sjálfvirkum útbúnaði. Sama gildir, þegar numiö er staðar. Þá verður þú að vera snöggur að koma þér út, því að víöast er viðstaöan mjög stutt. Þá er betra að gleyma ekki einhverju af farangrinum inni í lestarklefanum. Ekki er minna stoliö þarna en hér heima. Líklega heldur meira, eftir því sem blöðin herma. Löngu áður en þú ert kominn til Kalundborgar, sérðu háa byggingu með fjórum háum reykháfum uppaf. Þetta er Asnæsværket, risavaxið orkuver, sem er hið stærsta í Danmörku og sér meginhluta Sjálands fyrir raforku. Þegar þess er gætt, að hér er um orkuver, sem framleiöir 806 þúsund kílóvött brúttó, þarf mikið af kolum 8 Höfnin í Kalundborg er góð frá náttúr- unnar hendi. Einnig hefur hún verið dýpkuö mjög og er nú hægt aö afgreiöa þar skip, er rista allt upp í 13 metra. Þar frýs sjór atdrei. Ferjur ganga í sambandi viö járn- brautarlestir frá Kalundborg til Sámseyjar og Árósa, einnig til Juelsminde. Oft er því margt um manninn í þessum bæ. Þetta er mikill feröamannabær. Og margt að sjá og skoða. Hér eru haldnar ráðstefnur, fleiri en taldar verði. Minjar frá miðöldum heilla þá, sem sögu og fróðleik unna. Kalundborg var ein best varða borg í Danmörku. Þá var hún fjórða stærsta borg landsins. Hluti borgarvirkjanna sést enn, en mestur hluti þeirra er kominn undir byggingar. Rústir þessara borgar- virkja eru friðaðar, eins og að líkum lætur. Líkan hefur verið gert af Kalund- borg, eins og hún leit út um miðja sautjándu öld. Stærsta bygging innan borgarmúranna var höllin. En svo réöust Svíar á borgina í styrjöldinni 1658—1660 og lögöu hana svo aö segja í rústir. Innan þessara borgarmúra er gamli bærinn með - Auðunn Bragi Sveii Úr rósagarðinum við Lerchenborgarhöll. Höllin í baksýn. Kírkjan fræga í Kalundborg með turnana fimm. og olíu til aö knýja það. Hér er ekki um vatnsorku að ræða. Þá sést gamla kirkjan úr nokkurri fjarlægö, vegna þess hversu há hún er og stendur hátt. Þessi kirkja er með fimm turna. Einstök í Danmörku og þótt víðar sé leitaö. Guöshús þetta lét Esbern Snare byggja seint á 12. öld. Hann var uppi 1128—1204. Hann var bróðir Absalons biskups, sem tallnn er faöir Kaupmanna- hafnar. Esbern Snare studdi Valdimar mikla, en hann var uppeldisbróöir hans. Baröist gegn Vindum, herskáum þjóö- flokki, er hélt sig kringum Eystrasalt. Miöturn kirkjunnar, en hann er langhæstur, hrundi árið 1827. Kirkjan var síöan endur- byggð á árunum 1867—71. Þaö sem vekur einna mesta athygli gestsins er þó ekki sjálf kirkjan, heldur hinir snyrtilegu og fögru smárunnar sem eru fyrir framan hana. Ekki finnst mér nú kirkjan tiltakan- lega fögur hiö innra, en aö utan er hún einstæð í sinni röð. Merki bæjarins er fimm turnar rauðir á Ijósum grunni. Er þaö vel viö hæfi. Ef þú, lesari minn, kemur til Kalundborgar, ættir þú aö skoöa þessa kirkju. En aöra kirkju vil ég benda þér á, en hún nefnist Nyvangskirkjan. Nýlegt guös- hús — úr Ijósum múrsteini. Hún er ávöxtur nútíma byggingarlistar, þaö er greinilegt. Enn birtast augum háir turnar. Eru þaö möstur útvarpsstöövarinnar. Þau eru geysihá. Sjálf útvarpsstööin er úti við sjóinn, þar sem heitir Gisselore. Þar er baöströnd mjög góð. Þar gefur aö líta um sumartímann fjölda fólks ýmist liggjandi í heitum sandinum eða buslandi í sjónum, glóðvolgum. Hér gefur fólkiö sér tíma til að njóta veðurblíðunnar og náttúrunnar. Hér er ekki þessi yfirþyrmandi vihna eins og hér heima, þar sem enginn hefur helst tíma til neins nema aö vinna og sofa. allar sínar fornu byggingar, er hafa veriö endurreistar. Hér er Lindegárden. Löng bygging. Þar er fornminjasafn mikiö, sem komið var á fót 1910 og hefur síöan veriö opið almenningi. Ailt er vel um gengiö. Viö göngum stofu úr stofu og sjáum húsgögn þau, sem notuö voru af gengnum kynslóð- um. Úti á hlaöinu er gömul fallbyssa, af minni gerðinni. Skotiö er úr henni púður- skotum fyrir ferðamenn. Þá er þarna að finna alveg einstætt safn kvenbúninga frá Rasnæs. Gegnir furöu, hversu fjölbreyti- legir þeir hafa verið. Skammt frá kirkjunni gömlu er gamalt hús, Gyths Gárd. Á þessu húsi er minn- ingartafla, þar sem á stendur, að rithöfund- urinn Sigrid Undset hafi fæöst hér áriö 1882. Var hún dóttir virts fornleifafræö- ings. Fór ung til Noregs, og er talin norskur rithöfundur. Þessi merka kona varð þess heiðurs aönjótandi aö hljóta bókmennta- verðlaun Nóbels áriö 1928. Allir kannast viö bækur hennar um Kristin Lavransdatt- er, sem þýddar hafa verið á íslensku. Er Noregur var hersetinn af Þjóöverjum í síðustu heimsstyrjöld, flýöi Sigrid Undset til Bandaríkjanna, gegnum Svíþjóð. Heim kom hún eftir stríöiö, en liföi stutt eftir það. Andaöist áriö 1949. — Á næsta ári er öld liðin frá fæðingu þessarar merku skáld- konu. Er þegar byrjaö að undirbúa hátíöa- höld í fæðingarborg hennar af því tilefni. Þá veröur ekki svo lítið um dýröir. Danir eigna sér nokkuð í þessum fræga rithöf- undi, þar eð hún var oröin 11 ára, er hún hvarf til Noregs og bjó aö mestu upp frá því. Bernskuminningar Sigrid Undset heita Elleve ár. Trúiega veröur einhverjum ís- lenskum rithöfundi boöiö til Kalundborgar, þegar þessi hátíöahöld fara þar fram á næsta ári. Þá vil ég minna á Lerchenborg úti á Asnæs. Þetta er í aöeins 8 km fjarlægð frá Komíð Kalundborear

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.