Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 11
„Conda d’Oro" dalinn. Höfnin, sem er frábær frá náttúrunnar hendi, er lífæð borgarinnar og hefur ver- ið mikilvæg allt frá tímum Fön- ikumanna. Þrátt fyrir grískan uppruna nafns borgarinnar, Pal- ermo: pan ormus, þá var borgin aldrei grísk. yún var voldugasta borg Karþagómanna á Sikiley, seinna mikilvæg höfn Rómverja, Byzansmanna, Araba og Nor- manna, og um skeið höfuðborg hins Heilaga þýzk-rómverska keisaradæmis, miðstöð mennta og lista í Evrópu. Spánverjar komu og ríktu í 400 ár; rifu þeir niður múra borgarinnar, og gáfu henni sitt barróska yfirbragð, sem hún hefur varðveitt að hlusta. í dag hefur borgin flest það, sem óprýðir stórborg. Hún er hávaða- söm, yfirfull af bílum, skítug og | fráhrindandi. Borgin hefur vaxið , með miklum hraða síðustu 100 ár- in, og telur í dag um milljón íbúa eða um V6 af íbúafjölda eyjunnar. Atvinnuleysi er og fátækt, glæpir tíðir, enda aðalhreiður Mafíunnar og er ekki ósjaldan, að Mafíuhóp- unum lendi saman á götum úti. Borgin varð illa úti í 2. heims- styrjöldinni vegna loftárása, og meðal þeirra bygginga, sem fóru forgörðum, var höll Lampedusa- ættarinnar, ein sú stórkostlegasta í Palermo. Hefur borgin auð- sjáanlega breytt mikið um svip frá þeim tíma, að hún var sögusvið í bók Tomasi di Lampedusa, „II Gattopardo" (Hlébarðinn). En sem betur fer sluppu helztu menningarverðmæti borgarinnar, sem eru byggingar frá tímum Araba og Normanna. Frægast er Monrealeklaustrið, efst í borginni, og stendur það í samnefndum borgarhluta. Frá klaustrinu er frábært útsýni yfir borgina og Conca d’Oro dalinn. Klaustrið er þekktast fyrir, að þar eru stærstu mosaikmyndir Ítalíu, þar sem áhrif Araba og Normanna eru samofin stíl Byzans. Stutt frá höfninni, í gömlu höll emíranna, sem seinna var kon- ungshöll Normanna, er-„Cappella Palatina", hallar-kapellan. Mosa- ikmyndir hennar eru gersemi, segja þær sögur úr Biblíunni, og stafar frá þeim undravert líf. I Palermo er að finna dálítið „kuriosum“, sem eflaust er ein- stakt í Evrópu og ef til vill í ver- öldinni, og sem sýnir óvenjulega kaþólska „greftrunarsiði". í hettu- munkaklaustrinu er neðanjarð- arkirkjugarður eða katakombur með ca. 8.000 múmíum. Upphaf- lega voru katakomburnar ætlaður munkunum sjálfum, en yfirstétt borgarinnar þótti þetta fínt og snobbaði fyrir að koma ættingjum sínum til munkanna. Ættingjum var leyft að heimsækja hina dánu og höfðu á þeim fataskipti eftir tilefnum, fjölskyldufundir voru haldnir í návist hins dauða, og var spjallað við hann eins og hann væri lifandi. Munkarnir notuðu þrjár aðferð- ir við múmíugerðina. Sú algeng- asta var að þurrka upp líkið í hæg- um hita í átta mánuði og síðan úti í sólinni. Þegar líkið var orðið vel þurrt, var það troðið út með þurrkuðum grösum og fært í föt. Onnur aðferð var að láta líkið liggja í arsenikbaði í vissan tíma, sú þriðja var sjóðandi kalkbað. Elztu múmíurnar eru frá árinu 1599. Eru þær af 40 hettumunkum, sem létu lífið við að hjúkra sjúk- um í einni pestinni, sem gekk yfir borgina. 