Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 5
breiðu herðar, en loðmæltan moöhaus með lútu höfði mætti ég ekki gera hann, og undir þjófsoröinu er hann of lengi búinn að ligpja I bernsku minni, eftir að Daníel var genginn til feöra sinna meira en áttræöur, barst mér til eyrna, ásamt æði mörgu öðru um Daníel, að hann hefði verið handtekinn heima hjá sér í Kaldárholti, eftir hörð átök og heldur ójafnan leik, þar sem hann hefði einn átt í höggi við tólf manna sveit undir herstjórn sýslumanns og hrepþstjóra, og hefði Daníel aö lokum verið fluttur á kviktrjám í fangelsi. Ég spuröi móður mína fyrir hvaða sakir afi hefði verið leikinn svo herfilega. Hún hvíslaði að mér óljósu svari um eitthvurt lamb frá Jóni gamla í Hagakoti. Þaö hefði af vangá slæöst inn í lambhús Daníels um haust og hann ekki orðið var viö það fyrr en seint á vetri, og þá tekið til bragðs að marka lambið undir sitt eigið fjármark, en síðan hefði blóðið á fénu komið öllu upp — og afleiðingarnar orðið fimm daga tukthús. Ég riðaði til falls, en leyndi því, og stóð af mér rothöggið. Ég læsti þaö inni í mér um langan ævidag og geymdi það þar. I mínum huga var ekkert eins smánarlegt og vera þjófur. „Gvuð, hvurs vegna léstu hann afa ekki heldur verða ræningja?“ muldraöi ég harmi lostinn í barminn, særöur sári, sem aldrei gat gróið — fyrr en þá núna kannski — að mér tókst aö grafa upp sannleikann, og ég tel mig halda helgu vopni hans brugönu í greip minni. Heill mannsaldur leið, jafnvel móðir mín dó, komin á tíræðisaldur, án þess leiðrétt væri sagan sem hún hafði sagt mér ungum. Einhvur sem hún hafði tekið mark á hlaut aö hafa laumað skröksögunni í eyru hennar, líklega áður en hún giftist syni þessa mannorösblettaða öldungs. Kannski Fátæktin er fjandans nauð Fyrsta kröfugangan á íslandi var farin í Reykjavík 1. maí 1923 og var það Jafnaðarmannafélagið sem að henni stóö. Um leið var það ákveðið að sá dagur skyldi hér á landi skoðast sem almennur frídagur verkamanna eins og í hinum Norðurlöndunum og raunar víðar um lönd. Ég held ég megi fullyrða að síöan hafi hátíöarhöldin ekki falliö niöur þann dag, en vegna óeiningar í verka- lýðshreyfingunni og í samtökum jafnaö- armanna hafa fylkingarnar oft verið tvær, og stundum fleiri, sem farið hafa um götur borga og bæja á íslandi og borið fram mismunandi róttækar kröfur. Jón S. Bergmann, hinn kunni hún- verski hagyröingur, hafði víða fariö á sjómennskuárum sínum, þá kynnst jafn- aðarstefnunni erlendis og komist í snert- ingu við samtök sjómanna og verka- manna í útlöndum. Um kröfugöngu í Reykjavík 1927 yrkir hann þessar tvær vísur: Þar sem mikli Mammon er miölung daprast sálin, svo að fæstir fórna sér fyrir hjartans málin. Allt mun veröa læðingslaust, lengst er kenndi á hörðu, þegar svifhá sannleiksraust sigrar hér á jörðu. Þetta var síöasta áriö sem Jón liföi. Hann lést haustiö 1927. Þessar munu því vera meðal síöustu vísna hans. En þær sem nú koma eru frá þeim tíma er hann var enn á æskuslóðum. Þeim hastar ekki á hreppaskil, sem hafa lítiö jaröneskt til og eiga hvorki kýr né hest, né kind aö drepa úr pest. hefur ætlunin veriö aö koma fyrir hana vitinu, áður en það væri of seint. „Skjaldan fellur eplið langt frá eikinnl," hefur kannski verið hvíslað að henni, þegar ungi Daníel fór að gera hosur sínar grænar fyrir henni. Vissulega var þjófnaður mikil hrösun í augum hennar, en alveg áreiðanlega taldi hún rógburöinn stórum hraklegri verknað. Lyginni hefði hún ekki getað beitt þótt líf hennar lægi við. Auöséð er að sá sem laumað hefur að henni ósannindunum, hann hefur verið mjög svo illa að sér í því máli, sem hann vildi fræöa hana um, og ruglast í því bagalega. Þaö er jafnvel hægt aö sjá hvurnig hann hefur ruglast, og í Ijósi þess bendir margt