Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 13
Myndlist Krítverja var undir eg- ypzkum áhrifum, en hafdi samt sinn sér- stæöa svip einsog þessi veggmynd úr höllinni í Knoss sýnir vel. Svo viröist sem Krítverjar hafi ekki skráö sögur á þennan hátt; sagan af Minótárusi og Völundarhúsinu hefur lif- aö kynslóö eftir kynslóö í munnlegri geymd þar til grískir sagnaritarar komu til sögunnar. í veggmyndum felst nokkur heimild um líf þessa fólks. Þar koma fyrir myndir meöal annars af nautum og ungum hraustmennum, sem taka í hornin og vippa sér uppí handstööu, eöa jafnvel aö þeir hafi stokkiö uppá horn nautsins, síðan aftur yfir sig og komiö niöur á fæturna. Þetta hefur veriö ofdirfskuleik- ur og ugglaust hættulegt nautaat, því sízt af öllu stóöu nautin kyrr á meöan. Menn vita ekki gerla um átrúnaö á minóska tímanum á Krít, en Ijóst þykir að Krítverjar hafi ekki reist sérstök musteri eöa guöshús, en trúaö á stokka og steina og haft afhafnir í skógarlund- um. Hinsvegar er svo aö sjá, aö naut hafi veriö einshverskonar þáttur í átrúnaði; víöa hafa fundizt myndir af mönnum meö nautshöfuö, en kannski eiga þær aö sýna Minotárus. Bent hefur verið á, aö þetta nautmenni megi rekja til Eg- yptalands og víöa til Austurlanda eins og fleira í minóskri menningu; sú hliöstæða var kölluö Apisnaut í Egypalandi. Aörar veggmyndir sýna venjulegt fólk viö daglegt amstur, og leiða í Ijós sér- stæöa fatatízku. Karlar viröast hafa gengið í einhverskonar stuttbuxum eöa pilsum niöur undir hné, en konur gengu í litskrúöugum ullarfatnaði; pilsin ökkla- síö, en brjóstin höfö alveg ber, og mjótt mitti þótti afburða fagurt. Þjód sem fann upp hreinlætið Meiri áherzla var lögö á hreinlæti meðal Krítverja á minóska skeiöinu en nokkurntíma í sögunni unz kemur framá 20. öld og vora daga. Til aö halda uppi hreinlæti þarf vatn og Krítverjar voru ekki aö sækja vatnið í bæjarlækinn á sjálfum sér eins og islendingar geröu framá þessa öld. Þeir bjuggu sér til pípur úr leir og lögöu vatnsleiðslur í húsin. Þar voru sérstök baðherbergi með frárennsli og skólplögnum út í rotþrær. Ólíkt því sem annarsstaöar átti sér staö, voru bæir og hallir án múra eöa víggirðinga; jafnvel höli Minosar í Knoss- os var á þann hátt óvarin. Þaö helgaðist einfaldlega af því, aö aldrei í manna minnum haföi nokkur óvinaher gert inn- rás á eyjuna. Krítverjar.virðast hafa veriö sælir í sinni trú, aö sól friöarins mundi halda áfram aö skína þeim og þessi góöa tíö hélzt raunar fram til 1400 f. Kr. Súlur settu mjög svip sinn á meiri háttar byggingar á Krít og þaö einkenni- lega er, aö þær mjókka niður. Þetta mun helgast af því, aö í fyrstu — og kannski alltaf í minni háttar hús — notuðu Krít- verjar Kýprustré í súlur. Þau eru sverust neöst og mjókka upp. En svo mikill var lífskrafturinn í þeim, aö þau áttu til að skjóta rótum og fara að vaxa á nýjan leik, ef þau sneru rétt. Því var þeim snúið á haus. Uppgröfturinn á höll Minosar konungs í Knossos hefur opinberaö nútíöinni æöi margt um minóska menningu, arkitektúr og listmenningu. Aö vísu veröur aö slá þann varnagla, aö það er auövitað hrein tilgáta, að höllin, sem upp var grafin viö Knossos, sé sjálf konungshöllin. Þó bendir margt til þess; til dæmis þaö aö meira en 30 alda bygginga- og mann- vistarleifar voru ofan á húsunum í kring, en ekki til á þeim bletti, sem frá örófi alda hefur veriö trúaö aö ekki mætti byggja á vegna þess aö þar var aðsetur Minosar og reimt í meira lagi. Arthur Evans kemur til sög- unnar Kannski hefur innfæddum ekki litizt á blikuna, þegar þangað kom maður meö heilt liö með sér og byrjaði aö grafa í hallarrústina. Sá maöur var Arthur Ev- ans, brezkur fornleifafræöingur, sem uppúr aldamótum fékk mikinn áhuga á aö leiða í Ijós minjar frá tímum Minosar konungs á Krít. Óhætt er aö segja, aö Evans dró fram í dagsljósið einhverja þá forvitnilegustu hluti, sem fornleifafræðin hefur fundiö og þótti afrek hans slíkur styrkur brezkri fornleifafræöi, aö hann var aðlaður og fékk sæmdarheitið Lord Minos af Krít. Framhald á næstu síðu inósku menningar eins og Maó kallaði þaö, um 2000 fyrir Krists burö. Þá hófst blómaskeið min- óskrar menningar; feykimikil höll byggö yfir Minos konung á hæð, sem gnæfir yfir Knossos. í raun voru þaö margar byggingar, sem allar sneru að sama hall- argarðinum; þaöan lágu feiknarbreiö og mikil þrep upp til bústaða Minosar. Samkvæmt goösögninni var Labyrinthos — völundarhúsið fræga einhversstaöar þarna. Vegur, sem kannski var sá fyrsti í heimi, var lagöur til borgarinnar Faistr- os, og þriðja borgin, Hagia, reis einnig. Urmull hefur fundizt af leirtöflum meö myndletri frá eldri tíma, en síðan þróast þaö yfir í hljóötákn. Þarna er um tvær geröir af letri aö ræöa. A-geröin, sem svo er nefnd, er öllum ólæsileg, en ungur Breti, Ventris aö nafni, fann áriö 1953 lykilinn aö B-geröinni, sem bendir til þess aö þá hafi sama; tungumál verið talaö á Krít og í Grikklandi. Ventris not- aöi nútímaaðferð úr hernaöi, þegar reynt er aö ráöa dulmál óvinaþjóöar. En B-skriftin á leirtöflunum reyndist heldur leiöigjörn lesing; þar voru eins hvers- dagslegir verzlunarreikningar og hugs- ast gat og lítiö íramyfir þaö. innar á Krít Freska úr höllinni í Knossos, sem sýnir hvorttveggja í senn: myndstíl Krítverja og þennan sérstaka leik manna viö naut, sem annaöhvort var sport eða trúáriegs eðlis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.