Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 13
VÍSUR
Jón Gunnar Jónsson
Sæti það
er
regni og
vindum
háð
fljótur að sofna og svaf bæði
vært og lengi.
Þegar hann vaknaði var kom-
ið fram á rauðan dag. En það
hefði eins vel getað verið hánótt.
Það lýsti og það brann af lömp-
um og á kertum,,og hvergi
heyrðist hljóð.
Um leið og þjónarnir sáu, að
Atsel var vaknaður, færðu þeir
honum samskonar mat og dag-
inn áður.
„Af hverju fæ ég sama mat-
inn aftur?“ spurði Atsel. „Er
ekki til mjólk, kaffi, nýbakað
brauð og smjör?“
„Nei, herra! I himnaríki er
alltaf sami maturinn," svaraði
yfirþjónninn.
„Er nótt eða dagur?“ spurði
Atsel.
„I himnaríki er hvorki nótt né
dagur.“
Jöts læknir hafði sagt þjón-
ustufólkinu nákvæmlega fyrir
um, hvað það ætti að segja við
Atsel og hvernig ætti að með-
höndla hann.
Atsel borðaði aftur fisk, kjöt
og ávexti og drakk vín, en lystin
var sýnu lakari en daginn áður.
Þegar hann hafði matazt og
var búinn að þvo sér um hend-
urnar upp úr gylltu vaskafati
spurði hann:
„Hvað er klukkan?"
„í himnaríki er enginn tími,“
svaraði þjónninn.
„Hvað á ég að gera núna?“
sagði Atsel.
„í himnaríki er aldrei gert
neitt, herra!“
„Hvar eru hinar frelsuðu sál-
Páll Vatnsdal var lengi á Ak-
ureyri. Hann var kunnur hag-
yrðingur. Hér eru nokkrar stök-
ur frá síðari árum hans:
Það er öllum opinbert,
ei því leyna nenni:
ég er orðinn eins og hvert
annað gamalmenni.
Um konu er Steingerður hét:
Ljómar yfirbragðið bjart,
brosa augu í leyni,
þó aö nafnið hafi hart
hjartaö er ekki úr steini.
I gamni við aðra konu:
Alltaf þráir hjartað hlýju,
hana nú ég loksins finn.
Dánar vonir vakna að nýju,
vina mín við barminn þinn.
Höfundur gekk til hvílu þar
sem hann var gestkomandi og
var beðinn að afsaka rúmið:
Hér á þessum hurðarflaka
held ég fari vel um mig.
Það ætti ekki að þurfa að
braka
þótt að maður hreyfi sig.
Eftirfarandi vísa er til í
tveimur gerðum, hef þá sem mér
finnst betri:
Á lygi og rógi engar örður
né ellimörk færð séð.
Lifir ennþá Lyga Mörður
Leitis Gróu með.
Hér kemur svo nútímalegri
vísa úr annarri átt. Ort er til
konu, sem lét meir en lítið á sér
bera:
Á þig karlar ákaft mæna,
andskoti það ríkur vani.
Þú ert alveg eins og hæna,
sem ætlaði sér að verða hani.
Skúli Guðmundsson var ráð-
herra 1939 þegar þjóðstjórnin
sæla var mynduð. Hann orti:
Ég sat eitt ár, en sumir voru
skemur,
því sæti það er regni og vind-
um háð.
En ég er fús að þoka fyrir
þremur,
sem þrá að komast upp í
stjórnarráð.
Jónaflokkurinn hefur jafnan
verið stór á íslandi, hressilegir
menn og oftast hagmæltir:
Litli Jón með látunum
Ijóðin þessi semur.
Best er að róa bátunum
þá blíðalognið kemur.
Alveg er það stórfurðulegt að
enginn skuli hafa samið
skemmtilegt lag við þessa vísu,
svo að hægt sé að syngja hana í
hádegisútvarpinu a.m.k. einu
sinni í mánuði.
Hér er maður, heitir Jón,
hann verður ekki nefndur
flón,
er hann kvikur eins og ljón,
í sig spænir hafragrjón.
Á hinum bænum reflarein
Ranka dóttir Stóra Jóns,
einhverntíma ung og hrein
eykur gleði Dóra Jóns.
Líklega hefur sá piltur heitið
Jón Halldórsson og telpan á hin-
um bænum Rannveig Jónsdóttir.
