Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 9
Kalundborg, og jafnvel hægt aö ganga, ef veður er gott. Umhverfið er fagurt, svo að þessi gönguferö getur aöeins talist andleg heilsubót, ef ekki líkamleg hressing einnig. Lerchenborg er ein fínasta rokoko-höll, sem fyrirfinnst. Reist var hún á árunum 1743—1745, eöa skömmu áöur en fyrsti íslenski landfógetinn, Skúli Magnússon, settist aö í Viðey og tók viö embætti sínu. í þessari höll gisti H.C. Andersen alloft, skrifaði og klippti út. Er nokkuö af þessum listaverkum skáldsins til sölu, eöa öllu heldur eftirmyndir þeirra. Hluti hallarinnar er safn til minningar um ævintýraskáldiö ódauðlega. Er þarna stööugur straumur fólks aö skoöa höllina, ekki síst aödáendur H.C. Andersens. Þá er þarna mikið safn margs konar gamalla muna. Þarna er hægt aö vera heilan dag og skoöa alltaf eitthvaö nýtt. Veitingar fást keyptar, svo og minja- gripir af ýmsu tagi. í riddarasal hallarinnar eru haldnir tónieikar allt áriö, þar sem fram koma danskir og erlendir listamenn. í sumar hafa þær stöllur Helga Ingólfsdóttir (sembal) og Manuela Wiesler (flauta) leikiö marg lagfæröar og aö nokkru leyti endur- byggöar, allt frá dögum Snorra skálds í Reykholti. Elstu götur Kalundborgar heita Adel- gade og Præstegade. Húsin eru lágveggj- uö, meö háum þökum og breiöum. Gluggar fremur litlir meö mörgum rúöum. Bannað er aö augnstinga hús hér, en svo er kallaö, þegar sett er ein rúöa í gluggana í staö hinna mörgu smáu fyrri tíðar. Hafa alltof margar byggingar verið grátt leiknar á þann hátt, einnig hér heima. Kalundborg var hluti amts þess, er kennt var viö Holbæk. Nú tilheyrir bærinn Vestur-Sjálandsamti. Segja má, aö hér séu krossgötur, hvaö samgöngur varöar. Norövesturjárnbrautin tengir Kaupmanna- höfn og Kalundborg. Ferjur tengja staöinn viö Jótland. Áætlunarbifreiöir ganga eftir nútíma þjóövegum til austurs og suöurs. Áætlunarflug er rekiö frá Kalundborg meö litlum vélum. Eru þær fremur hæggengar miöaö viö þotur nútímans. Tekur 25 mínútur aö fljúga til Kaupmannahafnar, en og smjörkál (raps). Tilbúinn áburöur er framleiddur af verksmiöjunni Superfos A/S. Þar eru og miklar geymslur fyrir þessar vörur. Hér er sýruverksmiðja, en ekki á öðrum stað. Er þaö liður í baráttunni gegn mengun, sem Danir erú nú farnir aö sinna af mikilli alvöru, þó aö kannski seint sé — eins og víöar. Fleiri fyrirtæki nefni ég ekki, enda væri þaö að æra óstööugan. Iðnaður er stórkostlegur í þessum bæ; hann liggur afar vel viö samgöngum, eins og áður er sagt. Mikil verkkunnátta hefur þróast í sambandi viö allan þennan iönaö. Umhverfi Kalundborgar er margbrotið og einkar fagurt. Viö skulum fyrst bregöa okkur út á Rosnæs, en þar hefur ríkiö séö um aö friöaö hefur verið stórt útivistar- svæöi. Bæjarfélagiö hefur á sínum vegum friöaö allstórt svæöi viö Nostrupkletta. Þarna er og friöunarstaður fyrir fugla viö Saltbæk Vig, en þaö er þriöja stærsta stöðuvatn Danmerkur. Þarna gefur aö líta tvær gamlar kirkjur. Þaö er þá fyrst Raklevkirkja. Innréttingin er frá 17. öld. Þá mann einn, er ég hitti þarna aö máli, og lét þaö álit mitt í Ijós, aö þetta væri sjálfsagt fremur óþægilegt, svaraði hann því til, aö slíkt væri allt í lagi. Já, menn hafa misjafnar skoöanir á þessu eins og á ööru. Þaö er væntanlega rólegt á Reerso meðan krakk- arnir eru í burtu viö skólanám víös fjarri. En svo færist sjálfsagt líf í plássiö, eftir aö ungviöið er heim komið. í Kalundborg er bær sá sem A. Meír Goldschmidt (gyöingur) hefur lýst skil- merkilega í minningum sínum: Erindrínger fra min onkels hus. Frá Mollebakken, þar sem fyrr á tíö voru sjö vindmyllur, er fagurt útsýni yfir bæinn söguríka og athafnasama. Nú skulum