Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1982, Page 11
EINAR SKULASON var einn margra íslenzkra skálda, sem tengdist norska konungsvaldinu á miööldum. Einar var ekki aöeins hiröskáld; hann var þar aö auki stallari hjá Eysteini konungi á 12. öldinni. Snorri getur Einars oft í Heims- kringlu; ein af mörgum sönnunum þess, hve áhrifamikil staða hans var á sinni tíö. Þekktasta kvæði Einars er Geisli, sem fjallar um Ólaf konung helga og þau mörgu jarteikn, sem uröu eftir píslarvættisdauöa hans á Stiklastaö áriö 1030. Nú í sumar kemur Geisli út í viöhafnarútgáfu í Noregi. Þaö er norska skáldiö Knut Ödegárd, sem hefur þýtt kvæöiö á norskt landsmál. Þar aö auki hefur Ödegárd ritaö umfangsmikla ritgerö um kvæöiö, skáldiö og þaö and- lega umhverfi, sem kvæöiö er sprottið úr. Knut Ödegárd er íslendingum aö góöu kunnur; hann er kvæntur Þor- gerði Ingólfsdóttur söngstjóra og hefur til dæmis birzt samtal viö hann í Lesbók í tilefni af þýöingu hans á Lilju Eysteins Ásgrímssonar, en fyrir þá þýöingu fékk Knut Ödegárd heiðursverölaun frá norsku málvísindastofn- uninni (Akademiet for det norske mðlet). Úrval af Ijóö- um Knut Ödegárds hefur og veriö gefiö út á íslenzku. Kvæöiö Geisli var frumflutt í Niðarós-dómkirkju áriö 1153. Þaö er einnig prestur viö þá sömu kirkju, sem teiknaö hefur myndskreytingar í norsku útgáfuna: Björn Björneboe. Hann er kunnur teiknari í Noregi og iökar þá list ásamt prestsstarfi sínu, en sýning á teikningum hans viö Geisla veröur væntanlega haldin í Norræna húsinu í haust. Fyrrihluti ritgeröar Knut Ödegárds um Geisla fer hér á eftir. Knut Ödegárd i Niðarósdómkirkju dag einn 1153. Þar eru konungsbrœöurnir þrír, Ey- steinn, Siguröur og Ingi, synir Haralds Gilla. Þar er og nýi klrkjuhöfðinginn, Jón Birgisson erkibiskup, sem Nikuiás Breke- spare hefur fyrir skömmu íklætt biskups- kápu. Fremst milli stórmenna sem hafa tekið sér sæti aö baki konungsbræörum gefur aö líta sterkbyggöan mann. Hann er breiö- vaxinn, meö rauðbrúnt hár, svipmikiö enni, allt glögg ættareinkenni Mýramanna á ís- landi. En augun eru full af lífi og undarlega mild miðaö viö skarpleitt andlitiö. Maður- inn er prestvígöa hirðskáldiö Einar Skúla- son, stallari Eysteins konungs. Þaö er hljótt í dómkirkjunni. Ljósgeisli frá vorsólinni fyrir utan gægist inn i hálf-rökkvaöa kirkjuna. Maöurinn rís brátt á fætur, gengur fram fyrir þessa sérstæöu samkomu. Hann heilsar konungsbræörum og erkibiskupi kurteislega. Því næst byrjar hiröskáldiö, í gömlum, fast-meitluöum skáldastíl, aö segja fram kvæöi sitt um geislann guö- dómlega, geislann frá sólinni eilífu sem hef- ur skapaö allt líf og viöheldur öllu. Þessi geisli, sem sendir birtu sína inn í myrka nótt heimsins og bræöir ísinn og lífgar upp allt sem stíft er og stirönaö, er enginn ann- ar en dýröarkonungurinn, Ólafur. Hann er kraftaverkamaöur og læknir, píslarvottur- inn, sem Guö lét svo mörg teikn gerast fyrir. Kvæöiö veröur til viö sterk áhrif frá nor- rænu vori undir voldugri geislandi sól eftir langan veturmyrkurs og kulda. Sól ryöur árnar og lætur frosnar lindlr spretta fram. Ennþá hvílir ís og snjór yfir landinu og um- skiptin gerast fyrir augum okkar. Ennþá heldur skáldiö sig viö gamla bragformiö, myndheiminn þar sem hrafnar Óöins og Fenrisúlfur eru á sveimi, þar sem vopna- gnýrinn glymur yfir landinu og nef arnarins er roöiö blóöi. — En samtímis rís sól yflr landinu og breytir því frosnu í frjóa jörö, þar sem kristinn leyndardómur festir rætur í norrænu landslagi: Sá sem týnir lífi sínu mun vinna þaö. Viö dauöa Ólafs sprettur upp hinn nýi maöur. — O — Ólafsmyndin í gömlu kirkjulistinni þróast stig af stigi. Sú mynd, sem smám saman veröur drottnandi, sýnir konunginn sem „Rex perpetuus Norvegiae“: Eilífan konung Noregs. Hann er hraustlega byggður, and- litiö svipmikið og prýtt alskeggi. Hár og skegglitur venjulegast í þægilegum lit- brigöum þess aö vera gult og rautt. I hægri hendi heldur hann á öxi, í vinstri oftast á ríkisepli eöa jarðkúlu meö krossi, eöa þá hann heldur á svokölluöu hanap, helgum dómi eöa tvíbikar. i elztu myndunum er andlitiö ekki full- þroskaö, skeggiö ekki sprottið, og konung- ur er ekki búinn þeim herklæöum sem síö- ar uröu til þess aö skreyta hann. Undir fótum konungs er skrítin skepna sem hann treöur á og stækkar smámsam- an. í elztu myndunum er greinilega um mannveru aö ræöa, oft hjálmi búna. Veran hefur andlitsdrætti sem minna á eftirtekt- arveröan hátt á andlitsdrætti konungsins sjálfs. En er fram líöa stundir tekur manns- líkaminn á sig mynd dýrs og verður aö dreka, hinni dulrænu mynd sem brýtur sér braut inn í norrænan hugarheim viö upphaf víkingaaldar og berst óöfluga um heiminn í opinberun heiöinnar aldar. Þaö er vængj- aöi ormurinn sem spúir eldi og eitri, oröinn til viö eyöandi kvíöa og veldur hræöslu og dauöa. En drekinn, sem haldiö er föstum undir fótum Ólafs, er enn meö mannshöfuö og ber ennþá andlitsdrætti konungsins. Og nú er þaö ekki framar hjálmur, heldur kon- ungskóróna sem prýöir höfuöiö. í mörgum myndum frá eldri tímum held- ur stríðsmaðurinn undir fótum Ólafs á sveröi sem hann beinir aö konunginum. Þaö er sem stríösmaöur í tákni drekans, sem öllu eyöir, aö Ólafur Haraldsson kem- ur fyrst fram í Ijósi sögunnar: Norræni höfðingjasonurinn er sendur í víking og er í hópi þeirra óöu herflokka, sem herja á England, Holland og Eystrasaltslöndin. Það er undir lok þessa óskiljanlega upp- hafs taumlausrar lífsorku, útþenslu, sem sleppt var lausri í Skandinavíu, þar sem ekki aöeins flaut blóö og gull glitraöi í drekaherfanginu heldur var sem skáldlist og hugvitsöm skrautlist þróaöist meö nor- rænni vitund, aö Ólafi skýtur upp á Lund- únabryggju áriö 1013. Hann er þá í málaliöi Aðalráðs konungs sem á í höggi viö Svein Danakonung. Þá hverfur hann sýnum með- al skipsdreka meö gylltum veöurvitum sem leiftra milli hafs og himins: Nú til Frakk- lands, þar sem herjað er á klaustur og þau brennd, munkar vegnir, konum nauögaö og rænt, og þar sem skeytt hefur veriö við bænasönginn: A furore Normanorum lib- era nos, Domine. Það er eftirtektarvert hve trúskipti Ólafs til kristni virðast vera snögg og bein: Þau eiga sér staö árið 1014 þegar hann er í hernaöi í Frakklandi og er kominn suður í Njörvasund og heldur þar kyrru fyrir og hugleiðir áö sigla inn í Miðjarðarhaf, til Jórsala. Þá gerist þaö, að hann sór í draumi stóran og merkilegan en um leið feriegan mann koma til sín, sem býöur honum aö fara heim til óöala sinna. „Því aö þú munt veröa konungur yfir Noregi aö eilífu.“ Ólafur heldur þá til Rúöu í Normandí og þar er hann skíröur af Róbert erkibiskupi, bróður Rtkards hertoga og barna-barna- barni Göngu-Hrólfs. Þegar hann siglir til Englands voriö 1015 er þaö til þess aö búa sig undir samskonar verk og „Olafur fyrsti" Tryggvason lagöi sig allan fram um: Aö endurreisa ríki Haralds hárfagra en undir tákni krossins. Fáum mánuðum síöar stefnir hann til Noregs, á tveim skipum. Hann hefur safnaö saman 140 mönnum. Meðal þeirra eru biskupar og prestar frá Normandí og Englandi. Meö þessu hefst hiö kristna konungsstarf hans. Allt hefur þetta gerzt á einu ári: Víkinga-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.