Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Qupperneq 4
Lægðir og hæðir ganga um yf- irborð jaröar. Sums staöar cru lægðir bæöi dýpri og algengari cn annar's staöar. A þessum svæöum verður loftþrýstingur lægri aö meðaltali en umhverfis. Lægðir koma þar fram á meðal- kortum. Mest þcssara meðal- lægða á norðurhveli jarðar er yf- ir svæðinu suðvestur af íslandi. Gcngur hún undir nafninu ís- landslægöin. Önnur litlu minni meðallægð er yfir Norður-Kyrra- hafi, nálægt Aljúteyjum. Sú var tíðin að ekki var vitað um tilveru þessara lægða. Loftþrýstingur var talinn svipaður að meöaltali um allan hnöttinn. Veðurathuganir á fyrri öldum Veðurathuganir hófust víðs vegar um Vestur-Evrópu undir lok 17. aldar og urðu þokkalega áreiðanlegar þegar leið á 18. öld- ina, þá hófust og athuganir í N-Ameríku. Þegar í ljós kom að meðalloftþrýstingur var svipað- ur beggja vegna hafsins og upp- lýsingar fóru að berast frá nýj- um nýlendum suður í álfum, sem líka gáfu svipaða niður- stöðu, var eðlilega af því dregin áðurnefnd ályktun að þrýsting- ur væri í raun svipaður um alla jörð. Þegar þetta var gerðu menn sér ekki á sama hátt og nú grein fyrir eðiisfræði lofthjúpsins og þeim lögmálum sem þar gilda. Veðurfræði var þá ekki til í nú- verandi mynd og taldist eigin- lega hluti af landafræðinni. Dreifing einstakra veðurteg- unda um jörðina var athuguð, rétt eins og dreifing dýra- og plöntutegunda. Þetta var að sjálfsögðu nauðsynleg undir- staða þeirra framfara er síðar urðu. Athuganir frá íslandi Hér segir frá því þegar menn gerðu sér grein fyrir því að loftvog yfir norðanverðu Atl- antshafi er að jafnaði lægri en yfir nærliggjandi svæðum. Um 1820 sendi vísindafélagið danska Jóni Þorsteinssyni (sem um þær mundir varð landlækn- ir) veðurathugunartæki. Jón at- hugaði fyrst inni í þáverandi Reykjavík, en fljótlega flutti hann út í Nesstofu á Seltjarn- arnesi, hús sem enn stendur. Þegar Jón hafði athugað í nokk- ur ár voru mælingarnar teknar saman og yfirlit birt um helstu niðurstöður í Arsskýrslu vís- indafélagsins 1824. Mjög lausleg þýðing á þessu yfirliti fylgir hér, en frumtextinn er í Landsbóka- safni, ef einhver hefur áhuga. Þetta yfirlit sýnir þrátt fyrir allt að nákvæmni og vönduð vinnubrögð hafa verið í háveg- um höfð, jafnvel þótt menn þekktu ekki öll vandamál og alla ónákvæmnisvalda sem upp koma við veðurathuganir. Eg leyfi mér hér að færa mæliein- ingar til nútímalegra horfs (millibar og celcíus). Á þessum tíma var þrýstingur yfirleitt mældur í tommum kvikasilfurs og þá frönskum tommum (1 fr. tomma = 27,070 millimetrar). Hiti var yfirleitt mældur í Réamur-gráðum og voru hita- mælar Jóns með slíkum stigum. Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um athuganir Jóns geta litið í grein Jóns Eyþórssonar í tímaritinu Veðrinu (1964). Úr skýrslu vísindafélagsins Jón Þorsteinsson landlæknir á íslandi hefur nú í nokkur ár sent félaginu athuganir sem hann hefur gert með tækjum þess. Félagið lagði athuganirnar fyrir prófessor Schouw til að hann gæti dregið saman hið at- hyglisverðasta úr þeim. Hann flutti fyrirlestur sl. vetur þar sem hann kynnti niðurstöður sínar. Loftvogarathuganirnar veita óvæntar og mikilsverðar upplýs- Þegar Islandsl uppgötvi ingar sem Þorsteinsson hafði raunar bent á í bréfum sínum. Ef meðaltal er tekið af þessum athugunum kemur út meðaltalið 1004,4 mb. Meðaltalið er fengið úr athug- unum sem gerðar eru á Nesi við Reykjavík 1. mars 1823 til 1. mars 1825, einu sinni á dag (síð- ari árin tvö milli kl. 8 og 9 f.h. en fyrsta árið milli kl. 10 og 1 um hádegi). Hitaleiðréttingu hefur verið beitt á loftvogina og sömu- leiðis hefur verið reiknað með hæð yfir sjó, en Þorsteinsson fann að mismunur á sjávarmáli og athugunarstað jafngildir 2,4 mb. Þetta meðaltal er mörgum mb lægra en venjulegt er við yf- irborð sjávar og hefur verið álit- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.