viö bregöa okkur suöur á bóginn enn á ný. Fyrst komum viö' til smáþorps, er nefnist Svallerup. Þar er vel varöveitt kirkja og kirkjuhlaða. Þar var korninu, er bændurnir í grenndinni greiddu kirkjunni sem tíund, safnaö saman. Nú, — ef haldið er dálítiö suður meö ströndinni, er komið í nokkru stærri bæ. Hann heitir Lsson lýsir staöháttum og fólki Aðlaðandi veitingastaöur — Reerso-kráin. Hleypt af skoti til heiðurs feröamönnum. þarna. Er mikil viöurkenning í sjálfu sér aö koma þarna fram. Bak viö höllina Lerchenborg er rósa- garöur mikill, sem gaman er aö skoöa. Þetta er stærsti garöur sinnar tegundar á öllum Noröurlöndum. Er þá mikiö sagt, því að víöa eru stórir og glæstir garöar. Sérstakur aögangur er aö þessum skraut- garöi. Til fróöleiks skal þess getiö, aö í garöi þessum er aö finna 21 þúsund plöntur. Þegar viö íslendingar göngum um fræg- ar og gamlar byggingar erlendis, veröur okkur á aö öfunda viðkomandi þjóö af öllum þessum fornaldarauöi. Viö eigum ekki eldri hús en frá 18. öld, og þau öll byggö af Dönum. Þeir kunnu aö byggja úr steini; þaö var lóöið. Fornaldarauöur okkar er handrit og fornbókmenntir, sem þó stór hluti af er löngu týndur og tröllum gefinn. Ég minntist áöan á byggingar innan hinna fornu borgarmúra miðaldanna. Þar má viö bæta. Aöalbygging Kalundborgar- hallar, sjálfur búgaröurinn, er ber nafniö Kaalund Kloster, hefur verið endurreistur og er nú aðsetur borgarstjórnar kaupstaö- arins. Þarna er og aö finna biskupssetur frá tíma Eriks af Pommern, en hann var konungur 1397—1439. Þar er og gamalt ráöhús frá sama tíma, er hefur veriö breytt í fundarstað fyrir borgarstjórn, eins og hún er nefnd. Þarna er 21 maður í borgarstjórn, og telur þó bærinn vart fleiri en 15 þúsund manns. Þarna er og nokkur byggö sem er ekki eiginlegur bær, en telst meö eigi aö síður. Eg hef einu sinni komiö í þennan fræga sal. Hittist og þannig á, aö ég settist í sæti sjálfs borgarstjórans. Þarna inni er mjög þægilegt aö vera. Þykkir, hvítkalkaðir veggir, djúpar gluggakistur. Bjálkar mjög sterklegir í lofti. Timburgólf. Allt þetta gerir þaö aö verkum, aö manni líöur vel. Hús þetta er nú meira en fimm hundruð ára gamalt. Og hér eru byggingar, aö vísu klukkustund til Hamborgar, svo aö dæmi séu tekin. Opinber þjónusta er margvísleg, eins og aö líkum lætur. Menntamálin eru í mjög góöu lagi, bæöi á skyldunáms- og fram- haldsstigi. Margir skólar, og vantar þar ekki neitt. Fyrir öllu er séö. Þaö er munur eöa víöa hér á landi, ekki síst úti um land. Þá er vel séö fyrir kennslu þroskaheftra nemenda, enda Danir mjög framarlega í þeim efnum. Getum viö mikiö lært af þeim á því sviöi. Þar er og sérskóli fyrir kennara, er vilja sérhæfa sig í kennslu barna, sem oröiö hafa á eftir félögum sínum af einhverjum orsökum. Margvíslegur iönaöur er í Kalundborg. Ég rétt drep á nokkur fyrirtæki, sem þekkt eru, jafnvel hérlendis. Þar er Carmen Curlers. Stór verksmiöja, er framleiöir hárliöunartæki og sprautubrúsa. Flytur út vörur til íslands og fjölda landa. Matvöru- verksmiöjan Lidano er þarna og framleiöir svokallaöar „instant“-vörur af mörgu tagi. Mestur hluti framleiöslunnar fer á erlendan markaö. Novo Industri framleiðir hvata (enzymer). Bygging þessarar verksmiöju er gerö af ryörauöu Corten-stáli, en þaö ryöur sér mjög til rúms utanlands á seinni árum sem klæðning mannvirkja. Þykir þaö end- ast vel, en sjálfum finnst mér þaö fremur Ijótt; minnir á ryðgaðar járnplötur. Gyproc framleiðir gipsplötur. Arsframleiöslan mundi þekja 13 milljónir fermetra, ef plötunum væri raöaö hliö viö hliö. Heima- markaður. Vélaverksmiöjan Buch A/S framleiöir dieselvélar fyrir allan heiminn. Fyrirtæki þetta er í eigu hringsins, sem