Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 20
■ ÓLAFUR HELGI — drottnari og dýrlíngur ÍLEIT AÐ ÓLAfS- SKRÍNI Eftir Öystein Grue. Á myndinni: Sagnfræðingurinn Olav Hummelvoll með lágmynd af Ólafi helga. Séra Sigurjón Guð- jónsson þýddi. — Að sjálfsögðu. í honum býr leynd þrá eftir friði og ást, þrá, em hann fær ekki tækifæri til aö láta í Ijós um sína daga, þegar valdafíkn og grimmd réðu ríkjum. í „Drottningarsögunni" minnist Sighvat- ur, skáld, á þennan eiginleika konungs. Hann segist allt í einu hafa séð fyrir sér „mann, sem þrái frið og réttlæti, kærleika Guðs“. Og í bók minni, „Hinn helgi konungur", mælir Grímkell, biskup, sem lýsti Ólaf, konung sannheilagan, eftir hann og kveður um leiö upp dóm yfir sjálfum sér: „Konungur var heilagur. í Guðs nafni, Sigríöur, trúðu mér! Það vorum við, sem vorum breyzk, við þorðum ekki að rísa upp og refsa honum, þoröum ekki aö sýna honum leiðina, sem hann leitaöi aö. Þegar hann fór með báli og brandi, var það í mesta lagi, að við hefðum uppi nokkrar mótbárur. Og það var ekki aðeins, að viö værum hrædd viö hann, heldur eins og við treystum ekki Guði. Okkur var Ijós valda- græðgi Ólafs og grimmd, en notfærðum okkur hvorttveggja. Þaö var eins og við vildum fórna sál hans til að kristna landiö." Það er Sigríöur Þórisdóttir, sem biskup- inn er að taia við, og hún hefur ærna ástæöu til aö hata hinn helga konung, því aö hann átti sök á dauða bónda hennar og tveggja sona. Þaö er ekki fyrr en löngu eftir dauða Ólafs, sem meö henni þroskast hæfileiki til að fyrirgefa honum. Henni segir hugur um þá baráttu, sem konungur hafi sjálfur háð — milli vilja síns til valda og vilja Guös, hvaö líf hans snerti. Og að lokum féllst Sigríður á það, að konungurinn hafi dáiö heilögum dauða, þó aö hann hafi ekki lifaö heilögu lífi. Gagnrýnandi sagði einu sinni, að Vera Henriksen færi um sögusviö sitt með „öryggi svefngengils". Það gefur mjög villandi hugmyndir um vinnuaðferðir hennar. Bak við bækur hennar liggja margra ára rannsóknir á sögu og öðrum greinum, sem fjalla um mannlíf- ið, en sérstaklega áhuga hefur hún haft á sálfræði. Og hún segir, að hiö mannlega og mannleg samskipti taki hug hennar fang- inn, þegar hún skrifi, en hið sögulega og menningarsögulega skipti fyrst og fremst máli sem umhverfi. Þegar hún sezt viö ritvélina, „lifir hún iífi söguhetja sinna — í blíðu og stríðu“, segir hún. Mikið af söguefninu um líf Ólafs Har- aldssonar er sótt til heimilda, sem eru eldri en frásögn Snorra: — Ég skal nefna til dæmis Flateyjarbók, safn norskra konungasagna og frásagna af atburöum í Noregi og víðar, segir Vera Henriksen ennfremur. Þær eru skráðar á 14. öld, en eru byggöar á langtum eldri ritum — meðal annars á hinni svokölluðu „bók Styrmis“. Úr þessum heimildum hefur Snorri greinilega tekið, það sem honum hefur fundizt hann þurfa, en hann hefur hlaupið yfir margt og þannig „hagrætt“ efninu að eigin mati. Reyndar hefur íslendingurinn Jón Helga- son safnað saman nokkrum þessara heim- ilda í 2. bindi útgáfu sinnar af hinni miklu Ólafssögu Snorra. Hana ritaöi Snorri á undan Heimskringlu. í viðtali okkar við Veru Henriksen minntist hún á mörg gömul, norræn rit, og við spyrjum, hvort hún lesi fornnorsku (gammelnorsk) vandræðalaust. — Já, ef ég verð að gera það. En það væri ósannindi.ef ég fullyrti, að ég læsi hana auðveldlega. Eigi að síður er ég sennilega ein um það í stúdentsárgangi mínum að hafa haft not af náminu í fornnorsku. Ég brýzt áfram og nota orðabókina óspart. En ég vil leggja áherzlu á það, að ég er ekki að lýsa hinum sannsögulega Ólafi, því að ég tel, aö hann hafi týnzt í mistri fortíðarinnar og helgisagnanna. Ég hef reynt að bregða upp mynd af Ólafi, sem væri sálfræðilega verjandi með hliðsjón af öllum heimildum. En svo veröum við að hafa það hugfast líka, segir Vera Henriksen og kímir, að þeir sem telja sig vita allan sannleikann, eru oft þeir sem minnst hafa leitað hans. Sv. Ásg. þýddi