Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 16
Nútíma myndskreyling úr sögubók, sem sýnir These- us leggja til atlögu við Míno- tárus, en heldur er þetta nú meinleysislegur tuddi tíl að geta veríð sannfærandi. MINOTÁRUS OG VÖLUNDAR HÚSIÐ Frá hinni blómstrandi en skammvinnu menningu á Krít, hefur ekkert oröiö eins lífseigt og áhrifamikiö og sögnin um ófreskjuna Minotárus og Völundarhúsið í Knossos. Listamönnum hefur hún oröið endalaust yrkisefni og sjálf varð sögnin til þess að farið var að grafa eftir fornminjum, þar sem menn héldu að Knossos hefði staðið. Fyrir langalöngu ríkti á eyjunni Krít voldugur konungur, sem hét Minos. Höfuöstaöur hans var kunnur vítt um heim fyrir furöulega byggingu, sem kölluö var Völundarhúsiö. Þar leiddi einn gangur inn í annan meö svo flóknu mynstri, aö sá sem hætti sér þar inn, átti ekki afturkvæmt út. Lengst inni í Völundarhúsinu hafðist við sú hræöilega skepna Minotárus — skrýmsli meö mannlegan líkama, en nautshöfuð — og var ávöxturinn af ástarsambandi milli Pasifae, drottn- ingar Minosar konungs, og nauts, sem upp steig úr hafdjúpunum fyrir tilverkn- aö hafguðsins Poseidons. Þeir afar- kostir fylgdu þessari skepnu, aö henni varö aö fórna manni á ööru hverju tungli, ella kæmi hún út úr Völundar- húsinu meö skelfilegum afleiöingum. Minos kóngur átti sér son, sem var gleði hans og stolt. Var kóngssonur manna bezt af guöi gjör, bæöi líkam- lega og andlega og á opinberum kappmótum naut hann dæmalausrar hylli lýðsins. En þar kom aö Minos kóngur fékk þau ótíöindi, aö sonur hans heföi veriö veginn noröur í Grikk- landi þar sem heitir Aþena. Vígamenn- irnir voru nokkrir ungir Aþeningar, sem ekki gátu unað því, aö þessi Krítverji haföi sigraö þá alla í íþróttum. Minos þyrsti í hefnd. Svo fljótt sem veröa mátti, hélt hann her sínum yfir til Aþenu. Þar voru menn árásinni óviö- búnir og varö lítt um varnir og leiö ekki á löngu unz Aþeningar báöu allra náö- arsamlegast um friö. Strangur var Minos kóngur þá á svipinn, þegar sendiboöarnir útlistuöu meö mikilli mælsku þær búsifjar og raunir, sem þetta stríö hefði leitt yfir Aþeninga. Grátandi lofuöu þeir aö samþykkja hverja þá friöarskilmála, sem hans hátign byöi. Sjálfur sat jöfur þögull og þungbúinn á sínum tróni. Og þegar hann aö lokum rauf þögnina, sagöi hann: „Þiö hafiö drepiö son minn, von elli minnar, og það hef ég svariö aö hefna mín grimmi- lega. Friö færi ég ykkur meö þeim skil- yröum, aö frá Aþenu komi sjö ungir menn og sjö ungar konur níunda hvert ár til Krítar til að bæta fyrir vígiö meö blóði sínu“. Til ennþá frekari skelfingar lét kóng- ur þess getið, aö þessu unga fólki yrði fórnaö Minotárusi. í annað hvert sinn er nýtt tungl kviknaði, mundi skepnan, sem hingað til haföi fengiö tugthúslimi og afbrotamenn, fá eitt ungmenni úr hópi Grikkjanna. Ekki áttu hinir sigruðu um aöra kosti að velja en samþykkja þetta. Þó fékkst þaö loforð frá kóngi, aö megnaði ein- hver hinna ungu Aþeninga aö afreka hiö ómögulega: Drepa Minotárus og komast á eigin spýtur út úr Völundar- húsinu, — þá skyldi bæöi hann og fé- lagar hans lífi halda og væri þar meö niður fallin kvöö hefndarinnar af Aþen- ingum um aldur og ævi. í tvígang höföu Aþeningar uppfyllt hin þungbæru skilyröi, tvívegis hafði skip haldiö frá landi til Krítar meö sjö unga menn og sjö ungar konur, en unga fólkiö var valiö meö hlutkesti. Nú var sá tími í nánd, aö skipið með svarta sorgarsegliö yröi aö sigla. Allt ungt fólk í Aþenu var kvatt á fund, þar sem hlut- ur hinna ógæfusömu mundi koma upp, en álengdar stóöu foreldrar og ættingj- ar í mikilli angist. Þá gekk fram Theseus, eini sonur konungsins í Aþenu, og lýsti sig fúsan til aö fórna sér fyrir ríkiö án þess aö hlutkesti kæmi til. Áöur hafði Theseus drýgt frægar dáöir. Sjóræningjum og glæpamönnum haföi hann útrýmt af Kórintuskaga, sjófarendum til ósegj- anlegs léttis. Meöal þeirra sem hann haföi rutt úr vegi, var illræmdur ræn- ingi, sem skemmti sér við aö tæta í sundur fórnarlömb sín með því aö binda þau viö toppinn á furutrjám, sveigja trén niður og sleppa síöan. Theseus lét ómenniö fá samskonar dauödaga. Annaö fúlmenni, Prokrust- es aö nafni, lagði