Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Qupperneq 6
Anna Soffia heima hjá sér i Wehr í Þýskalandi. Helena Matheopoulos: Uinhabarnið Á æfingu með Claudio Abbado og sinfóníuhljómsveit Lundúnaborgar. Alltaf síðan Mozart gerði samtímamenn sína agndofa með hljóðfæraleik sínum og tónsmíðum aðeins 6 ára gamall, hefur undrabarn, fætt með þá snilligáfu tónlistar- innar að hún þarfnast aöeins brots af venjulegum þjálfunartíma til að blómgast, vakiö óvenjulega forvitni og æsingu, bland- aða tortryggni. Er nú þetta nýja undrabarn eins framúrskarandi og af er látið? Mun það með tímanum verða sannur listamaður eins og Menuhin, Rostropovitch eða Bar- enboim og önnur undrabörn aldarinnar? Eöa er þetta aðeins bráðþroski, vígahnött- ur, sem brennur upp á skammri stundu? Þannig hljómuðu nokkrar þær spurn- ingar, sem tónlistarfólk velti fyrir sér, þegar Anna Soffía Mutter geystist fyrst fram á tónlistarsviðið fyrir fimm árum, aðeins 13 ára gömul. Forvitnin um hana var óvenju- lega mikil vegna þess að sá maður, sem fyrst uppgötvaði hana og kom fyrstur fram opinberlega meö henni var einn hinn máttugasti og gáfaðasti tónlistarmaður okkar tíma, þýski hljómsveitarstjórinn Her- bert von Karajan. Listræn ættleiðing Karajans á Önnu Soffíu virtist birta heiminum þá staöreynd að snilligáfa hennar væri ekta og frami hennar á alheimsvettvangi byrjaði á toppn- um. Hún gat valið um að leika með bestu hljómsveitarstjórum í hinum miklu tónlist- arborgum heimsins: með Subin Metha í New York, Claudio Abbado í London, Daniel Barenböim í París, Mstislav Rostro- povitch í Washington og Salzburg og Karajan í Berlín og Vín. Heima fyrir tók sambandsstjórnin í Svartaskógi þá ákvörö- un að kaupa Stradivariusfiðlu („Emiliani") og lána henni um óákveðinn tíma. Fyrsta hljómplata hennar með konsert- um Mozarts (undir stjórn Karajans) var hæst á sölulistanum jólin 1979. Síðan hefur hljómplötufyrirtæki hennar (og Karajans) Deutsche Grammophon, látið sér eins annt um hana og þá miklu listamenn, sem þeir geta gert sér vonur um aö hagnast á í framtíöinni. Auglýsingastjóri Deutsche Grammophon eltir hana frá einni höfuðborginni til annarrar, en viðtölum við fjölmiðla er haldið í algjöru lágmarki. Allir eru ákveönir í að ofgera henni ekki með 6 frægðinni. En þó að Anna Soffía hafi verið svo heppin aö hljóta leiösögn Karajans og vænti mikils af henni, gerir það líka stöðugar kröfur til hennar. í hvert skipti, sem hún leikur opinberlega, verður hún að sýna fram á aö hún sé nú eins góð og Karajan, allir aðrir og plöturnar hennar gefi til kynna. Samt virðist þessi laglega, venjulega 17 ára stúlka í gallabuxum með tyggigúmmí taka þessu öllu með jafnaö- argeði. Hún er — og hefur alltaf verið eftir því sem móðir hennar segir — stillt, róleg og í tilfinningalegu jafnvægi. Við hittumst morguninn eftir að hún kom í fyrsta skipti fram í Festival Hall með Claudio Abbado og Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Þó aö hún hefði verið aö leika Mendelsohnskonsertinn fyrir fullu húsi hrif- inna áheyrenda, haföi hún ekki sofiö vel, en það gerir hún aldrei eftir hljómleika. Fyrir hljómleika er hún aldrei taugaóstyrk. Hún lítur á snilligáfu sína sem sjálfsagöan hlut og finnur ekki fyrir sviöshræðslu. „En á eftir get ég aldrei farið að sofa. Ég leik allan kopsertinn í huganum og hugsa um hann lengi, lengi. Og þá finn ég allar villurnar." En sjaldan eru margar villur í leik Önnu Soffíu. Tæknin er framúrskarandi, aðrir hljóðfæraleikarar lofa mjög boga- og fingratækni hennar. Einnig er leikur hennar ákaflega þroskaöur, hún finnur á sér stíl tónskáldanna og hvað þeir hyggjast túlka meö verkum sínum. Túlkun hennar á konserti Mendelsohns, sem mest hefur verið níðst á í samanlögðum fiölubók- menntunum, þótti framúrskarandi vegna næmra breytinga hennar í kaflaskiptum. Leik hennar skortir vissa dirfsku, sem ekki kemur meö aldrinum, heldur reynslunni. Lífið mun án efa færa henni þá reynslu á komandi árum. Sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovitch, sem einnig lék opinberlega á hljómleikum í fyrsta sinn 13 ára gamall, bauð Önnu Soffíu að leika undir sinni stjórn í Washington daginn, sem hann heyrði hana leika með Karajan á 70 ára