Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 21
Þessar sögulegu heimildir veita vissu fyrir því aö Ólafur var dýrkaður sem helgur maöur nokkrum árum eftir fall hans. Líkami hans sem ýmis jarteikn geröust hjá, aö því er helgisagnir herma var áriö eftir aö hann var veginn lagður í stórt gulliö skrín í Kristskirkju í Niðarósi. Pílagrímsfarir til Ólafsskrínisins uröu ótrúlega fljótt aö hefð og jukust mikiö viö lok 12. aldar. Aö Ólafur helgi gat orðið svo vinsæll og svo fljótt tískudýrlingur bendir til ótrúlega góöra samgangna. Helgra manna dýrkun breiddist ekki hvaö síst út fyrir eigin heföir kirkjunnar, þar sem hver dýrlingur átti einn sérstakan dag sem haldinn var hátíðlegur meö vissum helgisiöum og sálmasöng. Tíöageröartext- ar fyrir Ólafsdag voru víöa kunnir í Evrópu þegar á 12. öld. Samkvæmt kenningum kirkjunnar gátu dýrlingar og aðrir helgir menn sem áttu vísa vist í himnaríki eftir dauöa sinn, beöiö fyrir þeim sem geröu bænir sínar viö helgar leifar þeirra. Vaxandi boðun um hreinsun- areld og aflát átti sinn þátt í því aö auka Ólafsdýrkunina verulega. Kirkjan haföi mikil áhrif sem trúaruppalandi og knýöi á trúaöa menn aö leita um langan veg þeim til sáluhjálpar. Þar gat komiö til syndastraff sem á þá haföi verið lagt af klerkdóminum eöa þá af veraldlegum yfirvöldum sem not- uöu aðferöir kirkjunnar til framkvæmda á lögum sínum. Eöa þaö gátu líka veriö yfir- bótaerindi fyrir nákomna til þess aö hjálpa einum eöa öörum út úr hreinsunareldinum. Því að hver gat haft það á samviskunni aö vita af vini sínum eða ástvini í hreinsunar- eldinum þegar unnt var aö hjálpa honum fyrir sjálfsfórn og pílagrímsför. — O — Pílagrímarnir lögöu ekki leiö sína eftir átta- vita eöa korti. Þeir uröu til aö byrja meö aö halda sig frá hindrunum náttúrunnar sem voru hvarvetna á vegi eins og þéttir skógar og há fjöll. En því er þeir frekast máttu fylgdu þeir gömlum götuslóöum þar sem þá var aö finna. Þaö skipti ekki öllu aö fara hratt yfir. Pílagrímar voru menn sem höföu lagt upp í langferð og notfæröu sér tímann vel. Fyrir þá sem búsettir voru nálægt óbyggöunum viö pílagrímastígana til Niöar- óss gat sambandið viö sivaxandi píla- grímaskara veriö skemmtilegur þáttur í til- breytingarlitlu og einangruöu umhverfi, heldur Ólav Himmelvoll fram. Mörgum Austdælingum sköpuðust þarna fyrstu tækifærin til aö kynnast kristindómnum. Þessir framandi langt aö reknu feröamenn undir forystu munka og annarra andlegrar stéttar manna, höföu ýmislegt nýtt fram aö færa. Fólkið í sveitunum sem tók skírn varö siðan pílagrímunum til hjálpar sem þeir þörfnuöust á sínum löngu ferðum. í dölunum risu smásaman upp kirkjur í staö hofa og hörga. Sagnfræðingar finna leifar fleiri og fleiri kirkna sem reistar hafa veriö á þeim tíma, er pílagrímaferöir tóku að aukast. Ástæöan til þess aö byggðar voru miklu fleiri kirkjur en þörf var fyrir í fámennum byggöum, gæti veriö sú aö píla- grímaflokkarnir hafi tekið þátt í að byggja þessar „Ólafskirkjur“. Svartidauöi varð höfuöorsök þess að kirkjurnar grotnuöu niöur, eöa sú er skoö- un Olavs Hummelvolls. Það hlaut svo aö fara þegar pestin drap þriöja hvern lands- búa aö minnsta kosti. Og verkamenn kirkj- unnar uröu ekki betur úti en aörir. Meö því hnignaöi öllu menningarlífi stórlega seint á 14. öld. Fyrir utan menningarleg áhrif sem sam- bandið við pílagrímana haföi fyrir byggða- fólkið þar sem þeir fóru um skal því þó ekkl gleymt aö örtröö þeirra olli óþægindum. Þaö voru ekki allir jafn-hrifnir af því þegar pílagrímaskararnir fóru um t' gróandanum. Pílagrímaferöir um byggöir Heiðmerkur eru t.d. staöfestar í réttarbók áriö 1328. í henni áminnir Magnús konungur Eiríksson „fyrir