Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Page 7
Anna Soffía ásamt Herbert von Karajan sem nú er 73 ára. „Ég skil ekki hvers vegna margir eru hræddir við hann,“ segir hún. „Hann er mjög þolinmóður og alls ekki ráðríkur.“ önnu Soffiu klappað lof i lófa eftir frumraun sína með Philharmóniu-hljómsveitinni i Berlin 1978. Tónlistarsnillingar koma og fara, en á nokkurra ára fresti koma fram bráðþroska unglingar með snilligáfu, sem vekja sérstaka athygli. Fyrir fimm árum heyrði hinn mikli Herbert von Karajan Önnu Soffíu Mutter, sem þá var 13 ára, leika, og gerði hana samstundis að skjólstœðingi sínum. Fyrir skömmu kom út hljómplata, þar sem hún leikur fiðlukonsert Beethovens 17 ára gömul og vakti mikla undrun gagnrýnenda. En standa nú vonir til að þessi glœsilegi og efnilegi unglingur nái að þroskast á listabrautinni og verði raunverulegur snillingur? Karajan heyrði um hana og bauð henni í áheyrn í Fílharmóníuhöllina í Berlín. Hún lék frammi fyrir allri Fílharmóníuhljómsveit Berlínar, en það er reynsla, sem fengi margan fullorðinn tónlistarmann til aö taka inn valíum. En Anna Soffía minnist ekki að hún hafi verið taugaóstyrk, jafnvel þótt aö hún gerði sér grein fyrir aö allt var lagt undir. Hún rifjar upp: „Ég spilaöi sjakonnu Bachs, sem er virkilega erfitt stykki, allsæmilega." Karajan baö líka um tvo þætti úr konsert eftir Mozart og var svo hrifinn, aö hann bauð henni samstundis aö leika með sér á næstu páskatónlistarhátíö í Salzburg 1977. Síðan hefur hún komið fram meö honum í Salzburg næstum á hverju ári. 1978 kom hún fyrst fram meö Fílharmóníuhljómsveit Berlínar undir hans stjórn og í tónleikalok stóö öll hljómsveitin á fætur og klappaöi fyrir henni. Hún dáist ákaflega aö Karajan og er honum mjög þakklát, ekki aöeins vegna þess aö frægöarferill hennar er honum aö þakka, heldur hefur hann kennt henni svo mikið um tónlist bæöi leik og aö kynna sér hljómsveitarútsetningu. „Allar æfingar meö honum eru kennslu- stundir," segir hún, „og ég vona aö mér auönist aö leika aö honum mörg ár enn. Hann er æðislega fínn kennari og undirleik- ari. Fyrst fannst mér þetta skrýtiö, vegna þess aö svo margir virðast vera hræddir viö hann, þó aö ég skilji nú ekki hvers vegna. Hann er ótrúlega þolinmóöur og alls ekki ráöríkur. Hann vill aldrei hafa áhrif á túlkun manns. Honum er umhugaö um aö hjálpa mönnum til aö öðlast innsæi og tæknilega færni, sem hjálpi til aö maður öölist eigin skoöun á verkinu. Þaö er ótrúlegt hvernig hann getur heyrt fyrir sér hljóm og komiö meö tæknilega ábendingu, sem hjálpar manni til að ná fram einmitt því, sem maöur haföi sjálfur í huga. Til dæmis kenndi hann mér hvernig leika á verulega langar og breiðar línur. Konsert- arnir meö honum hafa veriö þaö mesta, sem ég hef upplifaö í músík.“ Anna Soffía hefur byggt upp verkefna- lista sinn hægt og kerfisbundið. Nú eru á honum nokkrir konsertar Mozarts, fiðlu- konsert og þrenndarkonsert eftir Beet- hoven, konsertar Tschaikovskys og Mend- elsohns og Symphonie Espagnole eftir Lalo. Hún reynir aö leika hvert nýtt viöfangsefni í fyrsta sinn á litlum staö til þess aö hún geti aölagaö hugmyndir sínar og leiörétt mistök fjarri fullum sviösljósum. Hún er nú aö læra konserta Brahms og Prokofievs og nokkrar sónötur Brahms og æfir sig þrjár til fjórar klukkustundir á dag sex daga vikunnar — en aldrei á sunnu- dögum og frídögum. Eftir aö hafa athugaö útsetninguna í einrúmi, lærir hún hana utanað og formar hugmyndir sínar áður en hún byrjar aö leika. Þaö er einkennilegt aö sjá hana æfa, vegna þess aö hún syngur annaö lag en hún leikur. „Ég raula meö hluta úr verkefni hljómsveitarinnar,” segir Anna Soffía og bætir viö aö hún hafi hugsaö sér aö læra fyrst alla fiölukonsertana og síöan nokkrar af auðveldari sónötum. „Ég snerti ekki þessar erfiöu D-dúr sónötur fyrr en ég hef náö valdi á konsertunum. Sum verkin eru verulega erfiö tæknilega. Þaö er erfitt aö ákveöa hvernig á aö túlka þau, aö vita hvaö tónskáldiö meinti og hvaö hann heföi viljað aö ég geröi. Sum verk eru erfiö bæöi tónlistarlega og tæknilega eins og til dæmis Beethoven-konsertinn, sem ég æföi mjög lengi áöur en ég lék hann opinber- lega. Þaö tók meira en tvö og hálft ár, sem er langur tími fyrir mig, því aö ég hef aöeins leikiö í 12 ár.