Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 11
Hernaðarágóða sinn notaöi Þorvaldur til þess að veita þurfamönnum og jafnvel til þess aö leysa hertekna menn úr ánauö. Þessi vitnisburður Sveins konungs hefir löngum verið í minnum hafður og til hans vitnað í þá veru, að svona væri Þorvaldi rétt lýst og þaö áöur en hann kynntist kristni. En henni kynntist Þorvaldur eftir að hann hafði farið víöa um lönd. Sem vænta mátti lagði hann mikla alúð við aö verða vel krist- inn, eftir aö hann tók þá trú. Þá vakn- aði líka löngun hans til þess að fara til íslands og stuðla að trúboði þar. Þorvaldur þá skírn af saxlenskum biskupi, er Friðrekur hét. Þann mann fékk hann til þess að fara til íslands með sér að prédika Guös erindi. Fyrst og fremst langaði Þorvald til þess að snúa til kristinnar trúar foreldrum sínum og frændliði. Þeir Friðrik fengu góðar móttökur á Giljá hjá venslaliði Þorvalds. Þorvald- ur hóf þá strax trúboðiö og talaði um fyrir mönnum. Biskupinn og prestarnir kunnu ekki málið. Ekki getum við sagt neinar sögur af málsnilld og trú- boösmælsku Þorvalds. En líklega hefir hvorttveggja verið víkingslegt í snið- um. Þeim sem vildu kynna sér þá at- burði, sem á starfsárum þeirra Þor- valds og Friðriks gerðust og greint er frá í sögum er bent á aö lesa Þorvalds þátt víðförla í íslendingasagnaútgáf- um. Þeim félögum varð nokkuö ágengt í kristniboðinu. En víkingslund Þorvalds gerði þeim nokkuð erfitt fyrir. Hann reiddist stundum svo illa. Eftir eins vetrar veru á Giljá fluttu þeir að Lækjarmóti og voru þar í búsetu eftir það meðan trúboðsstarf þeirra stóð hérlendis. Það er talið 5 ára tímabil frá 981—986. Þeir ferðuðust um Norðurland og vestur í Dali. Frá því er sagt að Þor- valdur taldi trú fyrir mönnum vestur í Hvammi í Dölum um alþingi. Viðtökur voru þær, að Friðgerður, húsfreyja, frænka hans tók til aö blóta heiönu goöin. Af því varð orðahark mikið og lagöi Skeggi, sonur húsfreyju, móður sinni liö. Sýnilega hefir Þorvaldi vegn- að miður í málflutningi, en hann von- aðist eftir, því að hann gerði Ijóta vísu af þessu tilefni, sem segir nokkuð af gremju hans og vonbrigðum. í vísunni velur hann frænku sinni ófrægðarheiti og hæðir hana þannig og biður Guð að þjarka hana. Eitt sumariö riöu þeir félagar á al- þing og þar taldi Þorvaldur Koðráns- son trú opinberlega fyrir öllum lýð. Þannig kemur hann fyrstur íslendinga fram í sögunni og ávarpar þingheim í prédikun. Þegar hann haföi fram borið með mikilli snilld mörg og sönn stór- merki almáttugs Guös, hófst and- mælaalda og óx af því illviljafull ofsókn við þá biskup og Þorvald. Auð- vitað var það af því að menn vildu fyrst og fremst halda vananum og völdum, sem honum fylgdi. Skáldum var gefið fé til að yrkja níð um þá trúboðana. Þorvaldur reiddist þá svo mikið þeirri mótgerö, að hann fór og drap tvo af þeim, sem kveðið höfðu. Þá skýringu gaf Þorvaldur biskupi á því framferöi sínu, að „ég þoldi eigi er þeir kölluðu okkur raga“. Smátt og smátt óx andbyrinn og þar kom eftir fimm ára veru á íslandi við trúboð, að þeir biskup fóru utan. Sennilega hefir þeim virzt sá kostur friðvænlegastur og varla annað ger- legt vegna þess ófriðar, sem virtist vera aðsteðjandi þeim. Sem þeir lágu í höfn í Noregi vegna andbyrs og biðu byrjar vildi það til, að til sömu hafnar lagði Héðinn frá Sval- barði, er fyrstur haföi hafiö andmæli gegn erindi þeirra á alþingi, þegar Þorvaldur boðaði trúna þar. Þorvaldur verður var við siglingu Héðins og að hann fer til skógar að höggva sér við. Þorvaldur notar tækifærið, fer með þræl með sér, finnur Héðin og lætur þrælinn drepa hann. Okkur sýnist það óþarflega heipt- arleg hefnd fyrir fyrri mótgerðir, þar sem leiðir þessara manna áttu ólík- lega eftir að liggja saman oftar. Hins vegar lýsir þetta hátterni vonbrigðagerræði hjá Þorvaldi. Við drögum auðvitað hver fyrir sig okkar lærdóm af því. En á það bendi ég, að næsta mikil mótsögn er í hátterni