Hvernig sem það hefur nú farið í
fyllingu tímans.
Það var háttur skálda og hag-
mæltra manna fyrr á tíð að
krydda bréf sín með stökum,
stundum létu þeir ekki eina og
eina vísu duga, heldur rímuðu
allt bréfið. Til er í handritasafni
okkar í Reykjavík og víðar mikið
magn af slíkum bréfum og hafa
fræðimenn ekki enn gefið sér
tóm til að rannsaka nema lítinn
hluta slíkra handrita. En hér
kemur vísa, sem líklega hefur
upphaflega verið sett í kunn-
ingjabréf:
Nú er ekki neitt að frétta,
nema kuldann.
Höldar róa heldur sjaldan,
hávaxin þeim þykir aldan.
Bjarni Þórðarson frá Siglunesi
við Breiðafjörð var kunnur sjó-
sóknari á öldinni sem leið. Til er
vísa eftir hann sem svo hljóðar:
Sjóinn þó ég sjái á
og sói ró til neta,
fró er mjó, því fá ei má
úr flóanum nóg að éta.
Það var einhverju sinni fyrir
langalöngu að skagfirðingar
fengu í héraðið hrossaræktar-
ráðunaut, sem virtist engu minni
áhuga hafa á vélum en ferfætl-
ingum byggðarinnar. Um hann
orti Stefán Vagnsson á Hjalta-
stöðum þessa skemmtilegu vísu:
Talaði fátt um tölt og skeið
og tilþrif gæðinganna.
Sinni mótormeri reið
milli sýninganna.
Og var höfundur þar að tala
um hrossaræktarsýningar. Stef-
án er látinn fyrir nokkrum ár-
um. Skagfirðingar gáfu út ljóð
hans í stórri bók, ekki munu þó
allar tækifærisvísur hans vera
þar, gaman hefði verið að heyra
frá þeim, sem þær kunna.
Ljúkum svo þættinum að
þessu sinni með hinu sjálfsagða
og sítiltæka yrkisefni, skiptum
manns og konu.
Þinni sögu ástar í
ei við gleði semur.
Ein þú bíður eftir því,
sem aldrei framar kemur.
J.G.J.
irnar?“ freistaði Atsel að
spyrja. „Mig langar til að kynn-
ast J)eim.“
„I himnaríki býr hver fjöl-
skylda út af fyrir sig.“
„Er ekki hægt að fara í heim-
sóknir?"
„Ó, nei, nei! í himnaríki eru
hýbýlin alltof langt hvert frá
öðru til þess. Það myndi taka
mörg þúsund ár að komast á
milli."
„Hvenær kemur mín fjöl-
skylda hingað?" spurði Atsel.
„Faðir yðar á eftir tuttugu ár
ólifað; móðir yðar þrjátíu. Og
þau geta ekki komið hingað fyrr
en þau eru dáin.“
„Og Aksa, hvenær kemur
hún?“
„Hún! Hún á eftir að lifa meir
en fimmtíu ár í viðbót.“
„Á ég þá að vera hér aleinn?“
„Já, herra!“
Atsel velti vöngum um stund í
þungum þönkum. Svo sagði
hann: „Hvað ætli Aksa geri nú?“
„Hún syrgir yður ákaflega,
herra. En þér vitið, að það er
ekki hægt fyrir ungar stúlkur að
halda áfram að syrgja að eilífu.
Fyrr eða síðar gleymir hún yður
og giftist öðrum ungum manni
og verður hamingjusöm. Svo-
leiðis er þetta lifandi fólk!“
Atsel reis á fætur og tók að
ganga um gólf. Hinn langi svefn
og maturinn góði höfðu endur-
vakið löngun hans til lífsins, svo
að um munaði. í fyrsta skipti á
ævinni langaði lata Atsel til að
bjástra við eitthvað. En í
himnaríki var ekkert til að
bjástra við.
I heila viku var Atsel í þykj-
ustu-himnaríki sínu og varð æ
sorgbitnari. Hann saknaði föður
síns og móður, og hann þráði
Öksu.
Nú þótti honum iðjuleysi ekki
eins eftirsóknarvert og honum
hafði áður fundizt. Hann hefði
meira segja með ánægju viljað
læra eitthvað. Hann dreymdi
um ferðalög, útreiðartúra og
leiki við vini sína og félaga. Mat-
urinn, sem honum hafði fundizt
slíkt lostæti fyrsta daginn,
bragðaðist honum nú hörmu-
lega.
