Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 14
Hvaö kostaði aö senda mann til tunglsins? Arið 1961 ákvaö þáverandi forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy, aö sendur skyldi maöur til tunglsins og til baka fyrir lok áratugarins. Svo varö því í ágúst 1969 lentu tveir menn á tunglinu og komust heilu og höldnu aftur til jaröar. Til þessa verkefnis voru geimrannsóknarstofnuninni veittar 20.000 milljónir dala. Upplýsingarnar um kostnaðinn viö tunglferðir koma frá Alþjóöa heilbrigð- ismálastofnuninni (WHO), sem spyr um leiö: „Hvaö kostaöi aö útrýma bólusótt af jöröunni?" Og svariö er: „Frá 1967, þegar WHO lagöi svo fyrir, aö hinni ítarlegu áætlun um útrýmingu bólu- sóttar skyldi hrundiö í framkvæmd, og til þessa árs, þegar 33. alþjóöaþing heilbrigöismála staöfesti, aö þessi sjúkdómur væri meö öllu horfinn af jöröu, nam heildarkostnaöur viö út- rýminguna um 250 milljónum dollara." Hve mikiö sparast við þennan sigur á banvænum sjúkdómi? Aðalstöðvar stofnunarinnar í Genf svara því meö stolti: „Áætlaður sparnaöur á ári hverju viö þaö, aö bólusetning gegn þessum sjúkdómi verður óþörf í heim- inum, er um 850 milljónir.“ Hve margt fólk hefur bólusóttin drepið í aldanna rás? WHO segir, aö á einu ári, 1967, sé getið 131.697 tilfella í opinberum skýrslum. En alþjóöa- stofnunin bætir viö: „Tölurnar gáfu aðeins lítiö brot til kynna af hinum raunverulegu hörmungum. Áætlaö er, aö á því ári hafi verið yfir 10 milljónir bólusóttartilfella í heiminum og dauös- föllin hafi veriö um tvær milljónir.“ Síðast varö bólusóttar vart í Merka, litlum hafnarbæ á Indlandshafsströnd Sómalíu, en hann kom nokkuö viö sögu í seinni heimsstyrjöldinni, er suöur-afrískar hersveitir ráku ítali burt þaöan 1941. Hvergi varö bólusóttar vart 1978 né heldur 1979. í desember sl. gat svo hin alþjóðlega nefnd Heilbrigöismála- stofnunarinnar, sem átti að tryggja útrýmingu bólusóttar í heiminum, kynnt sér öll gögn þar aö lútandi og staöfest meö skjali á sex tungumálum, aö „bólusótt hafi veriö útrýmt i öllum löndum heims“. Bólusóttartakmarkinu núll haföi verið náö. Þaö hvorki var né er nein lækning til við bólusótt. Vörn tjegn henni með bólusetningu var eina leiöin í barátt- unni viö sjúkdóminn. Edward Jenner ætti aö vera á lífi núna. Þaö var hann, sem fann upp nútíma bólusetningu og skrifaöi þessi Ramses V fórnarlamb bólu sóttar á fyrri öldum. Ramses V. Gamalt fórnarlamb Tvö þúsund og fjögur hundr- uö milljónir skammta af bólu- efni voru notaöir til aö útrýma bólusóttinni samkvæmt áætlun WHO. Tvö þúsund milljónir voru framleiddar í hinum ýmsu lönd- um og fjögur hundruö milljónir komu frá WHO. í hinu alþjóðlega starfsliði, sem var frá 73 löndum, voru yfir 700 menn og konur. Auk þess unnu viö framkvæmd áætlunar- innar yfir 200.000 manns innan rúmlega 40 landa. Þau bundu enda á plágu, sem, er jafngömul mannkyns- sögunni. Álitiö er, aö fyrsta fórnarlamb bólusóttar, sem vit- aö sé um, hafi veriö faraóinn Ramses V. Hann dó 1157 fyrir Krists burö, og skömmu eftir aö múmía hans fannst áriö 1898, tóku menn eftir merkjum um útbrot, sem minntu á bólusótt. Ónæmisfræðingar og sýkla- fræöingar hafa notað rafeinda- smásjár viö tilraunir sínar til aö fá úr því skorið, hvaö hafi veriö aö manni, sem dó fyrir 3137 árum. \__________________________^ Saga um sögu Framh. af bls. 5. munkanna í Róm. Þetta eru kannski dauöir menn, þó aö þeir haldi áfram að rýna í eldfornar skræöurnar — marglofuö kyn- slóö aldamótanna. Vörslukonan sem er roskin aö árum, en varðveitir öngvu aö síöur dýrmætar leifar æskuþokkans í útliti sínu, fasi og rödd, hún situr viö gluggann og bíöur þess að einhvur biðji hana um aðstoö. Ég smeygi mér til hennar gegnum þröngar geilar framhjá vinnuborðunum og hvísla að henni nafni handritasyrpu, sem ég veit aö er geymd hérna — einhvurs konar íbúaskrá yfir Suðurhéruöin, um tvö hundruð og fimmtíu ára tímabil. Konan bendir mér á bækurnar, sem mynda langa röö í hillu. Ég byrja að fletta og lesa hér og þar. Upphaflega hefur allur textinn veriö vél- ritaöur og aðeins öörum megin á hvurt blað. Síöar hefur veriö bætt í hann ótal handskrifuöum viöaukum, milli lína og úti á spásíðum, og auk þess æöi miklu á baksíöurnar, svo aö sum blöðin eru þéttskrifuö beggja megin. Sums staöar hefur handskrifaöi textinn veriö vélritaöur á aukablöö, sem límd hafa veriö inn í opnuna, og eru nokkur meö blaösíöutali, önnur ekki. Fróðleikurinn