kenndur er viö A. P. Meller. Þessi hringur er stærsti eigandi skipa í Danaveldi. Athafnasvæöi fyrirtækisins er viö höfnina og nær yfir stórt svæöi. Þá má nefna kornvöruverslunina S.P. Jensen. Er hún meö þeim stærstu sinnar tegundar í landinu. Flutt er aöallega út maltbygg, sáö er Resnæskirkja, frá síörómönskum tíma, meö fjórum gotneskum viöbyggingum. Þarna eru nokkrar gamlar dysjar, sumar stórar. Yst á Rosnæs er viti. Niöur aö sjó liggur svo snotur göngustígur. Á Asnæs eru tveir allvænir skógar, Forskov og Vesterskov. í grenndinni, íekki nema 15—20 km fjarlægð, eru tveir staöir, sem vert er aö sjá og skoða. Þar má fyrst nefna Tisse. Þetta er allstórt stööuvatn, 13,3 ferkílómetrar aö flatarmáli. Aö því og frá rennur Hallebyáin. Hinn staðurinn er Reerso. Þaö er lítill skagi, er liggur út í Stórabelti. Þar er mjög gamalt sveitaþorp. í flestum húsanna er enn búið. Mikill feröamannastraumur er til Reerse aö sjá fortíðina, ef svo má segja. Húsin eru öll úr bindingsverki, en strá er á þaki. Margir leggja líka leið sína á þennan skaga til aö kaupa síld, sem er reykt þar af frábærri tækni. Get ég tekiö undir þaö, því aö ég hef nokkrum sinnum bragöaö þessa síld. Hráefnið er keypt frá Noregi, og má þaö merkilegt heita. Þarna er minjasafn, komiö á fót af Thorkild Gravlund rithöfundi. Dregur þaö marga feröamenn aö þorpi þessu. Og íbúarnir eru engir þorparar! Hef ég komist í kynni viö nokkra þeirra, og þaö verö ég aö segja, aö fáum hef ég kynnst er sýna alúðlegra viömót. Sveitabúskapur er enn stundaöur þarna á nokkrum býlum. Eftir að hafa gengiö þarna um akra, er stóðu í blóma, mestmegnis sykurrófur, kom ég til eins bónda þarna. Hann sýndi bú sitt. Hann var meö 300 svín. Megnið af fóðrinu ræktar bóndi þessi sjálfur. Fer hann vel meö gripina og hefur góöan arö af þeim eins og nærri má geta. Manni finnst eins og tíminn standi þarna kyrr. Svona hefur gengiö til síðan hver veit hvaö. Gömul kirkja er á Reerso, en enginn skóli lengur. Börnum og unglingum er ekiö í skóla á „meginland- inu“. Ér ég minntist á þetta viö gamlan Gorlev. Kirkja er þar ævagömul eins og víöar. Forn kalkmálverk prýða hana. Eru þau frá miöri 14. og frá 15. öld. Þá er í Gerlev mikil sykurverksmiöja. í aöeins 3 km fjarlægö til vesturs frá Kalundborg er aö finna einn af elstu haugklefum (jettestuer) í allri Danmörku, þar sem heitir Revehoj. Nokkuö til noröurs frá Kalundborg er eyjan Nekselo; er þar náttúrufegurö mikil. Höllin Dragsholm er nokkuö noröar meö ströndinni; byggö er hún í vinkil. Höll þessi er reist á miöri þrettándu öld, en hefur verið endurbyggö á miööldum og á síöari tímum. Upphaflega var höll þessi notuð af biskupnum í Hróarskeldu, en varö síðar ríkisfangelsi. Meöai þekktustu fanga þar er Jarlinn af Bothwell. Lík hans, sem var smurt, er aö finna í Fárevejlekirkju. Framundan höll þessari er ágæt baö- strönd: Sanddobberne. Ef viö höldum nú enn lengra til noröurs, er ekki langt til Sejero. Eyja þessi er allstór, eöa um 12,5 ferkílómetrar aö flatarmáli. Búa þar um 700 manns nú. íbúunum fer fremur fækkandi, eins og á fleiri dönskum smáeyjum. Sá listamaöur, sem túlkað hefur einkum náttúrufegurö þessa landsvæðis, er Johan Thomas Lundbye. Hann fæddist í Kal- undborg áriö 1818. Hann geröist sjálf- boöaliöi í stíðinu 1848, gegn Þjóðverjum, en beiö þar bana af voðaskoti, aöeins þrítugur aö aldri. Dýramyndir málaöi Lundbye margar mjög góöar. En frægast af hans stóru málverkum mun vera En dansk kyst, sem er á Listasafninu (Kunst- museet) í Khöfn. En hvert er þá upphaf þess, aö ég tengdist vináttuböndum við þessa dönsku borg? Þá er þaö, aö ég lagöi leið mína SJÁ NÆSTU SÍÐU 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.