Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 15
spámannlegu orð árið 1801 um gjöf sína til mannkynsins: „Gereyöing bólu- sóttar, hræöilegustu plágu mannkyns, verður aö vera hinn endanlegi árangur þessarar aðferðar.“ Hann hlýtur að hafa veriö fyrsti maðurinn til að boða útrýmingu bólu- sóttar. En sá hann það jafnvel fyrir, að bólusetningunni sjálfri gegn sjúkdóm- inum myndi Ijúka aö fullu? Hvað sem því líður, þá hefur þaö gerzt. Fyrsta sinn sem opinberlega var bent á, aö útrýming sjúkdómsins myndi einnig tákna lok bólusetningar gegn honum, var árið 1958 í ályktun 11. ársþings Heilbrigöismálastofnun- arinnar. í henni var lagt til, að hafin yrði áætlun um útrýmingu sjúkdómsins um heim allan og á það bent af bjartsýni, en þó réttilega, að „með útrýmingu bólusóttar myndi bólusetn- ing gegn henni og öll útgjöld samfara þeirri aðferð verða óþörf“. Þannig hefur sigur unnizt á bólusótt- arsýklinum. Um aldir fór bólan mis- kunnarlaust um heiminn og drap a.m.k. einn af hverjum fimm, sem sýktust, og oft tvo af hverjum fimm og blindaði milljónir varanlega. Dr. D.A. Henderson, sem stjórnaöi útrýmingarhernum gegn bólusóttinni, segir sigri hrósandi: „I dag eru bólu- sóttarsýklarnir fangar, lokaðir inni í glösum, sem geymd eru í öruggri gæzlu í sex rannsóknarstofum..... Aö sjálfsögðu er Henderson himin- lifandi yfir árangri manna sinna í baráttunni gegn „fyrsta sjúkdómnum, sem maðurinn hefur útrýmt“. Hann segir: Þeir sem gleggst muna þján- ingar fórnarlamba hans, hjúkrunarfólk, sem af mikilli kostgæfni annaðist skipulegar bólusetningar, og sóttvarnir eftirlitsfólks, sem kannaði vandlega öll bólusetningarskírteini, á bágt með að trúa því, að „einstök" tilfelli séu nokkurs staðar til. Trúveröug gögn, sem tugþúsundir manna og kvenna í heilbrigðisþjónustu hafa aflaö, bera því nú vitni, aö bólusótt sé sjúkdómur, sem heyri sögunni til.“ Dr. Halfdan Mahler, aðalforstjóri WHO, horfir langt fram á veginn, þegar hann segir: „Endalok bólusóttarinnar er fyrir WHO aðeins endirinn á byrjun- inni. Sigurinn yfir bólunni táknar miklu meira heldur en þaö, sem varðar þá einstaklinga, sem hlut eiga að máli. Hann sýnir fram á, aö við getum breytt heiminum í kringum okkur til hins betra meö samvinnu og sameiginlegu átaki, með beitingu mannlegs máttar og sigurvilja. Sigurinn kemur sem ferskur blær til seglskips, sem of lengi hefur legiö í logni, og verður okkur hressileg hvatning, um leið og við tökum stefnuna á „Heilbrigði öllum til handa árið 2000“. Eitt af mörgum fórnarlömbum bólusóttar. „Núverandi ástand í Þriöja heimin- um er allsendis óviðunandi. Það er lítil lífshamingja eða nokkurt réttlæti til handa barni aö vera dæmt til að þola sjúkdóma eða bráðan dauða fyrir þá sök eina að fæðast í þróunarlandi. Útrýming bólusóttar er tákn — merki um það, hvað áunnizt getur með því að brjótast út úr hring sjúkdóma og fátæktar.“ Og vissulega tákn um það, sem hefur áunnizt og er að nást á mörgum sviðum í baráttunni við banvæna sjúkdóma. Útrýming bólusóttarinnar tókst fyrir tilstilli bólusetningar, sem hugvits- samlega var upp fundin 14. maí 1796, þegar enskur sveitalæknir, Jenner, tók efni úr kúabólusári á hendi mjaltakonu og sprautaði því í handlegg átta ára gamals drengs — og reyndi svo tveim mánuðum síðar að sýkja drenginn með kúabólu, en komst að raun um, að það var ekki hægt. Hvorki Jenner né neinn annar gat læknað bólusótt meö lyfjum, en þeir gátu komið í veg fyrir hana. —Svá— úr „To the Point“ hann og velta honum upp úr duftinu.“ Þeir flettu upp lögbókinni, fundu hann sekan — og dæmdu hann. Hann skyrpti á dóminn. Loksins fór að honum sveit manna og yfirbugaöi hann, því aö þarna riðu hetjur um héruð eins og fyrri daginn. Þær gáfust ekki upp fyrir sakamanninum, heldur tókst þeim með guðs hjálp að koma honum í tukthúsiö syðra og svelta hann þar í fimm sólarhringa. Síðan eru liðin 90 ár. Kominn er tími til aö gera upp reikn- ingana viö samtíð hans, og við mannorös- veiðibjöllurnar, sem lagt hafa drít sinn á leiði hans — og falið Þjóðskjalasafni til varðveislu. Bókin um Daníel er felld í form skáldsög- unnar þó að sönn sé. Formið er stakkur sem verkinu er skorinn. Hann veröur að fara því vel. Tilmynda er mikilvægt, að Ijúka því á réttum staö. Ég lauk „Bókinni um Daníel" þar sem hann kemur heim úr tukthúsinu og heilsar Guðrúnu konu sinni, sem aliö hefur barn meöan hann var