hefur greinilega veriö aö seytla inn á þessi blöö svo árum skipti, kannski er hann aö því enn í dag. Svo rækilega er hann búinn aö fylla margt 14 blaðið, aö út af því flóir. Hann hnappar sig saman í hornum, lekur út af síöunum. Þetta minnir á haugstæöiö í Kálfanesi: mykjan flýtur út úr því og yfir akveginn og alfaraleið. Því lengur sem ég les, því furðulostnari verö ég. Það verður æ auðsærra, aö höfundar þessarar ógnar syrpu hafa haft ánægju af aö safna í sarpinn ýmsu ööru en réttum fróðleik um gengnar kynslóðir. Öngvu er líkara en stundum nái yfirhönd- inni mögnuö hvöt til aö ata þær auri — aö ganga á sorphauga og grafa upp ur þeim hrakföll og áviröingar feöranna, ekki síst sögur sem leitisgróur þátíöarinnar dreifðu. Um aö gera aö ná af mönnum ærunni, ef mögulegt var, ræna líkin ærunni, drepa orðstír manna og þar meö þaö eina, sem ekki dó meö þeim á dánardægri, aö sögn Hávamála. Og biöja Þjóðskjalasafniö síöan aö varöveita skömm þeirra og smán handa óbornum kynslóöum til aö reka ofan í þetta nefiö og finna af því dauninn. Fátt viröist í þessum doöröntum traustur fróöleikur. Tilmynda er móöir mín rang- feöruö sums staöar, og beiniö úr barni Brennu-Möngu, sem var lærbein, er nefnt köggull úr fingri. Fleipur og ósannindi flæöa um síðurnar. Höfundar hafa ekki gert sér far um aö greina sundur skíran málm sannieikans og kámugan leirinn, en hafa, aö því er viröist, haft jafnar mætur á hvoru tveggja. Allt er brennt marki ritfúskarans. Og hér sit ég og les. Ég les, en hleyp yfir margar síöur í og meö, svona ráösnjall er ég orðinn. Ég geri þessar löngu bækur stuttar í meöförum, lýk viö þær, legg þær frá mér — óhreinn um hendur. Eitt af því sem ég er búinn aö lesa og láta Ijósprenta og hef nú liggjandi á boröinu fyrir framan mig er svofelld kynning á Daníel afa mínum í Kaldárholti: „Þaö henti Daníel Þorsteinsson aö stela lambi og verða uppvís aö. Sýslumaður tók hann með valdi og lét færa í fangapeysu. Daníel mun hafa veriö sterkur. Hann stakk höndunum í buxnavasana og hélt þeim þar. Orkaöi hvorki hreppstjóri né sýslumaöur að hræra þær þaðan. Þá gekk aö Sigurþór Ólafsson smiöur, hinn snarpasti maöur, og rykkti höndunum lausum, en svo fast hélt Daníel, aö vasarnir fylgdu höndunum. Eftir þaö var honum komiö í peysuna.“ Svo mjög er höfundi þessara eftirmæla hugleikiö að koma þjófsoröinu á Daníel Þorsteinsson, aö hann skrifar þessa sögu aftur og aftur í bókverk sitt, alveg óbreytta, báöum megin á blööin, bæöi handskrifaöa og vélritaöa, þrisvar sinnum, minnir mig, eins og hann óttist, aö einhvurjum kunni aö sjást yfir þetta, ef það standi ekki nema á einum staö. Brennimarkið H.H. stendur neöan undir í sviga á einni síöunni. Og þar fyrir neöan — eins og til aö skoröa þjófinn og bandingjann betur af í meövitund almennings: „Siguröur gestgjafi á Kolviöarhcli var fæddur 1869 og elstur barna Daníels. Móðir hans var Sigríöur Eyjólfsdóttir frá Minnivöllum." Þótt ekki sé þessi klausa löng, tekst höfundinum aö Ijúga þar tvisvar: Siguröur á Kolviöarhóli var þriöji í rööinni af sonum Daníels. Hann var fæddur 1868. Svo merkilega vill nú til, aö í Þjóöskjala- safninu hefur fleira varöveist en handrita- sorphaugur kumpánanna tveggja. Þar finnst tilmynda skjalaböggull, sem inni- heldur meöal annars málskjöl og dóm Hermanníusar sýslumanns í „Máli réttvís- innar gegn Daníel Þorsteinssyni í Kaldár- holti". Af málskjölunum kemur það í Ijós, aö þaö er ekki Daníel sem stelur lambi frá öörum, heldur eru þaö aörir sem stela lambi frá Daníel. Og í dómnum, sem hljóðar upp á fimm daga tukthúsvist viö vatn og brauð, er sérstaklega tekiö fram, aö Daníel sé ekki dæmdur fyrir þjófnaö. En fyrir hvaö er hann þá dæmdur? í dómnum er aöeins talaö um sök, og vitnaö er til ákveöinnar lagagreinar frá 1869. Þaö er lagagrein nr. 225. Eftir umfangsmikla leit í mörgum bókum fann ég hana loksins í doktorsritgerö Gunnars Thoroddsens, Fjölmæli. Grein 225 innifelur refsiákvæöi fyrir ósæmilega framkomu, ofstopa og óhlýðni við yfirvöld. Þarna kom þaö. Enda er greinilegt, aö Daníel hefur aftur og aftur sýnt réttvísinni og dómstólunum lítilsvirö- ingu, tilmynda mætir hann aldrel fyrir réttinum, þótt honum sé stefnt fyrir hann, heldur situr heima og tálgar spýtu, eöa þá hann rýnir í forn fræöi og Ritninguna. „Þennan hrokafulla mann skal vissulega niðurlægja," sagöi Réttvísin. „Svínbeygja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.