guös miskunn Norömanna, Svía og Gauta konungur alla menn í Austurdal Solör og alla í Oppal, aö koma betur fram viö píla- gríma." Sr. Sigurjón Guöjónsson tók saman. Séra Jakob á Sauðafelli Bleikur minn um þau glæfrastig. Löng þó mér fyndust löndin heiöa, loksins komum viö o'naö Breiöa og fundum gullkónginn * * * * gamla þar, gestrisinn hann og kátur var; svo þegar kom ég síöar heim sár-uppgefinn úr feröum þeim, lúið corpus ég lagöi í ból og leit ei upp fyrir þriöju sól. Nú er ég hættur þulu aö þylja, þér ég gjörði það rétt til vilja aö fitja upp þennan ferðabrag firða sem enginn kann við lag. Héöan er nú svo fátt aö frétta, aö fréttir ei lengja kvæði þetta, því enginn fæðist og enginn deyr og enginn held ég að giftist meir. Henni Kristínu, konu þinni, kveðju mína ég bið þú innir, kysstu hana eins og kanntu best koss fyrir gamlan Dalaprest. Vertu nú sæll og mundu mig, muna skal ég þá lengi þig. Ad amicum. Sauðafelli 14/11 1877. * Hraunsnefi. ** Árni og Ingibjörg, foreldrar Oddnýjar húsfreyju aö Skarðshömrum. *** Þ.e. Jón Skeggjason. **** Jón Jóh. Pétursson, bóndi að Breiða- bólstaö, af sumum kallaöur hinn riki. Hér lýkur þessum „pistli". Hann barst í bréfi, dags. 3. maí 1935 frá Guðbrandi Sigurðssyni í Ólafsvík. Er þar presturinn í Hvammi nefndur séra Jón. Séra Jakob kom kveld eitt til Stykk- ishólms og lenti þar í kunningjahópi. Vildu þeir gæða honum á bjór, svo aö hann hresstist eftir ferðina. Þá kvaö hann: Biðst ég undan bjór í kvöld, brjóst er veikt og maginn, ár míns lífs þá eru töld, á minn letrist grafarskjöid: hann lifði í hófi lífsins [hinsta daginn. Sigurður Jónsson, sýslumaöur í Snæfells- og Hnappadalssýslu, var ung- ur tekinn til fósturs af Jóni forseta, móð- urbróður sínum. Dvaldi hann hjá honum í Danmörku, þar til hann hafði tekiö lögfræöipróf og fengið veitingu fyrir nefndri sýslu. Sigurður var með stærstu mönnum og eftir því þrekinn, enda var gert orð á því, hve sterkur hann væri, og heföi það oft komiö sér vel, meðan hann var við leynilögreglustörf í Kaupmanna- höfn. — Séra Jakob hitti sýslumann eitt sinn á förnum vegi, þegar hann var ný- kominn til Stykkishólms, og segir: Víkingur vestan úr fjörðum til vistar fór suður um haf. Átti hann þar einatt í hreöum, og ei Dönum hvíldir hann gaf. Þeir voru grænir og gulir og gjörðu honum snerrur ávalt, en magnaður megninu jötna hann muldi þá rétt eins og salt. Heim er nú kominn meö heiðri, Hólmurum veitir hann liö, megi því móðir skal fagna mjúklát við túhraustan niö. Frændur tveir í Dölunum giftu sig og slógu saman brúökaupunum sem kallað var. Þeir hétu báðir Oddur. Það var í flimtingum haft að brúðirnar færu ekki einar. — Prestur var séra Jakob, og var hann sem vænta mátti i veislunni. Er púnsdrykkja var hafin og menn gerðust glaöir, fór að fjúka í kviölingum hjá presti. Er þetta eitt af því sem hann kvað: Út á djúpið Oddar tveir eitt sinn reru báðir þeir, og eignuðust ferjur allgóöar, sem aldrei fyrri róið var, hvor sinn Odd og einn í hlut [að auki bar. Hér lýkur drögum Ásthildar aö fram- haldserindi um séra Jakob Guðmunds- son á Sauðafelli. En tvö Ijóö eftir séra Jakob voru á blöðum, er lágu hjá erind- istextanum, og hefir hún vafalaust ætlað að bæta þeim við. Annað er „Nýárs- kveöja til séra Eiríks Gíslasonar í janúar 1877“ og er þannig: Gott ár þér gefi guð, og öllum þínum; þá trú ótrauða ég hefi hann taki bænum mínum, því fúst er föðurhjarta fáráð börn að hugga, hans Ijósið lýsi oss bjarta lífs i dimmum skugga, svo ei þurfum ugga. Hitt Ijóðiö er „Pistill til sr. Eiríks Gísla- sonar í janúar 1887 frá sr. Jakobi“ og hljóðar þannig: Eiríkur minn, ég þakka þér þitt fyrir bréf, er sendir mér og fyrir fleira gamalt