Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Blaðsíða 15
Meðal þess sem spáð hefur verið eru feykileg flóð í kjölfar
náttúruhamfara og sumir hafa talið þennan spádóm standa
í sambandi við hugsanieg pólskipti jarðarinnar, sem talið er
að hafi átt sér stað áður í jarðsögunni — en mundu ef til
vill orsaka, að lönd og borgir færu alveg á kaf í sjó.
Aðsjá
fyrir óorðna
hluti
réttlæti yrði aldrei komið á með
því að draga íólk í dilka sam-
kvæmt ytri sérkennum, heldur
bæri að meta sérhvern einstakling
eftir verðleikum, hvað sem hör-
undslit liði.
Þegar hann var spurður að því
til dæmis, hvaða afstöðu mönnum
bæri að taka gagnvart negrunum
svaraði hann:
„Þeir sem hnepptu þá í þrældóm
bera sinn dóm með sér. Negrana
ber að meta eins og aðra sem ein-
staklinga eftir hæfni og mann-
kostum."
Hann talaði jafnan um þessa
þeldökku landa sína sem bræður
sína. Viövörunarorð sín í sam-
bandi við óréttlætið sem þessir
þeldökku bræður hans hafa verið
beittir þrumaði Cayce með Biblíu-
þrunginni alvöru og krafti: „Þegar
fjöldi eyja í hafi og mörg þjóðlönd
eru komin undir harðstjórn
þeirra, sem hvorki hafa ótta af
manninum né djöflinum; þeirra er
aðhyllast þau öfl, sem réttlæta
valdbeitingu hins sterka og tigna
þá ofurmennskuhugsjón, sem
komandi kynslóð tileinkar sér, þá
mun okkar eigin þjóð sjá blóði út-
hellt, eins og á þeim tímum þegar
bróðir barðist gegn bróður."
Hér er brugðið ljósi á komandi
nasismann og heimsstyrjöldina
síðari, svo ekki verður um villst.
Áhersla á mikil-
vægi rússnesku
þjóðarinnar
Cayce spáði fyrir upphafi og
lokum síðari heimsstyrjaldarinn-
ar. Arið 1939 sagði hann og fyrir
að tveir forsetar Bandaríkjanna
myndu látast í embætti og tíma-
setti andlát þeirra með því að
tengja þau spádómum um kyn-
þáttaátök, vinnudeilur og múg-
óeirðir.
Allt kom þetta fram á tímabil-
inu frá því að Franklin D. Roose-
velt andaðist í aprílmánuði 1945
og þangað til John F. Kennedy var
myrtur í nóvember 1963. Uppþotin
í Little Rock, Birmingham, Chic-
ago og New York sönnuðu einnig
hve sannspár Cayce reyndist.
Það kom oft fyrir að Cayce
minntist á heimssögulega atburði,
sem snertu milljónir manna, þeg-
ar hann sagði einstaklingum fyrir
lífshlaup þeirra. Þannig var það
til dæmis í ágústmánuði 1941,
fjórum mánuðum fyrir árásina á
Pearl Harbor, að ungur maður,
sem var í vafa hvort hann ætti að
skrá sig í landherinn eða sjóher-
inn, vildi vita hve lengi hann
myndi þurfa að gegna herþjón-
ustu.
„Að minnsta kosti þangað til
1945,“ sagði Cayce.
Cayce lagði ævinlega og hvað
eftir annað áherslu á það, að and-
legt líf einstaklingsins endur-
speglaði í sjálfu sér viðtekið gild-
ismat ákveðinnar heildar eða
þjóðar. Þannig sagði hann á tím-
um Munchen-sáttmálans: „Sér-
hver þjóð eða þjóðflokkur hefur
skapað sér andlega mjög til-
gangsbundna afstöðu, ekki ein-
ungis gagnvart heimsmálunum,
heldur og lögmálum alheimsins.
Franska þjóðin hefur til dæmis
byggt sjálfstæði sitt og ósjálf-
stæði á þeirri afstöðu, sem mótast
af fegurðarnautn og tilbeiðslu á
líkamanum."
Hér virðist hann hafa átt við
holdlegan munað Frakka. Og um
Englendinga segir hann: „Þannig
er það og hvað Englendinga snert-
ir og heildarmynd hinnar blönd-
Ivar Orgland
BÚLANDSTINDUR
uðu bandarísku þjóðar. Þannig er
það einnig hið ríkjandi afl í Japan
og Kína. Fyrir það eru ný fræ að
skjóta rótum í Rússlandi, og upp
af þeim mun vaxa ný afstaða. It-
alía — selur sál sína fy.rir súpu-
skál. Þjóðverjar misnota krafta
sína til þess að drottna yfir bræðr-
um sínum, eins og blóðigla, sem
sogið hefur sig fasta á alheims-
skipulagið sér til viðurværis."
Það sem þeim sem þetta hripar
er einna minnisstæðast í sam-
bandi við spádóma Edgars Cayces
er hin mikla trú hans á mikilvægi
rússnesku þjóðarinnar fyrir
mannkynið. Þeir spádómar hans
sem snertu þessa þjóð komu fram
skömmu fyrir lát Cayces og voru
mjög athyglisverðir.
Hann sá ekki aðeins fyrir enda-
lok kommúnismans í Rússlandi,
heldur sá hann þar skapast við-
horf, sem fæli í sér von mann-
kynsins. Hann orðaði þetta ni.a.
með þessum hætti: „Fyrir Rúss-
land gefst mannkyninu von. Ekki í
þeirri stefnu, sem stundum er
nefnd kommúnismi. Nei. En í
frelsi, frelsi! Því að sérhver maður
helgar líf sitt meðbræðrum sínum.
