Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 5
óheppinn. Fyrir síöustu umferö hafði hann vinnings forskot á keppinauta sína um þriöja sætiö á mótinu, en tapaði þá mjög illa fyrir Sovétmanninum Romanishin. Þar með komst annar Ungverji, Adorjan, upp aö hlið hans og þeir tveir uröu aö tefla til úrslita heima í Búdapest um sæti í áskor- endaeinvígjunum. Flestir veðjuöu á Ribli, því árangur hans fram aö þeim tíma haföi verið betri en keppinautar hans. Svo fór líka, aö Ribli náði forystunni í einvíginu og er þaö var hálfnað haföi hann hlotiö tvo og hálfan vinning gegn aöeins hálfum vinningi Adorjans. En aftur brugöust taugar Riblis, hann tapaöi tveimur skákum í röö og þótt einvíginu lyki meö jafntefli komst Adorjan áfram vegna hagstæðari stiga á milli- svæöamótinu sjálfu. Vonandi leika örlögin Ribli ekki jafngrátt aö þessu sinni, því hann hefur fyllilega sannað erindi sitt í áskorendakeppnina. Hann er ákaflega traustur skákmaöur og eins og aðrir Ungverjar á toppnum er hann afar vel heima í byrjunum. Skákin, sem hér fer á eftir, er dæmigerö fyrir krystaltæran stíl hans. Andstæöingur hans, hinn ungi tékkneski stórmeistari, Lubomir Ftacnik, geröist fulldjarfur í byrj- uninni og þaö notfærði Ribli sér til hins ítrasta. Hvítt: Ribli (Ungverjalandi) Svart: Ftacnik (Tékkóslóvakíu) Enski leikurinn 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — c5, 3. Rf3 — d5, 4. cxd5 — Rxd5, 5. e4 — Rb4, 6. Bb5+ Hér er einnig oft leikiö 6. Bc4, en aö undanförnu hefur svörtum þá vegnað vel meö framhaldinu 6. — Rd3+, 7. Ke2 — Rf4+, 8. Kf1 — Re6. 6. — R8c6 Lakara er 6. — Bd7, 7. a3! — Bxb5, 8. axb4 — Bd3, 9. Oa4+ — Rc6, 10. b5 — Rb4, 11. b6+ — Dd7, 12. Dxd7+ — Kxd7, 13. Hxa7 meö yfirburðastöðu, en þannig tefldist skák milli Ungverjanna Forintos og Farago 1979. 7. d4 — cxd4, 8. a3 — Db6l7 Ný tilraun í stööunni. Hiö viöurkennda framhald er 8. — dxc3, 9. Dxd8+ — Kxd8, 10. axb4 — cxb2, 11. Bxb2 — e6! og staö- an er tvísýn. 9. Bxc6+! — bxc6, Ekki 9. — Rxc6, 10. Rd5 — Dd8, 11. Bf4. 10. axb4 — dxc3,11. bxc3 — Ba6?l Þaö er vissulega freistandi aö taka hrók- unarréttinn af hvítum, en Ftacnik hefur ekki reiknaö nægilega langt. Hógværara og betra var 11. — Bg4 og staöan er ekki langt frá því að vera í jafnvægi. 12. Re5! — Hd8, 13. Da4 — Bb5, 14. Da2l — e6,15. Dxa7 — Dxa7,16. Hxa7 Mikilvægi fjórtánda leiks hvíts er nú komið í Ijós. Hvítur hótar nú 17. Rxf7, svartur veröur því aö leika einum þvinguö- um leik til viðbótar. 16. — Be7 17. c4! Vinningsleikurinn. Biskupinn á b5 á sér ekki undankomu auðiö. Svartur er því neyddur út í mjög óhagstætt endatafl. 17. — Bxb4+, 18. Ke2 — Bc5, 18. — Bc3, 19. cxb5 — Bxe5, 20. bxc6 — Hc8, 21. Ba3! breytir engu. 19. Ha2 — f6, 20. cxb5 — fxe5, 21. bxc6 Hvítur er nú ekki einungis sælu peði yfir. Svarti herinn á viö mikla samgönguerfiö- leika aö stríða. Lokin teflir Ribli óaðfinnan- lega, eins og hans er von og vísa í betri endatöflum. 21. — Hf8, 22. Be3 — Bxe3, 23. Kxe3 — Hb8, 24. Kd3l — Hc8, 25. Hc1 — Hf7, 26. Hc5 — Hfc7, 27. Ha6 — Ke7, 28. Kc4 — Kd6, 29. Kb5 — Hb8+, 30. Hb6 — Ha8, 31. Hc2 — Hca7, 32. Hd2+ — Kc7, 33. Hd7+ — Kc8, 34. Hxa7 — Hxa7, 35. Ha6l og svartur gafst upp. Úlfur Ragnarsson w ' mor eyru skí eina og sanna , sem lif- allra raunveru- i aö moka myglu út um ríkistaugum með honum stóraklút jóðaraugum þarf að skafa skóf af nýjum degi skúm úr hjartagróf ulegi |ð þarfað sópa sálarhús og sveifla andans kústum éðþarfað drepa dauðans lús lík úr rústum væri ráð að byggja borg íumfjallatindi sem hæfist yfir heimsins org í