Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 2
„Agitprop “ og kvikmyndir Að minnsta kosti tvær kvikmyndir eftir leikstjórann Costa-Garvas hafa verið sýndar hér á landi, „Z“ og „The Confession". Hin fyrrnefnda var gerð 1969 og hlaut á sínum tíma sérstaka viðurkenningu á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Þar er skýrt frá atburðum, sem urðu við valdarán herforingjanna í Grikk- landi 1967 og gefið til kynna, að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafi átt hlut að því. Hin síðarnefnda er byggð á sannsögulegri bók eftir fyrrum utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu, Arthur London, sem nú er búsettur í Frakklandi. Hann lenti í Slansky-réttarhöldunum í Tékkóslóvakíu 1952, þegar hreinsan- ir voru gerðar í kommúnistaflokkn- um þar með sama hætti og Stalín hreinsaði til í flokknum hjá sér á fjórða áratugnum. London lítur ekki á bók sína sem uppgjör við kommún- ismann heldur við Stalínismann. Sömu sögu er að segja um Costa- Garvas, hann lítur ekki á mynd sína sem uppreisn gegn kommúnisman- um heldur „úrkynjuninni“ í hug- sjónum hans. Á nýlegri kvikmyndahátíð í Cannes deildi Costa-Garvas fyrstu verðlaununum með öðrum og heitir verðlaunamynd hans að þessu sinni „Missing“ eða „Týndur“. Þegar her- foringjar í Chile undir forystu Aug- usto Pinochet hrifsuðu völdin úr höndum marxistans Salvador All- ende, forseta, hvarf ungur Banda- ríkjamaður, Charles Horman, og fannst síðar myrtur. Var þá þegar látið að því liggja, að bandaríska leyniþjónustan ætti hlut að valda- ráninu og hvarfi Hormans. Ásakan- ir um þátt CIA voru meðal annars rannsakaðar af nefnd bandarískra öldungardeildarþingmanna undir formennsku Frank Church. í skýrslu nefndarinnar segir, að ekki hafi fundist „neinar sannanir“ um beina hlutdeild Bandaríkjamanna. Frægur bandarískur rannsókna- blaðamaður, Seymour Hersh, hefur lagt sig fram um að fylgjast með málum í Chile og varð fyrstur blaðamanna til að birta greinar um að CIA hefði reynt að hindrævalda- töku Allendes 1970. Hann segist hafa rannsakað hvarf Charles Hormans og ekki fundið neitt, sem benti til þess, að Bandaríkjamenn hefðu komið þar nærri eða byltingu Pinochet. Fjórum árum eftir dauða Hormans, eða árið 1977, höfðuðu ekkja hans og foreldrar skaðabóta- mál á hendur Henry Kissinger og tíu öðrum bandarískum embættis- mönnum og kröfðust 4,5 milljóna dollara af þeim vegna ábyrgðar þeirra á örlögum Hormans. Enn liðu fjögur ár og þá fór fjölskyldan þess á leit við dómarann í málinu, að hann léti það niður falla vegna skorts á sönnunum. Nýjasta kvikmynd Costa-Garvas, „Missing", fjallar einmitt um hvarf Charles Hormans. Bæði „Z“ og „The Confession" voru mjög vel gerðar kvikmyndir og ekki hefði „Missing“ fengið fyrstu verðlaunin í Cannes nema af því, að hún á það skilið vegna gæða. En eins og segir í frá- sögn bandaríska vikuritsins News- week frá hátíðinni í Cannes, þá hef- ur „Missing" vakið „pólitískar deil- ur“ í Bandaríkjunum. Það var Flora Lewis, sem skrifar yfirlitsgreinar um utanríkismál fyrir New York Times, er vakti fyrst máls á því, að ekki væri allt sem sýndist í „Missing". Og í aprílhefti tímaritsins Commentary gerir kvikmyndagagnrýnandi þess, Rich- ard Grenier, langa og ítarlega út- tekt á hinum „forvitnilega ferli" Costa-Garvas, svo að vitnað sé til orða Gerniers. Kallar gagnrýnand- inn leikstjórann mesta „agitprop“- kvikmyndagerðarmann okkar tíma. Orðið „agitprop“ er stytting á rússn- eska orðinu „Agitpropbyuro“, sem er skrifstofa miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, er annast baráttu og áróður í þágu flokksins. Lýsir Gernier því nákvæmlega, hve frjálslega Costa-Garvas fari með staðreyndir í „Missing" og öðrum myndum sínum, hann haldi til dæmis fast við það, að Bandaríkja- menn hafi staðið að baki valdaráni Pinochet í Chile og auk þess hafi bandarískir embættismenn átt hlut að hvarfi Hormans. Hér hefur oftar en einu sinni ver- ið vakið máls á því, hve kvikmyndir eru áhrifamikill miðill nú á tímum. Til að rökstyðja fyrri fullyrðingar í því efni er nú sagt frá nýjustu verð- launamyndinni í Cannes og deilun- um um hana. Enginn dómur skal frekar á myndina lagður, fyrr en tækifæri hefur gefist til að sjá hana, því að síst af öllu vill höfundur lenda í sporum þeirra á Þjóðviljan- um, sem héldu að myndin „Apoca- lypse Now!