Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 6
MYNDLIST LeRoy Neiman Andy Warhol veldur uppnámi hjá menningarvitum og gagnrýnendum vestra Muhamed Ali í hita bardagans — eftir Andy Warhol — ein þeirra íþróttamynda, sem var á umrteddri sýningu. Bandaríska körfuboltastjarnan Julhis Erving eftir LeRoy Neiman. Tilefni þessa pistils er grein í bandaríska tímaritinu Art in America, þar sem segir frá óvenjulegum hávaöa, sem orðið hefur í kringum sýningu tveggja manna í Nútíma lista- safninu í Los Angeles. Þessi sýning snýst um temað iþrottamenn og sportmenn í verkum nútíma listamanna. Fyrir valinu urðu popplista- maðurinn Andy Warhol og myndskreytingamaðurinn LeFtoy Neiman. Sá fyrrnefndi er fyrir löngu heimsfrægur sem einn af brautryðjendum í popplist og í seinni tíð orðinn sjálfur að einskonar poppstjörnu, sem fína, fræga og ríka fólkinu í New York þykir trpmp í að fá í paríýin sín. Warhol hefur í seinni tíð endurgoldið þessar vinsældir með því að mála andlitsmyndir af fræga og ríka fólkinu. Þær hefur hann unnið á þann hátt, að hann smellir mynd af viðkomandi með Polaroid-myndavél, varpar henni með mynd- vörpu á flötinn og notar síö- an sáldþrykk við útfærsluna. Málar svo dálítið ofan í allt saman á eftir. Meðal við- fangsefna hans hafa veriö ýmsar frægar íþróttastjörnur og þessvegna hefur hann orðið fyrir valinu í Los Angel- es. Andy Warhol er sjálfum sér samkvæmur sem popp- listamaöur, en hitt er svo annað mál, að mörgum sem aðhyllast hefðbundin vinnu- brögð, þykir þetta einmuna ómerkilegt og tala um frægö Warhols sem skilgetið af- kvæmi auglýsingaskrumsins. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.