1881 var þessi sérkenni- legi „greftrunarsiður" bannaður af stjórninni, en engu að síður Frh. á bls. 16. FRANCOIS MITTERAND rancois Mitterand, Frakk- landsforseti, aflar sér stöðugt meiri vinsælda erlendis, meðan óánægjan með hann fer vaxandi heima fyrir. Hinar mörgu ferðir hans hafa vafalaust aukið álit Frakklands á alþjóða vettvangi og á mikilvægum fundum eins og þeim, sem haldnir voru með æðstu mönnum helztu iðnríkja heims og Efnahagsbanda- lagsins, ávann hann sér meiri virðingar og trausts en flestum öðrum leiðtogum Frakklands hefur áður tekizt. Jafnvel Ron- ald Reagan, sem talinn er á önd- verðum meiði við Mitterand í stjórnmálum í grundvallaratrið- um, talar bara vel um hinn franska starfsbróður sinn. En heima fyrir er annað uppi á teningnum. Honum hefur hvorki tekizt að draga úr verð- bólgu eða atvinnuleysi, sem hann sór og sárt við lagði, að hann myndi gera, í hita kosn- ingabaráttunnar, og nú er efna- hagur landsins bágari en hann hefur verið í langan tíma. Ríkis- kassinn er þurrausinn, og mikill hluti iðnaðarins er í hægum gangi. Gengisfelling frankans mun þó bæta eitthvað úr skák og þá ekki hvað sízt, hvað varðar útflutninginn til Þýzkalands, sem er mikilvægasta viðskipta- land F'rakka. Með hækkun þýzka marksins gagnvart frankanum verður meira en tíu prósent ódýrara fyrir Þjóðverja að kaupa vörur frá Frakklandi, og á sumum sviðum eiga menn von á breytingum til batnaðar að nokkru marki. Á það sérstak- lega við um bílaiðnaðinn. Með hliðsjón af hinu slæma efnahagsástandi er mörgum tor- skilið, af hverju Mitterand hrað- aði svo þjóðnýtingu hinna stóru iðnfyrirtækja og alls bankakerf- isins. Öll helztu stórfyrirtæki landsins eru nú í eigu ríkisins, og hlutdeild þess er komin upp í 32 prósent af iðnaðinum í heild. 23 af hundraði iðnverkamanna í Frakklandi vinna nú hjá ríkis- fyrirtækjum. Og í viðbót kemur svo allt bankakerfið, sem hefur í hendi sér úrslitavald varðandi alla atvinnustarfsemi. Þetta hefur verið dýrt ævin- týri. Kaupin á einkafyrirtækj- unum og bönkunum urðu miklu dýrari en Mitterand hafði reikn- að með. Eins og stendur hljóðar reikningurinn upp á 43 millj- arða franka, en þar sem orðið hefur að taka nær allt það fé að láni með umtalsverðum vöxtum, tvöfaldast sú upphæð innan viss tíma. Margir af fylgismönnum Mitterands hafa einnig gagn- rýnt hann fyrir að hafa flýtt sér of mikið að koma þjóðnýting- unni á, en hann ber því við, að hann hafi lofað kjósendum þessu. Og ég vil efna loforð mín, segir hann. En það svar hefur boðið heim annarri spurningu. Hvað um loforðin um minna at- vinnuleysi og minnkandi verð- bólgu? Við þessu hefur hann ekki átt nein svör. Dýrtíðin er á sama stigi og þegar hann tók við völdum, hún er 14 prósent og það er napurlegt fyrir hann, þegar þess er gætt, að tekizt hefur að draga úr dýrtíðinni í mörgum öðrum löndum og þar á meðal í mörgum ríkjum Efna- hagsbandalagsins allverulega. Og þó að hann hafi stytt vinnu- tímann og fjölgað störfum á vegum hins opinbera í allríkum mæli, er atvinnuleysið meira en áður. Hann reynir nú stöðvun bæði kaupgjalds og verðlags, en þeir eru fáir, sem búast við, að þær ráðstafanir dugi að neinu marki, því að æ meiri hluti þjóðarbú- skaparins er rekinn á snið við lög og reglur, boð og bönn. Menn semja án þess að láta það allt uppi við yfirvöldin, vinna án þess að telja það fram og þiggja þannigþau laun, sem markaður- inn býður. Það hefur ekki gert Mitterand lífið léttara, að hann var búinn að lofa að koma sósíalistum — það er að segja tryggum flokks- mönnum — í stjórn atvinnufyr- irtækja í eigu ríkisins. Það hef- ur svo myndazt löng biðröð stjórnmálamanna í von um vænar forstjórastöður. En þegar komið hefur að því að skipa í þessar stöður, hafa sósíalistar komizt að raun um, að ekki hafi verið um marga hæfa umsækj- endur að ræða. Þegar til kast- anna kemur, er allt annað að reka pólitík og að stjórna stóru atvinnufyrirtæki. Þetta er sósí- alistum smám saman að verða Ijóst, en til fullnustu munu þeir reyna það, þegar þjóðnýtingin er búin að vera í gangi nokkurn tíma. — svá — úr „Farmand“. i 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.