fanga sína í langt rúm og teygði á þeim þangað til þeir uröu nógu langir í rúmiö. Theseus sá til þess, aö Prokrustes var sjálfur teygöur í þaö sama rúm. Ævinlega haföi These- us farið meö sigur af hólmi og nú, þeg- ar Aigeus konungur baö son sinn aö hætta viö aö fórna sér, stoöaöi ekki einu sinni fyrir kónginn að oröa neitt slíkt. Daginn eftir steig prinsinn um borö í skipiö meö svörtu seglunum ásamt hinum ógæfusömu. Kraminn á hjarta kvaddi kóngurinn son sinn, en Theseus var fullur af bjartsýni og reyndi aö hugga föður sinn meö því, aö hann myndi sigra ófreskjuna. Þeir uröu ásáttir um, aö skipiö skyldi sigla heim undir hvítum seglum, ef Theseus hefði gæfuna með sér. Aö nokkrum dögum liðnum tók skip- ið land á Krít og Aþeningarnir voru færöir til húss í útjaöri borgarinnar, þar sem þeirra yröi gætt unz örlagastund þeirra rynni upp. Fangelsið stóö raunar í stórum garði, viö hliöina á lystigarði þar sem dætur Minosar konungs, Ariadne og Faidra, gengu gjarna sér til skemmtun- ar. Dag nokkurn kom fangavöröurinn til Theseusar og tjáöi honum, aö ein- hver væri úti í garöinum og æskti þess aö eiga tal viö hann. Undrandi gekk Theseus út þangaö og hitti þar eldri kóngsdótturina, Ariadne, sem var svo frá sér numin af fegurö hans og glæst- um limaburöi, að hún átti þá ósk heit- asta aö fá aö hjálpa honum aö drepa Minotárus. „Taktu bandhnykilinn a tarna,“ sagöi hún, „og þegar þú gengur inn í Völund- arhúsiö, festir þú endann á þræöinum við innganginn og rekur síðan ofan af hnyklinum á leiöinni inn. Síöan rekur þú þig eftir þræöinum á leiðinni út“. Ariadne fékk Theseusi einnig þrjár kúlur svartar og sagði: „Þegar Mino- tárus steypir sér yfir þig, skaltu kasta þeim í gin hans, einni á eftir annarri. Han mun þá sofna þegar í staö og þú getur gert útaf við hann með sverði því, sem ég mun nú fá þér. Þá ert þú úr hættu." Aö skilnaði sagöi Ariadne skjálfandi röddu: „Ég legg sjálfa mig í lífshættu meö frelsun þinni. Þegar faöir minn heyrir, hver hafi oröiö þér til hjálpar, mun hann reiöast ákaflega. Viltu þá gegn þessu veröa mér sjálfri til björg- unar?“ „Víst skal ég bjarga þér,“ svaraði Theseus hræröur. „Vertu þá sæll og svíktu mig ekki,“ hvíslaði Ariadne og hvarf á samri stundu Theseus faldi bandhnykilinn, kúlurn- ar og sveröiö undir skikkju sinni og hélt aftur til fangelsisins. Nokkrum dögum síöar, þegar nýtt tungl var í þann veginn aö kvikna, voru fangarnir frá Aþenu færöir til konungshallarinn- ar: Á trónum sat Minos, en æösta ráö- iö í kring. Myrkur í augum leit hann á Aþeningana og sagði: „Á morgun rennur upp sú stund, aö Minotárusi skal færð fórnin. Eitt ykkar mun líta sólarupprásina í fyrramáliö í síðasta sinn. Öll hata ég ykkur jafnt, og því gildir þaö mig einu, hvert ykkar fetar fyrst þann dimma veg, sem enginn snýr aftur frá. Ég set ykkur í sjálfsvald, hvert ykkar fari fyrst í Völundarhúsið. Þaö er sú einasta náö, sem ég mun auðsýna ykkur." Þá steig Theseus fram og lýsti yfir því, aö heldur vildi hann þegar í staö ganga til móts viö vísan dauða, en lifa áfram nokkurra mánaða biötíma. „Veitiö mér þessvegna þá náö, aö lofa mér að fara fyrstum," sagöi hann. Sú bón var veitt og næsta morgun var Theseus færöur til Völundarhússins. Þegar hann var kominn svo langt innúr dyrum, að hann sá naumast gráma fyrir dagsljósi lengur, tók hann fram bandhnykilinn, festi enda þráöar- ins viö múrinn og rakti ofan af hnyklin- um um leið og hann hólt inn eftir göng- unum. Lengi hélt hann áfram og heyröi ekkert utan bergmáliö af eigin fótataki. En allt í einu var kyrrðin rofin af dimm- um drunum. Hljóöiö færöist nær og nær en Theseus gekk óhikað áfram og brátt birtist honum stór salur og nú stóö hann augliti til auglitis viö skepn- una Minotárus; hálfan mann og hálft naut. Svo hræöileg var sú sjón, aö Theseusi lá við yfirliöi. Meö drynjandi öskri stökk Minotárus á fórnarlamb sitt, en Theseus haföi samt ráörúm til þess aö kasta einni svörtu kúlunni í gin kvikindisins. Þá er Minotárus nam bragðiö af kúl- unni stanzaði hann, tuggöi ánægjulega og á meðan komst Theseus yfir skelf- ingu fyrstu andartakanna. Þegar 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.