úr „A Magasinet“. Ólafur helgi var aldrei tekinn í dýrlinga tölu hjá páfanum í Róm. En helgur maður var hann í vit- und fólksins og kirkjunnar eftir að fyrsti norski biskupsstóllinn hafði verið settur á fót en það var í Niðarósi 1152—1153. Frá þeim stóli var því lýst yfir að Ólafur væri helgur maður (Sanctus Olavus). Auk margra þjóðlegra helgísagna um Ólaf kostaði kirkj- an kapps um að glæða skilning manna á því að hann væri helgur maður og píslarvottur. Náinn samstarfsamaður Ólafs Haralds- sonar að krístnun Noregs var Grímkell biskup. Sagnfræðingar meta áhrif biskups mikils um allt sem varðar arfsögnina og dýrkun konungs. Einn kemst svo að orði: Án Grímkels — enginn Ólafur helgi — og án Ólafs — engir píla- grímar. Eysteinn erkibiskup Er- lendsson sem að líkindum hefur staðið að baki öllum lýsingum og frásögnum arfsagnanna eftir 1152 í elstu bók Noregs „Passio et Miracula Beati“ segir þar þján- ingarsögu Ólafs helga og skýrir um leið frá undraverkum hans. Bókin var fyrst gefin út á latínu — því næst á norsku og var um allar miöaldir höfuðheimild kirkj- unnar um Ólaf helga. Hæg fjallgola strýkur loöinn hálendis- gróöurinn. Titrandi tíbrá yfir öræfunum. Hjal fjallbunanna er það eina sem rýfur þögnina. Við sitjum við harðtroöinn stíg fyrir sunnan Forolhogna: sérkennileg landamerki i fullri þrettán hundruö metra hæð. Fjallið í norðausturhorni Heiðmerkur minni mest á egypskan pýramída. Stígur- inn sem við höfum fylgt liðast eins og grábrúnn þráður norður yfir fjalllendið. Þaö grípur menn furða að hugsa til þess að einmitt hér hefur verið ein helsta sam- gönguleiö milli Niöaróss og byggöanna austanfjalls, Niðaróss sem öldum saman var miðpunktur Noregs frá þjóöernislegu sjónarmiöi. í huganum hverfum viö aldir aftur í tímann, þegar pílagrímaskararnir lögðu hér um leið sína norður yfir til helgi- skrínsins í Niðarósi. Héðan lá stígurinn og leiöin um Búdal og Gaulardal. Það var ein- mitt á þessum slóöum sem eftirvæntingin náöi hámarki áður en menn fóru niöur á bóginn eftir byggðunum í Syðri-Þrænda- lögum. Nú voru fáar dagleiöir fyrir höndum þar til þeir komu auga á turnspírur Niöar- óssdómkirkju, Kristskirkju: Mark og mið þessarar ferðar. Þaö hlýtur að hafa verið kynleg fylking sem hér var á ferð. Sjúklingar, virðulegir andlegrar stéttar menn og kaupahéðnar ásamt heittrúuðum betlimunkum. Kynleg blanda frá ýmsum löndum. Margir voru mjög langt aö komnir. Alla leið frá Miö- Evrópu og Eystrasaltslöndunum. En allur þorrinn var þó frá Norðurlöndum. Það er vitað frá fornu fari að tvær voru höfuðleiöir frá Austurlandi til Niðaróss. Vegur lá úr víkinni og norður um Haöaland. Systurkirkjurnar í Gran eru frá upphafi píla- grímatímans. Frá Haöalandi lá leiðin norð- ur um Guöbrandsdal og yfir Dofrafjöll. Hin leiðin lá í stórum dráttum meðfram Glaumelfi upp til Austurdals yfir fjalliö norður í Vangröftdal áður en hún rann saman við veginn frá Dofra í Gauldal. Eftir þaö var vegurinn einn alla leið til Niðaróss. „Konungsvegur" upp Guðbrandsdai lá yfir Dofra og marga aðra staði niöur í Drífu- dal. Vegirnir tveir mættust hjá Renebu vestan megin við Orkla og síöan niður Soknadal og Gauldal. Þetta er kunnasta leiöin milli Suður-Noregs og Þrándheims. En þótt samgönguleiðin yfir Dofra sé þekktust í sögunum þá vitna aðrar um mikla umferö í Austurdal — einmitt á tíma- bilinu eftir 1030. Og þaö var fall Ólafs Har- aldssonar á Stiklastöðum sem hleypti af staö allri þeirri umferö. — o — Átthagafræðingurinn Olav Hummelvoll á Ósi í Austurdal er sérfræðingur um þessar gömlu samgönguæöar. Hann hefur fyrir skömmu gefið út bækling um pílagríma- leiðirnar norð-vestur yfir sem lágu um Van- gröftdal Budal, Stören — og til Niðaróss. Haugarnir meðfram gömlu leiðinni frá Syðri-Þrændalögum yfir fyrrnefnda dali og fleiri til Svíþjóðar og yfir Ósása til Austur- dals, sýna aö hér hefur verið mikiö farið um fyrir langa löngu. Ýmsir gripir sem fundist hafa meöfram