afmæliskonsert hans í París. Hann segist hafa heyrt í mörgum undrabörnum- um ævina, sem réðu yfir skínandi tækni. „En það sem gerir Önnu Soffíu svo sérstaka, er hin ekta, djúpa tónlistarskynj- un hennar.” Anna Soffía fæddist 29. júní 1963 í þýska Pænum Rheinfelden, fast viö svissn- esku landamærin, yngsta barn og einka- dóttir Karls Wilhelms og Gerlinde Mutter. Faðir hennar var blaðamaöur héraösblaðs og hvorugt foreldranna var hneigt fyrir tónlist. En þegar Andreas, eldri bróðir Önnu Soffíu, var níu ára heyrði hann Menuhin leika í útvarpinu og heimtaði strax að fá að fara í fiðlutíma. Hann fékk þaö og olli með því straumhvörfum í lífi Mutter- fjölskyldunnar. Hinn sonurinn Christoph, sem þá var sjö ára, heimtaði píanótíma og Anna Soffía sat og hlustaöi í hvert skipti, sem bræður hennar æfðu sig. Hún ætlaði sér ekki að veröa útundan. Á fimm ára afmælisdaginn sinn bað hún um og fékk píanótíma og þegar kennarinn hennar spuröi hana, hvað hún ætlaði að gera þegar hún yrði stór, svaraði hún: „Leika á fiðlu.“ Sex mánuðum eftir fyrsta píanótím- ann skipti hún yfir í fiðlu. „A því andartaki, sem ég tók fiðluna upp, vissi ég að ég var tónlistarmaður," rifjar hún upp. Til allrar hamingju var góöur fiöluleikari í grenndinni, Erna Honigberger, nemandi hins fræga Carls Flesch. Hún gerði sér strax Ijóst að Anna Soffía var undrabarn. Það tók samt nokkurn tíma að sannfæra Mutterfjölskylduna. „Við vorum á báðum áttum í fyrstu,“ segir frú Mutter. „Hvorugt okkar er hiö minnsta gefið fyrir tónlist og svo áttum við þarna allt í einu þrjú tónlistarbörn, þar af eitt undrabarn. Við gátum alls ekki dæmt um, hvort hól annars fólks um gáfu og getu Önnu Soffíu var á rökum reist.“ Erna Honigberger sló föstu að besta leiðin til að sannfæra þau væri að láta Önnu Soffíu taka þátt í Jugend Musiziert, sem er fjölþjóða samkeppni ungra tónlist- armanna. Þótt Anna Soffía væri aöeins sjö ára gömul og hefði ekki notiö tónlistar- kennslu nema í 18 mánuði, vann hún „fyrstu verðlaun með sérstakri sæmd“, en það er hæsta viöurkenning, sem veitt er í þessari samkeppni. Ásamt Christoph bróð- ur sínum vann hún líka til verðlauna í fjórhentum píanóleik. Dómnefndin var steini lostin af undrun yfir fjölhæfni hennar og einn úr nefndinni gaf þessa yfirlýsingu: „Alla okkar ævi höfum viö á laun beðið eftir einhverju alveg sérstöku. Fram að þessu hefur þaö aldrei oröiö á vegi okkar. En þegar viö hlustuöum á Önnu Soffíu gleymdum við alveg að við vorum í dómnefnd. Við hölluöum okkur aftur á bak í sætunum og nutum tónlistarinnar eins og við værum í tónleikasal." Um leið og samkeppninni lauk voru foreldrar hennar umsetnir áköfum um- boösmönnum, sem hvöttu þau til að láta Önnu Soffíu hefja atvinnumennsku með þaö sama. En þau neituöu alfarið. „Okkur langaði til aö hún ælist upp eins og önnur börn og líf hennar yröi eins eðlilegt og kostur væri á,“ segir frú Mutter. Svo fór þó aö Anna Soffía hætti í skólanum til aö stunda fullt nám hjá Ernu Honigberger, en naut einkakennslu í námsefni heimaskól- ans. Síðan hefur hún tekið og staðist öll skólapróf ár hvert. Þegar hún var 10 ára varö sá hörmulegi atburður að Erna Honigberger lést, 79 ára að aldri, en hún var eini mikilhæfi tónlist- arkennarinn í héraðinu og Anna Soffía varð að æfa sig á eigin spýtur næstu 6 mánuöina. Það var dapurleg sjón eftir því, sem móöir hennar segir. Loksins fannst annar velþekktur kennari, Aida Stucki, einnig nemandi Carls Flesch, í tónlistar- skólanum í Winterthur, en þangað var aðeins hálfrar annarrar klukkustundar akstur yfir svissnesku landamærin. Aida Stucki, sem enn kennir Önnu Soffíu á milli þess, sem hún heldur opinbera tónleika, stakk upp á því aö hún tæki aftur þátt í Jugend Musiziert samkeppninni. Aftur hlaut hún fyrstu verölaun, nú 11 ára gömul. Tveim árum seinna ákváðu foreldrar hennar að leyfa henni að koma nokkrum sinnum fram opinberlega. Faöir hennar komst nú að við ritstjórn blaösins og haföi betri tíma til að annast tónleika dóttur sinnar og fylgja henni á feröum. 1976 lék Anna Soffía við ágætar undirtektir ásamt bróður sínum á Lucerne-hátíðinni. Dag- blööin, skipuleggjendur og aörir tónlistar- menn voru frá sér numdir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.