og gott og góðan margan kærleiksvott, og samvinnuna hjá séra Pá, er situr Ölafs bólstað á. Pistlana þína pósti ég fékk, þá pílagrímsferð hann suður gekk; hann skilar víst, ef lifir hann lengi og líta fær hann Víkur mengi, því hann er ærlegur Árni greyið og aldrei hefur mútur þegiö. Hjá Lúsifer ei að Ijúga og stela og læra þarf því ekki aö fela. Fréttir ég engar færi þér, því fréttnæmt ekkert hér til ber. Fáir lifna og fáir deyja og flestir við það gamla þreyja. En köföld og jarðar bráðast bann búandann gjöra huglausan. Þegar hann lítur gljáan gadd gjörvallan þekja foldar hadd, hann heldur hvorki sól né sumar sjá muni framar íslands gumar, og héðan af engin signi sól samfrosið land við Norðurpól. En Kári hlær í kamp og segir: „Komið og lærið íslands megir hörðum að búast vetri við og varast skrælingja Ijótan siö; að vetri liðnum sól og sumar sjá munu aftur íslands gumar, ef meðan varir fjúk og frost fénað halda við góðan kost. “ Útsynningurinn yglir sig og ætlar hreint að drepa mig, þurfi ég nokkra aö fara ferð, farlama ég á eftir verð. Ellinnar eru illar brellur, ellin mér ekki vel því fellur, og vil því feginn við hana skilja og verða ungur, en drottins vilja hlíta ég vil og þolinn þreyja, þar til ég bráðum fæ að deyja. Þá vona ég mín unga önd öll veröi laus við þrældóms bönd, og blómgist þá við frelsið frítt í fögrum lund þar allt er nýtt. Eins og pálmi á áarbakka, Eiríkur minn, ég til þess hlakka. Á meðan ég ekki fæ að flytja af foldu héðan, ég verð að nytja ávexti jarðar illa og góöa, og allt sem veröld hefur að bjóða. Þvi eitthvað má af öllu læra, hið illa kann oss gott að færa, þrautirnar efla þrekið manns, þolgæði við það styrkist hans, af mannraunum sálin menntun fær og meðal þyrna rósin grær. Ég vil því gjarnan veröld þjóna gegn vélum hennar reyna fjóna, og leiðrétta hennar barnabrek, bara að ég hefði til þess þrek. En veraldar eru heima hellur hálar, og margur á þeim fellur; þegar ég hefi þeim á gengiö, þá hef ég marga byltu fengið; en bylturnar þó mér kæmu í vanda, af byltunum ég lærði að standa. Ef ég kærleikans töltur tók og trúarstarf það kraft mér jók, hver sem fær sér þau feróagögn, fellur ei, það er biblísk sögn. Heyrðu, frater, ég hættur er, því horfin er andagiftin mér. Mæðgurnar heilsa þér og þínum, og Þorbjörgu, en ég í pistli mínum fel ykkur öll í forsjá hans, er farsæld allri ræður manns. Ignosce! Salute! et vale! tuus integer amicus et collega Jacobus. — O — Dóttursonur séra Jakobs, Yngvi Jó- hannesson, hefir látiö mér í té eftirfar- andi vísur eftir afa sinn, og tel ég rétt að birta þær í framhaldi af erindum Ásthild- ar, enda þótt hún hafi ekki haft þær í fórum sínum. 777 dr. Hjaltalíns 28. ágúst 1881 Þú hefur fengið gæöing gráan geðslegan og nokkuð smáan. Úr Arnarfirði hann er að vestan, arnfleygur því bráðum sést hann þig aö Gimli um Bifröst bera beina leið frá storöu frera. Hippókrates heilsaöu frá mér, hann mun leita frétta hjá þér. Straumur lífsins Áfram lífiö líður líkt og vatnsins stríður straumur i strangri á, ýmist byrinn blíður böls eða kaldinn tíöur leiðir oss landi frá. Hvar mun þá höfn að fá þar sem amar ekkert framar og und ei lengur svíöur? Þá frá landi leggjum lífs í ama hreggjum hætt um dauðans haf, hvort meöbyr eða móti mætum lífs í róti, líf sá lénti og gaf með Ijósi á leið lýsir skeið í sælu hafnir, heldur stafni himinsölum móti. Að lokum fer hér á eftir vísa eftir dótt- ur séra Jakobs, Önnu (1855—1883), sem hún orti þjóðhátíöaráriö 1874, þeg- ar hún var 19 ára: Lifi ísland og islendingar, islenzkar lifi tilfinningar, lifi vort kæra móðurmál meðan að nokkur skapast sál. 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.