Hugmyndin hefur fæðst þar. En
hún verður lengi að kristallast.
Eigi að síður verður það fyrir
Rússland, að mannkynið öðlast
nýja von.“
Þegar þess er gætt, að hvergi í
heiminum á sér stað fullkomnari
kúgun á frelsi einstaklingsins en í
þessu höfuðvígi kommúnismans;
þar sem öllu valdi og allri tækni
ríkisins er beitt og hver mann-
eskja er undir eftirliti „stóra bróð-
ur“ frá vöggu til grafar, er ekki
furöa þótt spámaður komist svo að
orði, að hugmyndin um frelsi til
þess að hjálpa og líkna meðbræðr-
um verði lengi að kristallast, eins
og hann orðar það. Þeir sem vilja
líta á þessa fögru spá með nokk-
urri bjartsýni geta huggað sig við
það, að þrátt fyrir fullkomin kúg-
unartæki hefur á rúmum sextíu
árum alls ekki tekist að útrýma
trúarbrögðunum. Þvert á móti,
þrátt fyrir ótrúlegar ofsóknir á
hendur trúuðum mönnum finnast
æ fleiri menn í þessu stóra landi,
sem eru reiðubúnir að fórna því
litla frelsi sem þeir hafa og jafn-
vel lífi sínu. Astæðan er sú, að mat
slíkra manna á því sem raunveru-
legt gildi hefur í lífinu er allt ann-
að en kommúnista. Þess vegna
kann spádómur Cayces að rætast,
þótt þeir sem annað mat hafa á
gildi lífsins eigi erfitt með að trúa
því.
Þeim sem þetta hripar var vit-
anlega frá upphafi ljóst, að í einni
blaðagrein er ekki hægt að gera
neina verulega grein fyrir spá-
dómsgáfu þessa furðulega manns,
Edgars Cayces. Þess vegna hefur
höfundur leyft sér að fara inn á
ýmislegt efni, sem hann taldi
skipta meira máli, en er tengt
þessum furðulegu hæfileikum
framskyggninnar.
Hér hefur til dæmis ekki verið
minnst á hinar miklu náttúru-
hamfarir, sem Cayce spáði og
jarðfræðingar og aðrir lærðir
menn hafa síðan rannsakað og
komist að því að ekki sé ólíklegt að
eigi sér stað í framtíðinni, svo sem
jarðskjálftar og aðrar hamfarir.
Framtíðin ein getur úr því skorið
hvort þessar óheillaspár rætast.
En um þetta allt saman er hægt
að lesa í bók, sem út kom á ís-
lensku 1971 eftir Jess Stern og bar
nafnið lídgar Cayce — undralækn-
irinn og sjáandinn. Loftur Guð-
mundsson íslenskaði þá bók. Hún
er afar fróðleg. Bókaútgáfan Örn
og Örlygur gaf hana út.
Búlandstindur við Berufjörð,
brattur og tignarlegur.
Austfirskur tindur á íslenskri jörð
augu og hug minn dregur.
Himingnæfur hann heldur vörð.
Djúpivogur um dimma nótt.
Djarfur á móti stjörnum
blikar tindurinn, tignarrótt,
traustur í sinum vörnum,
gagnvart stormum. Þeir gleymast fljótt.
Búlandstindur við Berufjörð
birtist mér oft um nætur.
Eins og fjallið í Islands jörð
á ég þar djúpar rætur.
Fjallanóttin er frjáls, en hörð.
Heimþrá á.ég. Er óðal þitt
óskaland, Búlandstindur.
Sé ég enni þitt, frjálst og frítt,
fer um þig austanvindur.
Hjá þér dvelur þá hjarta mitt.
Gabriel López Chinas,
Mexíkó
FIMM
PESOSAR
Fimm pesosa hef ég gefið henni Petrónu,
telpunni sem var að segja mér,
að faðir sinn hóstaði
og kastaði upp blóði.
„Taktu við þessu,“ sagði ég, „svo að hún mamma þín
geti keypt mjólk handa honum pabha þínum á morgun.“
Augu stúlkunnar urðu stór eins og fiðrildavængir.
Fimm pesosar eru auðvitað fjársjóður
í fávísum huga hennar.
Rökum kossi hefur tíminn kysst
leirkofa móður hennar,
síðasti skildingurinn
skoppaður burt.
Og faðirinn ? — Frá degi til dags
ágerist hósti hans
og þetta blóð, sem vætlar út úr honum.
Yfir Petrónu litlu og bræður hennar og móður
rignir rauðum sýklum.
Úr sorpi og gerlagróðri
saurugrar borgarinnar
rís farsóttin eins og gufa.
Þorparar hljóta þeir að vera,
sem geta auðgast á slíkum st.að.
Fimm pesosar, eins og fimm fingur,
sem tennur ranglætisins hafa kroppað,
fimm pesosar í lítilli hönd
stúlkunnar Petrónu,
sem brosir sakleysislega,
og fimm krampaflog sálar minnar,
sem heyir dauðstríð sitt,
af því hún getur ekki hjálpað þessu fólki — fólkinu mínu.
I hartnær hvurjum leirkofa — í sorpi og daun —
er maður að hósta og kasta upp blóiði.
Hvað gagnar það þeim, að stjörnurnar tindra á himnum?
JERZY WIELIJLNSKI frá Pólandi þýddi á íslensku úr
Zapotck sem er minnihlutamál í Mexíkó.
Guðmundur Daníelsson hreinskrifaði.