Loks kom að því, að hann gat
ekki dulið mæðu sína lengur.
„Eg sé það nú,“ sagði hann við
yfirþjóninn, „að lífið er ekki
eins slæmt og ég hélt.“
„Lífið er erfitt, herra! Menn
verða alltaf að vera að basla
eitthvað; læra, vinna, stússa í
viðskiptum og hvaðeina. Hér er
allt auðvelt.
„Eg vil heldur moka flór en
húka svona hér! Hve lengi á ég
að vera svona?“
„Nú, að eilífu, auðvitað!"
„Vera hér að eilífu!" Atsel reif
hár sitt í örvílnan. „Nei! Þá vil
ég heldur drepa mig!“
„Dauður maður getur ekki
drepið sig, góði herra!“
Sjöunda daginn, þegar Atsel
var orðinn svo harmþrunginn,
að hann vissi varla sitt rjúkandi
ráð lengur, kom þjónn — eins og
læknirinn var búinn að mæla
fyrir um — til hans og sagði:
„Herra, hér hafa orðið mis-
tök! Þér eruð ekki dauður! Þér
verðið að fara strax úr himna-
ríki!“
„Er ég lifandi?“
„Já, bráðlifandi, herra minn!
Ég á að fara með yður aftur til
jarðarinnar.“
Atsel varð frá sér numinn af
fögnuði. Þjónninn batt fyrir
augu hans, leiddi hann aftur og
fram um alla ganga í húsinu og
fór síðan með hann inn í stofu,
þar sem fjölskylda hans sat
samankomin og beið. Svo tók
hann bindið frá augum hans.
Það var bjartur dagur, og sól-
in skein inn um opinn gluggann.
Sætan ilm lagði frá engjum og
aldintrjám. Fuglarnir sungu í
garðinum fyrir utan, og býflug-
urnar flugu suðandi af blómi á
blóm. Atsel heyrði kýrnar baula
og hestana hneggja í útihúsun-
um.
Yfirkominn af gleði faðmaði
hann foreldra sína og Öksu að
sér og kyssti þau.
„Ég vissi ekki, hvað það er
dýrlegt að lifa!“ hrópaði hann
upp yfir sig.
Svo leit hann á Öksu. „Hef-
irðu fellt hug til einhvers ann-
ars ungs manns, meðan ég var í
burtu? Eða finnst þér vænt um
mig enn?“ spurði hann.
„Já, Atsel, það finnst mér,“
svaraði Aksa.
„Þá er ekki eftir neinu að
bíða,“ kallaði Atsel. „Við giftum
okkur strax!“
Og áður en langt um leið, var
haldið brúðkaup á heimili Kad-
isar og konu hans.
Jöts læknir var heiðursgestur
við þá athöfn.
Það var söngur og dans, og
það komu gestir viðs vegar að.
Sumir komu á hestum, aðrir á
múldýrum, og enn aðrir á úlf-
öldum.
Allir færðu þeir brúðhjónun-
um dýrar gjafir; sumt var jafn-
vel úr gulli, silfri og fílabeini,
skreytt eðalsteinum. Veizlan
stóð í sjö daga og sjö nætur og
var skemmtilegasta brúðkaups-
veizla, sem elztu menn mundu.
Atsel og Aksa ljómuðu af
sælu; og þau lifðu saman fram í
háa elli.
Atsel var aldrei latur framar.
Hann gerðist einn duglegasti og
framtakssamasti kaupmaðurinn
í héraðinu og fór í verzlunar-
ferðir alla leið til Bagdad og
Indlands.
Það var ekki fyrr en brúð-
kaupsveizlan var um garð geng-
in, að Atsel var sagt, hvernig
Jöts læknir hafði gert hann
heilbrigðan, og að hann hefði
aðeins verið í himnaríki í þykj-
ustunni. Og þau áttu oft eftir að
minnast á það, Aksa og hann.
Þau sögðu börnum sínum og
barnabörnum söguna um hina
dásamlegu lækningu, sem Atsel
hafði hlotið hjá Jöts. Og alltaf
luku þau sögunni með sömu orð-
unum:
„En hvernig himnaríki er í
raun og veru, það vitum við
hreint ekki neitt um!“
Sigrún Guðjónsdóttir íslenzkaði
13