Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 18
<5 Stytta Ólafs konungs helga í framvegg Niðaróssdómsins í Þrándheími. Myndhöggvarinn Stinius Fredrik- sen er höfundur verksins. DROTTNARI OG DÝRLINGUR Eftir Reidun Kvaale Af hverjum stíg dreif liöiö. Lendir menn og bændur höföu dregiö saman her óvígan, þegar þeir spuröu, aö konungur var austan farinn úr Garðaríki og hann var kominn til Svíþjóöar. En er þeir spuröu, aö konungur var austan kominn til Jamtalands og hann ætlaöi aö fara austan um Kjöl til Veradals, þá stefndu þeir hernum inn í Þrándheim og söfnuöu þar saman allri alþýöu, þegn og þræl, og fóru svo inn til Veradals og höföu þar svo mikiö liö, aö engi maöur var sá þar, er í Noregi heföi séö jafnmik- inn her saman koma. Þannig segir í sögu Snorra um Ólaf helga. Fyrir bændahernum, sem í voru yfir 12 þúsundir manna, voru Kálfur Árnason frá Eggju, Hárekur frá Þjóttu og Þórir hundur frá Bjarkey, þrír höfðingjar, sem höföu ríka ástæðu til að reyna að koma í veg fyrir, að Ólafi Haraldssyni tækist sú ætlun sín að vinna Noreg að nýju. Nú er rúmlega 950 ár sfðan hin blóðuga orrusta var háð aö Stildastöðum í Veradal. Allir vita, hvernig fór. Konungur hlaut sár mikil og lét lífið. „En eftir fall hans þá féll sú flest öll sveitin, er fram hafði gengið með konungi." En menn sáu jarteikn bæöi löngu fyrir orrustuna og eftir, og meðan hún var háð, jarteikn, sem vörðuðu helgi Ólafs og yfirnáttúrulega eiginleika. Og sennilegt er, að þó að flestir í bændahernum hafi haft einhvers að hefna frá valdatíma Ólafs Haraldssonar, hafi margir óttast hann. Því að þessum konungi virtist drottinn hans, Hvíti-Kristur, ekki aðeins veita jafnan heill og hamingju, í bardaga var Ólafur Haraldsson einnig væði djarfur, hraustur og hugprúður — eða eins og Sighvatur skáld lýsir því aö sögn Snorra: 18 Geirs hykk grimligt vóru grunnreifum Óleífí loghreytöndum líta lóns í hvassar sjónir. Þorðut þrænzkir fyrðar, þótt hersa dróttinn ógurligr, í augu ormfrón séa hónum. (Ég hygg, að mönnum hafi verið ægilegt að líta í nístinghvöss augu hins grunnreifa Ólafs. Þrændur þorðu ekki að horfa í augum honum, snör sem í ormi. Konungur- inn þótti ógurlegur.) (í norskri þýðingu er vísan þannig í greininni: Fælslig var det for bönder som blodig sverd förte, á se í den kampglade Olavs kvasse öyne tröndske menn ei torde trosse örneblikket frá hans öyne; farlig fant de hersers herre.) Og ógurlegur var konungurinn einnig eftir dauöa sinn. Því að kraftaverk héldu áfram að gerast kringum lík hans — og „var það þá biskups atkvæði og konungs samþykki og dómur alls herjar, aö Ólafur konungur væri sannheilagur". En hvers konar maöur var svo þessi konungur, Ólafur Haraldsson? í Ólafssögu Flateyjarbókar segir, að sumir hafi sagt um Ólaf, konung, aö hann hafi verið mildur við vini sína, góölyndur, ráðagóður, trygglyndur, orðheldinn og örlátur. En aðrir hafi sagt, aö hann hafi veriö hrokafullur og heiftúöugur, óvæginn og uppstökkur, nízkur og tortrygginn og undirförull. í hinni miklu Noregssögu sinni tekur P.A. Munch aöeins upp fyrri hluta þessarar umsagnar í Flateyjarbók, en birtir síðari hlutann neðan máls — á fornnorsku ... Snorri segir um Ólaf, þegar hann á hátindi veldis síns stjórnaöi ríkinu frá konungsgaröi í Niöarósi: „Ólafur konungur var maður siölátur, stilltur vel, fámálugur, ör og fégjarn." Ef til vill var það vegna hinnar síöast- nefndur hliðar á skapgerð hans, aö hann braut gjarna bæöi Guðs lög og sín eigin? Að hann fór með báli og brandi um byggðir, sveik vini sína og limlesti óvini sína, en lagöi síðan hald á allar eigur þeirra Það er ekki óhugsandi, aö Ólafur hafi gert sér grein fyrir þessari hliö á sjálfum sér. í hinni svokölluöu „Helgisögu Olafs“, sem sennilega er eldri heimild en saga Snorra, eru Olafi lögö þau orö í munn, er hann varö að flýja Noreg, að hann hafi stýrt landinu með harðfengi og ofríki. En hvernig var háttaö samskiptum hins helga konungs viö konur? — Hjá Snorra veröa ekki fundin mörg merki þess, að Ólafur hafi nokkru sinni unnað konu af heilum hug, segir rithöfund- urinn Vera Hendriksen. — Reyndar hefur Snorri sjaldan neitt gott aö segja um konur, yfirleitt talar hann um þær á neikvæöan hátt! Á vorum dögum hefur enginn reynt að kryfja til mergjar skapgerö Olafs helga á borö við Veru Henriksen, hinn vinsæla rithöfund, sem í skáldsögum sínum fjallar um víkingatímann og miðaldir. Fyrstu þrjár bækur hennar fjalla um Sigríöi Þórisdóttur frá Bjarkey, en hún varð húsfreyja á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.