til, aö hann hafi haldiö aö hann væri að segja satt: Móðir mín fluttist ekki í sveitina fyrr en fimmtán árum eftir að mál Daníels var til lykta leitt. Meöan nágrannar hans mundu dóminn og for- sendur hans, festist þjófsorðið ekki viö hann. Hann hafði ekki verið dæmdur fyrir þjófnað, heldur uppreisn gegn réttum yfirvöldum. Endurminningin um handtök- una entist betur en endurminningin um tilefni hennar. Þegar frá leiö minnti fólk, að hún heföi staöið í sambandi við lamb, sem hann hefði markað sér frá Jóni danska í Hagakoti. Þaö haföi líka veriö eitt atriöiö í ákæru Hjallanesfeðga. Og rétt var það: Daníel hafði uppmarkað lamb, en fyrst haföi hann keypt þaö fullu verði, ekki af Jóni danska, heldur af Þórði bónda í Gíslholti. Markið hafði Jón í Hagakoti hins vegar átt áður, en nú var það komið í eigu Daníels. Allt voru þetta lögleg viöskipti og öngvar launungar við hafðar. Þannig nægja fáeinar missagnir og hæfileg gleymska til þess aö gera heiðar- lega menn að „þjófum" þegar frá líður, og „fræðimenn" skrá þetta í bækur og ánafna Þjóöskjalasafninu þær. Og þó ég eigi ekkert til og ekki þurfi á hreppaskil, ég reyki og leik mér laus vió harm við Ijótan pípugarm. Þessar vísur eftir Jón S. Bergmann hef ég ekki séð á prenti. Þær eru teknar úr vísnabók gamals manns, sem lengst ævi sinnar átti heima á Hvammstanga, nú í Kópavogi. Þar er og þessi vísa eftir sama höfund: Saug í hljóói svita og blóð sér til hróðurs dóninn, stolinn gróða gaf í sjóð, ginnti þjóðarflónin. Þessi vísa Jóns hefur hins vegar komið á prent í ritum hans: Fátæktin er fjandans nauð fyrir stórlynt hjarta. En lítilmennska og ógn af auö illa saman skarta. Með Jóni og frú Theodoru, konu Skúla Thoroddsen, var kunningsskapur. Ein- hverju sinni orti hann til hennar þessa afmælisvísu: Þú ert skála mætust mey, manstu sálar stefin. Þú að táli þekktist ei. Þú varst Njáli gefin. Um Skúla orti hann: Kaus sér aldrei krókaleið kappinn aðalborinn, því mun ávallt Skúlaskeið skýrast marka sporin. Þegar Skúli Thoroddsen féll frá, enn á góðum aldri í maí 1916, orti Sveinn Hannesson frá Eiivogum: Nú er Skúla komið kvöld, kempan horfin vorum sjónum. Þó aö hríöi í heila öld harösporarnir sjást í snjónum. Annað er mjög athyglisvert: Móðir mín hefur greinilega aldrei spurt föður minn um þetta, hvað þá afa minn sjálfan, né heldur Gvurún-ömmu, konu Daníels. Þau hefðu þó væntanlega getað sagt henni hvað gerst hafði í raun og veru. Nei, mamma hefur einfaldlega trúað frásögn sögumanns og veigrað sér við að minnast á hana við þá, sem orðiö höföu fyrir óláninu. Sama reglan hefur gilt um þetta sem fleira á bernsku- heimili mínu: að minnast aldrei á áviröingar annarra, síst venslafólks. Nöfn nokkurra úr hópi þess voru jafnvel aldrei nefnd. Sigurð- ur Guðbrandsson faðir Gvurún-ömmu var aldrei nefndur á nafn, ekki heldur Elín dóttir hans, þaðan af síður Kristbjörg hálfsystir Þorbjargar langömmu, móðir Elínar. Djúp þögn var látin hylja nöfn þessara nánu ættingja minna. Þeim var sökkt í pyttinn botnlausa. Kastaö var þeim í kolsvartan hyl, eins og kveðjunni til Hervarar. Sá sem hvíslaöi því að móður minni, að Daníel afi hefði stoliö lambi frá Jóni í Hagakoti hefur greinilega aldrei lesið réttarskjölin eða dóminn yfir Daníei í þessu svo nefnda sakamáli á hendur honum. Og í níutíu ár hélt Daníel Þorsteinsson áfram aö vera auviröilegur smáþjófur, sem stal lambi fátæka mannsins. Þessi maður, sem mest líktist fornaldarkappa í sjón og reynd, myndlistarmaður í önd sinni og holdi, eins og Þóröur hreöa, Margrét in oddhaga í Skálholti, Randalín Filipusdóttir frá Stór- ólfshvoli, Eiríkur í Skarði, sonar-sonur Torfa í Klofa og Ásmundur Eiríksson á Minnivöllum — þessi maður lambsþjófur! Þriggja álna hár, breiður yfir herðar og brjóstið, og þykkur