Þorvalds á íslandi bæði hvaö varðar skáldavígin og víg Héöins og þeirri umsögn, sem Sveinn tjúguskegg gaf um hann og fyrr er að vikið eins og líka kemur fram í frásögninni hér á eftir af síðari æviárum Þorvalds. Ég hef hátterni Þorvalds heitið vonbrigðagerræöi, af því að ég þykist skilja hve vonsvikinn og sár hann siglir frá íslandi og einnig skín í gegn um frásögnina hve ólíklegt og særandi Þorvaldi finnst vera að þola þær mót- tökur, sem boðun margra og sannra stórmerkja almáttugs Guðs fékk á al- þingi og hjá íslendingum. En víg Héðins uppskar slit á sam- veru Friðriks og Þorvalds. Hélt hver til sinna starfa; biskup til sinna heima- haga að því er virðist af Þorvalds þætti, en Þorvaldur feröast enn víða. Hann á að leggja leið sína til Jór- sala að kanna helga staði. Hann fer um allt Grikkjaríki og kemur í Mikla- garö. Stólkonungurinn tekur honum forkunnar vel. Áöur hefir hann átt mót við Ólaf Tryggvason hjá Óttu keisara í Saxlandi. Órðaskipti þeirra eru geymd á bók. Þorvaldur á aö segja í þeim við Ólaf: „Það vil ég gjarna segja yður, ég hefi og held kristinna manna trú.“ Einnig greinir hann Ólafi frá hversu fariö haföi um feröina til íslands. Frá- sögnin gaf Ólafi Tryggvasyni tilefni til aö segja það, sem oft er vitnaö til: „Það gefur mér að skilja, að þessir íslendingar, er þú hefir nú frá sagt, muni vera harðir menn og hraustir og torvelt mun verða að koma þeim til kristni. En þó er það mitt hugboð að þeim verði auðiö og síðan er þeir trúa á sannan Guð, hygg ég, að þeir haldi allir vel sína trú, hver sem til veröur um síðir að koma þeim á réttan veg.“ Ef til vill er þetta umsögn um Þor- vald sjálfan og hefir líka rætzt á ís- lendingum sögualdar. Hvað sem því líður, segir sagan að Þorvaldur hafi enn ferðazt víðar en til stólkonungsins í Miklagarði, þar sem hann var virður og vegsamaður af öllum sem einn stólpi og upphaldsmaður réttrar trúar og svo sæmdur sem dýrðarfullur ját- ari vors herra Jesú Kristí. Sú vegsemd féll honum í skaut að vera sendur af stólkonunginum, líklega með Önnu systur hans, er hún var gift Vladimir Rússajarli og þá til þess að vera for- ingi eða yfirvaldsmaður trúboðsfylgd- ar hennar. Hann átti að vera yfir öllum konungum í Rússlandi og Garðaríki. Það ber að skilja þannig, að hann hafi verið andlegt yfirvald og úrskuröar- maður í trúarskilningi. Frásögnum af Þorvaldi Koðráns- syni lýkur líka þannig, að frá því er greint, aö hann hafi reist af grundvelli ágætt munklífi hjá þeirri höfuðkirkju, er helguð er Jóhanne baptista (Jó- hannesi skírara) og lagði þar til nógar eignir. Hét þar æ síðan Þorvalds- klaustur. í því munklífi endi hann sitt líf og er þar grafinn. Það klaustur stend- ur undir hábjargi, er heitir Dröfn. Skoðun manna er að hér sé átt við munklífi í Kænugarði (Kiev). Þannig skilur sagan við Þorvald. Sú frásögn er talin skráð á 12. öld eða við upphaf 13. aldar af Gunnlaugi Leifssyni, munki á Þingeyrum. En íslenzka þjóðin hefir ekki sagt skilið við Þorvald Koðránsson víð- förla. Hún man hann. Þess vegna hefi ég skráö þetta ágrip um Þorvald til upprifjunar öllum almenningi á kristni- boðsfagnaöarárinu 1981. Viö minn- umst 1000 ára upphafs kristniboös á íslandi og Þorvalds víðförla. É'HB I sumar var minnst þúsund ára kristniboös meö hátíö aö Giljá og af því tilefni vígöur minnisvaröi um þá Þorvald víöförla og Friðrik biskup — og sett upp skilti, sem sést á neöri myndinni. STORA-GILJA t HERVAR ÞORVALDUR VÍOFÖRll FÆDDUR. HÉR DVALDI HANN 0G FRIÐRIK BISKURFYRSTU KRISTNIBOÐARNIR. ÁRIO 981 Innsigli biskups íslands. „Ég gef hátterni Þorvalds heitiö vonbrigöa- gerræöi, af því aö ég þykist skilja, hve von- svikinn og sár hann sigldi frá íslandi og einnig skín í gegnum frásögnina, hve ótrúlegt og særandi Þorvaldi finnst vera aö þola þær móttökur, sem boðun margra og sannra stór- merkja almáttugs Guös fékk á alþingi og hjá íslendingum." 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.