Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Qupperneq 3
æra óstööugan aö fjalla hér og nú um öll verk 43 bóka höfundar. Ég vil þó nefna næst bókina „Á bökkum Bolafljóts", sem út kom fyrst 1940. Það er rammgerð sunnlensk sveitalífssaga og endurspegl- ar þjóðfélagsgeröina í upphafi aldar. Fyrst er það þó römm og ísmeygin mannlýsing Ámunda Finnssonar, sem heillaöi konur með rándýrsaugum sín- um, en sýndi karlpeningnum hæfilegan yfirgang. Guðmundur sendi einnig frá sér trílógíu: „Eldur“, „Sandur“ og „Land- iö handan landsins". Þær eru mér ekki eins eftirminnilegar — kannski vegna þess að Guðmundur ætlar sér of vítt sögusvið — ætlar að spanna yfir helsti marga atburöi. Þaö er ekki hans sterka hlið. Einfaldleikinn — lýsing á tvíhyggj- unni — hvort tveggja hæfir honum best. En öðrum bókum ætla óg endalaust að halda á lofti: „Musteri óttans“ fyrir þau dularmögn, sem mér finnst vera þar á ferð. „Blindingsleikur", einföld og hnitmiðuð sálkönnun afbrotamanna — já og einstök umgjörð og framsetning í stíl og samtölum. „Hrafnhetta", fölskva- laus lýsing á ást, sem lítt fæst endur- goldin, og þeim gjöldum, sem-veröur aö greiða fyrir að vilja lifa lífinu með reisn. Ég nefni einnig listaverkiö „Sonur minn Sinfjötli“, magnaöa ádeilu á öll stríð. Sjaldan hefur verk úr penna Guðmundar hrifið mig meira við fyrsta lestur — og því hefi ég ekki þorað að lesa þá bók aftur. „Húsið" er einnig gullvægt verk. Eldri menn telja mér trú um, aö vart geti betri umhverfislýsingu í verkum Guö- mundar, og þar teflir hann venjulegu erf- iöisfólki, Jónu Geirs og Hús-Teiti, gegn fína kaupmannsfólkinu. Þau krefjast einskis, lifa sig inn í umhverfiö — og lifa því söguna af. Taóismi myndi einhver segja. Mér er líka föst í huga seinasta skáldsaga Guömundar, „Dómsdagur", ef til vill með hnúskum, þar sem ætt- fræðiblandin sagnfræði þyngir verkið — en sunnlenska umhverfið er frábært og persónusköpun Sigurðar Guðbrands- sonar eftirminnileg. Þó smýgur ein auka- persóna best inn í mig, hann Ampi sem sullast ár og síð í Veiðivötnunum. Ampi — er þaö ekki veiðimannshliðin á Guð- mundi sjálfum — sú sem snýr að okkur á sumrin? 43 bækur sagði ég, og ekki rúm hér til aö minnast almennilega á smásögurnar. Þær eru í þremur söfnum: „Heldri menn á húsgangi" sem mér finnst ég verða aö kalla „vegarkantssmásögur'* því þær eru frá þroskaárum Guömundar. Þá komu „Vængjaðir hestar“ og siöar „Drengur á fjalli“. í miðsafninu er ný persóna til sög- unnar komin: Drengurinn Húni. Af hon- um þykir mér þrjár sögur fremstar í þessum tveimur síðari söfnum: „Pyttur- inn botnlausi“,„Drengur á fjalli" og „Tap- aö stríð“. Hver þeirra ein og sér myndi duga tii aö halda skáldnafni Guömundar á lofti. „Pytturinn botnlausi“ fyrir næma lýsingu á dauöageignum, sem lífslöng- unin ein vinnur á. Og svo þegar þessum geig er burtu svift, þá glatar þar með fenjamýrin áhrifamætti sínum og dul. Ég vona, að hin sunnlenska fenjamýri svifti Guömund Daníelsson aldrei lokkandi grun um hættuna — því þá eru töfrar lífsins horfnir um leið. Þessum töfrum lífsins er einnig frábærlega lýst í „Dreng- ur á fjalli“, sú saga er einn samfelldur óöur til fjallafrelsis og getur vart betri lýsingu á fjallferöum og réttum í íslensk- um bókmenntum en þessi einfalda ferðasaga geymir. „Tapað stríð“ er þeirra margslugnust, sagan um móöur- ina, prestinn og fööurinn skotglaða. Þar virðist mér Guömundur komast næst tveimur norrænum sagnameisturum, Knut Hamsun, sem kunni allra skálda best að dylja hið ósagöa í næmum hversdagslýsingum, og Per Olof Sund- man, sem skrifaði eitt sinn: „Ofta ár det icke sagda mera innehállsrikt án det sagda." I lok þessarar sögu heppnast Guðmundi eitthvaö þvíumlíkt. Hann skil- ur lesandann eftir með þá spurningu, hvort drengurinn Húni drepi prestinn í ógáti í staðinn fyrir hrafn og hvort faðir hans kynni að vera örlagavaldur hans á þeirri stund. Hér er skáldinu gefin sú list aö hætta á réttu augnabliki. Ekki orö framyfir — þá hryndi listaverkið allt. Þessar sögur um drenginn Húna vildi ég sérstaklega minna á vegna þess aö þar dregur skáldið upp einfaldar myndir. En einfaldur eða einhamur hefur Guð- mundur sjálfur aldrei veriö í lífsstarfi