Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Blaðsíða 11
Fjórar myndir fra
Dritvík á Snæfellsnesi
Horft
til ýmissa
átta
Ljósm.: Eiríkur Guöjónsson
Danmörku en hér. Byrjað er um þaö bil
viku af ágúst, og haldið út til um
Jónsmessu, sem þeir nefna Sankt Hans,
þ.e. um 24. júní. Fríið sem krakkar og
kennarar fá er því 6—7 vikur. Og þetta frí
finnst mörgum allt of langt. Helst var á
þeim að skilja, sem ræddu þetta mál, aö
sumarfrí skólanna þyrfti að falla einmitt á
þann tíma, sem fólk tekur almennt sumar-
frí. Það er í júlí. Erfitt væri að hafa börnin
aðgeröarlaus heima hinn tímann. Skólarnir
eru aö verða geymslustaðir fyrir börn þar
— eins og hér að nokkru leyti. Þegar báöir
foreldrarnir vinna utan heimilis, skapast
vandamál meö gæslu barnanna. Ég talaöi
viö einn kennara um þetta mál. Hann
sagöi: Við kennarar erum að veröa barna-
píur. Við gætum barnanna meðan foreldr-
arnir vinna úti.
í Danmörku þekkist vart, að skólanem-
endur vinni í sumarfríinu. Nógu erfitt er fyrir
þá, sem vaxnir eru, að fá eitthvaö að
starfa. Margt ungt fólk, sem orðiö er 25 ára
og hefur stundaö skólanám fram að þeim
tíma, hefur aldrei verið á vinnumarkaöi.
Þegar náminu er lokiö er ekki annaö oft aö
gera en að sækja um atvinnuleysisstyrk, en
hann er hár, allt að 90% af fullum laíinum.
Þessu una margir býsna vel. En ætli
ýmsum þyki ekki lífið leitt — aö mæla
göturnar daginn út og daginn inn og sjá
ekkert framundan? Samfélagið hefur ekki
not fyrir alla sína þegna, — og stundum
langt frá því.
Tvnr klippimyndir eftir H.C. Andersen,
en hann geröi töluvert af því aö klippa út
myndir af mikilli snilld eins og kunnugt
er.
Alls staðar þar sem ég hef komiö í
Danmörku, finn ég velvild í garð okkar
íslendinga. Þaö er vafalaust aöeins af
hugsunarleysi, aö íslenski fáninn sést á
fáum stööum t.d. ekki í stórmörkuöum. Ég
átti tal við blaðamann viö Ekstra bladet
um þetta mál. Hann skrifaöi stutta grein í
blað sitt, er kom út daginn eftir. Þetta var
yfirskriftin: Alle flag minus eet. Þar lét ég
það álit í Ijós, aö leitt væri aö sjá hvergi
íslenska fánann þar sem allir hinna Norður-
landanna væru hlið við hlið; meira að segja
fáni Færeyja, sem enn er þó aðeins með
sjálfstjórn í innanlandsmálefnum. Er ég aö
vona, að þetta lagist fljótlega og þykkju-
laust.
Fyrs. ég er farinn að skrifa um Dan-
mörku almennt, get ég ekki stillt mig um að
geta farar forseta Islands sl. vetur til
Danmerkur. Hrifning Dana á forseta okkar,
frú Vigdísi Finnbogadóttur, er einlæg og
mikil. Hún kom, sá og sigraöi, eins og
Júlíus Cæsar forðum. Mörg viðtöl viö
forsetann hafa birst í dönskum blöðum og
tímaritum. Berlinske tidende sagöi 25.
febrúar: „Hun kom med venskap.“ Vigdís
sagði m.a.: „Það sem ég flyt meö mér fyrir
hönd þjóöar minnar er vinátta, sem er í
sjálfu sér sjaldgæft í heimi, sem á erfitt
með að koma sér saman." Danadrottning
lét í Ijós ánægju yfir því, að forsetinn skyldi
láta Danmörku verða númer eitt hvaö
opinbera heimsókn til útlanda áhræröi.
Hvernig gat raunar annað gerst? Danmörk,
sem verið hefur okkar nánasti granni um
aldaraöir, þó að vináttan, af okkar hálfu að
minnsta kosti, væri stundum ekki á marga
fiska.
Móttökur þær sem Vigdís forseti hlaut í
Danmörku sýna og sanna, að vinátta milli
þessara tveggja ríkja er traust. Þarna var
ekki lögregluliö til staöar meö alvæpni til
varnar gegn væntanlegum hryðjuverka-
mönnum. Engar skyttur á þökum. Hinar
opinberu móttökur voru eftir venjulegu
ritúali viö svipuö tækifæri. Gjafir voru
gefnar á báða bóga, eins og lesendur
þessa rits vafalaust minnast.
Danir og íslendingar mega vera ánægðir
meö þjóðhöfðingja sína. Þeir eru boðberar
friðar í heimi, sem riöar á barmi styrjaldar.
Þeir eru sannir fulltrúar þess besta í
norrænum anda, þar sem mannhelgi ríkir
og þar sem lýðræöiö stendur föstum
fótum. Öll Norðurlönd eru ein menningar-
heild. Þaö er þetta sem tengir
Norðurlandaþjóöirnar svo traustum bönd-
um innbyrðis. Og mér er til efs, að
samvinna, eins og öllum er kunnugt aö ríkir
milli þessara þjóöa, fyrirfinnist annars
staðar í heimi hér. Ef þjóöir almennt tækju
sér Noröurlöndin sér til fyrirmyndar um
sambúö, er ég ekki í nokkrum vafa um þaö,
að friður mundi traustari og lífshamingja
fólks almennari en hún er nú.
Lesendur góðir, þökk fyrir lesturinn. Lifið
heilir.
11