leiðinni benda til tímatalsins nálægt fæðingu Krists löngu fyrir búsetu og pílagrímsferöir í þessum héruöum, segir Olav Hummelvoll. Eftir að maður þessi hafði losaö sig við opinber störf og afhent bróðursyni sínum jörö sína, gat hann farið að gefa sig allan viö sín mestu áhugamál — átthagarann- sóknum. „Saga og gamlar erföavenjur og arf- sagnir tóku hug minn fanginn meðan ég enn var í æsku. Afi minn og faðir sögöu sögur sem ég festi rækilega í minni. Stund- um voru það sögur sem nátengdar voru vissum stöðum eða nöfnum. Smám saman lagði ég það í vana minn aö ég fór aö skrifa hjá mér áhugaverðar upplýsingar. Ég fékk snemma áhuga á gömlum samgönguleið- um sem áttu að hafa legið hór um byggð- ina. „Pílagrímavegur" — eða „Konungs- vegur“ kallaöi gamla fólkið þaö. En þetta efni varð aö bíöa lengi. Þaö var búskapurinn og all-fjölþætt félagsmál sem tóku upp tímann, svo að ekkert varð úr rannsóknum mínum. Söguleg heimildasöfnun og rannsókn á þeim heimtar næði og ýtarlegt yfirlit um það sem að er unnið. En öll árin sem ég vann aö ýmsum fé- lagsstörfum veittu mér tækifæri til að kynn- ast mörgum mönnum sem bjuggu yfir margskonar fróðleik á þessu sviði og upp- lýstu mig um eitt og annaö. Eftir þvi sem árin hafa liöið eru þeir færri sem hafa hugmynd um hvar gömlu leiöirnar lágu. í gamla daga, þegar hiröar fylgdu búpen- ingnum um skóg og fjöll allt sumariö voru þessir vegir og stígar farnir og fólki var kunnugt um þá. En nú eru þeir víöa vaxnir hrísi og háu grasi. Umferðarinnar um dalina úr sænskum og norskum byggðum er sjaldnast getiö í gömlum annálum. Einstaka byggöabækur geta þó þess að svokallaðar pílagrímaleiöir hafi legiö um byggðina. En oft er lítiö á þessu aö byggja. Og einstaka sagnfræð- ingar hafa margt viö þær að athuga. Sverre Steen prófessor hefur gert kort sem fylgdi ritgerö eftir hann um pílagrímaleiö sem hafi legið upp Guðbrandsdal og niöur í Austur- dal. En þegar þetta kort er gaumgæfilega athugaö kemur það illa heim og saman viö sögulegt efni sem menn styðjast við í dag, segir Olav Hummelvoll. Sigrid Undset var hafsjór af fróöleik um löngu liðnar aldir en í bókum hennar er þó lítið um landfræðilegar lýsingar. Að vísu minnist hún á leiðina frá Tofte til Oppdals. En það eru fyrst og fremst lýsingar hennar á samfélagsmálum í Kristínu Lafransdóttur og öörum miöaldasögum hennar sem er áhugaveröur lestur fyrir þá sem vilja vita eitthvaö um pílagrímana og feröir þeirra. Mesta vandamálið viö að kortleggja leið- ir pílagrímanna verður á vegi manns við rannsóknir úti í náttúrunni, segir gamli maöurinn. Árum saman hef ég fariö fram og aftur vegi þá sem telja má öruggt aö gengnir hafa verið af pílagrímum, verslunar- mönnum, konungsfulltrúum og hermönn- um til eða frá Niðarósi. Þeir lágu í kross um fjallahéruðin á leiöinni milli Þrændalaga og Austurlandsins. — O — Það er kringum 1030 að íslensk kviða getur um ferðir pílagrfma til Ólafsskrínisins í Kristskirkju. Og lík konungsins helga haföi verið lagt í. Þýski sagnfræðingurinn Adam frá Brimum, sem var gestur Sveins Ástríð- arsonar Danakonungs, heyrði talað um þessar ferðir og skrifaöi hjá sér það sem hann heyrði um Niöarós: „Norðmenn sem frá alda öðli höföu iökaö hryllilega fjöl- kynngi — höfðu tekið trú á Jesúm Krist — eftir aö Ólafur Haraldsson hafði kristnað fólkiö meö vopn í hönd,“ ritar hann. „Kon- ungur sá var gerður að píslavætti." Adam frá Brimum segir ennfremur — og ýkir ekki svo lítiö — að fólk frá gjörvöllum kristna heiminum hefði haft í frammi tilbeiöslu við skrín hins helga konungs. Þýski sagnfræðingurinn hermir líka frá því að pílagrímarnir ferðuðust a skipum og leituöu hafna víösvegar í Noregi. Fólk frá Mið-Evrópu og Danmörku var ferjaö yfir til Skánar og fór landleiöis um Svíþjóð til Nor- egs. í páfabréfi frá 1194 er líka getið um pílagrímsferöir til Niðaróss, sem bæöi norskir og erlendir pílagrímar tóku þátt í. 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.