Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 5
Þorraldseyri undir Eyjafjöllum. Myndin er tekin á sumarkröldi og kröldskugginn er fallinn á bæinn, en myndin ætti að gefa Ijósa hugmynd um tign og fegurð þessa bæjarstæðis. noröan. En Borgfirðingar eru ugglaust á annarri skoðun. Ég held að mér þyki fallegast á Hvassafelli í Norðurárdal, Gilsbakka og Kalmanstungu í Hvítár- síðu. Annað mál er svo hvort maður hefði numið land þar í sporum Skalla- Gríms. Líklega ekki. Ég hef áður minnst á bæinn á Hamri, skammt frá Borgar- nesi, sem nú er raunar ekki bújörö leng- ur. Þar er eitthvert fegursta bæjarstæöi í gervöllu Borgarfjarðarhéraði, Skarðs- heiöin nýtur sín vel þaðan og fjörðurinn. En skjólgóður staöur er það naumast. Var jaröhiti ekki talinn til landkosta? Mosfell í Grímsnesi er landnámsjörð í ofanverðri Árnessýslu. Samnefnt mó- bergsfell með hamrabeltum gnæfir yfir bæinn, sem stendur í fallegum hvammi og er staöarlegt að líta þangað heim, þótt húsakostur sé nokkuð þreytulegur. Útsýni frá Mosfelli er fagurt til Heklu og austurjöklanna aö sjá, en móarnir fyrir sunnan eru ekki aö sama skapi augna- yndi, en hafa ugglaust verið með öðrum brag fyrir margt löngu, þegar landiö var viöi vaxið og þá hefur Ketilbirni land- námsmanni þótt búsældarlegt að líta í áttina til Vöröufells. Oft hef ég spurt mig þeirrar spurn- ingar, hversvegna Ketilbjörn hinn gamli úr Naumudal byggöi bæ sinn einmitt hér, hann nam mestan hluta Grímsness, Laugardal, Biskupstungur „og bjó aö Mosfelli“. Hann kom til íslands „þá er landiö var víöa byggt með sjá“ og kom á skipi sínu Elliöa í Elliöaárós „fyrir neöan Heiði“. Þaðan hélt Ketilbjörn um Þing- velli austur á bóginn og eitthvað hefur honum orðiö starsýnt á fegurö Þingvalla, hann glutraöi þar niöur öxi sinni og heitir þar Öxará síðan. Á Mosfelli hefur ef til vill eitthvaö minnt hann á fööurtúnin í Naumudal, hver veit? Fyrir utan fagurt bæjarstæöi er hægt að gera því skóna, aö land- námsmaður hafi haft augastað á gras- lendi, skógi, nærtæku vatni og veiði. Hitt er spurning, hvort landnámsmenn hafa metiö hveri til sérstakra landkosta. Á þessu svæöi, sem ég þekki bezt af landinu öllu, hefði ég afskrifað Mosfell og líklega helzt byggt bæ minn við Laug- arvatn, þar sem er allt í senn: náttúru- Oddgeirshólar í Hraungerðishreppi. Fögur bæjarstæði eru ekki út um allt í Flóanum, en hér er sannarlega undantekning — og auk þess er rel húsað og bæði íbúðarhús og gripahús standa fallega í þessu landslagi. íbúðarhúsið á Borg á Mýrum er með háu risi og fer einstaklega rel þarna, en bæjarstæðið sjálft er ekki tilkomumikið og Skalla-Grímur landnámsmaður hefði getað fundið miklu fegurri staði til að byggja á, ef annað hefði ekki setið í fyrirrúmi. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.