Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 19
höfðingjasetrinu Eggju í Þrændalögum. Ólafur konungur er í miödepli tveggja af bókunum, þó að hann sé ekki alitaf nærstaddur, þegar hlutirnir gerast, heldur vegna þess valds, sem hann hafði bæði veraidlegt og andlegt. Vald konungsins hafði þau áhrif á líf Sigríðar Þórisdóttur, að hún verður að sjá á bak Ölvi, eiginmanni sínum, og tveim sonum þeirra, sem allir voru drepnir, og er síöan neydd til að giftast Kálfi Árnasyni... í bókinni „Drottingarsagan", sem kom út fyrir tveimur árum fjallar Vera Henriksen enn um Ólaf helga. Aö þessu sinni birtist hann í frásögninni af konu hans, hinni sænskættuðu drottningu, Ástríöi, sem bæði tókst að ná tökum á konungi og leitaði sjálf eftir völdum í gegnum hann. í þeirri bók, sem er væntanleg frá hendi Veru Henriksen, mun Ólafur einnig „ganga aftur“. Því að bókin, sem ber heitiö „konungsskuggsjá" („Kongespejl"), fjallar um örlög drottningar Haralds harðráða, en hún var „Jelisaveta" dóttir Jarizleifs, hins volduga konungs í Garðaríki og í rauninni framandleg og undarleg jurt í norskri grund. Haraldur var sem kunnugt er hálfbróöir Ólafs, móöir beggja var Ásta, og hann stuölaði mjög að Olafsdýrkununni. Vera Henriksen telur, að það hafi hann einvöröungu gert af kænsku til eigin ávinnings. En af hverju hefur hún þennan óhemju áhuga á manninum Ólafi Haralds- syni? — Skáldsaga, segir Vera Henriksen og leitar að réttu oröunum, — verður aö vera eins og fljót eða kannski fremur eins og ísjaki: Aöeins lítill hluti er sjáanlegur, en hitt — þunginn, sem heldur öllu saman, er undir yfirborðinu. Eins er það með okkur mannfólkiö: Ég reyni að skrifa um hina ómeövituöu strauma í manneskjunni, um það sem er duliö, en mótar einnig skapgeröina. Jafnframt vil ég lýsa mannin- um í Ijósi samtíöarinnar og meö hliðsjón af menningarsögulegum hræringum og söu- legum viðburöum, sem stuðla aö mótun ævilferilsins. Báðar þessar forsendur eru fyrir hendi, hvaö varðar þennan Ólaf, sem féll á Stiklastööum, segir Vera Henriksen. — í fornsögunum er honum lýst bæði á jákvæöan og neikvæðan hátt, hann hefur bæði sínar björtu og dökku hliðar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessum manni og einnig þeirri tilraun, sem þá var gerð í Noregi til aö bræða saman tvenns konar menningu meö valdi og ofbeldi. Ólafur Haraldsson var uppi á því tímabili, sem viö köllum víkingaöld. Þaö var sá tími, þegar gamla ásatrúin barðist gegn nýrri guöshugmynd. Meðal annars voru hinar kristnu kenningar um auðmýkt í algerri andstöðu við hugsjónir gömlu goðafræö- innar, hreysti og hugrekki, sjálfsbjargar- hvöt og blóöhefnd til að verja heiöur ættarinnar. Hvað kynferöislífið snerti, var einnig munur á hinum kristnu hugmyndum um synd varðandi kynlífið og hinni öllu einfald- ari afstöðu í hinum „gamla sið“. í átökunum og árekstrunum milli hins nýja og hins gamla siðar var staða konunnar sérlega erfiö. Fyrir konur víkingaaldarinnar hlaut kenning Hvíta-Krists að tákna gjörbreyt- ingu á þeirri stööu í þjóöfélaginu, sem að minnsta kosti frjálsbornar konur höföu á þeim fima, segir Vera Henriksen. — Þær stóðu að mörgu leyti betur að vígi bæði fjárhagslega og réttarfarslega heldur en til dæmis konur á Norðurlöndun- um á 19. öld. Til þess benda þeir lagabálkar, sem skráðir voru á 13. öld. Hiö sama kemur einnig fram í fornsögunum — og verður líka ráðið af fornleifagreftri. Norrænum konum hlýtur aö hafa fundizt sér allnokkuð misboöiö með kenningum kristinsdómsins og reglum og verið vandi á höndum. Með hinum nýja siö var hinum gömlu hugmyndum um stolt og sjálfsvirð- inu afneitað, og auðmýkt var nokkuð, sem sérstaklega var krafizt af munkum, konum og þrælum. Ég held einnig, að konurnar hafi þá staöið andspænis klerkastétt, sem beinlínis var fjandsamleg konum, segir Vera Henriksen. — Ég hef reynt aö lýsa aðstæðunum meöal annars meö Sigriöi Þórisdóttir, sem lengi berst haröri baráttu gegn hinum nýju kröfum um auömýkt og undirgefni, og einnig með Gunnhildi, drottningu, í „Drottningarsögunni", en hún fyllist heilagri reiði vegna óréttlætis prest- anna. En þetta hljómar næstum eins og nútíma kvenréttindabarátta? Er hægt aö koma hugsanagangi okkar tíma inn í þeirra tíma fólk? — Bæöi já og nei, svarar Vera Henrik- sen. Já, af (dví að ég held, að víkingaald- armenn hafi á engan hátt verið ver gefnir en við erum. En við getum ekki þar með sett sálfræðilegt jöfnunarmerki milli þeirra og okkar, við veröum alltaf að skoöa þá í Ijósi sinnar