undir hönd, með jarpt hár, sem féll liðað niðrá heröar, og enginn fékk að skerða þetta hár utan móöir mín ein, tengdadóttir hans, sem hann lét tvisvar á ári særa þaö að neðan, — maður meö Um Jón S. Bergmann látinn orti sveitungi hans, Valdemar Kamillus Ben- ónýsson: Hreina kenndi lista leið, Ijóðin sendi af munni. Orðin brenndu og það sveið undan hendingunni. Þótt Theodora Thoroddsen, prests- dóttir, sýslumannsfrú á ísafirði og alþing- ismannskona í Reykjavík, hafi kannski ekki kynnst fátækt af eigin reynd, hafði hún jafnan augun opin, eins og þessi vísa hennar ber með sér: Þaö á svo margur maður bágt, mig hefur furöað tíöum, hvað þeir gátu grátið lágt í gaddi og krapahríöum. Sína sögu segir þessi gamla staka, sem fátækur bóndamaöur kvað: heilagt hár, eins og hetjan í Jómsvíkinga- rímum, sem bundin var á streng með félögum sínum og átti að fara að höggva þá, en voru þó inntir eftir síöustu ósk sinni, og þessi fagurhærði maður sagði: „Svo hár mitt fái ei blett af blóði/ best er því að halda frá.“/ Er þetta smáþjófi líkt? Sjá, Daníel bannaði aö læknis væri leitaö þegar hann lá banaleguna, þó að hann kveldist óheyrilega. Ég man hann enn í dag, hvar hann lá í rekkjunni og starði sindurgráum augum inn í náttskuggalandiö, þangað sem hann stefndi. Og sagöi reiðilegri röddu við harðstjóra sinn og kvalara, Himna-Gvuð, í áheyrn fólksins: „Það sem þú leggur á mig, ætla ég að þola án þess að væla, og hvorki leita hjálpar né biðja um grið.“ Það var á þessu augnabliki, sem Daníel festist mér í minni, tveggja ára gömlum. Það sem ég fékk aö vita um hann síðar — af frásögnum annarra og lestri gamalla skjala, það breytti ekki myndinni sem ég tók þarna sjálfur af honum, stækkaöi hana ekki, myndin þeirra rúmaðist innan í myndinni minni: Þaö er mikilfenglegra að berjast við Dauöann heldur en við málalið yfirvaldanna. Og líður enn og bíður, heill mannsaldur líður, og ég er staddur í dimmu steinhúss- lofti í höfuðstaönum. Hér er allt stútfullt af pappír: í stöflum, kössum, hillum. Langar raðir af velktum bókum, sumum svo kámugum, að klígju setur að mér þegar ég snerti þær. Á ferhyrndum gólfreit milli prentpappírshlaðanna, sem ná frá gólfi til lofts, sitja við borð blökk af elli fáeinir menn, grænleitir á hörund, bognir af aldri. Þeir sitja álútir yfir doðröntum sínum, sumir að skrifa eitthvað upp úr þeim, aðrir að lesa. Rykdaunn og fúalykt umlykja þá, eins og beinagrindurnar í grafhýsi hettu- Framh. á bls. 14. Mitt við uni börn og bú brest þó nokkurn finni, þótt mér brúnin þyki nú þung á konu minni. Piltur sendi stúlku þessa vísu: Alla kallar ástin brýn, okkar strjálar fundum. Horfðu oftar hýrt til mín, hrollkalt er mér stundum. Og hagyrðingur minnti bróðurson sinn á þetta: Ef þú hefur ekki þaö ungur í fórum þínum, konur sem þér kalla að, kalt verður frænda mínum. (hinum vinsæla útvarpsþætti orðabók- armanna Háskólans var nýlega verið að tala um burtfararbita og spurt um dæmi. Ég er roskinn Vestfirðingur. Á æskuheim- ili mínu var gömul kona, ættuö úr Breiðafjarðareyjum. Hún fór oft með þessa vísu: Nú er saddur sarpurinn, svo að stend á þambi. Burtfarar var bitinn minn banakringla úr lambi. En þaö var nú einmitt það, sem átti að varast, að skammta þeim, sem var aö fara úr vistinni eða af heimilinu þann bitann sem var rýrastur og matarminnst- ur af sauðkindinni. Fyrri hluti vísunnar var því naprasta háð. Steingrímur Thorsteinsson var einn af læröu mönnunum í Kaupmannahöfn úr næstu kynslóð við Fjölnismenn. Hann mat Sigurð Breiðfjörð mikils og áhrifa frá honum gætti víöa í Ijóðum hans. Tökum sem dæmi þessa sævarvísu Steingríms: Látum skotið fari á flot á fagran græöi, víndur lotinn varpar mæði, varla er brot á Ránar klæði. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.