“ Hún og foreldrar hennar hafa skipulagt feril hennar þannig aö henni gefist nægi- legur tími til að hvíla sig og vera heima. Hún kemur aöeins fram á 12 hljómleikum á ári og gerir sér fyllilega Ijóst aö ef of mikið er færst í fang, getur þaö leitt til glanslegr- ar, yfirborðskenndar túlkunar, sem skortir alla dýpt. Þegar hljómleikaboö berst og foreldrar hennar segja aö hún geti tekiö því, neitar hún oft, segir aö nú sé nóg komið. — „Ég geri ekki þaö, sem mig langar ekki til aö gera," segir hún. Hún á heima í litla þýska þorpinu Wehr. Hún hvílist helst viö lestur „sérstaklega Heine og Hermann Hesse“, matartilbúning „sérstaklega spaghetti og ravioli", listmál- un „aðallega blóm og dýr“ og aö ganga meö hundana sína í skóginum. Næst tónlistinni finnst mér mest gaman að málaralist. Hún hvílir mig svo vel. Þaö er sama hvert ég ferðast, þú getur veriö viss um aö fyrstu frjálsu klukkustundum eyöi ég á málverkasýningum og söfnum. Nú sem stendur held ég mest upp á Chagall og Klee.“ Henni finnst líka gaman aö fara í bíó og hlusta á óperur — sjálf hefur hún laglega sópranrödd — og horfa á ballett. En eins og svo margar stelpur, sem eiga eldri bræöur, hefur hún gaman af strákaleikjum. Hún er dugleg í íþróttum, sérstaklega fótbolta, sem henni þótti mjög skemmtileg- ur, þegar hún var lítil. Sem stendur hefur hún hvorki áhuga á fötum né strákum. Þess í staö festir hún myndir af eftirlætis músíköntunum sínum innan í fiölukassann sinn og hægt er aö ímynda sér aö meira þyrfti til en strákinn í næsta húsi aö keppa viö jafn æöislega persónuleika og Abbado, Metha, Barenboim og Karajan, eöa aöra tónlistarmenn, sem hún eyöir mestum vinnutíma sínum meö. „Báöir bræöur mínir fóru í skóla en þeir eignuöust þar færri vini en heima eöa í tónlistartímunum. Þaö er nóg af fólki á mínum aldri heima og svo eru nú hann von Karajan og Mstislav Rostropovitsch ekki leiöinlegir félagar." Anna Soffía breytist hægt og rólega úr undrabarni í fulloröinn tónlistarmann og er þaö jafn eftirtektarvert og gáfa hennar. Þetta breytingaskeiö er venjulega hið mest krefjandi og sársaukafyllsta í lífi undra- barna. Daniel Barenboim (en þaö var hjá honum, sem ég heyröi af tilviljun fyrst um Önnu Soffíu fyrir þrem árum og þá hvatti hann mig til aö henda frá mér öllu, sem ég væri aö starfa viö og rjúka til Brighton til þess aö hlusta á hana) minnist þess aö síöustu táningsár hans voru þau erfiöustu á ævinni: „Ég var ekki lengur undrabarn og ekki ennþá fullþroska tónlistarmaöur og öllum var sama.“ Ólíklegt er aö Anna Soffía horfi fram á slík vandamál vegna þess aö hún leikur ekki lengur eins og undrabarn eöa undra- táningur. Nokkrir djarfir gagnrýnendur, sem skrifaö hafa um hana á sl. ári komast einmitt aö þessari niöurstöðu: „Viö viljum ekki lengur tala um undrabarn,“ skrifaöi einn í Badische Zeitung í febrúar 1979. „Hin 16 ára Anna Soffía Mutter er sannarlega oröin fiöluleikari á heimsmæli- kvaröa.“ Hinumegin viö Atlantshafið hyllti New York Post hana sem „nýja snillings- rödd“ eftir aö hún kom í fyrsta sinn fram með Fílharmóníuhljómsveit New York- borgar 1980 og bætti viö: „Greinilegt var aö þarna kom fram nýr og mjög eftirtektar- veröur listamaöur. Framkoma og listræn túlkun ungfrú Mutter krefjast þess aö litiö sé á hana sem fullorðna manneskju." The Washington Star sagöi: „Meöan hún lék konsertinn (eftir Mozart í G-dúr) virtist hún algjörlega sokkin í sjáifa sig, alveg eins og hún væri í æfingaherberginu sínu og algjörlega á valdi tónlistarinnar, sem hún lék.“ Móöir hennar segir aö þannig hafi hún verið frá í bernsku og Erna Honigberger sagði einu sinni, þegar Anna Soffía tók upp fiöluna sína og byrjaði aö leika: „Hún var ekki lengur barn.“ „Ég er bara í tónlistinni," segir Anna Soffía og ypptir öxlum. „Engu máli skiptir hvort ég er aö leika eftirlætislögin mín eöa verk eftir eftirlætistónskáldin — Mozart og Beethoven. Ég finn alltaf til þessarar sömu hrifningar, þessa burthvarfs, ég hverf sjálf, renn saman viö tónlistina.“ Þessi samruni tveggja, túlkandans og tónlistarinnar, bendir til meöfædds hæfi- leika undrabarnsins, sem ekki er hægt aö kenna, aðeins beina til iökunar á dularfullri gáfu. En þó að í undrabörnunum komi án efa fram óerfö og ótillærö snilligáfa sóst líka í þeim, hvað skeö getur, þegar þau standast ekki þær kröfur, sem slík gáfa gerir til þeirra. Þessi mikla guösgjöf streymir óhindruö og tær fram í þeim, sem tekst aö ná fullum þroska meö reynslunni. Ég er sannfærö um að Anna Soffía Mutter verður ein í þeim hópi. (AMÞ þýddi úr The Sunday Times Magazine) 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.