Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1981, Blaðsíða 8
Séra Jakobi Guomundssyni, presti aö Ríp í Skagafirði, voru veitt Miödalaþing í Dalasýslu áriö 1868, sama ár og faoir minn, Guömundur prófastur Einarsson, fluttist þaðan að Breiðabólstað á Skóg- arströnd. Foreldrar minir höfðu búið aö Kvennabrekku í Miðdölum í 20 ár. Þar settist séra Jakob aö. Síöar fluttist hann aö Sauöafelli. Brátt komst góður kunningsskapur á milli séra Jakobs og fjölskyldu hans og okkar á Breiðabólsstað. Einkum var mér og Önnu, elstu dóttur hans, vel til vina. Við vorum saman í Kvennaskóla Reykja- víkur veturinn 1874—1875. Anna var góð kona og mikilhæf. Hún dó úr tauga- veiki á unga aldri. Steinunn, systir Önnu, móðir Jakobs Smára menntaskólakenn- ara og þeirra systkina, var nokkru yngri. Dvaldi hún oft hjá foreldrum mínum. Hún var með afbrigðum fríð kona, gáfuð og góö. Öll voru börn séra Jakobs vel gefin, söngelsk og hagmælt, sum þeirra aö minnsta kosti. Séra Jakob var jafnan glaður og reifur og lét oft fjúka í kviðlingum. Voru það sérstaklega tækifærisvísur, sem vana- lega fylgir lítið sögubrot, oft til skemmt- unar. i staö sendibréfa skrifaði hann oft svokallaöa „pistla". Flest af þessum kveðskap er glatað, en ég hef reynt að safna saman því litla sem ég hef getað náð til og rifjaö upp frá barnæsku minni, en þaö er minna en skyldi. Á Skallhóli í Miödölum bjó maður sem Jón hét. Hann var forsöngvari í Sauöa- fellskirkju seinni ár fööur míns í Dölun- um, og hélt því starfi meðan heilsan leyfði. Hann hafði svo mikla og skæra rödd, aö yfir tók söng annarra. Mér hef- ur oft dottið í hug, hvað mikið hefði get- að orðið úr þeirri rödd, ef Jón gamli hefði lifaö nú á tímum. Hann varð mjög gamall maður. Þegar séra Jakob frétti lát hans, kvað hann: Svifinn er nú svanur til sálar hæstu bála, sætum söngvum vanur á Seraps glæstu skála, settur í söngva skara hann syngur öörum hærra, og mig undrar bara, ef þeir komast hærra. Meðan séra Jakob dvaldi að Kvenna- brekku, bjó á Sauöafelli Gísli Jónsson, almennt kailaður Saura-Gísli, og kann- ast margir við hann. Hjá honum var ráðskona, er Ragnhildur hét. Hún hafði einkennilega framkomu á margan hátt, var meðal annars ööru vi'si klædd en þá tíökaðist. Á feröalögum var hún í víðum, gráum reiöfötum, með stóran, gulan klút yfir höfðinu. Stundum hafði hún lítinn stráhatt yfir klútnum, en stundum klútinn einsamlan. Á þeim tímum sóttu Dala- menn allar nauösynjar sínar til Stykkis- hólms og lágu léiöir þeirra framhjá Breiöabólstað. Var oft gestkvæmt hjá foreldrum mínum um lestirnar sem kall- að var, því að gömul sóknarbörn föður míns fóru ógjarnan framhjá. Stafngluggi á herbergi foreldra minna vissi út að þjóðveginum, og sáum við því alltaf, ef einhver yfirgaf lest sína og reið heim til okkar. Var þá í flýti settur upp ketillinn. Einu sinni sáum við, aö tvær lestir mætt- ust. Önnur hélt tafarlaust áfram, en tveir menn úr hinni lestinni komu heim, og var annar þeirra séra Jakob. Spyr þá móöir mín og var fremur stutt í spuna: „Hvaða fólk var nú þetta sem reiö framhjá. Mér sýndist kvenmaður vera meö í lestinni. Hver var hún?" Séra Jakob rak upp stuttan hlátur og svaraði samstundis: Rjóoar meyjar meö rauðan klút, þær renna hreint eins og vatniö út, og hvitar stúlkur með hvítan fald Rauðar meyjar með rauðan klút, þær renna hreint eins og vatnið út UMSERA JAKOB GUÐMUNDSSON A SAUÐAFELLI OG LJÓD HANS Eftir Pétur J. Thorsteinsson Ásthiidur Thorsteinsson, amma mín, flutti hinn 28. apríl 1935 útvarpserindi um séra Jakob Guðmundsson, síðast prest að Sauðafelli í Miödölum. Ásthildur var þá 78 ára. Hún ætlaði sér að flytja framhaldserindi síðar, og skrifaði drög að hluta þess erindís, en entist ekki heilsa og aldur til að Ijúka því. Hún andaðist um vorið 1938, og hafa þessi gögn legið hjá mér frá þeim tíma. Ég hefi lengi ætlaö að láta birta þau, en af ýmsum ástæðum hefir ekki orðið af því fyrr en nú. í nóvember 1981 Pétur J. Thorsteinsson á karlmönnunum þær hafa vald, dökkhærðar ekkjur svart meö sjal við siðuga menn þær eiga tal. En gular kvensur með gulan klút sitt glaóasta hafa lifaó út. Þá man ég að móðir mín sagði: „Jæja, þá veit maður, hver það hefur verið." Þegar Böðvar kaupmaður Þorvalds- son á Akranesi fór vestur til Hvítadals og giftist Helgu Guðbrandsdóttur, reið hann um Dalina á suðurleið og kom að Sauöafelli. Fylgdarmaður ungu hjónanna var kunnugur séra Jakobi, reið því lítið eitt á undan, hitti prest úti og sagði hon- um, aö nýgiftu hjónin væru aöeins ókomin, og væri nú gaman, ef tekið væri á móti þeim með vi'su. I sömu svipan riðu hjónin i hlaöið. Prestur gengur til þeirra og segir: Þegar forlofast víf óg vérar, veit ég Danskurinn gratúlerar, og drekkur af glösum danskan bjór, Dönum það þykir æra stór. En þegar trúlofast maður og mær, í mínu hjarta ósk sú grær, aö auðnan þeim veitist öli betri, aldrei iþeirra hjarta vetri, heldur þar Ijómi sífellt sumar i sumarblíðunum frúr og gumar þeim ástarblómum safni sér, sem að heita „ei gleymdu mér". Böðvari og Helgu óska ég eins: aldrei þeim gangi neitt til meins. Séra Jakob reiö eitt sinn fyrir neðan túniö á Helgafelli í Helgafellssveit. Þá kvað hann: Aðra muna mætti tið margráðuga hetjan fríð *, ef að lita mætti úr mold og muna sína barndómsfold, þegar í æskuskrúöa hún skein . og skóga gyllti sunna hrein, þá glitruöu daggar gullin tár um gulllitaðar foldarbrár, en enginn maður æðrast lét, þvi enginn vissi hvað hún grét, en barna sinna böl hún sá, beiskum tárum grét hún þá. Gremi sollin grætur hún enn, grátna móður huggi menn. Ef að börnin drýgja dáð, dýrrar móður vænkast ráð, þvi hún á sér ennþá vor, ef menn hafa vit og þor til að bæta hennar hag og hennar spjöllin færa í lag. Sverjum henni sonar tryggð, sæl þá verður Islands byggð. Snorri goöi Það var eitt sinn, að einhver hinna heldri manna lést í Stykkishólmi, og viðhöfn var mikil við útför hans. Meðal annars voru fleiri en einn utanhéraös- prestur sem töluðu yfir moldum hans auk sóknarprestsins. Séra Jakob var einn þeirra er flutti þar ræöu. Daginn eftir jarðarförina var séra Jak- ob enn ófarinn úr kaupstaðnum. Kom hann þá ásamt nokkrum kunningjum sínum inn í eina sölubúöina í Hólminum. Var þar margt manna fyrir, enda var það alsiöa á þeim árum, að þeir sem höföu lítið við að vera, stóðu i' búðunum og göspruöu saman, sumir oft viö skál, því aö þá var staupsala frjáls. Meöal þeirra sem að þessu sinni hímdu við búöar- borðiö, var maður sem Guömundur hét. Varð honum tíðrætt um þessa miklu út- för sem fram haföi farið, og gat þess um leiö, aö ekki væri sama, hver kastaði úr kláfunum, og þó yrðu allir fingur jafnir, er í lófann kæmi, og allir yrðu að sama skítnum, þegar moldin tæki viö. Vikur hann sér svo aö séra Jakobi og segir: „Hvaö haldiö þér svo sem, séra Jakob, að þér hefðuð um mig aö segja, ef þér ættuð að fara að halda ræöu yfir mér?" Hláturinn sauð niðri í séra Jakobi, er hann svaraöi: „Æ, ætli að þaö yrði ekki eitthvað á þessa leið: Gvendar oft var ævin hörð, öll þá mæðan þrýtur, nú er hann lagður nár íjörð, og nú er hann orðinn skítur." Séra Jakob átti oft góða hesta, enda þurftu Dalaprestar á því aö halda. Þeir höfðu fjórum kirkjum aö þjóna, og voru oft sóttir, hvort heldur var á nóttu eða degi, ýmist til aö skíra börn eöa þjónusta veika — sem þá var síður. Sérstaklega heyrði ég dáöst að bleikum fola, sem prestur hafði fengið hjá Gunnlaugi bónda Guðmundssyni í Álftatrööum. Um Bleik kvað séra Jakob: Taumar leika mér i mund, minn þegar Bleikur rennur. Þetta veika léttir lund, lífs meðan kveikur brennur. Þessi vísa hefur farið landshorna milli, en fáir vitaö hvernig hún er til oröin. Jón nokkur, sem kallaöur var Gils- bakka-Jón, kom til séra Jakobs og baö hann aö lýsa meö sér og heitmey sinni, Ingibjörgu, næsta sunnudag. Vildi þá svo illa til, að skall á með hríðarveður, sem hélst óslitiö í hálfan mánuö. Dala- árnar sem oft voru vondar, urðu nú bráð-ófærar, svo að messufall varð á öllum kirkjum. — Þá orti séra Jakob: Ég sáraumkva garminn hann [Gilsbakka-Jón og greyið hana Imbu, sem ætla að [verða hjón; að lýsa meö honum og hringagná [ég vil, hann hleypur út í stórflóð og mold- [viðrisbyl, en enginn til kirkjunnar kemur. Væri ég ei klerkur, ég kenndi þeim [ráð, 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.