“ væri „baráttunni" til framdráttar, þar til þeir sáu hana! Björn Bjarnason Síðari hluti greinar Sveins Ásgeirs- sonar um sænska uppfinn- ingamanninn Gustav Dalén Fyrirtækiö AGA — Aktiebolaget Gas- accumulator — varð á skömmum tíma heimsveldi á sínu sviöi. Undrafljótt tóku vit- ar Gustaf Daléns aö loga og lýsa sjófarend- um um allan heim, sem einnig naut góös af snilli hans og starfi á margvíslegan hátt annan. Áriö 1912 flutti fyrirtæki hans, verksmiöjur og skrifstofur, í ný, stór og glæsileg húsakynni á Lidingö við Stokk- hólm. Sjálfur flutti hann einnig þangaö ásamt fjölskyldu sinni í september það ár, en fyrst um sinn bjuggu þau í litlu húsi, meöan veriö var aö Ijúka við byggingu íbúöarhúss þeirra, draumahallar, sem hlot- iö haföi nafniö Ekbacken. Sjálfur haföi hann fylgzt nákvæmlega meö teikningun- um, svo aö fyrir öllu væri séö. Þar átti meöal annars aö vera einka rannsóknar- stofa hans, sem hann gat nú látið búa út, eins og hann vildi. Nú þurfti ekki aö spara, en bruöl var honum heldur aldrei aö skapi. Fimmtudaginn 26. september gekk hann um lóöina og fylgdist meö, er veriö var aö vinna aö grunni hins nýja húss. Hann var sæll og glaður. Hann var nýbúinn aö vinna sinn stærsta sigur á alþjóðavettvangi, sam- keppni, sem helztu Ijóstækjaframleiðendur heimsins tóku þátt í, um lýsingu Panama- skuröar. Uppfinningar Daléns þóttu bera af öllu ööru, sem í boöi var. Þaö var ekki aðeins, aö AGA fengi þarna langstærsta verkefni sitt fram aö þessu, heldur tryggði sigurinn í samkeppninni framtíö fyrirtækis- ins og hag þeirra, sem því voru tengdir. Sá grunnur, sem Dalén hafði byggt með starfi sínu, var eins traustur og hugsazt gat. Allt horföi til heilla. En hann átti ekki eftir að sjá hiö nýja og glæsilega heimili sitt. Föstudagurinn 27. september 1912 var bjartur og fagur haustdagur í Stokkhólmi. En Ijós þess dags var hiö síöasta, sem Gustaf Dalén leit um ævina. Hann var þá 43ja ára gamall, en átti eftir aö lifa í 25 ár. Kvöldiö fyrir þennan örlagaríka dag haföi hann fagnaö góöum gestum frá dótt- urfyrirtæki AGA í Bandaríkjunum meö veizlu, en í tilefni af komu þeirra skyldi svo morguninn eftir gera mikilvægar tilraunir varöandi öryggisútbúnaö gashylkjanna. Átti aö kanna, hve mikinn þrýsting þau gætu þolaö og þá sérstaklega, hvernig þau brygðust viö eldsvoöa. Tilraunirnar voru gerðar í grjótnámu skammt frá Stokkhólmi og hvers kyns ör- yggisráðstafanir viöhaföar. Eldur var kveiktur og kynt undir hverju gashylkinu á eftir ööru. Þeir, sem áttu aö fylgjast meö tilraununum, höföust viö í byrgi í öruggri fjarlægð, en þangað lágu leiðslur í þrýsti- mæla. I fyrstu gekk allt sem skyldi, meö því aö öryggistappi bráönaöi og gasiö streymdi út og brann með hvítum og skær- um loga. Fimmta gashylkiö í rööinni var af stórri gerð og rúmaöi 50 lítra. Viöbrögö þess voru ekki eins og vera bar, þegar þaö hitn- aði. Aö vísu streymdi gas úr því, en það var bláleitt og brann ekki. Dalén ræddi viö efnaverkfræðinga sína, sem viöstaddir voru, en þeir gátu ekki gefið neina skýringu á fyrirbærinu. En hvernig sem á þessu stóö, þá sýndi mælirinn í byrginu, aö þrýst- ingurinn minnkaöi. Og þar sem gas streymdi úr hylkinu, var engin ástæöa til aö ætla, aö mælirinn starfaöi ekki rétt. En það geröi hann einmitt ekki. Hann sýndi nokkurn veginn eölilegan þrýsting. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.