samtíðar. Og nei, af því að þá höföu konur að sjálfsögðu ekki fullt jafnrétti, eins og viö skýrum hugtakið. Eigi að síður held ég, að reglur kristindómsins hafi valdið konum þá miklum áhyggjum. Minnumst þess til dæmis, aö þær höföu alla bústjórn á hendi, þegar menn þeirra fóru í víking. Og hugsum okkur, hvað hinar heföbundnu, traustu hugmyndir um ættar- tryggð hljóta að hafa veriö andstæöar boöi kristninnar um trúnað við aðeins einn — Guð. Snúum okkur aftur að Ólafi Haraldssyni og konunum kringum hann. Hvernig ímyndar þú þér, að bernska hans hafi veriö hjá hinni viljasterku móður hans, Ástu Guöbrandsdóttur? — Ég hef þegar minnzt á það, aö staða kvenna á þeim tíma hafi veriö sterk, en reglur samfélagsins veittu þeim ekki sömu tækifæri og karlmönnum til að fá notið þeirra eiginleika, sem þó voru í hávegum haföir bæði meö mönnum og konum: framagirni, stórlætis, dirfsku. Ég hef velt því mikið fyrir mér, til hvers þetta hafi leitt. Ég held, að þeirra tíma konur hafi veriö knúöar til að reyna aö fá útrás fyrir bældar árásarhneigöir sínar, valdafíkn sína gegn- um frændur sína, eiginmenn og syni. Það er Ijóst af sögunni, aö Ásta hatar fyrri mann sinn og fööur Ólafs, Harald hinn grenska, og á Siguröi sýr hefur hún lítið annað en fyrirlitningu. Jafnframt dýrkar hún mannsmynd, sem ber hinn dæmigeröa „hetjusvip" drottnar- ans. Þetta veldur tvískinnungi í afstöðu hennar til sonarins. Annars vegar vill hún, að Ólafur þroskist þannig, aö hann verði hraustur og hugdjarfur, „ósvikinn víkingur", en hins vegar er hún hrædd um, aö hann veröi venjulegur breyzkur maöur. En meö því að ala upp í syninum „karlmannseigin- leikana" og sýna honum fremur hörku en móðurblíðu veröur Ásta til þess að stuöla að þeim vandamálum, sem biðu drengsins Ólafs. Og reyndar, segir Vera Henriksen og brosir, — ætli þessi tvískinnungur í afstööu mæðra til sona sinna sé ekki við lýði enn í dag? En það er annað mál, sem of langt yrði aö fara inn á aö sinni... Við spyrjum, hvort það sé jjessi tví- skinnungur, sem valdi því í fari Olafs, sem komi í veg fyrir samlyndi hans og kvenna hans, hvort sem þær eru frillur eða það er Ástríöur, drottning hans. Vera Henriksen segir, aö víst gæti hjá honum tvískinnungs gagnvart konum, og það láti hún koma fram í lýsingu Ástríðar á Að ofan: Teiknarinn Halfdan Egedius iýsir þannig bardaganum, þegar þeir Kálfur Árna- son og fleiri vinna á Ólafi helga. Til vinstri: í norskri útgáfu af Heimskringlu Snorra Sturlusonar er þessi teikning Half- dans Egediusar og sýnir hún skáld flytja her Ólafs Ijóð. gjörðum konungs og afstöðu gagnvart henni sjálfri. Þó að henni hafi lærzt þaö í uppvextin- um að láta hyggindi og hagsýni ráöa og líti á hjónaband þeirra Ólafs sem aðferð til að treysta stöðu sína, efla völd sín og hefna föður síns, Svíakonungs, þá gengur hún samt til brúökaupsins meö þær björtu vonir, sem fylla hjörtu margra ungra kvenna við upphaf sambúðar. Skilningur konungs á ástinni er mótaður bæði af tengslum hans viö móður sína og valdahneigð hans, og fyrsti fundur þeirra einkennist af yfirlæti og ruddaskap. Eg hef gert mér í hugarlund, aö síðan hafi hann leitað til hennar í bæn um blíðu og skilning, eins og barn, sem hefur verið bariö, en hún hafi vísaö honum á bug — af því að hún neitaði aö sjá hans góöu kosti. Hæfilekar Ástríöar til heilbrigðs og innilegs ástarsam- bands höföu einnig verið eyöilagðir. Hún var frilludóttir Svíakonungs og varð snemma viðskila við móður sína, jafnframt því sem faðir hennar var í augum hennar fyrst og fremst valdsmaður, en stjúpmóðir hennar sýndi henni hörku og óvild. Snorri lýsir Ástríði í uppvexti þannig, að hún hafi verið kvenna fríðust, glaðmælt og Ifillát, aö vísu, segir Vera Henriksen, en þetta lítillæti er undarlega andstætt þeim mætti og myndugleik, sem viö kynnumst einnig af fornsögunum, eftir að hún er orðin fulltíöa. Mig grunar, aö Ástríður hafi náö „tangar- haldi“ á Ólafi Haraldssyni og hafi beitt því miskunnarlaust. Annars hef ég reynt að lýsa Ástríði í „Drottningarsögunni" sem athyglisverðri og sérstæðri manneskju. Fræðimenn hafa deilt um nákvæma dagsetningu orrustunnar á Stiklastöðum. Prófessorarnir Hansteen og P.A. Munch hafa bent á, að hin raunverulegi sólmyrkvi, sem varð meöan orrustan stóð sem hæst, hafi átt sé stað 31. ágúst — en ekki 29. júlí 1030, sem helgaöur er minningu Ólafs helga. Og ýmsa góða kosti hlýtur þó sá konungur að hafa haft, sem lýstur var heilagur. 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.