sínu. Hann varð „kennari, skáld og ef til vill fleira“. Reynslu hefi ég af því, aö Guömundi fórst vel að vera bæði kenn- ari og skáld. Þannig var, að hér fyrr á árum lenti óg tvisvar í því síðla vetrar að ganga í forfallakennslu fyrir skáldiö. Þaö var þegar hann var nauðbeygður til þess að fara til Reykjavíkur og viða að sér efni í „Spítalasögu“. Ekki hefi ég tekið við bekkjum jafn bókmenntalega sinnuðum né jafn þroskuðum til að meta hvaö væri gott eða vont á þessum ódáinsakri. Af hinu er minni frásögn, aö ég lenti í arfa- garöinum. Skáldið haföi geymt sér lengi að kenna setningafræöina og lái ég hon- um þaö ekki. „Og ef til vill fleira": Ritstjóri Suður- lands 1953—1972 og kostaði þá átök að losna. Þessu þarfa blaði stýrði Guð- mundur á óvenju djarfan og sérstæðan hátt. Viðtöl hans, sem flest finnast í fimm viötalsbókum, urðu víðfræg. Þjóðar- athygli vakti hann þá á Tótu Gests á Eyrarbakka, en um viötölin um hana komst Ólafur Thors að oröi, að hann læsi ekki annaö skemmtilegra. Ég skal játa, að þessi viötöl eru mér uppflettiefni ár og síö vegna þeirra heimilda, sem þau geyma. Og ekki síður það, að frá fyrstu tíö er ég hóf sjálfur aö gera viðtöl, voru þessi flýtisverk Guðmundar það helsta, sem ég sótti formið til. Hann varö læri- meistari minn og án efa margra annarra. Margt fleira, svo sem, ötult uppbygg- ingarstarf fyrir Héraösbókasafn Árnes- sýslu, þar sem hann gegndi formennsku frá 1970 og framundir þetta. Kosinn með hlutkesti í hreppsnefnd Selfosshrepps 1970 og sat þar til 1974, en það reyndist satt sem óg hugði, að þvílíkt starf er ekki við skálda hæfi. Formaður skólanefndar Héraösskólans á Laugarvatni frá 1967 til 1969, er hann lét fógeta innsigla for- mannstöskuna og sagöi skiliö viö Sturl- ungana á Laugarvatni. Mitt verk var þá aö hljóta samfylgd — réttara sagt njóta samfylgdar Guömund- ar aö Laugarvatni þessi samveruár okkar í Laugarvatnsskólanefnd. Gott at- læti fengum viö þar hjá frú Öddu Geirs- dóttur og Benedikt Sigvaldasyni skóla- stjóra. Til þess að hafa formanninn góð- an gaf ég frú Öddu eitt gott ráö. Hún skyldi gæta þess aö bera Guömundi allt- af mikiö og gott kaffi — því hann væri mestur kaffimaður á íslandi. Þaö var svikalaust gert. En þegar ég er nú aö lokum kominn á leiðarenda í þessu erindi þá verður mér þetta efst í huga: í þeirri bók Guðmundar, sem mér þykir einna vænst um, „Bróðir minn Húni“, leggur hann aöaláhersluna á tví- eðli mannshugans annars vegar og hins vegar löngun okkar allra til aö deyja standandi. Sú var ósk föðurins í þeirri bók — eina óskin sem hann átti eftir. Hvers getur maður óskað miklu skáldi, sem fyllt hefur sjötugsaldurinn. Eiga menn á hans aldri ekki allt: góöa konu, vel heppnuö börn, bíl, margar bækur — já, hús meö heldu þaki? Hvers getur maður þá óskað annars en sá hinn sami fá aö lifa lengi og vel? Jú, eina ósk á ég eftir: Aö Guðmundur Daníelsson fái — um síðir — að deyja uppréttur — eða þá til vara sitjandi við skrifborð meö góöan kaffibolla í hönd. Henrik Nordbrandt líkmennirnir sérðu grafflötina með háu steinþrónum þar sem líkfylgd þokast eilíft áfram og hver kista virðist geyma leyndarmál sem sjálfur dauðinn veit ekki einu sinni skil á. því aö heldur þú að hinn dauði viti hvað er milli naumt samanrekinna fjalanna kannski þekkti hann sjálfan sig — en lík hans er og verður honum hulinn leyndardómur hlutur, sem aöeins við getum lýst: líkami sem einmitt nú er borinn burt í líkkistu af okkur, okkur sem grípum um messinghankana og verðum um leið líkmenn hins dauöa. séröu okkur, okkur með sorgarsvipinn sem berum hvert leyndarmálið af öðru burt undir greinum hvinhárra sedrustrjánna. við erum líkmennirnir, þeir einu sem hafa vitneskju þeir einu sem þekkja leyndar hugsanir þínar eftir dauöann, þegar þú liggur stirðnaður í kistunni. og margur, sem aldrei hefur heyrt næturkulið og aldrei horft á skin frá fullu tungli lærir ekki að þekkja sjálfan sig fyrr en í kistunni þegar viö lýsum honum: sem rotnandi líkama sem í þessari andrá er borinn burt í líkkistu af okkur, okkur sem grípum um messinghankana á grafflötinni milli hárra steinþrónna. Úlfur Hjörvar þýddi. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.