Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 22
Sigurdur Skúlason Þegar fjöllin mín umhverfðust Ég man þann dag er fór ég fyrst að heiman og fjöllin brostu við mér, bernskuvinir. Við riöum greitt og brátt þau breyttu um svip. En útþráin mig bar svo hratt á braut að ekkert tóm um öxl mér gafst að líta. Svo einnar viku ævintýri hófst: Ég sveitabarnið sjóinn barði augum í fyrsta sinn og þef af þangi fann. Leiksystkin sjávarþorps mér styttu stundir, öguð af brimsins ógnarvaldi stríðu. Það bylti sér viö beran sjávarkamp, albúið fólksins fyrirvinnu að hremma og færa þorpsins fiskiskip i kaf, solliö blindri heift við sjógarðshliðin. Eitt var það sem mér undrun vakti mest: sjálf Ingólfsbúðin, sneisafull af vörum. Mér svelgdist á er sá ég allt það góss. Þar héngu ýmis ílát niö’r úr lofti og hillur allar undir ströngum sigu, en flestar skúffur fullar voru af björg. Mig heillaði samt harmónikan mest! Með gjörbreytt viðhorf hélt ég síöan heim er höfðum við hér vikutíma dvalist, ylvermd af mestu gestrisni sem gafst. Hestarnir okkar, heimfúsir að vonum, hröðuðu sér í norðurátt að vild, sprettharðir mjög þeir spyrntu hófum mel. En þegar fjöll mín eygöi eg í nánd ókunn mér virtust þau úr nýrri átt. Þá fannst mér eins og fjöllin hefðu reiðst, fyrir að hafði eg yfirgefið þau í leyfisleysi og laumast nið’r að sjó, umhverfst af heift með ýmsum sjónhverfingum. Mér ægðu þessi undarlegu fjöll, ófrýnileg meö kryppur út úr bökum. Nú birtust þau sem umskiþtingar öll, ólundarleg og grett á brún og brá. Ég sofnaöi það kvöld meö ærinn ugg, óskandi þess af hjartans innstu þrá að fjöllin vildu fyrirgefa mér. Og sjá, er ég viö sólarris þau leit: Hin sama, gamla fegurð af þeim skein. Þá upp rann minnar æsku dýrðarstund er endurheimti eg þessa heillavini, hið eina sanna ísland sem ég þekkti. Úr fjarlægd Hér vitrast þú mér, fagra fósturjörð, meó fannahjúp á vetri, grænku í maí. Og héöan sé ég fjall og djúpan fjörð sem fanga gljúpan hug minn sí og æ. Hér öðlast rödd þín, ísland, fagran hljóm sem agaðist við stílsins listartök. Sú ægifegurð ekki þolir gróm né afslátt þann sem leyfir þekking slök. Hér skilst það vel að ísland, aðeins þú ert okkar hæli bæði í gleði og nauð. Það barn þitt, sem ei öðlast á það trú, er áttavilt og skapferð þess er trauð. Bjartnætti vorsins, skuggar skemmsta dags skópu vort eðli fram til sólarlags. Sigrún Guðjónsdóttir HLEMMUR í SMÁSJÁ Síðan hiö glæsilega biöskýli á Hlemmi komst í gagniö þarf engum aö leiöast í henni Reykjavíkurborg. Þar er líf og sí- felld hreyfing á mannskapnum og alltaf eitthvaö aö ske. Strætisvagnar koma og fara oft yfirfullir af farþegum sem er öll- um til ama og óþæginda, en þess á milli meö aöeins nokkrar hræöur innanbíls og þá er gaman aö ferðast með þeini í góöu sæti horfandi til beggja hliða. En biöskýliö á Hlemmi, þaö er rúsínan . .. Þú þarft ekki annað en aö hafa aug- un opin og þá kemst þú í orðsins fyllstu merkingu í snertingu við tilveruna eins og hún er. í allri sinni dýrö eöa ömur- leika og allt þar á milli. Á Hlemmi er auövelt aö fyllast þeirri tilfinningu aö maöur sé staddur í útland- inu, í erlendri járnbrautarstöð. Fólk aö koma og fara. Karlmenn og kvenmenn, ýmist vel til fara eöa miður vel, nánast púkó eins og maður sagöi áöur fyrr. Smáverzlanir hvert sem maöur lítur með sitt af hverju sem gleöur augu og maga. Þaö er auövelt aö ímynda sér aö mannskapurinn sé aö koma úr langferð meö expresslest t.d. frá Spáni eöa Italíu og ákjósanlegt aö verzla hér á leiö í hót- elherbergi. Hins vegar vantar hér skrá yfir hótel borgarinnar ásamt ýmsum upplýsingum og þaö er ekki nógu sniö- ugt. Aö hugsa sér, Hlemmur býður upp á ókeypis ferðalag, hvert sem hugurinn reikar og sparar manni þar meö eina og hálfa milljón gamalla króna eöa fimmtán þúsund af nýjum krónum. Slíkt ferðalag mundi í mesta lagi kosta okkur eitt hundrað nýkrónur eöa tíu þúsund gam- alla króna ef maður veitti sér einn stöng- ul af blómum og eitthvert smáræöi meö. Ég má til meö aö geta þess svona til nánari skýringa, aö viö hugsum ennþá aö miklu leyti í gömlum krónum, þó viö greiðum meö þeim nýju. Tel ég þaö mjög til bóta fyrir okkar ryöguöu heila- bú, sem þurfa nú aö vera á stööugri hreyfingu, hvenær sem fariö er út í búö. Um leið gerist maður undrandi yfir því, hvaö vörurnar hafa hækkaö í verði, þó viö meö aöstoö nýju kronunnar greiðum mikið lægra verö fyrir þær. Þaö er margt skrýtiö og ef maður fer aö brjóta heilann um þetta skrýtna eins og nýkrónuna, er hætta á því aö maður veröi snarruglaður. En þrátt fyrir allt er þetta aö borga minna þó allt kosti meira, skemmtilegur hugarreikningur. Þaö er ekki sama á hvaða tíma dags- ins viö dveljum inn á Hlemmi. Snemma aö morgni til er bekkurinn ekki eins þétt setinn og eftir hádegiö eöa seinni part dagsins. Á morgnana er fólk á hraðferð í vinnu og hefur engan tíma til þess aö líta í kringum sig ... þvi miöur.. . Oft er veðrið svo gott og fallegt og fyrir utan það ýmislegt aö sjá, aö þaö er þess viröi aö staldra viö og draga djúpt aö sér andann áöur en haldiö er áfram. En mannskapurinn hefur öörum hnöppum aö hneppa, er hlaupandi á milli strætisvagnanna og sumir svo sein- ir aö þeir rétt geta veifaö bless á eftir vagninum, og eru nauöbeygöir til þess aö bíöa eftir þeim næsta og mæta of seint ef þeir hafa ekki efni á leigubíl. Fyrir utan þetta ástand veröa þeir í vondu skapi það sem eftir er dagsins. Þaö getur svosem komiö fyrir að maður sofi yfir sig og telst ekki óeðlilegt. Þaö sem furöu mína vekur er, að viö nánari athugun eru þetta ávallt sömu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.