fjarverandi og liggur nú á sæng. Liönir voru níu dagar síðan liö sýslumannsins yfirbug- aði hann og flutti hann burt. Þá hafði hár Guðrúnar verið svart. Nú sá hann ekki betur en þaö heföi skipt um lit. Þaö var orðiö hrímgrátt að lit. „Annaö hafði ekki breyst í Kaldárholti." Á þessum oröum endar bókin. En ég var búinn að skrifa meira — nokkur blöð sem ég sneiö aftan af verkinu — formsins vegna, því að form skáldsög- unnar kraföist þess, sjónarmið fróöleiks- miðlunar varð að víkja. Hér eru fáeinir punktar úr því sem ég sneið burt: „. . . Það breyttist ekki að marki fyrr en rúmum áratug seinna — þá gerbreyttist það — eftir að Guölaug Melbýs var fallin frá. Fáum mánuöum eftir að heföarkonan var gengin til moldar barst Daníel útbygg- ingarbréf frá manni nokkrum í fjarlægri sveit. Hann var búinn að kaupa Kaldárholt- iö af Árna leturgrafara. Útbyggingarsökin var sú, aö Daníel heföi oftsinnis lánaö nágrönnum sínum siægjur án þess aö leita leyfis landeigandans. Nýi jarðeigandinn lagði svo fyrir, að Kaldárholtið allt skyldi rýmt næsta vor snemma. Honum lá á. Hann hafði ásett sér að verða mestur bóndi í héraðinu og gera Kaldárholtið að einbýlisjörð aftur, eins og hún hafði verið fyrir hundrað árum, í tíð Árna Þorsteinssonar. Fjölskyldu Daníels brá í brún, en Daníel geröi ekki annað en kipra augu sín og bregöa við grönum lítið eitt. „Ekki vonum fyrr, aö leturgrafarinn sýni okkur sitt rétta andlit,“ varð honum að oröi. „Betra er seint en aldrei.“ Það höföu oröið tíð prestaskipti í Guttormshaga undanfarin ár. Eftir séra Ólaf (ísleif) kom séra Ófeigur, eftir séra Ófeig kom Ríkharður Torfason. Á útmán- uöum árið 1904 fór séra Ríkharður og enginn prestur væntanlegur í staðinn. Búið var aö sameina Upp-Holtaþing og Land- prestakall og sálusorgarinn sestur aö á Fellsmúla. Landsjóður átti Guttormshag- ann, jörðin var mikils metin, nú var hún laus. Tveir synir Daníels, þeir Þorsteinn og Daníel, riöu suöur á góu og föluðu Guttormshagann til ábúöar. Þaö ótrúlega gerðist: Þeir fengu hann. Þeir létu hjá líöa að heimsækja frænda sinn á Skólavöröustígnum í þessari ferö. Enginn annar en hann gat hafa lagt nýjum eiganda Kaldárholtsins upp í hendur gilda útbyggingarsök, svo að hægt væri aö gera Daníel útlægan þaðan. Þegar hér var komiö, var fjölskylda Daníels þessi: Kona hans og tengdamóöir, þrír synir og sá yngsti þeirra vangefinn að nokkru, sá sem fæöst haföi 1891, auk þess dóttirin Guðrún tólf ára. Sigurður var farinn til Eyrarbakka, gullið og silfrið hafði freistaö hans, hann var orðinn lærisveinn meistarans í Regin — aö yrkja skartgripi í dýran málm. Sagt er að Davíö konungur hafi gengiö berfættur og grátandi yfir lækinn Kedron, þegar Afsalon sonur hans hafði hrakiö hann út úr borg hans, Síon. Daníel gekk einnegin berfættur út úr sinni borg, Kaldárholti, rekinn þaðan fyrir tilverknað Árna fóstbróður síns, sjötíu og þriggja ára að aldri, á einmánuöi 1904. Þá var snjóföl á jöröu og klakaskarir á hvurjum polli í mýrinni. Enda þótt hann hefði alla ævi óskað sér héöan burt, hafði hann í veruleikanum aldrei fundiö sér neinn staö annan. Margsinnis höfðu spor hans legið frá Kaldárholti, stefnulaust út í óvissuna, en jafnoft heim þangað aftur. Aflið, sem stendur dýpri rótum en vit mannsins, dró hann til baka. Hann laut þessu afli án þess að geta réttlætt það. Það varð svo að vera. Þangað til núna. Nú lágu spor hans þaðan burt, og aldrei til baka meir. Óvíst er hvort þau spor hafi veriö honum léttari heldur en spor biblíukonungsins höföu forðum verið honum. Hugraun beggja gæti hafa verið sambærileg, en þurr og hörö voru augu Daníels. Og er kominn á nýjan stað núna — fyrir einum mánuði. Kvöldsett er orðið og loft heiðskírt. Daníel er fluttur í timburhús prestanna. Hann stendur viö austurglugga og horfir á skuggann af burstinni, sem sker stærri og stærri sneiðar af sólskini varp- ans. Egg skuggans sneiðir niöur bjart bæjarhlaöið, og bráðum er ekkert eftir af því. Nema það er dökk mold í skugga og eitt og eitt fótspor mótað í hálfhring — hans eigin spor hálfmánalöguð stigin snemma í vor, meðan ennþá var grunnt á klaka og mikil for. Bráölega munu þau mást út og arfinn gróa yfir þau. Heimili mannsins er þar sem hjarta hans finnur fró. Þangað er ferðinni heitiö. En aldrei ná sumlr þangað alla leiö — og deyja á fjallinu Nebó. 10.5. 1981. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.