Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1982, Qupperneq 10
A AthntfS OceHfi N{*wp#rt James fímr Nortölk PoitS!«du!h Shesðþéáké 3=2 Hamton Roads Borgirnar við sundin Syðst í Virginiafylki við strönd Atl- antshafsins fljóta sjö borgir á sund- um, víkum og flóum og hafa sam- heitið Hampton Roads. Norðan James-árinnar eru Newport News og Hampton en að sunnan Norfolk, Virginía Beach, Portsmouth, Ches- apeake og Suffolk. Nöfnin bera upp- runa sínum vitni enda var þetta svæði fyrsta landnám breskra í nýja heiminum. Þetta sams'æða byggö- arlag, bútað niöur í mörg lögsagnar- umdæmi, telur um eina milljón íbúa og er nú tonnahæsta útflutningshöfn Bandaríkjanna. íslendingar í skemmtiferöum leggja sjaldan leiö sína hingaö, sækja frekar suö- ur til Flórida eöa vestur til Kaliforníu. Samt er vafasamt aö önnur landsvæöi hórlendis hafi meiri og almennari tengsl viö ísland og er þar margt sem veldur. Þaö er ekki ótítt aö maður rekist inn til t.a.m. rakara eöa skóara sem í eina tíð dvöldu á Islandi og minnast tæra loftsins en þó kannski öllu frekar roks og rigningar á Reykjanesskaga. Þaö eru ör mannaskipti í Keflavík og obbinn af hermönnum og starfsliöi við mannvirki varnarliösins er úr þessari sveit. Það er því fyrst og fremst hingað sem ís- lenska þjóðin hefir misst stóran hóp fríöra og föngulegra kvenna, sem hafa gifst Bandaríkjamönnum. Ekki veit ég til aö neinn hafi kastað tölu á þann skara, en hér og í nágrenni Washington er aö vaxa upp kynslóð Vestur-íslendinga af nýrri sam- setningu — faöirinn bandarískur, móðirin íslensk. Skrifari þessa pistils fluttist hingað suöur fyrir tæpum áratug eftir langa dvöl í New York. Meö fullri virðingu fyrir þeim stóra potti í noröri sem bræöir saman ólíkustu þjóöarbrot, þá finnst þaö fljótt aö hér er viðmót fólks Ijúfmannlegra og umgengnis- venjur meö frjálslegra móti. Þó fyrirfinnst hér fólk af öllum landshornum og eins og annars staðar í Suðurríkjunum er stór pró- senttala af svertingjum. Hlutskipti þessa eölisglaða fólks hefir breyst mjög til batn- aðar á síöasta mannsaldri. í eina tið var svörtum markaöur bás í almenningsfarartækjum og þeim meinaður aögangur aö veitingahúsum hvítra manna. Nú er slík sundurgreining bönnuð meö lög- um. Svertingjar sitja nú í dómarasætum, gegna embættum fylkis- og borgarstjóra, sumir aka bleikum kadiljákum. Þótt hér starfi óperufélag og leikflokkar hafi hér gestaspil, þá er skemmtana- og næturlíf fáskrúöugt. Helst er rokkaö og rallaö um hásumarið þegar baögestir eru flestir. Brennivín er selt í opinberum útsöl- Kort af Chesapeake-flóanum og ó myndinni að ofan: Brúin yfir flóann er svo löng, að varla sést yfir hana úr lofti, en þar sem hún slitnar, eru undirgöng. Til hægri: Minnismerki um stríðshetjuna McArthur og frægt hús frá miðri 17. öld. Neðst: Sól, sandur og urmull af baðstrandargestum á Virginíuströnd. um fylkisins en bjór og borövín í hverri búðarholu. Þó sér aldrei vín á nokkrum manni — eöa svo til. En hugmyndin var nú aö láta þess getiö sem telja má sérstætt fyrir þetta pláss en sneiða hjá hinu sem segja má um ótal aör- ar borgir. Skal þá fyrst talið aö Norfolk er höfuöbækistöö bandaríska flotans og flotadeildar NATO. Islenski fáninn blaktir jafnan við hún ásamt öörum fánum NATO- ríkja og er dreginn upp með viöhafnarser- imóníum 17. júni ár hvert. Það eru ófáir íslenskir farmenn sem gist hafa Norfolk og Portsmouth á undanförn- um árum en þetta eru aöalhleösluhafnir ís- lenskra skipa vestan hafs. Kom þar tvennt til: minni kostnaöur en veriö haföi í New York og þá einnig, aö héðan koma aö mestu vistir til varnarliösins í Keflavík. Af sömu ástæöum fluttu íslenskir aöalverk- takar skrifstofur sínar hingaö suður. Og hér er árlega þingað um framkvæmdir á Mið- nesheiöi. Þess var áöur getiö aö Hampton Roads væri oröin mesta útflutningshöfn landsins. Ekki er þaö þó aö verömæti heldur magnl. Kol geröu herslumuninn. Feröamaöur sem kemur aö noröan um hiö mikla mannvirki, Chesapeakeflóabrúna, rekur augun i flota 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.