Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Blaðsíða 9
PEBBLE ISLAND cý=í <3 ÖC7 >5 d O <ö Hvatningar sem þessa, Höldum Falklandseyj- um brezkum, mátti sjá í gluggum. FYRRI HLUTI vaxa þar suöur-amerískir runnar. Okkur haföi veriö boöiö til landstjórans, Ro- berts Parkers, og förum viö aö setri hans innst í bænum. Er þar reisulegt timburhús, sennilega byggt fyrir síðustu aldamót. Þar er mætt margt fyrirmanna þorpsins og sjóliösforingjar af brezka skipinu Endurance, sem er nýkomiö sunnan úr ísnum. Höföu þeir veriö við mælingar og haft eftirlit meö brezka hluta Suöurheimskautslandsins. Skip- herrann segist hafa veriö í fyrra þorska- stríðinu á íslandsmiöum og bárizt af kurteisi við íslenzka flotann. Þaö er há- tíöleg athöfn þegar landstjóri Falklands- eyja, prins Bernharö af Hollandi og sir Peter Scott skrifa undir skjal þess efnis, aö Falklandseyjar ákveöi aö gefa út mynt til fjáröflunar fyrir náttúruvernd á eyjunum, en gjaldmiöill eyjaskeggja er Falklandseyja-pund, og er myntin skreytt dýramyndum. Aö athöfn lokinni göngum viö Sigrún upp í þorpið, og hitt- um miðaldra hjón, herra Kerr og konu hans, sem höföu verið á landstjórasetr- inu. Bjóöa þau okkur aö skoöa garðinn sinn, sem er skreyttur steinbrjótum og lúpínum. Aö húsabaki er matjurtagarður meö kartöflum, rófum, káli og jarðar- berjum, sem eru þroskuö. HnattsUðan er ámðU og í Suður-Englandi, en loftelagið miklu svalara. Hér er gróður, sem setur svip á eyjarnan þéttir barrtrjáarunnar, ekki ósvipaðir einivið, og gorse, þéttur runni, sem ber gul blóm, og er útbreiddur á Bretlandseyjum. 25 MILES VOLUNTEER POINT STANLEY Sauðkindin er jafn nátengd Falklandseyjum og Islandi og sauðfjárbúskap- ur er sú atvinnugrein á eyjunum, sem máii skiptir. UUin er verömæt, en markaður er ekki fyrir kjötið og verður að benda verulegum hluU þess. SOUND Allir hafa leyfi til mótekju Kónga-mörgæsir á Falklandseyjum. Geymsla, fuli af mó, er viö hús þeirra. Hvert heimili hefur leyfi til mótekju í hin- um víðáttumiklu mómýrum Falklands- eyja og móhraukar eru fyrir utan hvert hús í þorpinu. Mórinn er þéttur og hefur hátt brennslugildi, og er mikil búbót fyrir eyjaskeggja. Inni í húsinu eru lítil her- bergi en snotur. í rúmgóöri stofu er móeldavél á miöju gólfi. Þar fer mat- reiösla fram, og þar er vistlegt og hlýtt og teppi á gólfi, en í hliöarherbergi eru eldhúsáhöldin geymd. Þar eru potta- skápar og vaskur, og þaöan eru pottar og pönnur borin inn í stofu og sett á eldavélina viö matreiðslu og síöan er matazt inni í þessari sömu stofu. Fólkiö er afar vingjarnlegt og gestrisiö og stolt af brezku ætterni. Þaö gerir sér grein fyrir því, aö nauösynlegt er aö hafa gott samband viö Argentínu, en það vill halda sínu þjóöerni, siðum og lýöræði. Þaö býr á þessum eyjum viö erfiö kjör, og sættir sig viö einangrun, vegna þess aö þar getur þaö búiö aö sínu í frjáls- ræöi. Þaö óttast þess vegna aukna ásælni Argentínumanna, og þær breyt- ingar sem yfirráð þeirra kynnu aö valda. Eyjabúar fara ekki leynt meö þennan ótta, og víöa sjást hvatningarorö í glugg- um um aö halda eyjunum brezkum. Falklandseyjabúar eru jafnvel taldir brezkari en Bretar, þar sem eyjabúar viöhalda gamalli brezkri menningu, sem í upphafi var flutt þangaö viö landnám Breta 1833. Manni er heilsað hlýlega á götu og menn ræða saman á kránni Rose eöa Globe og hittast viö Krists kirkju og á gistihúsinu og þiggja heim- boð hver hjá öörum. Fólkiö viröist ánægt meö sitt hlutskipti. Þaö hefur síma og útvarp, en ekkert sjónvarp truflar sálarró þess, og börnin leika sér óhult á götun- um, því umferö er lítil. Nokkrar jeppa- bifreiöar sjást þó á ferö. Marglit hænsni vappa í bakgaröi, flekkóttir kettir liggja á forstofutröppum og smalahund- ar eru margir á hverjum bæ. Gul ertu- blómatré standa skrautleg úti í garði og fyrir innan glugga má sjá heimagerð jólatré. Því í byrjun janúar er þarna miö- Framh. á bls. 10. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.