himinjs ferskum vindi færi strax að verða von um vor á landNsa þá held égJón minn Sigurðsson að sólin tæki að ríaa aö fyrsta dag ársins, nýbúinn aö skrifa ritdóm um bókina og hafa sent höfundi hennar afrit í bréfi. En um þetta leyti var G.D. ein- mitt ritdómari dagbl. Vísis. En á þessari frásögn er nokk- ur galli. Um þetta leyti var form- byltingarskáldstitillinn ekki upp- fundinn, held ég, þaö tal kom síðar. Ég var í Stokkhólmi, flutt- ist heim um vorið. Einu rithöf- undarnir, sem skrifuöu mér um bókina, voru Ólafur Jóhann og Elías Mar. Ég er því hræddur um aö bréf Guðmundar hafi aldrei veriö frímerkt. Og ekki hef ég frétt af þessum ritdómi í Vísi. Hitt efa ég ekki aö Guðmundur hafi hælt bókinni viö Stein Stein- arr, enda er brandari hans um stækkunargleriö og skáldkosti mína ekta Steinn. Nú mega les- endur mínir ekki misskilja til- gang þessa pistils eöa þaö aö ég skuli ekki nefna nema eina bók eftir Guömund Daníelsson. Ætli hann hafi ekki skrifaö 40—50 aðrar, og mikinn hluta þeirra hef ég lesiö eöa hlustaö á hann lesa í útvarp. Hann er svoleiöis maö- ur aö manni myndi ekki finnast taka því að gera á honum neina úttekt sjötugum, þótt maður heföi rúm og tíma til þess. Manni finnst alltaf aö hann eigi a.m.k. eftir aö skrifa nokkur bindi af ættarsögu sinni og um ævi sín sjálfs. Þaö er því ekkert pláss fyrir Guömund í svona pistli. Bara hægt aö nefna hann í fram- hjáhlaupi. Ef hann heföi fæöst nokkrum mannsöldrum fyrr heföi hann örugglega oröið hneykslanlegur biskup í Skál- holti meö eignarjaröir á öllum landshornum og útgerö í öllum verstöövum, riöiö um landiö meö fríöu föruneyti — en auk þess skrifað marga doöranta. Ofanritaö skrifa ég fyrst og fremst til athugunar fyrir áöur- nefnda unga bókmenntafræö- inga og sannleikans vegna, — held ég. Ég hef undanfarna mánuði hlustaö á ungan bókmennta- fræöing kynna allmörg ung skáld í útvarpinu. Hann talar viö þau og síöan er upplestur. Ein spurn- ingin er svona: Og hvaöa skáld telurðu nú aö hafi haft mest áhrif á þig? Undantekningalítiö nefna ungu skáldin nafn Steins Stein- arrs. En þegar svo til upplestr- anna kemur, er þaö annar og mér nákomnari höfundur, sem kvæði þessi og þó einkum vinnu- lagiö, minna á. — En auðvitað mótar enginn einn eða tveir næstu skáldakynslóö, erföaræt- urnar liggja langt aftur í aldir, vindar nýs tíma koma svo með sitt andrúmsloft. Ég hef haft gaman af aö lesa grein Silju Aöalsteinsdóttur í Skírnisárgangi ’81 um Stein Steinarr sem existensialista. Geri ég ekki athugasemd viö neitt af því sem þar stendur, þaö kann allt aö vera rétt. En hafa ber í huga aö Steinn haföi aldrei haft aöstöðu til né áhuga aö ger- ast tungumálagarpur né mikill lestrarhestur. Hann var maöur- inn, sem fann allt á sér og vissi allt án mikillar yfirlegu og áreynslu, fannst manni. Skiln- ingarvit hans voru svo opin aö engu var líkara en aö hann heföi fjölda þjónustuanda til þess aö gera erfiðisverkin. Bækur tilvist- arstefnumanna voru líka flestar aö koma út á árunum rétt fyrir og eftir stríðiö, og komu svo enn seinna hingaö eöa námsmenn meö þær í kollinum, — og þá var Steinn hættur aö yrkja, einsog Silja tekur fram. Ég heyröi Stein oft tala um hinn fræga þýska snilling Nietzche, höfund bókarinnar Svo mælti Zarathustra, en ég er hræddur um að Kierkegaard hinn danski hafi verið honum nafnið tómt einsog fleirum hér. En auðvitað gat Steinn fundiö upp sitt púöur hér í Reykjavtk eins og Þórbergur Pyþagórasar- kenninguna austur á Hala. Jón úr Vör 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.