Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 12
Fyrir 4000 árum stóö fyrsta Evrópumenningin í blóma á eyjunni Krít. Sé litiö á Grikkland hið forna sem vöggu vestrænnar menningar, má segja að Eyjahafsmenningin, fyrst á Krít og síð- ar í Mykene, hafi veriö einskonar generalprufa. Krítverjar voru friöarins menn, víggirtu ekki borgir sínar og neyttu ekki yfirburöa sinna til aö ráðast á aðrar þjóöir. En sjálfir voru þeir afgreiddir meö einskonar rothöggi 1380 árum fyrir upphaf tímatals okkar. Þessi glæfralegi leikur virðist hafa verið þjóöaríþrótt Krítverja og fór m.a. fram í hallargardínum við Knossos, þar sem áhorfendur voru bæði á jarðhæð og í stúku. Þannig líta út leifarnar af höllinni í Knossos, sem endurreist var eftir jarðskjálftann mikla fyrir um 3500 árum og síðar eytt í þeirri árás, sem batt endi á minóska menningu á Krít. Blómi oghnignun m Krít er ekki stór eyja, en í sögu vestrænnar menningar hefur hún gegnt lykilhlutverki. Sé tekið mið af Islandi, er lengdin ámóta og frá Reykjavík og austur til Víkur í Mýrdal, en breiddin um 50 km, þar sem hún er mest. Krítverjar geta þó'minnst þess með nokkru stolti, að forfeður þeirra gegndu forystuhlutverki á menningarsvið- inu í Evrópu um langt skeið. Það var raunar lengri tími en sá sem lið- inn er frá upphafi íslands byggð- ar, eða 1200 ár. Sumir vilja jafn- vel teygja ögn á þessu og kalla að blómaskeið minóskrar menn- ingar hafi staöið í 1500 ár. Þetta ævintýri hófst 3000 árum fyrir Krist; fyrsta skeiðið stóð í þús- und ár, en blómaskeiðiö frá 2000—1550 f. Kr. Síðasta skeiðið var stutt og minósk menníng endar 1380 f. Kr. þegar höfuð- staðurinn Knossos var lagður í rúst. Þegar talað er um minóska menningu, þá er það dregið af Minos, sem var konungur á Krít og bjó í dæmalaust glæsilegri höll í Knossos. Stundum er svo að skilja, að Minos hafi verið ákveðinn konungur; þó hallast menn fremur að því, að þetta hafi verið titill eins og Faraó. Stund- um er einnig talað um egíska menningu, kennda við Egevshaf sem var á sínum tíma skírt eftir kónginum Aigusi. (Sjá sögnina um Minotárus og völundarhúsið, sem hér er einnig birt.) En þetta sama Egevshaf hefur einnig ver- ið nefnt Eyjahaf á íslenzku. Síglíngamenn brúa austrið og vestrið Hvernig í veröldinni hófst þessi þróun fyrir svona margt löngu? Um þær mund- ir bjuggu ýmsar barbaraþjóðir um Norð- urálfu, sem lifðu frá hendinni til munns- ins, en skildu ekki eftir sig menningar- verömæti. Aftur á móti voru Forn- Egyptar búnir að reisa sér ódauðlega minnisvarða löngu áður en blómatíminn hófst á Krít og austur í Mesópótamíu haföi lengi staöiö þróaö menningarsam- félag. Nágrannar Krítverja aö norðan voru Grikkir, sem þá voru ekki vaknaðir til menningarlífs og Hittítar í Litlu-Asíu; merkilegur þjóðflokkur norðan úr Kák- asus og kunnu einir manna í heiminum þann galdur aö búa til járn. Annars voru víst afskaplega mikil ró- legheit yfir heimspólitíkinni á þessu þús- und ára tímabili, frá 3000—2000 fyrir Krists burð. Sjóræningjar voru ekki komnir til sögunnar svo sem síðar varð, en Krítverjar neyttu stööu sinnar í Miö- jaröarhafinu og bæöi sigldu austur í Miðjaröarhafsbotna og hófu vöruflutn- inga á sjó og millilandaverzlun á undan öðrum mönnum. Á þann hátt varö Krít einskonar brú milli menningarlandanna í austri og hins vanþróaða vesturs. Sjálfir höfðu Krítverjar einhverntíma í árdaga komiö norðan af Balkanskaga og sezt að á eyjunni, sem var frjósöm og góð ábúðar. Þeir voru Indó-Evrópumenn, fremur lágvaxnir, dökkir yfirlitum og þóttu friösamir. Krítverjar bronsaldar voru lagnir steinsmiðir og bjuggu í þorpum, þar sem þeir ræktuöu landið; fluttu jafnvel út korn og vín. En þeir voru einnig færir iönaöarmenn, smíöuöu hnífa og axir og aðra búshluti. En fremstir voru þeir alla tíð í listrænum handiönaöi; fegurri leir- ker hafa varla veriö búin til þann dag í dag og munar þar mest um abstrakt skreytingar og ornament, sem voru al- deilis frábærlega útfærðar. Þeir höfðu miklu lakari tilfinningu fyrir skipulagi og stórum línum; hús þeirra og hallir þykja frumstæð að þessu leyti. En þegar til þess kom aö drífa skrautmuni og smíöa skartgripi úr gulli og silfri, var annaö uppi á teningnum. Aö sínu leyti hafa þeir veriö nokkuö hliöstæöir listamenn í höndunum og Víkingarnir næstum þrjú þúsund árum síöar. Fléttustíl Víkinga- aldar sjáum við aö vísu ekki á Krít, en sveigar og margslungin ornament vekja undrun og aödáun. Á hallarveggi máluðu listamenn þeirrar tíðar freskur með fag- urlega stílfærðum dýra- og mannamynd- um. Blómaskeiö ffyrir 4000 árum Krítverjar tóku „stóra stökkið áfrarn" 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.